Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 14
‘M_______________________MORGUNBLAÐIÐ SUKNUDAGUK 24. MARZ 1991_
Palestínumenn f Jerúsalem:
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
„AYMAN FÓR óvenju árla til Ai
Aqs-moskunnar til að biðjast fyrir
þennan morgun. Hann fór á hverj-,
um morgni. Við höfðum vitneskju
um að ísraelar ætluðu að koma
þangað til að storka okkur af því
þeir vilja eigna sér alla helga staði
í Jerúsalem. Því höfðu þúsundir
Palestínumanna ákveðið að koma
og veija helgan dóm okkar og
biðjast fyrir. Jafnskjótt og Pa-
Iestínumennirnir voru komnir
streymdu ísraelskir hermenn á
staðinn og hófu skothríð eftir að
hafa umkringt hópinn. Herþyrla
sveimaði yfir og skotið var úr
henni þó Israelar hafi mótmælt
því og sagt að þyrlan hafi bara
verið til eftirlits og til að taka
myndir. Fáeinum minútum síðar
voru sautján manns, tvær konur
og fimmtán karlmenn, dánir og
um þijú hundruð höfðu særst.
Bróðir minn Ayman var einn
þeirra sem varð píslarvottur."
Eg sit í stofunni á heimili
Shami-fjölskyldunnar í Jerú-
salem, á veggjum eru myndir
af syninum sem féll á Muster-
ishæðinni í október. Moðirin
Taghreed er hljóðlát, brosir öðru
hveiju, leggur ekki margt til mála
en segir þó frá þegar ég spyr.
„Hann var átján ára og hafði ný-
lokið menntaskóla og hugðist fara í
háskólann og læra rafmagnsverk-
fræði. Hann var góður námsmaður
og hafði leitað fyrir sér um skólavist
í ýmsum háskólum í Bandaríkjunum
og Tyrklandi því hann langaði að sjá
sig um. Hann var elstur fjögurra
sona minna og dætumar eru elstar.
Jú, ég hugsa hann hafi vitað að hann
mundi deyja þennan dag, hann
kvaddi okkur með þeim hætti. Faðir
hans var við vinnu í Hebron og
hringdi heim þegar fréttin barst út
um fjöldamorðin. Þá vissum við ekki
að hann væri dáinn, við höfðum haft
spumir af því að hann hefði særst
en hversu alvarlegt það var vissum
við ekki.“
Hún þagnaði, stóð upp og gekk
út úr stofunni, ég horfði spyijandi á
dótturina Mohoy. „Hún er oft döpur
og grætur," sagði hún. „Þegar við
vissum að Ayman var dáinn fór
móðir mín á sjúkrahúsið og hún tók
líkama hans í fangið og bað Guð að
blessa hann og þakkaði honum fyrir
að hafa verið trúr og ókvíðinn. Hún
fékk að fara heim með líkið, hann
hafði verið skotinn í hálsinn og hefur
dáið strax. Fjölskyldan safnaðist
saman og við grétum, en móðir mín
grét ekki; hún var eins og lömuð.
Um nóttina fékk hún alvarlegan verk
í handlegginn og var flutt á sjúkra-
hús og læknir sagði hún hefði fengið
snert af hjartaáfalli. Þeir létu hana
vera á spítalanum yfir nóttina og það
var ekki fyrr en eftir hún var komin
heim að hún grét loksins. Þetta hef-
ur breytt lífi okkar allra,“ heldur
Mohey áfram. „Ég var ekki sérlega
trúuð áður og ég bar aldrei höfuð-
klút. Nú geri ég það. Stundum öf-
unda ég bróður minn, ég veit að fyrst
hann dó fyrir trúna fékk hann góða
vist á himnum og honum líður vel.
Jóhanna Kristjónsdóttir
er komin til Jerúsalem
og kynnir sér mslefni
Palestínnmanna í ísrael
sem hafa verift í ugp-
reisn gegn stjórnvöldum
undanfarin misseri
Okkur líður ekki vel því við höfum
enga von. Við erum fyrirlitin af ísra-
elsku herrunum og kúguð og þeir
nota hvert tækifæri til að lítilsvirða
okkur. Nokkrum dögum eftir að
þetta gerðist og margt fólk, vinir
okkar og fjölskylda, safnaðist saman
við húsið komu ísraelskir hermenn
og skutu táragasi og fólkið varð að
flýja inn í nærliggjandi hús. Fyrir
utan veifuðu hermenn rifflunum og
stigu dans af gleði yfír því að hafa
hrakið syrgjendur á flótta.“
Þær mæðgur færðu mér appelsín-
usafa að drekka en fjölskyldan fastar
til sólarlags vegna ramadans. Móðir-
in gaf mér mynd af syni sínum en
baðst undan því að ég tæki mynd
af þeim konunum. Mohey sagði að
þau væru ákaflega reið út í fjol-
miðla. „Það var gert lítið úr þessu
og fréttamenn sem komu hingað eft-
ir morðið virtust eiginlega ekki hafa
neinn áhuga á að skrifa um þetta.
Útlendir fréttamenn drógu í efa að
skotið hefði verið úr herþyrlunni og
aðrir skrifuðu beinlínis að fólkið hefði
ekki átt betra skilið, því Palestínu-
mennimir hefðu ögrað ísraelsku her-
mönnunum og hent í þá grjóti."
Dr. Wahib Dajani yfirlæknir á
gjörgæsludeild Markessahsjúkra-
hússins í austur-Jerúsalem sagðist
varla muna einn dag síðan uppreisn
Palestínumanna hófst að ekki hefði
verið komið með særða eða látna á
sjúkrahúsið. Hann kom með kúlur
sem teknar höfðu verið úr þeim og
sýndi mér meðal annars gúmmíkúl-
umar margnefndu. Þegar að er gáð
er þetta málmkúla með gúmmíhúð
og plastkúlur sem sagðar hafa verið
hættulitlar fara að sögn Dajanis með
þúsund metra hraða á sekúndu og
„splundra öllu þar sem þær lenda“.
Hann sýndi mér nokkrar röntgen-
myndir sem höfðu verið teknar
síðustu daga, sú nýjasta frá því í
dag, fímmtudag, þar sem skotið hafði
verið í kynfæri mannsins.
Hann sagði að frá því intifada
hófst hefðu fímm þúsund komið til
meðferðar á sjúkrahúsið — að frá-
töldum þeim sem hefðu dáið — og
þar af hefðu 1.200 þurfti að gangast
undir skurðaðgerð og margir væru
örkumla og bæklaðir, heilaskaddaðir
og ósjálfbjarga fyrir lífstíð. „Fimmti
hver sem við höfum sinnt er innan
við sextán ára aldur,“ sagði læknir-
inn. _
„Eg veit ýmislegt um Jsland," sagi
Dajani. „Ég veit að fundur Reagans
og Gorbatsjovs var í Reykjavík og
þið viljið hafa friðsamleg samskipti
við allar þjóðir. Þið reynið að leysa
ykkar ágreiningsmál á friðsamlegan
hátt. Getið þið skilið hvað það er að
búa undir þessum jámaga sem við
verðum að sæta? Börnin okkar fá
ekki að fara í skóla nema með höpp-
um og glöppum, við megum stundum
ekki fara út fyrir hússins dyr svo
dögum skiptir og eigum á hættu að
vera skotin af því við ógnum öryggi
„ríkisins“ ef við reynum að fara milli
húsa og ná okkur í mat og tala nú
ekki um að fara í sjúkravitjanir til
fólks sem við vitum að þarf á hjálp
eða lyfjum að halda.
Hugsaðu þér að Palestínumenn
voru best menntaðir araba, þeir nýttu
margir menntun sína og hæfileika
til að byggja upp Kúveit þegar þeim
var ekki vært hér. Og hvað er nú
að gerast þar? Palestínumenn eru
ofsóttir og myrtir eða í besta falli
vísað úr landi. Palestínumenn tóku
þátt í að hjálpa Saudum þegar þeir
þurftu fólk til leiðbeiningar eða hvers
kyns vinnu. Og við fáum ekki þakk-
ir. Það er eins og við séum líkþráir.
Allt þetta sem við höfum gengið í
gegnum — og ég tel upphafið hafi
verið með Balfour-samþykktinni
1917 — verður til að við fyllumst
beiskju og beiskja leitar útrásar í
einhverri mynd. Ofbeldi elur af sér
ofbeldi. Það hlaut að koma að því
að uppreisn hæfist, það hafði kraum-
að lengi undir og ísraelsku stjórnar-
herrarnir hafa með grimmd og öfg-
um kallað fram allt sem við viljum
ekki að búi með okkur.“
Dajani lærði í Jerúsalem en var
síðan við framhaldsnám í Hollandi
og Þýskalandi. Hann sagði að stund-
um fýsti hann helst að fara í burtu
og setjast að annars staðar. „Allir
læknir hvar sem þeir vinna lenda í
glímu og eiga í togstreitu innra með
sér. En oft geta læknar glaðst inni-
legar en aðrir ef lífi er' bjargað og
við eygjum von um að sjúklingum
famaðist vel. Við hrósum happi ef
við getum bjargað særðu fólki sem
er komið með. En við vitum að
kannski verður sá hinn sami, lítið
barn, þunguð kona, ungmenni í svo-
kölluðum blóma lífsins, fluttur hing-
að aftur nokkru seinna og þá enn
verr á sig kominn. Við eigum ekki
vonina. Það er mikið böl.“
Sabria er hreingemingarkona og
býr í leiguhúsnæði í austur-Jerúsal-
em við rætur Olíufjallsins. Hún var
ekki heima þegar ég kom í fyrra
skiptið. „Hún er í réttinum“, sagði
Manel, 19 ára dóttir hennar. Tveir
synir Sabriu, Muner 21 árs og Nimer
22 ára, eru í fangelsi. Nimer hefur
verið dæmdur í 21 árs fangelsi eftir
að hafa setið inni án þess að ákæra
væri birt í ellefu mánuði. Hann var
fundinn sekur um að hafa starfað í
andspymuhópi. Muner var tekinn við
eftirlitsstörf í Ramallah og ástæða,
fyrir handtökunni var ekki gefín enda
er ísraelski herinn ekki skyldugur til
að gefa upp ástæður þegar Palestínu-
menn eiga í hlut. Hann hefur setið
inni í fjóra mánuði og nú átti að
hefja réttarhöld í máli hans. Þegar
ég kom síðdegis sagði Sabria að rétt-
arhöldunum hefði verið frestað um
óákveðinn tíma. Auk þess eru tveir
bræður hennar í fangelsi og þriðji
sonurinn hefur setið inni í nokkra
mánuði en var sleppt og var ekki
ákærður. „Þú sérð hvað við hljótum
að vera vinsæl“, sagði hún og hló
við. „Það er alveg óhugsandi fyrir
þá að hafa ekki einhveija úr fjöl-
skyldunni í fangelsi."
Hún sagði að þeir væm í fangels-
um vítt og breitt um landið allt niður
í Negev-eyðimörk svo Sabria hefur
nóg að gera að komast í heimsóknir
og einu sinni þegar hún hafði ferð-
ast í þijá tíma niður til Negev var
henni sagt að heimsóknartímanum
hefði verið breytt.
Sabria hefur 350 sikla á mánuði,
þar af borgar hún 80 í leigu og má
hafa sig alla við að hafa í sig og
sína. Samt hlær hún og segir: „Við
höfum mörg orðið grænmetisætur
skal ég segja þér, við eigum ekki
annarra kosta völ.“
Það er allt kyrrt á yfírborðinu en
hvert sem maður snýr sér heyrir
maður nýjar og nýjar sögur. Menn
segja frá, yppa svo öxlum. „Það
nennir náttúrlega enginn að hlusta
á þetta. Það eru allir svo uppteknir
af því hvað írakar gerðu í Kúveit.
Við erum ekki að mæla því bót en
fréttir þaðan eru bara blávatn hjá
því sem við höfum búið við svo árum
skiptir og það af hálfu þessa „sívilis-
eraða“ lýðræðisríkis sem ísrael á að
vera.“