Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR U. APRÍL 1991
9
VESTMANNAEYJAKVOLD
FÖSTUDAGINN 12. APRÍL
,LANDIÐ OG MIÐIN
3ja rétta matseðill
verðkr. 3900.-
hljómsveitin Papar
leika fyrir dansi
Upplifið frábæra
Vestmanna eyja-
stemmningu!
Stórskemmtileg dagskró sem
var sýnd í Vestmannaeyjum
við góðar undirtektir.
Dagskróin byggist ó lögum fró
1950 til dagsinsídag. Flest
lögin þekkja allir og geta því
tekið þótt í skemmtuninni.
9 söngvarar frá
Vesímannaeyjum:
Þórarinn Olafsson, Þorsteinn
Lýðsson, Hermann Ingi Her- ________
mannsson eldri, Hermann Ingi
Hermannsson yngri, Sveinn Tómasson, Einar Sigurfinnsson,
Guðlaug Olafsdóttir, Kristjana Olafsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir
HOTEL miND
Miðasala og borðapantanir í síma 687111.
Forsætisráð-
herra: „Slík af-
koma ríkissjóðs
er óþolandi“
Steingfrímur Her-
mannsson, forsætisráð-
herra, sag-ði í stefnuræðu
á Alþingi 3. nóvember
1988 um halla ríkissjóðs:
„Að óbreyttu væri hulli
upp á 4,5 milljarða að
minnsta kosti á árinu
1989. Þótt framundan
muni vera verulegur
samdráttur, er slík af-
koma ríkissjóðs óþolandi.
Hún myndi annaðhvort
leiða til of mikillar eftir-
spumar eftir innlendu
fjármagni eða eriendrar
lántöku sem skuldastaða
þjóðarbúsins fær vart
borið. “
Hvernig hefur ríkis-
stjóm Steingríms Her-
mannssonar staðið að
verkstjóm ríkisfjárrnál-
anna? Þrátt fyrir nokkur
„tímamótiifjárlög" hefur
samansafnaður ríkis-
sjóðshallinn hlaðist upp í
háa skuldabólstra, hér-
lendis og erlendis. Vaxta-
gjöld ríkisins, sem námu
5,4% af heildarútgjöldum
1980, vom komin upp í
10,6% 1989 — og enn síg-
ur á ógæfuhliðina.
„Slík afkoma rikissjóðs
er óþolandi," sagði Stein-
grímur Hermannsson í
stefnuræðu 1988. Síðan
hefur ástandið versnað
að mun — undir verk-
stjóm hans og Ólafs
Ragrnars Grímssonar.
Lánsfjárhungur rikisins
heldur uppi háu vaxta-
stigi hér á landi og
þrengir að innlendum
lánsfjármöguleikilm at-
vinnuveganna. Hætt er
við að kjósendur árétti
það með atkvæðum sín-
um 20. apríl nk., sem for-
sætisráðherrann sagði í
stefnuræðu sinni 1988:
„Slík afkoma ríkissjóðs
er óþolandi"!
Leitað umboðs
kjósendatil
skattahækkana
í ritlingnum „Þeirra
Lánsfjárlög og ríkis-
sjóðshallinn
Síðasta verk ríkisstjórnarinnar fyrir þing-
lausnir voru tröllvaxin lánsfjárlög — upp
á nálægt tuttugu og fimm milljarða króna.
Lánsfjárhungur ríkisins stafar meðal ann-
ars af miklum ríkissjóðshalla um árabil.
Tíunda hver útgjaldakróna ríkissjóðs
1991 fer í vexti. Staksteinar glugga í dag
í „Þeirra eigin orð og gerðir“, ritling Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna, sem fjall-
ar um orð og efndir ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar.
eigin orð og gerðir“ er
m.a. vitnað til fréttafrá-
sagnar í Morgunblaðinu
af ræðu Steingríms Her-
mamissonar á flokks-
þingi Framsóknarflokks-
ins í nóvember sl.:
Steingrímur Her-
mannsson „sagði á 22.
flokksþingi Framsóknar-
flokksins, sem sett var í
gær, að hann hafi lengi
verið þeirrar skoðunar
að skattlagning í landinu
væri of lítil. Ekki væri
hægt að halda úti núver-
andi velferðarkerfi án
þess að heimta meiri
skatta ..."
Enn frekari skatta-
hækkanir virðist sá val-
kostur í ríkisfjármálum,
sem formaður Fram-
sóknarflokksins setur
fram í kosningunum 20.
apríl nk. Ilann er trúlega
að sækjiist eftir umboði
kjóscnda til að hækka
skatta fólks og fyrir-
tiekja í náimii framtíð.
Svavar Gcstsson, sem
skipar efsta sætið á
framboðslista Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík,
segir í Alþýðublaðinu 15.
ágúst 1990:,, Það er aug-
Ijóst mál að það verður
að bæta við sköttum ...
Eg geri ráð fyrir því að
skattar hækki, ef hér á
að halda uppi manneskj-
ulegu þjóðfélagi. Ég tek
ekki þátt í því að lækka
skatta eins og kröfur eru
uin í þjóðfélaginu."
Ólafur Ragnar Gríms-
son íjármálaráðherra
hefur heldur ekki
áhyggjur af ríkissjóðs-
hallanum né skattbyrði
almennings, hvorki í
tekjusköttum né virðis-
auka [neyzluskött-
um/matarskatti].
Ahyggjur hans eru ann-
ars eðlis:
„Vandinn fyrir mig
sem fjármálaráðherra er
sá að mikill hluti þjóðar-
innar trúir þeim fals-
áróðri að Islendingar séu
ein skattpíndasta þjóð
bæði norðan og sunnan
Alpafjalla."
Það er sýnt að Alþýðu-
bandalagið sækist eftir
umboði kjósenda til
skattahækkana, líkt og
Framsóknarflokkurimi.
Háir vextir og
erlendar skuldir
Þjóðhagsstofnun segir
m.a. í nýjum heimild-
arbæklingi:
„Með því að fjármagna
halla ríkissjóðs á imdend-
um markaði er sú hætta
fyrir hendi að vextir
verði spenntir upp. Ekki
er gefið að þessi stefna
leiði tíl þess að draga úr
skuldasöfnun erlendis,
því ef vextir innanlands
verða talsvert hærri en á
erlendum mörkuðum er
hætt við að einkaaðilar
taki erlend lán.“
Steigrímur Hermanns-
son, forsætísráðhérra,
horfir eirmig tíl erlendr-
ar skuldasöfnunar, fyrir
hönd ríkisins. Dagblaðið
Vísir hafði eftir honum
14. febrúar sl.:
Steingrimur „sagði að
nauðsynlegt kynni að
reynast að fjárniagna
lánsfjárþörf ríkissjóðs í
auknum mæli með er-
lendum lántökum. Hann
sagði þá stefnu ríkis-
sljórnarinnar hafa gefizt
vel [innlend lánsfjár-
mögnun], en ekki væri
hægt að horfa fram hjá
þeirri staðreynd að vext-
ir á erlendum lánamörk-
uðum væru mun lægri
en hér á landi, t.d. í
Bandarikjunum".
Fyrst spennir ríkis-
sjóðshallinn upp innlenda
vextí. Síðan horfa ráð-
herrar óráðsíunnar til
erlendrar lántöku. Er
ekki mál að linni?
I
I
I
Þú greiðir ekkert innlausnargjald
af Einingabréfum,
ef tilkynnt er um innlausn
með 60 daga fyrirvara.
Kaupþing hefur enn á ný komið til móts við
sparifjáreigendur sem velja örugga ávöxtun í
Einingabréfum 1, 2 og 3.
Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3 er 1,8%
og af Einingabréfum 2 0,5% sé innleyst án fyrir'
vara. Innlausnargjald af Einingabréfum 1 og 3
lækkar niður í 0,9% ef tilkynnt er um innlausn með
30 daga fyrirvara.
Innlausnargjald af Einingabréfum 1, 2 og 3 er fellt
niður með öllu sé tilkynnt um innlausn með 60
daga fyrirvara.
Gengi Einingabréfa 7. trwrs 1991
Einingabréf 1 5.497
Einingabréf 2 2.966
Einingabréf 3 3.605
Skammtímabréf 1.840
Sölustaðir Einingabréfa
eru: Kaupþing hf.,
Kaupþing Norðurlands
hf., Akureyri,
Sparisjóðimir og
Búnaðarbanki íslands.
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, súni 689080
I
I
I