Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
Ný grunnskólalög
— og hvað svo?
eftir Ragnar
Júlíusson
Umdeilt frumvarp menntamála-
ráðherra til nýrra grunnskólalaga er
orðið að lögum frá Alþingi. Að vísu
tók frumvarpið allnokkrum breyting-
um í meðförum þingsins — en engu
að síður hijóta hin nýju lög að valda
fleiri skólamönnum en mér vonbrigð-
um.
Verkaskiptingarlögin
Við gerð laga nr. 87/1989 um
breytta verkaskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga ríktu þau meginviðhorf að
einfalda bæri verkaskiptingu þessara
aðila svo að saman færi frumkvæði,
framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð —
en dregið yrði úr samaðild þeirra að
verkefnum. Talið er rétt að sveitarfé-
lögin hefðu einkum með höndum
verkefni er réðust af staðbundnum
þörfum og þar sem ætla mætti að
þekking á aðstæðum ásamt frum-
kvæði heimamanna leiddi til betri og
hagkvæmari þjónustu. Ríkið annað-
ist fremur verkefni sem hagkvæmara
þætti að leysa á landsvísu.
Með hliðsjón af framansögðu var
rekstur grunnskólanna færður til
sveitarfélaganna, þ.m.t. bygginga-
málin, en rekstur fræðsluskrifstof-
anna varð hins vegar alfarið málefni
ríkisins. Þessi ákvörðun löggjafans
þótti ekki einungis rökrétt heldur
einnig gefa fyrirheit um að skrefið
yrði fljótlega stigið til fulls og mál-
efni grunnskólans alfarið færð til
sveitarfélaganna.
Frumvarp ráðherra
Vonbrigðin urðu því mikil þegar
frumvarp ráðherra til nýrra grunn-
skólalaga sá dagsins Ijós. Þar sveif
andi verkaskiptingarlaganna ekki
yfir vötnum heldur þau sjónarmið
sem háttvirtur menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson, hefur löngum verið
persónugervingur fyrir — sjónarmið
miðstýringar og forræðishyggju.
Að vísu var látið í veðri vaka í
greinargerð með frumvarpinu að það
væri valddreifingarfrumvarp — en
þegar grannt var skoðað kom í ljós
að valddreifingin var eingöngu fólgin
í því að færa ákveðin verkefni frá
aðalskrifstofu menntamálaráðuneyt-
isins til útibúa þess, fræðsluskrifstof-
anna. Það er ekki valddreifing. Það
vita allir — líka Svavar Gestsson!
Sérkennileg vinnubrögð
Raunar yar mjög sérkennilegum
vinnubrögðum beitt við gerð frum-
varpsins. Það var unnið af hópi
starfsmanna í menntamálaráðuneyt-
inu undir ströngu eftirliti ráðunautar
ráðherra í skóla- og uppeldismálum.
Rekstraraðilar grunnskólans voru
ekki kallaðir til verka; fulltrúar
stjómmálaflokkanna voru ekki kall-
aðir til verka; fulltrúar foreldra voru
ekki kallaðir til verka né heldur full-
trúar kennara og skólastjórnenda.
Engin formleg nefnd var sett á lag-
girnar — en það er óvanalegt þegar
um breytingar á svo viðamiklum
málaflokki er að ræða. Frumvarpið
var auðvitað sent til umsagnar fram-
angreindra aðila — en það veitir
ekki sömu möguleika til áhrifa og
vera kallaður til verka við frumvarps-
gerðina sjálfa.
Þá var frumvarpið nær ekkert
kynnt opinberlega ef frá eru taldar
nokkrar fréttatilkynningar frá ráð-
Ragnar Júlíusson
„Foreldrar yngstu nem-
endanna verða að gera
sér grein fyrir því að eft-
ir einsetningu skólanna
verður sá valmöguleiki
ekki Iengur fyrir hendi
að nemendur geti verið
annaðhvort í skóla kl.
8-11.45 eða 13-16.45...“
herra í upphrópunarstíl. Það eru því
í raun tiltölulega fáir sem þekkja hin
nýju lög — sem ganga eiga í gildi
1. ág. næstk. Til samanburðar má
geta þess að þegar hin fyrri grunn-
skólalög gengu í gildi 1974 — sem
einnig voru umdeild — þekkti nánast
hvert mannsbarn lögin. Þau höfðu
verið kynnt svo rækilega úti í þjóðfé-
laginu. En Svavar vildi fara aðrar
leiðir, leiðir auglýsingastofunnar.
Einsetinn skóli
Eitt af merkustu ákvæðum nýju
laganna telur ráðherra vera ákvæði
2. mgr. 3. gr. þar sem segir að stefnt
skuli að því að hver grunnskóli sé
einsetinn. í bráðabirgðaákvæðum
laganna segir að þessu stefnumarki
skuli náð á 10 árum.
Það er útgjaldalaust fyrir ríkis-
valdið að setja slík ákvæði í lög. Það
eru nefnilega sveitarfélögin sem eiga
að borga brúsann skv. lögum nr.
87/1989 — sem áður hefur verið vitn-
að til. Það hefur ekki einu sinni ver-
ið samið við sveitarfélögin um þessa
framkvæmd né heldur reiknað ná-
kvæmlega út hvað hún muni kosta
sveitarfélögin. Það skal gert eftir á.
Einhvern tíma hefðu slík vinnubrögð
verið flokkuð undir dónaskap.
Einsetinn skóli þýðir það að hver
bekkjardeild skal hafa sína eigin
kennslustofu — og það þýðir væntan-
lega einnig það að allir nemendur
byija að jafnaði á sama tíma dag
hvern í skólanum. í 46. gr. hinna
nýju laga er tilgreindur vikulegur
kennslutími nemenda. I Ijós kemur
að vikulegur kennslutími yngstu
nemendanna (6-9 ára) skal að lág-
marki vera 1.000 mínútur eða 25
kennslustundir á viku — sem eru að
jafnaði 5 ke.st. á dag. Bent skal á
að tilgreint er í lagatextanum að
þetta skuli vera tímafjöldi þessara
nemenda að lágmarki — en hins veg-
ar er hvergi í lögunum tilgreint að
tímafjöldinn geti orðið annar. Tíma-
fjöldi þessara nemenda verður því
25 vikustundir meðan þessum
ákvæðum laganna er ekki breytt með
öðrum lögum. Þegar skóli er orðinn
einsetinn verður því nýting á stofum
6 til 9 ára nemenda 50% af dagvinn-
utíma miðað við hin nýju lög Sva-
vars Gestssonar. Einhvern tíma hefði
það þótt léleg nýting á opinberu
húsnæði.
Foreldrar yngstu nemendanna
verða að gera sér grein fyrir því að
eftir einsetningu skólanna verður sá
valmöguleiki ekki lengur fyrir hendi
að nemendur geti verið annaðhvort
í skóla milli kl. 8-11.45 eða 13-16.45
eins og nú tíðkast í velflestum skólum
í þéttbýli. Þá verða allir nemendur á
þessum aldri (6-9 ára) einfaldlega í
skóla kl. 8-11.45.
Samfelldur skóladagur er sjálfsagt
réttindamál í nútíma samfélagi —
og það þýðir að rými verður að vera
fyrir 5.-10. bekk samtímis í skóla.
Samfelldur skóladagur krefst hins
vegar ekki einsetningar skóla. Ein-
setinn skóli er ágætt markmið út af
fyrir sig — en í þeim efnum verður
að taka mið af þörfum samfélagsins
hveiju sinni. Og einselinn skóli fyrir
1.-4. bekk má ekki skerða valmögu-
leika foreldra og barna þeirra. Þörf
og vilji foreidra í þessum efnum hef-
ur ekki verið kannaður frekar en
aðrar þær undirstöður sem ákvæði
nýju grunnskólalaganna eiga að hvíla
á.
Skólamáltíðir
I 3. mgr. 4. gr. hinna nýju grunn-
skólalaga segir að nemendur skuli
eiga kost á málsverði í skólanum á
skólatíma — og sveitarfélögunum er
síðan gefinn 3ja ára aðlögunartími
til að uppfylla þessi ákvæði sbr.
bráðabirgðaákvæði laganna. Þetta
er þjóðþrifamál í sjálfu sér og þess
þá heldur hefði mátt ætla að fram-
kvæmda- og kostnaðaráætlun fylgdi
svo metnaðarfullu ákvæði — en því
er aldeilis ekki fyrir að fara. Að sögn
ráðherra er nú fyrst hafin könnun
í samvinnu heilbrigðis- og mennta-
málaráðuneytis til að kortleggja
stöðuna í þessum efnum.— sbr.
grein hans í Mbl. 27. f.m. Ráðherra
telur líklega óþarft að hafa sveitarfé-
lögin með í ráðum í þessum efnum
— nema þá e.t.v. eftir á.
Skiptistundir
Skv. ákvæðum 46. gr. nýju grunn-
skólalaganna og bráðabirgðaákvæð-
um þeirra skal vikulegur kennslutími
1. -10. bekkjar lækka um 3 st. á
næstu 3 árum í 314 st. úr 317 st.
(sundtímar meðtaldir) skv. gildandi
lögum (sérprentun nr. 558/90).
Nýju lögin tryggja skólunum held-
ur ekki nauðsynlegar skiptistundir
til kennslu í iist- og verkgreinum og
valgreinum í 8,-10. bekk — heldur
er einungis látið nægja að tiltaka að
menntamálaráðuneytið setji reglur
um greiðslur vegna skiptingar bekkj-
ardeilda til kennslu í þessum grein-
um, sbr. ákvæði 2. mgr. 77. gr. nýju
laganna. Hér verða sveitarfélögin að
halda vöku sinni.
Fækkun í bekkjum
Skv. hinum nýju lögum skal við
það miðað að fjöldi nemenda í 2. og
3. bekk verði 22 og 28 í 4.-10. bekk.
Hins vegar er gert ráð fyrir að nem-
endur í 1. bekk verði ekki fleiri en
18. Þetta skal koma til framkvæmda
skv. bráðabirgðaákvæðunum með
þeim hætti að næsta skólaár verði
við það miðað að nemendur í 1. og
2. bekk verði 22 og í 3.-10. bekk
29. Skólaárið 1992/93 verði síðan
við það miðað að ákv. 2. mgr. 75.
gr. komi að fullu til framkvæmda
skv. framansögðu.
Fækkun í bekkjum samfara ein-
setnum skóla hefur auðvitað í för
með sér aukin útgjöld fyrir sveitarfé-
lögin — en við þau hefur ekki verið
samið að þessu leytinu fremur en
öðru. Og engin framkvæmda- og
kostnaðaráætlun fyrirliggjandi af
hálfu ráðuneytis.
Sérstaða Reykjavíkur
Hin nýju grunnskólalög taka ekk-
ert tillit til sérstöðu Reykjavíkur
frekar en hin eldri. Það sætir nokk-
urri furðu þar sem öllum ætti að ,
vera ljóst að aðstæður í fræðsluum-'
dæminu Reykjavík eru allt aðrar en
t.d. í fræðsluumdæminu Vestfjörð-
um. Það er ekkert óeðlilegt við það
að menntamálaráðuneytið reki útibú
á Vestfjörðum — þar getur fræðslu-
skrifstofa gegnt lykilhlutverki í skól-
amálum, byggð er dreifð og sveitar-
félög mörg og fámenn. Óðru máli
gegnir í Reykjavík. Þar er um eitt
sveitarfélag að ræða — sem getur
hæglega séð um sig sjálft. Og er
ekki óeðlilegt að reka útibú frá
menntamálaráðuneytinu í Reykjavík
— aðeins 5 mínútna gang frá ráðu-
neytinu sjálfu?
Og hvað svo?
Frumvarp menntamálaráðherra er
orðið að lögum — og hvað svo? I
grein sinni í Mbl. 27. f.m. segir ráð-
herra að næsti leikur sé framkvæmd-
in í einstökum atriðum og þá valdi
miklu hver á heldur. Um það get ég
verið honum sammála. Þótt hin nýju
lög verði alltaf umdeild og hafi að
mínu mati og annarra getað verið
mun betur úr garði gerð falla þau
trúlega og standa með framkvæmd-
inni.
Iiöfundur er skólnstjóri
Álftamýrarskóla, ennfremur
formaður Fræðsluráðs
Reykjnvíkurumdiemis og
Skólamálaráðs
Reykjavíkurborgar.
"HAYA TYGUM ROYNT
OKKARA MOTORYEG MILLUM
ISLANPS OG EUROPA'?
... spyr Amaliel Knudsen, skipsfjóri færeysku ferjunnar Norrænu.
Ef ekki, þá ættuð þið að panta far með
Norrænu núna, því að með Norrænu
siglið þið hinn beina og breiða
"motorveg". Norræna getur í einni ferð
flutt 1050 farþega og 300 bíla.
Akið því á eigin bíl um borð,
þið komist þá fyrr af stað
þegar lagt er að á meginlandinu.
Um borð er öll aðstaða til fyrirmyndar.
Lúxusklefar með tvöföldu rúmi,
tveggjamanna klefar, fjögurramanna
klefar eða svefnpokapláss. Sérstakt
leikherbergi fyrir börnin, "sóldekk"
og fríhafnarverslanir með mikið úrval
af tollfrjálsum varningi.
Fyrsta flokks veitingastaður
þar sem ávallt eru í boði herlegar
kræsingar af veisluborði eða af
mafseðli dagsins, einnig
fyrirmyndar skyndibitastaður.
Notaleg vínstúka og nætur-
klúbbur með lifandi tónlist fyrir
nátthrafnana. Hreint sjávarloftið gerir
sumarfriið létt og skemmtilegt. Verið
velkomin um borð og góða ferð.
- Laugavegi 3 -
NORRÆNA
FERÐASKRIFSTOFAN
I Reykjavík • Sími: (91) 626362 Fjarðargötu 8,710 Seyðisfjörður. Simi:(97) 21111