Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 Nú eru sextíu ór liðin frá því að fluglínutækjum var beitt í fyrsta sinn við björgun skipsbrotsmanna í grennd við Grindavík og síðan hefur björgunarsveitinni Þor- birni í Grindavík einni og sér tekist að bjarga yfir 200 skipbrotsmönnum með hjálp fluglínutækja. eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur Þeir eru ótaldir íslensku sjómennirnir sem farist hafa í gegnum aldirn- ar. Og þrátt fyrir sífellt fullkomnari fiskiskipaflota, gerast sjóslysin enn. I dag eru sextíu ár liðin frá því að fluglínutæki var fyrst notað við björgun skipbrotsmanna úr sjávarháska við ísland. Síðan hafa flugl- ínutæki komið við sögu flestra strandbjargana hérlendis. Það var nýstofnuð deild innan Slysavarnafélags íslands, Þorbjörn í Grindavík, sem fyrst notaði fluglínutæki við björgun. Síðan hefur engin björgunar- sveit á landinu bjargað jafn mörgum mönnum úr helgreipum Ægis af strönduðum skipum með fluglínutækjum. Þannig hefur björgunar- sveitin Þorbjörn bjargað 205 mönnum á undanförnum sextíu árum. Fjórum skipverjum var auk þess bjargað af Miröndu í byijun þessa árs er það strandaði í Sandvík, að vísu ekki með fluglínutæki heldur um borð í annan bát skömmu áður en það sökk. í tilefni þessara tíma- móta lá leiðin til Grindavíkur einn daginn í vikunni til að ræða við formann slysavarnadeildarinnar Gunnar Tómasson og formann björg- unarsveitarinnar Sigmar Eðvarðsson, en kvöldið áður hafði síðast verið leitað liðsinnis björgunarsveitarinnar Þorbjörns vegna elds, sem komið hafði upp í Hafbergi GK 377. Grindvikingar hafa verið þekkt- ir fyrir að láta björg unarmál til sín taka og að sögn þeirra Gunn- ars og Sigmars eru þess þó nokkur dæmi að menn hafa látið skrá börn- in sín í slysavarnadeildina um leið og þau eru skráð inn í kirkjubækurn- ar við skím. „Góð skipulagning björgunarmála er einfaldlega hluti af lífsbaráttu í sjávarplássum og hingað til hefur það þótt sjálfsagt að vinna að slíkum málum í sjálf- boðavinnu," segja þeir félagar. Þó eflaust megi segja það um aðrar björgunarsveitir á landinu að þær standi sig ekki síður vel' í björgunar- málum, þá hefur það svæði sem er í næsta nágrenni við Grindavík verið mjög annasamt. „Mikið af bátum er á svæðinu enda er hér fyrir utan stór og mikil veiðislóð. Þá er umferð flutningaskipa mikil og höfum við t.d. þrisvar sinnum á undanförnum tuttugu árum þurft að hafa afskipti af erlendum flutningaskipum. Óveð- ur er vitanlega ein af höfuðorsökum skipstranda og svo eru það mannlegu mistökin, sem líka verða.“ Slysavamadeildin Þorbjörn var stofnuð 2. nóvember árið 1930 og voru stofnfélagar 56 karlar og kon- ur. Nokkru áður hafði SVFÍ keypt fluglínutæki og komið þeim fyrir í geymslu hjá Einari Einarssyni í Krosshúsum í Grindavík, en hann var einn af frumkvöðlum slysavarna- starfsins þar og fyrsti formaður deildarinnar. Hafði Jón E. Berg- sveinsson, fyrsti erindreki SVFI, komið til Grindavíkur og kennt heim- amönnum að fara með tæki þessi. Sú sýnikennsla fór fram aðeins viku áður en franskur togari strandaði austan Grindavíkur. Aðfaranótt 24. mars árið 1931, rösk- um fimm mánuðum eftir að slysa- varnadeildin Þorbjörn var stofnuð, varð þess vart að togari hafði strand- Morgunblaðið/RAX Sigmar Eðvarðsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns og Gunnar Tómasson formaður slysavarnadeildarinnar Þorbjörns við brak úr Hrafni þriðja sem strandaði við Hópsnesvita 12. febrúar 1988. Skúmur strandaði við Hópsnes 3. febrúar árið 1987 og var sjö mönn- um bjargað í land. að undan bænum Hrauni austan við Grindavík. Skipið, sem hét Cap Fag- net og var frá Fécamp í Frakklandi, tók niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfír skeijagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skip- veijar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauð- um staddir. Frá Hrauni var maður strax send- ur til Grindavíkur og björgun arsveitin kölluð út. Voru björgunar- tækin sett í bifreið og haldið áleiðis að Hrauni en ekki var bílfært alla leiðina á strandstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar, freistuðu skip- veijar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land, en þær tilraunir mistók- ust og þótti skipveijum því tvísýnt að takast mætti að koma á sam- bandi milli skips og lands. Um hið fyrsta fluglmuskot til björgunar úr strönduðu skipi, segir svo i 1. bindi bókaflokksins „Þraut- góðir á raunastund", björgunar- og sjóslysasögu Islands: „Einar og. Guðmundur verða sam- mála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Guðmundur Erlendsson tekur í gikkinn. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byss- unni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á íslandi. Mennirnir fylgast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loft- ið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt fyrir framan stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná til hennar. Þeir verða reyndar að sæta lagi að ná henni, en skjótt er hún í þeirra hönd- um. Samband er fengið við land.“ Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara sfanda, því aðeins nokkrum klukkustundum eftir björgunina brotnaði skipið í spón á strandstaðnum. Ekki hefði þó þurft að spyija að leikslokum ef hinna nýju tækja hefði ekki notið við. Pessi björgun færði mönnum heim sannindi þess hve mikil vægur björgunarbúnaður fluglínu- tækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu uns slík tæki voru komin til allra deilda Slysa- varnafélags íslands umhverfis landið. Þó sjávargatan frá Reykjanestá austur á Hraunsfjörur sé ekki löng, hafa þar mörg skipin strandað og oftast í stormi og foráttu brimi. Það hefur því oft reynt á dugnað, karl- mennsku og þor félaganna úr Þor; birni og engin björgunarsveit SVFÍ hefur bjargað jafn mörgum mönnum úr helgreipum Ægis af strönduðum skipum með fluglínutækjum. Áftur kom til kasta deildarinnar 9. apríl 1933, en þá á miðnætti stran- daði togarinn Skúli fógeti skammt frá Ræningjaskeri með 37 menn inn- anborðs. Strandið bar að með lágum sjó í veltubrimi, roki og byl. Aðstæð- ur á strandstað voru hinar erfiðustu, foráttu brim og sat togarinn fastur á skeri langt frá landi. Gekk það kraftaverki næst að skyttan skyldi hæfa skipið af svo löngu færi og að takast skyldi að ná þeim mönnum á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.