Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 25
- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 25 Formenn björgunarsveitarinnar Þorbjarnar frá upphafi. Frá vinstri: Gunnar Tómasson frá 1978-1987, .Guðmundur Þor- steinsson frá 1977-1978, Tómas Þorvaldsson fyrsti formaður sveitarinnar 1946-1977 og Sig- mar Eðvarðsson núverandi for- maður sem tók við 1987. Fyrsti formaður slysavamadeildarinn- ar var Einar Einarsson. Aðrir formenn hafa verið Eiríkur Tóm- asson, Marel Eiríksson, Sigurður Þorleifsson, Eiríkur Alexanders- son, Tómas Þorvaldsson og nú- verandí formaður deildarinnar er Gunnar Tómasson. »,»».sssíS *■#.'&<* Konur úr Þórkðtlu eru drjúgar í fjárðfluninni. í fyrra Qölmenntu þær í Kolaportið til að seþ'a ýmsan varning. og tókst að bjarga öllum tólf skipveij- um í land. Sjórinn gekk yfir skipið meðan þeim síðustu var bjargað og hálftíma síðar var skipið komið á kaf í brotsjóinn. Hinn 4. ágúst 1974 strandaði Hópsnesið á Gerðatöngum með tveimur mönnum og vár þeim bjargað í land. Þá strandaði Pétursey 15. september 1977 með einum manni og var honum bjargað með tækjum björgunarsveitarinnar. Hinn 3. janúar 1987 strandaði Skúmur við Grindavík og voru sjö menn dregnir til lands í björgunarstól. Þá komu sömu tæki að notum við björgun fjög- urra manna af Mariene Danielsen 20. janúar 1989 og jafnframt við björgun fjögurra manna af Miröndu 26. janúar sl. Starf björgunarsveitarinnar er fólgið í fleiru en björgun manna ' úr sjávarháska og mörg eru þau skiptin, sem sveitin hefur verið kölluð út vegna ýmiskonar hjálpar- og neyð- arbeiðna. En vissulega er misjafnt hvemig menn skipta með sér verk- um. Sumir hafa staðið í svokallaðri fremstu víglínu, aðrir við aðstoð í landi og flutning á mönnum og hjúkr- un í heimahúsum. Við björgun með fluglínutækjum, ber tveimur mönn- um að sinna starfi brimvarða. Þeir skulu standa fremst bundnir í línu og hafa það hlutverk að taka við þeim mönnum, sem koma í björgun- frægur fyrir margt annað en prest- skap og vann hann m.a. mikið braut- ryðjendastarf að öryggismálum sjó- manna. Oddur fékk styrk frá lands- sjóði til þess að fara um landið til þess að halda fundi og fyrirlestra um öryggismál. Jafnframt stofnaði hann Bjargráðanefndir, sem hafa áttu það hlutverk að stuðla að bættu .öryggi sjómanna. Oddur tók sér ferð á hendur til Evrópu og kynnti sér þar hin ýmsu bjargráð, sem þarlend- ir menn þekktu. Álftið er að þar hafi hann kynnst fluglínutækinu enda mun hann hafa rekið áróður fyrir þeim hérlendis. Ekki er vitað með vissu hvenær fluglínutæki voru fyrst notuð í hinum stóra heimi, en þó er vitað til þess að Bretar voru famir að nota slík bjargráð upp úr 1850, að sögn Gunnars. Þess má geta að björgunarbátur Þorbjöms heldur nú nafni klerksins á lofti og í september sL var vígt minnismerki um Odd prest í kirkjugarðinum Stað í Grindavík. Við tengjum upphafið til Odds. Hann stofnaði bjargráða nefnd hér eins og víða annars stað- ar. Síðan liðu áratugir þangað til menn fóru að gera sér grein fyrir því að það væru til bjargráð. Það væru ekki bara náttúruöflin og örlög- in sem réðu ferðinni. Farið var að stofna slysavamadeildir 1928 og þær BQafloti Þorbjaraar fyrir utan Hrafnabjörg, annað af tveimur húsum sveitarinnar. Húsið er upphaflega gömul verbúð, sem byggð var á stríðsárunum. Björgunarsveitin fékk húsið gefins og hún byggði sjálf tækjageymsluna við. Oddur V. Gíslason dreginn á land og inn í Oddsbúð, hús björgunarsveitarinnar sem félagsmenn byggðu í sjálfboðavinnu og vígt var 1989. land sem enn voru lifandi um borð. Þrettán fómst. Þeir höfðu flestir ver- ið í brúnni og skolast þaðan burt. Hinir 24 komust á hvalbak og' björg- uðust. Rúmum þremur áram síðar, 6. september 1936, strandaði enski línuveiðarinn Trocadero við Hesta- klett í Jámgerðarstaðafjöru. Útfiri er þarna mikið, miklar flúðir, sem brýtur nær alltaf á, jafnvel í sæmi- legu veðri. Öllum skipveijum, 14 að tölu, var bjargað. Nokkurt hlé varð á skipsströndum við Grindavík upp úr þessu og starf- semi deildarinnar var í nokkurri lægð. Þó var þess gætt að hafa tækjabúnað í lagi ef á þyrfti að halda. Eftir því sem á leið, gerðu menn sér grein fyrir því að sérstakan þjáifaðan hóp þyrfti til þess að annast fluglínu- tækin og var það Ingibjörg í Garð- húsum sem hreyfði hugmyndinni um stofnun björgunarsveitar árið 1946. Ári síðar var björgunarsveitin Þor- bjöm formlega stofnuð innan slysa- vamadeildarinnar. Tómasi Þorvaldg- syni var falið að velja mennina og veita sveitinni foiystu. Allur þungi slysavamastarfsins hefur síðan hvílt á björgunarsveitinni, en deildin sem slík er þó ómetanleg og ómissandi bakhjarl með íjárstuðningi sínum og fétagsstarfi. Björgunarsveitina skipa nú 60 félagar, sem útvaldir hafa verið til eiginlegra björgunarstarfa. Þeir eru jafnframt félagar í slysa- vamadeildinni Þorbimi ásamt 360 öðrum körlum, konum og bömum. Um það leyti sem sveitin var stofnuð, í byijun árs 1947, strandaði togarinn Lois frá Fleet- wood í Hraunsijöru. Fimmtán skip- verjum var bjargað til lands, en skip- stjórann tók fyrir borð er hann ætl- aði síðastur allra að yfiigefa skipið í stólnum. Miklu meiri mannskaði varð aftur á móti er breska olíuflutningaskipið Clam rak á land við Reykjanes 2. febrúar 1950 eftir að hafa slitnað aftan úr dráttarbátnum Englishman. Vegna brims, var ekki hægt að senda bát til móts við stjómlaust skipið. Þess í stað var brugðið á það ráð að fara til móts við skipið landleið- ina. Hluti áhafnarinnar fórTskips- báta þegar skipið tók niðri. Nær all- ir, sem í bátunum vora, fórust vegna sjógangs. Alls björgust 23 úr áhöfn skipsins. Tuttugu og sjö menn fórust. Stuttu síðar, þann 15. apríl 1950, tók björgunarsveitin þátt í að bjaiga áhöfn breska togarans Preston North End er strandað hafði á Geirfugla- skeijum. Við björgun mannanna sex, sem enn voru á flaki togarans, lögðu björgunarsveitarmenn sig í mikla lífshættu, en þeir höfðu farið út að togaranum á vélbátnum Fróða og björguðu þeim um borð í hann. Þeg- ar togarinn Jón Baldvinsson strand- aði við Reykjanes 30. mars 1953 var áhöfn hans allri, 42 mönnum, bjarg- að og hefur jafn mörgum mönnum aldrei verið bjargað af strönduðu ís- lensku skipi. Síðan Jón Baidvinsson strandaði hefur björgunarsveitin Þorbjöm bjargað mörgum mannslífum úr greipum hafsins. Sex manna áhöfn var bjargað af Auðbjörgu 7. febrúar 1962. Hinn 20. desember 1971 hlekktist Amfírðingi á í innsigling- unni í Grindavík með 11 manna áhöfn og var öllum bjargað í land. Hinn 27. febrúar 1973 hlekktist Gjaf- ari á í brimi og stórsjó á leið út vík- ina. Lágsjávað var og tók skipið niðri svo að gat kom á það. Þegar komið var á strandstað var komið hörku aðfall. Línu var skotið út í bátinn arstól í land. Þeir skulu ávallt bera hjálma auk þess að vera í þurrbún- ingum og björgunarvestum. Ef eitt- hvað kemur upp á um borð í bátum og skipum, eiga áhafnarmeðlimir að klæðast svokölluðum flotgöllum eins fljótt og auðið er. Þannig búnir koma þeir í björgunarstól til lands. Að öðr- um kosti er hætta á að þeir hrein- lega krókni úr kulda. Séu flotgallar ekki um borð, hafa björgunarsveitar- menn þann háttinn á að senda slíka galla út með björgunarstólnum eftir að líflínan hefur tryggilega verið fest milli skips og lands. Sé Qallað um öryggismál sjó- manna, er vart hægt að gleyma þætti séra Odds V. Gíslasonar, sem fékk Staðarprestakall í Grindavík árið 1880. Séra Oddur varð þjóð- rifu bjargráðanefndimar upp úr lág- inni þó hugmyndin væri nákvæmlega sú sama og áður. Markmiðið var að safna fólki saman í byggðalögunum til þess að snúast gegn óhöppunum, sameinast, skipuleggja og reka áróð- ur fyrir því að nota hvers kyns hluti við björgunarstörf. Ég myndi segja að fluglínutækin væru þau tæki sem gáfu slysavömum upphafskraftinn. Fyrsta verk SVFÍ var að stofna deild- irnar og dreifa fluglmutækjum. Síðan gerist það að skip strandar og öllum mönnunum er bjargað með tækjun- um. Þetta var eins og vítamínsprauta fyrir slysavamir hringinn í kringum landið. Síðan kemur hvert strandið á fætur öðru. Og alltaf er bjargað," segir Gunnar. Ekki hefur verið minnst á þátt kvenna í slysavamadeildinni Þor- bimi, en hann er ómetanlegur, að sögn þeirra Gunnars og Sigmars. Þann 12. janúar 1977 var stofnuð í Grindavík slysavamadeild kvenna sem hlaut nafnið Þórkatla og hana skipa nú um 120 konur. Þær hafa síðan ekki legið á liði sínu í hvers konar vinnu og fláröflunum til handa björgunarsveitinni auk tækja- og peningagjafa ýmiskonar. Og oftar en ekki eru þær mættar í björgunar- skýlið á örlagatímum til þess að matbúa og hlúa að mönnum. Gunnar og Sigmar segja björgun- arsveitina hafa yfir mjög góðum tækjabúnaði að ráða. Hinsvegar láti menn sig nú dreyma um margfalt stærri björgunarbát en nú er notast við þó hann sé góðra gjálda verður. Ætla má að slíkur bátur kosti um 20 milljónir króna. „Við höfum feng- ið mikið af okkar tækjabúnaði í formi gjafa. Auk þess erum við lánsamir í fjáröflun. Við höfum verið með flug- eldasölu, bæði innflutning og dreif- ingu - heildsölu og smásölu. En okkar aðalQáröflunarleið hefur verið fisköflun. Björgunarsveitin fær gef- ins hálft tonn af fiski árlega af hveij- um einasta bát hér í Grindavík og höfum við félagar í sveitinni séð um verkun hans á þann máta sem við teljum hagkvæmast hveiju sinni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.