Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 8
e 8 ;e«i kftAttÁi/ -1VI0RGUNBEAÐIÐ-ÖAOlfOK ÍMU8 QIQAJ9HU0H0M l 9UNNUDAGUR 24. MARZ 1991' * IFI \ í~^ er sunnudagur 24. mars. Pálmasunnudag- mJ-tWX ur. 83. dagurársins 1991. Árdegisflóðí Reykjavík kl. 0.19 og síðdegisflóð kl. 13.14. Fjara kl. 6.56 ogkl. 19.26. SólarupprásíRvík.kl.7.16,sólarlagkl. 19.54. Myrkur kl. 20.42. Sólin er í hádegisstað í Rvík. kl. 13.34 ogtunglið er í suðri kl. 21.08. (Almanak Háskóla íslands.) Því að orð Drottins er áreiðanlegt, og öll hans verk eru í tré festi gjörð. (Sálm. 33,4) ÁRNAÐ HEILLA ára afmæli. Mánií- daginn 25. mars er fimmtug frú Hilke Jakob Magnússon frá Hamborg, Þýskalandi, Suðurhlíð við Starhaga Rvík. Maður henn- ar er Aðalmundur Magnús- son. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrrakvöld lagði Reykjafoss af stað til útlanda. Togarinn Ásbjörn kom inn til löndunar í gær og togarinn Ásgeir hélt til veiða. I kvöld er Lag- arfoss væntanlegur að utan. Togarinn Víðir EA fer út í dag. Niðarós, leiguskip, er væntanlegt að utan í dag. í fyrramálið eru væntanlegir inn tveir grænlenskir togarar. í fyrradag hafði skamma við- dvöl breski togarinn Artic Corsair. HAFNARFJARÐARHÖFN: I gær kom Hofsjökull af strönd. í dag er togarinn Sig- hvatur væntanlegur inn til löndunar svo og togarinn Venus og á mánudag er tog- arinn Rán væntanlegur inn. FRÉTTIR/MANNAMÓT PÁLMASUNNUDAGUR er í dag, sunnudagur fyrir páska „Minningardagur um innreið Krists í Jerúsalem. í kaþólsk- um sið eru pálmaviðargreinar notaðar við guðsþjónustur þennan dag, og af því er nafn- ið dregið,“ segir í Stjömu- fræði/Rímfræði. Dymbilvika hefst í dag, kyrra vika og er síðasta vikan fyrir páska. Nafnið er notað af áhaldi sem notað var í klukku stað í kirkj- um þessa viku. Sums staðar virðist trékólfur hafa verið notaður í stað venjulegs kólfs og þá kallaður dymbill, segir í sömu heimildum (Stjörnufr./Rímfr.). Á morg- un er Góuþræll, það er síðasti dagur góu. MÁLSTOFA í guðfræði. Næstkomandi þriðjudag 26. þ.m. verður haldin málstofa í guðfræði. Þá flytur Margrét Eggertsdóttir cand. mag. fyrirlestur sem hún nefnir: Leitin að besta textanum. — Rannsóknir á kveðskap Hallgríms Péturssonar. Málstofan er haldin í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. HÍN — Hið íslenska nátt- úrufræðifélag. Fræðslufyr- irlestur verður haldinn á veg- um félagsins mánudagskvöld- ið í Odda, vísindahúsi háskól- ans, stofu 101. Fyrirlesturinn ber yfírskriftina: Uppgræðsla á Blöndusvæði og fjallar um rannsóknir RALA og sam- starfsaðila á árangri upp- græðslu á Blöndusvæði. Verða fyrirlestrarnir fjórir sem fluttir verða: Fyrirlesar- amir eru Ingvi Þorsteins- son, Halldór Þorgeirsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, og Kolbeinn Árnason. Fjölda mynda munu fyrirlesarar sýna máli til frekari skýringa. Fræðslufyrirlesturinn er öll- um opinn, eins og aðrir slíkir á vegum HÍN. AFLAGRANDI 40, þjón- ustumiðstöð aldraðra. Mánu- daginn kl. 15.45 verður lagt af stað í heimsókn í Keramik- húsið, frá Aflagranda 40. KÓPAVOGUR. Félagsstarf aldraðra. Páskavaka mánu- dagskvöldið kl. 20.30 í Fann- borg 1. M.a. leikur flautu- kvartett. „Söngvinir", kór KROSSGATAN S 9 10 iEE 12 13 m" ■ mr H_1Z I22 23 24 LÁRÉTT: - 1 hlaða, 5 LÓÐRÉTT: - 2 spil, 3 versna, 8 kindumar, 9 skána, ráðsnjöll, 4 róta í, 5 þættir, 6 11 óbifandi, 14 illmenni, 15 púka, 7 veiðarfæri, 9 víls, 10 flokk, 16 eldstó, 17 for, 19 blöðruna, 12 klókt, 13 manns- beltum, 21 málmur, 22 not- nafns, 18 eydd, 20 skordýr, hæf, 25 eyða, 26 aula, 27 21 fangamark, 23 tangi, 24 guðs. tónn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 stofn, 5 kurfa, 8 rýjan, 9 spjót, 11 nasar, 14 agn, 15 iðkar, 16 aurum, 17 inn, 19 Anna, 21 agga, 22 unj^ling, 25 aum, 26 áli, 27 afí. LOÐRETT: — 2 tap, 3 fró, 4 nýtari, 5 kannan, 6 una, 7fáa, 9 spikaða, 10 jakkanum, 12 skmgga, 13 rammari, 18 núll, 20 an, 21 an, 23 gfá, 24 II. Flikur framsóknarráðherra vinsælar: Kúrekahattur Stein- gríms fór á 32 þúsund Bíddu bara þangað til að það verður farið að bjóða í „tólin“ Denni minn ... aldraðra í Kópavogi, syngja. Gestir kvöldsins verða þeir sr. Sigurjón Guðjónsson sálma- fræðingur og sr. Gylfí Jóns- son. Kaffíveitingar. SAMBAND lífeyrisþega ríkis og bæja heldur árshátíð sína nk. miðvikudag í Súlna- sal Hótel Sögu. Skemmtidag- skrá verður flutt. Hún hefst kl. 15, en húsið verður opnað kl. 14. BARNADEILD Heilsu- vemdarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg. Nk. þriðjudag verður opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 15-16. Umræðu- efnið að þessu sinni er: Breyt- ingar í fjölskyldunni vegna bamsfæðingar. AGLOW-Reykjavík, kristi- leg samtök kvenna halda mánaðarlegan fund sinn í Bústaðakirkju mánudags- kvöldið kl. 20. Ræðumaður fundarins verður Ásta Júlíus- dóttir. Hún hefur verið for- maður þessara samtaka frá upphafí. Ræða hennar ber yfírskriftina: Kærleiksrík von fyrir nútímakonuna". Fund- urinn er opinn öllum konum. FÉLAG eldri borgara. í dag er kökubasar í Risinu og tískusýning kl. 15. Kaffisala. í dag er líka opið hús í Goð- heimum við Sigtún kl. 14 og verður spilað og kl. 20 í kvöld dansað. HVASSALEITI 56-58, fé- lags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Á mánudag kl. 13 verður spilað, fijáls spila- mennska, og kl. 15 ferða- kynning og dansssýning. ITC-deildir. Mánudags- kvöldið heldur deildin Kvist- ur fund kl. 20 á Holiday-Inn- hótelinu og er hann öllum opinn. Nánari uppl. veitir Olga Hafberg s. 35562. Deildin Eik heldur fund mánudagskvöldið kl. 20.30 á Hallveigarstöðum og er fund- urinn öllum opinn. Inga s. 612046 gefur nánari uppl. KJALARNES. í tilk. í Lög- birtingablaðinu frá sveitar- stjóra Kjalameshrepps og skipulagsstjóra ríkisins segir að í hreppsskrifstofunni liggi nú frammi breytingar á aðal- skipulagi hreppsins og íbúð- arhverfis. Breytingarnar eru í því fólgnar að landbúnaðar- svæði við býlið Móa breytist í stofnanasvæði og breytingar á skipulagi íbúðarhverfís varðar breytingu á legu gatna við íbúðarbyggð m.a. breyt- ingartill. liggja frammi til 5. apríl nk. Athugasemdum ber að skila sveitarstjóranum eigi síðar en 22. apríl nk. segir í þessari tilk. KVENFÉLAG Kópavogs. Félagsvist verður spiluð í fé- lagsheimili Kópavogs kl. 20.30 á þriðjudagskvöldið kemur. Allir velkomnir. SIGLFIRÐIN G AR fæddir árið 1932 ætla að eiga stund saman mánudagskvöldið í Torfunni kl. 20. Stelpur að heiman (frá Siglufirði) ætla að mæta með gítara. Kvöld- spjall yfír kaffibolla. KVENFÉLAG Hreyfils heldur aðalfund nk. þriðju- dagskvöld kl. 20 í Hreyfils- húsinu. URÐUNARSVÆÐI sorps í Álfsneslandi. Sveitarstjóri Kjalameshreppa og Skipu- lagsstjóri ríkisins hafa lagt fram í skrifstofu hreppsins í Fólkvangi uppdrátt af urðun- arsvæðis sorps í Álfsneslandi. Hún liggnr þar frammi vegna athugasemda sem kunna að vera gerðar, allt fram til 11. apríl nk. KIRKJUSTARF: ÁRBÆJARKIRKJA: Opið hús fyrir aldraða í safnaðar- heimilinu miðvikudag kl. 13.30. Mæður og feður ungra barna í Ártúnsholti og Árbæ. Opið _hús í safnað- arheimili Árbæjarkirkju þriðjudag kl. 10-12. BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í dag, sunnudag kl. 17. GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma á morgun, mánudag kl. 18. NESKIRKJA: Mömmu- morgnar nk. þriðjudag. Opið hús fyrir mæður og böm þeirra kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Fundur í Æskulýðsfélaginu mánudagskvöldið kl. 20.30. Fyrirbænir í kirkjunni þriðju- daga kl. 14. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur KFUK, yngri deild, kl.. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr- ir 10-12 ára mánudag kl. 17. KIRKJUR Á LANDS- BYGGÐINNI____________ HÓLMAVÍKUR- og Prest- bakkaprestaköll: Guðsþjón- ustur í kyrmviku og á pásk- um: Skírdagur: Staður í Steingrímsfírði kl. 14. Sjúkra- húsið á Holmavík kl. 16.30. Hólmavíkurkirkja kl.20.30. Föstudagurinn langi: Drangsnes kl. 14,-Kaldrana- nes kl. 16. Páskadagur: Staður í Hrútafírði kl. 11. Prestbakki kl. 13.30. Óspaks- eyri kl. 17. Annar í páskum: Kollafjarðarnes kl. 14. Sr. Ágúst Sigurðsson, ORÐABÓKIIM Hittumst — komumst í tveimur síðustu pistlum hefur verið minnzt nokk- uð á svonefnda miðmynd sagnorða og það, að hún myndast af germynd með ví að bæta— st við gm. framhaldi af þessu er rétt að vekja athygli á einu atriði um notkun mm. sem vissulega er nokkurra alda gamalt í málinu. Hér er um að ræða sérstaka málþróun í 1. p. ft., bæði í nútíð og þátíð. Samkv. reglum er gm. af so. að hitta í 1. p. ft. við hittum. Ef við breytum þessu í mm. bæt- ist — st beint við gm., þannig að mm. verður við hittumst. Þannig var þetta í upphafi og mun enn vera svo í tali flestra og næstum undantekn- ingarlaust í ritmáli. Hins vegar fer talmál margra hér á annan veg og virðist engan veginn bundið við ákveðin svæði. Þannig verður gm. hittum ekki hittumst í ft. samkv. regl- um, heldur h/ttustum. Þessi ft. heyrist oft í tali manna og það þrátt fyrir alla skólagöngu. Hver kannast ekki við: Við sjáustum á morgun eða við mættustum á leiðinni. Málfræðilega á hér að segja og skrifa: sjáumst og mættumst og kom- umst, enda er svo kennt í málfræðibókum. Þetta skyldu menn hafa í huga. Þessi ending — ustum, mun fyrst koma fyrir í ritum á 17. öld. Engin dæmi hennar sjást t.d. í Guðbrandsbiblíu 1584. — JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.