Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 4
MORGUNBLAÐIS’ 'PlMMTUbÁGUKlW. 'ÁPllÍL 19ÍÍ1
&
Sala á bjór minnkar en sala
á sterkari drykkjum eykst
Neftóbakssala eykst en minna selst
af vindlingum og öðru tóbaki
Afengissala dróst saman um
3,53% í lítrum talið en jókst um
0,42% í alkóhólítrum fyrstu þrjá
mánuði ársins miðað við sama
tímabil í fyrra. Bjórsala dróst
saman um tæplega 100 þúsund
Bíldudai.
LÍNUBÁTURINN Geysir BA 140
frá Bíldudal fékk á sig brotsjó í
fyrrinótt, þar sem hann var
staddur á veiðum út á Röst.
Brotið lenti á stjómborðssíðunni
og braut festingu á dráttarspilinu.-
Einnig dældaðist kar á millidekki.
lítra, eða 7,27%. Sala í flestum
flokkum áfengis og víns jókst, en
minna selst af kampavíni, vermút-
um og genever. Sala á nef- og
munntóbaki jókst um 5,19%. Sala
á vindlingum dróst saman um
Einn maður var staddur við lúguna
þegar brotsjórinn reið yfir bátinn,
en hann sakaði ekki. Um átta vind-
stig voru á miðunum þegar þetta
gerðist og aðeins ljórir bátar á sjó.
R. Schmidt
0,88%. Sala á reyktóbaki minnk-
aði um 7,41% og sala á vindlum
var 1,743% minni en í fyrra.
Mest selda áfengistegundin hjá
ÁTVR er Smirnoff vodka; af honml-
isum seldust rúmlega 49.500 lítrar.
Beck’s er mest selda bjórtegundin;
af henni seldust um 331 þúsund lítr-
ar. Næst kemur Löwenbrau með
rúma 279 þúsund lítra. Á 50 lítra
kútum til veitingahúsa voru alls seld-
ir 101 þúsund lítrar af bjór.
Af einstökum víntegundum jókst
sala á rósavíni mest, um 27,29%.
Sala á rauðvíni og hvítvíni var um
13,4% meiri en fyrstu þijá mánuðina
í fyrra.
Mest selda vindlingategundin á
landinu er Winston, af henni seldust
tæplega 1,8 milljónir pakka á fyrstu
þremur mánuðum ársins. Winston
Lights selst næst mest. Af reyktó-
baki selst mest af Half and Half og
Prince Albert, 25 - 27 þúsund pakk-
ar á þremur mánuðum. Fauna selst
mest af vindlategundum, um 758
þúsund stykki fyrstu þijá mánuðina
en á sama tíma seldust 748 þúsund
Bagatello-smávindlar.
Bíldudaiur:
Geysir BA 140
fékk á sig brotsjó
VEÐURHORFUR í DAG, 11. APRÍL
YFIRLIT i GÆR: Við Jan Mayen er 985 mb lægð sem þokast norð-
norðvestur en á Grænlandshafi er aðgerðalítil 995 mb lægð sem
hreyfíst lítið. Frost verður um allt land.
SPÁ: Hæg austlæg dátt, noklfúð bjart veður og talsvert frost um
mestallt landið fram eftir morgni en vaxandi norðaustanátt um
austanvert landið undir hádegi, allhvass eða hvass austanlands
síðdegis. Él um austanvert landið og á annesjum norðanlands
þegar líður á daginn. Um hádaginn ætti að vera frostlaust syðst á
landinu.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Um austanvert landið verður norðanátt
og él við norðausturströndina en bjart suðaustanlands. Vestan-
lands verður suðlæg eða breytileg átt og él á annesjum. Kalt verð-
ur áfram.
HORFUR Á LAUGARDAG: Vaxandi suðaustan átt og hlýnandi.
Snjókoma og síðan slydda sunnanlands og vestan en úrkomulítið
norðaustanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V
Él
EE Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
oo
4
K
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hlti veður
Akureyri +6 léttskýjað
Reykjavik+3 léttskýjað
Bergen 13 léttskýjað
Helsinki 7 skýjað
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Narssarssuaq ■«■6 skýjað
Nuuk ■i-8 skýjað
Osló 6 rigning
Stokkhólmur 13 skýjað
Þórshöfn 5 rlgning
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 18 mistur
Barceiona 16 mistur
Berlfn 13 léttskýjað
Chlcago 2 alskýjað
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 10 rigning
Hamborg 15 skýjað
Las Palmas 20 iéttskýjað
London 17 skýjað
LosAngeles 18 heiðskfrt
Lúxemborg 15 skýjað
Madríd 20 léttskýjað
Malaga 19 heiðskírt
Mallorca 17 skýjað
Montreal 3 skúr
NewYork 20 skýjað
Orlando 20 hálfskýjað
París 18 léttskýjað
Róm 18 heiðskirt
Vfn 11 skýjað
Washington 18 alskýjað
ýVinnipeg 0 skýjað
Morgunblaðið/Julms
Okumenn tveggja bifreiða slösuðust í hörðum árekstri á mótum
Hálsabrautar og Krókháls, þar sem slys eru tíð.
Tveir slösuðust í
árekstri á hættu-
legum gatnamótum
HARÐUR árekstur tveggja bifreiða varð á mótum Krókháls og
Hálsabrautar um klukkan 16 í gær. Ökumennirnir slösuðust báðir,
þó ekki alvarlega, en bifreiðir þeirra eru taldar ónýtar. Fjöldi slysa
hefur orðið á þessum gatnamótum og líður vart vika án árekstra þar.
Áreksturinn varð með þeim
hætti, að bifreið var ekið vestur
Krókháls og annarri suður Hálsa-
braut. Almennur umferðarréttur
gildir á gatnamótunum og hefði
ökumaðurinn, sem var á leið vestur
Krókhálsinn, því átt að víkja. Hann
taldi sig hins vegar vera á aðal-
braut og sá hina bifreiðina ekki
fyrr en um seinan. Áreksturinn var
mjög harður og flytja þurfti báða
ökumennina á slysadeild. Þeir
munu þó ekki vera alvarlega slas-
aðir. Þijú börn, sem voru í annarri
bifreiðinni, sluppu ómeidd. Báðar
bifreiðirnar eru taldar ónýtar.
Að sögn Steinþórs Hilmarsson-
ar, lögreglumanns, sem kom á
vettvang, líður vart vika án þess
að árekstur verði á gatnamótun-
um. Steinþór sagði að ökumenn
héldu sig gjarnan vera á aðai-
braut, hvort sem þær ækju Hálsa-
braut eða Krókháls, þar sem gö-
turnar væru báðar breiðar og eng-
ar byggingar byrgðu sýn. Hann
sagði að lögreglumenn hefðu
áhyggjur af slysatíðninni á gatna-
mótunum og óttuðust að ekki yrði
bætt úr fyrr en einhver lægi í valn-
um.
Securitas:
Fjöidi fyrirspurna
um öryggishnappa
„FÓLK virðist ekki hafa gert sér grein fyrir gildi öryggishnappsins
fyrr en Lions-hreyfingin hóf átak sitt til að stuðla að útbreiðslu
hans. Síminn hefur hringt látlaust hjá okkur undanfarna daga og
fjöldi starfsmanna fæst við það eitt að svara fyrirspurnum um hnapp-
inn,“ sagði Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Securitas hf.,
í samtali við Morgunblaðið.
Megintilgangur öryggishnapps-
ins er að gera sjúkum, öldruðum
og fötluðum, sem búa einir, kleift
að búa lengur heimá. Þegar stutt
er á Öryggishnapp sendir hann boð
til stjórnstöðvar Securitas og jafn-
framt næst símasamband við þann
sem er með hnappinn. Um 500
hnappar eru nú í notkun, flestir á
höfuðborgarsvæðinu, eða um 95%.
„Eftir sjónvarpsþátt Lions-hreyf-
ingarinnar og kynningu í öðrum
fjölmiðlum hefur almenningur áttað
sig á möguleikum öryggishnapps-
ins,“ sagði Hannes Guðmundsson.
„Ég er þess fullviss að notkun hans
á eftir að margfaldast á lands-
byggðinni.“
Santa Barbara:
Stöð 2 reynir að fá
þættina til sýninga
„ÞAÐ skýrist í lok mánaðarins hvort við fáum Santa Barbara-þætt-
ina aftur, en fyrirspurnum hefur nánast ekki linnt frá því að
sýningum var hætt,“ sagði Pétur Hanna, innkaupafulltrúi hjá
Stöð 2, í samtali við Morgunblaðið.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær hefur íslensk leik-
kona, María Ellingsen, verið ráðin
til tveggja ára til að leika hlut-
verk í þáttunum. Pétur sagði að
Sýn hefði keypt sýningarréttinn á
þáttunum, en eftir að útséð hefði
verið um sjónvarpsrekstur Sýnar
hefði Stöð 2 reynt að kaupa rétt-
inn að nýju. „Það ber enn nokkuð
á milli í verðhugmyndum okkar
og framleiðanda þáttanna," sagði
hann. „Fulltrúar frá Stöð 2 fara
utan í næstu viku óg þá verður
reynt að ganga endanlega frá
samningum. Ég er nokkuð bjart-
sýnn á að það takist, en þori ekki
að lofa neinu.“