Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 20

Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 J ú g ó s I a v í a: eftir Önnu Bjarnadóttur Tveir ungir menn um tvítugt voru að ræða átök sem áttu sér stað í bænum Pakrac í Króatíu í byijun þessa mánaðar þegar ég kom þar við á sunnudaginn var. Foreldrar annars starfa í Þýskalandi og hann var í Belgrad þegar átökin urðu. Vinur hans var að segja honum frá því sem gerðist. Samkvæmt frásögn hans þá mætti vopnað lögreglulið Króatíu á staðinn árla morguns og tók yfir lögreglustöðina og rak lög- reglustjórann. Hann var Serbi, eins og ungu mennimir tveir, og hafði neitað að láta af embætti þrátt fyr- ir skipanir frá Zagreb, höfuðborg Króatíu. Til ryskinga kom og skot- um var hleypt af. Frændi annars unga mannsins, hann blandaði sér í samtalið þegar hann sá að blaða- menn voru mættir á staðinn, sagði að þrír hefðu kannski meiðst lítil- lega. „Það veit enginn almennilega hvað gerðist," sagði hann. Sam- kvæmt fréttum frá Belgrad, höfuð- borg Serbíu, þá voru þetta meiri- háttar átök, sjö sagðir drepnir og nokkrir tugir slasaðir. Stjómvöld í Zagreb sögðu það hreinar ýkjur og viðmælendur mínir tóku undir það. Þeir sögðu að íbúar bæjarins lifðu áfram í sátt og samlyndi. Það væri þegjandi samkomulag að ræða þessa uppákomu ekki á almanna- færi frekar en stjórnmálaástandið í landinu almennt og samskipti Serba og Króata sérstaklega. Pakrac er einn af stöðunum í Króatíu þar sem stór hluti íbúanna er serbneskur. Annar ungi maður- inn sagði 65% vera Serba en opin- berar tölur segja að tæp 40% íbúa bæjarins séu Serbar og um 30% Króatar. Það eru staðir sem þessi sem valda spennu í framhaldi af sjálfstæðisstefnu Króatíu. Um 600.000 Serbar búa í ríkinu, en það em um 12% íbúa þess. Þeir em dreifðir en stærsti hópurinn er í bænum Knin og nágrenni hans. íbúar hans hafa lýst yfír sjálfstjóm innan Króatíu og kalla ríki sitt Krajina í sambandsríkinu Júgóslav- íu. Ungu mennimir og frændinn vom allir hrifnir af leiðtogunum í Knin en létu lítið yfír Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og fuss- uðu við Vuk Draskovic, formanni Endurreisnarhreyfingarinnar, stærsta stjómarandstöðuflokksins þar. Grunnt á manngæskunni Serbar í Króatíu sætta sig ekki við að það sé komið fram við þá sem minnihlutahóp heldur viija vera jafnréttháir öðmm borgumm ríkis- ins innan Júgóslavíu. Serbar til- heyra grísk-kaþólsku rétttrúnaðar- kirkjunni og nota kyrilliskt letur en Króatar em kaþólskir og nota róm- verska stafrófíð. Báðar þjóðirnar tala Serbókróatísku og bæði staf- rófín vora gild til skamms tíma en nú eiga allir að nota rómverska stafrófíð í Króatíu. Hlutir eins og það ergja serbneska íbúa ríkisins. Þjóðernisstefna og trúmái áttu ekki upp á pallborðið hjá kommún- •istastjórn Títós og hvort tveggja var bælt á meðan hún var og hét. Nú eru aðrir tímar og gamlar minn- ingar rifjaðar upp. Nokkrir karlar á torginu fyrir framan Iögreglustöð- ina og rétttrúnaðarkirkjuna í Pakrac bentu til dæmis á fána Kró- atíu og sögðu „Ustasha". Fáninn hefur hangið við hlið júgóslavneska fánans á svölum stöðvarinnar síðan nýi, króatski lögreglustjórinn tók við og minnir karlana á hina hrotta- fengnu þjóðemissinna og stjóm- artíð þeirra í Króatíu á stríðsárun- um. Þá var sáralítill mannkærleiki milli Serba og Króata og það virð- ist gmnnt á honum enn. Alla vega sagði nunna á leið úr messu í kaþ- ólsku kirkjunni: „Við elskum alla. En Serbar em erfítt fólk.“ Hún hafði ekkert að segja um framtíð Júgóslavíu heldur lygndi aftur aug- unum og sagði: „Króatía er fallegt land.“ Tító sameinaði skæmliða allra þjóðarbrotanna í Júgóslavíu undir rauðum fána á stríðsámnum þegar landið var hertekið og Króatía var sjálfstæð undir verndarvæng Þjóð- veija. Hann kallaði leiðtoga skæru- liðanna á sinn fund í þorpinu Jajce í íjöllunum í Bosníu í nóvember 1943 og þar mynduðu þeir ríkis- stjórn og gerðu drög að stjórnarfyr- irkomulaginu sem átti eftir að ríkja í Júgóslavíu í yfir fjörutíu ár og er nú að leysast upp. íþróttahúsinu sem þeir hittust í hefur verið breytt Almenningur lifirísátt og samlyndi ogbíður niður- stöðu. Hann hefur meiri áhyggjur af efnahagsástand- inu en hugsanlegri borgara- styrjöld. Fréttaritari Morg- unblaðsins ferðaðist um sambandsríkið um síðustu helgi og spjallaði við fólk. í safn. Þar er að sjá fundarsal og gamla prentvél, dagblöð og ljós- myndir frá þessum tíma. Alma Hajder, þrítug kona á upplýsinga- skrifstofu Jajce, mundi eftir nokkr- um heimsóknum Títós til bæjarins á þjóðhátíðardaginn 29. nóvemb- er.„Bekkurinn minn fór þá með kennaranum að veifa fánum til að fagna honum. Ég man að við þurft- um að bíða allt upp í ijórar klukku- stundir og mér var alltaf ískalt.“ Takmörkuð trúrækni á hörðum tímum Alma er múslími eins og Refika Zjajo, samstarfskona hennar. Um 40% íbúa Bosníu-Hersegóvínu eru múslímar, 32% Serbar og 18% Kró- atar. Konumar sögðu að þeir lifðu saman í friði og ró, efnahagsástand- ið væri vandi ríkisins en ekki mis- munandi þjóðarbrot. „Þjóðernið skipti ekki máli í yfir 40 ár. Það vora allir bara Júgóslavar. Nú kall- ar fólk sig múslíma, Serba eða Króata og getur rækt sín trúar- brögð. En bara gamla fólkið gerir það.“ Alma hafði ekki fyrr sleppt orðinu en austurlenskir tónar glumdu við. Þeir vora að kalla isl- ama til bæna. Örfáir karlar tíndust að moskunni en Alma sveiflaði höndunum upp og niður eins og í bæn og hló. „Við fáum kannski áhuga á að rækja okkar trúarbrögð þegar við höfum það betra og lifum mannsæmandi lífí.“ Nú fer kráftur- inn í að hafa í sig og á. Þeir sem enn hafa atvinnu prísa sig sæla og flestir reyna að vinna aukastörf. Alma er í hópi hinna heppnu. Hún selur austurríska líftryggingu eftir vinnu á upplýsingaskrifstofunni. íbúar Jajce muna betri tíma. Þorpið er í niðurníðslu og efnaverk- smiðja Elektrobosna, sem setur ljót- an svip á bæinn og spúir mengunar- efnum út í andrúmsloftið. („Þeir hafa bara ráð á að nota rándýra, þýska fíltera tvisvar í mánuði," sagði Alma), er á barmi gjaldþrots. 1.500 manns, eða helmingur starfs- fólksins, missti vinnuna fyrir nokkr- um mánuðum. Maður Refiku er í þeirra hópi. Nú þurfa þau að kom- ast af á hennar launum. „Við höfð- Milovan Pjilas i viótali vid Morguwbladid: EINREN VJERIBETRA EN BORtARlSTYRJdLD MILOVAN DJILAS var einn skæruliðanna sem börðust gegn Þjóðverjum og þjóðernissinnum í Júgóslav- íu á stríðsárunum. Þeir sameinuðust undir forystu Títós og byggðu upp nýtt, sósíalískt sambandsríki eftir heimsstyrjöldina síðari. Djilas var framkvæmdastjóri Kommúnistaflokksins, áróðursforingi og hægri hönd Títós í upphafi ríkisins. Hann átti hugmyndina að sjálfstjórnarhagkerfí verkamanna, sem Júgóslavia tók upp eftir vinslitin við Stalín 1948, og hugmyndir hans um „sósialískt lýðræði11 voru gerð- ar að stefnu flokksins á 6. fundi júgóslavneska Kommúnistaflokksins 1952. Hann var kjörinn forseti sambandsþingsins haustið 1953 en féll fljótlega eftir það í ónáð fyrir að ásaka flokkinn um klíkustarf- semi og var rekinn úr öllum stöðum innan hans. Hann hefur skrifað fjölda ritverka og sat tvisvar í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Bækur eftir hann voru ekki leyfðar í Júgéslavíu fyrr en árið 1988. Iljilas verður áttræður í júní. Hann I* býr með seinni eiginkonu sinni í íbúð skammt frá júgóslavneska þinginu í Belgrad. Hann talar ensku og er hlýlegur í viðmóti. í lok sam-' talsins vildi hann fá að vita eitt: „Hefur þú lesið Njáls sögu? Stór- kostlegt ritverk! Era til fleiri slíkar sögur?“ Ég lofaði að senda honum aðrar fombókmenntir íslendinga í enskri þýðingu við fyrsta tækifæri. Ég hitti Djilas um síðustu helgi. Síðan hefur forseti landsins aftur sest í embættisstól og forsætisráðið verið kallað saman til fundar. Fyrir utanaðkomandi er mjög erfitt að átta sig á því sem er að gerast íJúgóslavíu. Forsetilandsins hefur sagt af sér, Slobodan Milos- evic, forseti Serbíu, lýst því yfír að samþykktir forsætisráðsins gildi ekki lengur fyrir Serbíu og það hefur verið gert óstarfhæft. Hvað segir þú um ástandið í landinu? Ástandið versnaði við afsögn Borisavs Jovic, forseta. Það var engin augljós ástæða fyrir henni en tylliástæða var gefin svo að ástandið myndi versna. Það var heldur engin ástæða til að kalla út serbneskar varahersveitir. Það ríkir kyrrð og ró í allri Serbíu og það er ösatt að það sé ófriður í Kosovo. Það er erfítt að átta sig á tilgangi þessara aðgerða að svo stöddu. Tvennt gæti nú átt sér stað. Annaðhvort gerist ekkert, og þá verða varahersveitirnar kallaðar heim eftir nokkrar vikur, eða serbn- eskir hópar í Króatíu eða Bosníu stofna til illinda og herinn blandar sér í málið. — Það kemur líka til greina að varasveitimar hafi verið kallaðar út af því að ríkisstjórn Serbíu óttast frekari mótmæli gegn sér. Það er allt rólegt núna en það gæti komið til nýrra mótmælaað- gerða hvenær sem er. Milosevic á sér enn marga stuðningsmenn, þó ekki eins marga og áður fyrr, en þessir stuðningsmenn em óvirkir á meðan andstæðingarnir em virkir. Unga fólkið í landinu er nýr óút- reiknanlegur þáttur. Það er óflokks- bundið og óánægt, atvinnulaust og svartsýnt á framtíðina. Og það má ekki gleyma því að flokkur Milosevic hefur ekki meiri- hluta á þingi þótt hann hafí hlotið 65% í forsetakosningunum í des- ember. Hafa vinsældir Milosevic minnk- að á undanförnum mánuðum? Já, þær hafa dvínað. Efnahags- ástandið er mjög slæmt. Verka- menn eru óánægðir, en meirihluti þeirra kaus hann. „Við kusum þig — þú laugst að okkur" er meðal vinsælla slagorða á spjöldum þeirra í mótmælum og verkfallsaðgerðum. Margir verkamenn fá ekki greidd laun af því að það eru ekki til pen- ingar fyrir þeim. Hvað heldur þú að Milosevic ætlist fyrir? Tvennt vakir fyrir honum. Hann vill í fyrsta lagi sameina Serba og í öðru lagi viðhalda sósíalismanum. Stjóm hans er lýðræðislega kjörin en hann vill þó viðhalda valdboðs- stefnunni. Telur þú miklar líkur á borgara- styrjöld? Herinn gæti stuðlað að borgara- styijöld með því að blanda sér í deilumál, taka völdin og lýsa yfír hernaðarástandi. Það myndi valda uppsteyt. Króatar myndu ekki taka því og aðrar þjóðir Júgóslavíu myndu veita einhveija andspyrnu. Hernaðaraðgerðum yrði ekki einu sinni fagnað hér í Serbíu. Ég tel að það yrðu endalok hers- ins og endalok Júgóslavíu ef hann léti að sér kveða. Júgóslavneski herinn myndi jafnskjótt verða að serbneskum her af því að Króatar, Slóvenar og Masedóníar myndu snúa við honum bp.ki. 70% foringja hersins eru Serbar. Hvemig stendur á því og hvert er hlutfallið meðal óbreyttra her- manna? Það er herskylda í landinu svo að hlutfall þjóðarbrotanna í hernum er hið sama og í sambandsríkinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.