Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
17
Samrunaþróunin í Evr-
ópu og kostir íslendinga
eftir Albert Jónsson
Allir fíokkar virðast sammála um
að nauðsynlegt sé fyrir íslendinga
að eiga náin samskipti við Evrópu-
bandalagið (EB) og haftalaus við-
skipti við það. Að þessu er stefnt
í viðræðum EB og Fríversiunarsam-
taka Evrópu (EFTA) um evrópska
efnahagssvæðið (EES). Gallinn er
sá að það nær ekki tii haftalausra
viðskipta með sjávarvörur. Þá er
EB sniðið að þeim ríkjum sem eru
í því, en ekki þeim sem standa utan
þess. Bandalagsríkin hafa látið af
hendi meira vald í eigin málum til
sameiginlegra stofnana en dæmi
eru til um. Þetta þýðir vitanlega
að því verða að fylgja fleiri kostir
að vera innan EB en utan þess. Það
þýðir aftur að ríki utan bandalags-
ins geta aldrei fengið sömu réttindi
og áhrif og bandalagsríkin.
Staða íslands
Hagvöxtur og bætt lífskjör á ís-
landi undanfarna áratugi eiga að
miklu leyti rætur að rekja til aukins
ftjálsræðis í milliríkjaverslun. ís-
lendingar hafa fengið fremur hag-
stæðan aðgang að stórum erlendum
mörkuðum fyrir afurðir sínar. Þeir
hafa þannig notið þeirrar stefnu
að reyna að draga úr hömlum af
öllu tagi og auka verkaskiptingu
og hagkvæmni í milliríkjaviðskipt-
um. Með innri markaði EB og evr-
ópska efnahagssvæðinu er ætlunin
að stuðla að aukinni verkaskiptingu
og hagkvæmni sem leiða á til auk-
ins hagvaxtar.
Viðurkennt er að með tímanum
hefur samningur íslands og EB frá
1972 hætt að svara þeim kröfum
sem til hans eru gerðar. Tollfrelsi
fyrir sjávarvörur er forsenda þess
að viðunandi niðurstaða fáist fyrir
íslendinga í samningum við EB,
hvort heldur er farin EFTA-leiðin
í EES eða samið tvíhliða við banda-
lagið. Gallinn er sá að í staðinn
krefst EB aðgangs að íslenskum
fiskimiðum. Takist ekki að fá toll-
frelsi fyrir sjávarvörur í EES verður
að semja beint við EB. Það er veik
von að unnt verði að gera tvíhliða
samning, sem tryggði íslenska
hagsmuni. Engin ástæða er til að
ætla annað en að hagsmunaaðilar
í EB og ríki eins og Spánn og Port-
úgal mundu áfram koma í veg fyr-
ir samninga með kröfum um veiði-
heimildir. Þriðji kosturinn er að ís-
lendingar freisti þess að ná samn-
ingum um aðild að EB. Tvö mál
ber hæst þegar minnst er á hugsan-
lega aðild að bandalaginu. Annað
lýtur að yfírráðum íslendinga yfir
fiskimiðum sínum vegna augljósra
hagsmuna sem skilja Island frá öll-
um öðrum ríkjum í Evrópu. Hitt
málið snýst um framsal á hluta af
fullveldi til EB ogtakmörkun sjálfs-
ák vörðun arréttar.
Fullveldið
Hingað til hafa Islendingar notið
hagstæðs pólitísks umhverfis sem
hefur auðveldað þeim aðgang að
mörkuðum beggja vegna Atlants-'
hafs án þess að þeir þurfi að láta
nokkuð af hendi. Samrunaþróunin
i Evrópu er hins vegar þess eðlis
að því fýlgir kostnaður að taka
þátt í henni. íslendingar kunna að
þurfa að framselja hluta af fullveldi
sínu og takmarka sjálfsákvörðunar-
rétt sinn svo tryggja megi hagstæð-
an aðgang að erlendum mörkuðum
og áhrif til gæslu á íslenskum hags-
munum.
Hér ber að hafa í huga að íslend-
ingar hafa nú þegar og í vaxandi
mæli takmarkað vald í eigin málum.
Hið sama gildir og um stærri ríki.
Hvalveiðimálið er eitt dæmi um
þetta. Annað dæmi er hvernig nið-
urstöður Mannréttindadómstóls
Evrópu árið 1989 leiddu til þess
að gerbreyta þurfti ísléhskuTéttar-
kerfi. Efnahagsafkoma þjóðarinnar
ræðst á hverjum tíma að verulegu
leyti af ytri þáttum sem íslendingar
hafa engin áhrif á. Hugtakið „efna-
hagslegt sjálfstæði“ er að þessu
leyti orðið úrelt. Þá spyr umhverf-
isvá hvorki um landamæri né full-
veldi, þegar hún knýr dýra.
Val íslendinga snýst því ekki,
fremur en hjá öðrum og margfalt
stærri ríkjum, um að komast hjá
því að verða fyrir áhrifum þess sem
gerist og er ákveðið í öðrum lönd-
um, heldur hvernig hægt er að
hafa áhrif á það með samstarfi við
önnur ríki. Ennfremur ber þess að
gæta að þátttaka í EES felur í sér
framsal á fullveldi og takmörkun
sjálfsákvörðunarréttar. Auðvitað er
munur á EES og EB að þessu leyti.
Fyrir þá sem gera að undirstöðuat-
riði að ekki megi framselja fullveld-
isrétt hlýtur munurinn þó að vera
lítill. Norski Miðflokkurinn sleit
stjórnarsamstarfi í fyrra meðal ann-
ars vegna þess að EES fæli í sér
of mikla eftirgjöf að þessu leyti.
Um leið fá EFTA-ríkin ekki með
EES formleg áhrif á ákvarðanir í
EB.
Vandi íslendinga lýtur að því að
aðild að EB þýddi að ganga yrði í
bandalagið eins og það er á þeim
tíma með þeim kostum og göllum
sem því fylgir. _Um leið er ljóst að
ekki þýðir fyrir íslendinga að sækja
um aðild nema þeir hafi fyrirfram
ákveðið að taka undanþágulítið
þátt í bandalaginu. Eftir að Islend-
ingar gengju í EB hefðu þeir nauð-
synleg völd til að geta komið í veg
fyrir að bandalagið þróaðist á ein-
hvern hátt andstætt meginhags-
munum Islendinga. I EB eru smá-
ríki, svo sem Danmörk og Lúxem-
borg, vegna þess að þannig auka
þau áhrif sín á umheiminn, en hafa
jafnframt neitunarvald sem tryggir
grundvallarhagsmuni þeirra. Loks
geta ríki auðvitað sagt sig úr
bandalaginu.
Á íslandi er formlegt framsal á
fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti
einkar viðkvæmt mál af pólitískum,
sögulegum og menningarlegum
ástæðum. Saga alþjóðakerfisins
sýnir hins vegar að staða smáríkja
í því hefur styrkst á undanförnum
áratugum vegna þess að tilteknar
samskiptavenjur hafa mótast og
eflst. Þær hafa, ásamt þróun alþjóð-
astofnana, tryggt smáríkjum meiri
4hrif en nokkru sinni í sögunni.
Landhelgisbarátta íslendinga og
þorskastríð þeirra við Breta eru
skýr dæmi um þetta. Samskipta-
venjurnar eiga rætur í menningar-
pólitískum þáttum en einnig og í
vaxandi mæli í þróun alþjóðasam-
starfs. Ríki verða sífellt háðari
hvert öðru á ýmsum sviðum, sem
eykur nauðsyn á samstarfi sem
flestra ríkja, stórra og smárra.
Það er hagur smáríkja að þessi
þróun verði fest enn frekar í sessi
og leiðin til þess er um alþjóðasam-
tök, dómstóla og stofnanir sem
annarsvegar hafa yfírríkjavald, eða
samþjóðlegt vald eins og réttara
er að kalla það, og sem hins vegar
viðurkenna stöðu smáríkja og veita
þeim formlegt jafnrétti. Þegar upp
er staðið hlýtur framsal fullveldis
til alþjóðastofnana og takmörkun
sjálfsákvörðunarréttar að vera
smáum og veikburða ríkjum meira
í hag en þeim sem stærri eru og
sterkari. Það sést á því að voldug
ríki þurfa síður á alþjóðastofnunum
af þessu tagi að halda til að tryggja
stöðu sína en smáríki. Eftir stendur
auðvitað spurningin um hveiju
menn vilji kosta til fyrir aukin áhrif
á umheiminn. Þar sýnist auðvitað
sitt hveijum. Þegar menn velta
þeirri spurningu fyrir sér þarf hins
vegar að hafa í huga hvað fullveldi
og sjálfsákvörðunarréttur þýða í
réynd í heiminum eins óg hann er
Úr flokki greina
háskólamanna þar
sem reifuð eru
þjóðmál nú þegar
kosningar fara í
hönd
og eins og hann verður í framtíð-
inni.
Sjávarútvegurinn
Ein meginröksemdin gegn aðild
Islendinga að EB hefur verið sú að
hún þýddi óhjákvæmilega að leyfa
yrði veiðar EB-ríkja á Islandsmið-
um. Fyrir tæpu ári komust íslend-
ingar að því að þetta var rangt.
Það var sjö árum eftir að sjávarút-
vegsstefnu EB var breytt í þessa
veru. Þá var tekið upp aflakvóta-
kerfí í stað reglunnar um jafnan
og fijálsan aðgang að fiskimiðum
EB-ríkja. Við úthlutun kvóta til
aðildarríkja er tekið mið af veiðum
þeirra undanfarin ár og mikilvægis
fískveiða fyrir þau. Samkvæmt
þessu er ástæða til að ætla að ís-
lendingar sætu einir að miðunum
hér við land.
í samræmi við þetta hefur um-
ræðan hér á landi breyst. Það sést
til dæmis þar sem fjallað er í ný-
legri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
ókosti aðildar að EB fyrir íslenskan
sjávarútveg. Þar kemur fram að
helstu ókostir sjávarútvegsstefnu
EB séu þeir að fiskveiðistjórnun
íslendinga hafi skilað betri árangri
en hjá EB og að margt sé óljóst
varðandi framtíð sjávarútvegs-
stefnu bandalagsins. Þarna er ekki
að finna röksemdina um að aðild
fylgdi sá ókostur að íslendingar
sætu ekki lengur einir að íslands-
miðum. Um leið vaknar sú spurning
hvaða máli reynslan af fiskveiði-
stjórnun í EB skipti fyrir íslend-
inga. Spurningunni er ekki svarað
í skýrslu Þjóðahagsstofnunar. í
henni er þó bent á „að fiskveiði-
stjórnun á hafsvæði eins og Norður-
sjónum er væntanlega mun erfiðari
en fiskveiðistjórnun á íslandsmið-
um vegna þess að mjög mikið er
um sameiginlega fískistofna [í
Norðursjó] sem fiskiskip frá mörg-
um ríkjum EB nýta“. Jafnframt er
bent á að ofveiðin eigi rætur í því
að ágreiningur um aflakvóta hvers
ríkis er leystur með því að hækka
heildarkvótann. Væntanlega yrði
enginn slíkur ágreiningur um afla
Albert Jónsson
á ísiandsmiðum ef íslendingar
veiddu þar einir. Stjómun fiskveiða
er í höndum aðildarríkjanna sjálfra,
enda bent á í skýrslu Þjóðhags-
stofnunar að segja megi „að vandi
sjávarútvegstefnu EB sé að mið-
stjórnarvaldið sé ekki nægilega
öflugt".
Ein leið fyrir útlendinga til að
komast hér í veiðar væri að kaupa
íslensk skip með kvóta. Það er hins
vegar atriði sem ekki snýr að sjáv-
arútvegsstefnu EB heldur samning-
um um rétt útlendinga til að eiga
fyrirtæki á íslandi. I EES yrði sú
grundvallaregla tekin upp að út-
lendir menn mættu eiga fyrirtæki
á íslandi. íslendingar fara fram á
undanþágu fyrir sjávarútvegsfyrir-
tæki vegna þess að um undir-
stöðuatvinnuveg sé að ræða. Ýmis
fordæmi eru fyrir takmörkunum við
erlendar fjárfestingar í EB þegar
þjóðarhagsmunir era í veði. Þar á
meðal eru orkulindir. Enn er ekki
fullreynt hvort undanþága fæst í
EES-viðræðunum varðandi íslensk
sjávarútvegsfyrirtæki. Fáist hún
þar, verður hún einnig veitt í aðild-
arsamningum.
En þótt íslendingar sætu einir
að fískimiðum sínum samkvæmt
sjávarútvegsstefnu EB eins og hún
er nú, er rétt að óvissa ríkir um
framtíðina. Takist ekki samkomu-
lag fyrir lok ársins 2002 um endur-
skoðun stefnunnar, eiga að gilda
aftur sömu reglur og áður, þ.e. mið
allra EB-ríkja yrðu opin að 12 míl-
um. Yrði það niðurstaðan ættu ís-
lendingar ekki annars úrkosta en
ganga úr bandalaginu. Til að skoða
þetta verður að kanna hvernig
samningar fara fram í EB og velta
fyrir sér hvaða áhrif það hefði á
endurskoðun sjávarútvegsstefn-
unnar ef fískveiðiþjóðir eins og ís-
lendingar, Norðmenn og Færeying-
ar slægjust í hóp EB-ríkja eins og
Breta og íra sem hefðu sömu hags-
muna að gæta. Einnig_ má spyija
hvaða áhrif Bretar, íslendingar,
Irar og Norðmenn hefðu í fram-
kvæmdastjórn EB og þar með á
endurskoðunina og tillögur í kjölfar
hennar. Ennfremur vaknar spurn-
ing um hváða þýðingu það hefði
að samþykki þessara ríkja þyrfti í
Evrópubandalaginu fyrir mörgum
hagsmunamálum Spánverja og
Portúgala, sem ættu ekkert skylt
við sjávarútveg og skiptu þá miklu
meira máli í prósentum talið en fisk-
veiðar á miðum annarra ríkja. Þá
þarf að skoða hvort og J)á hvaða
tryggingar Norðmenn og Islending-
ar gætu fengið í aðildarsamningum
varðandi endurskoðun sjávarút-
vegsstefnunnar. Loks má athuga
hverskonar samvinna væri hugsan-
leg við aðila í_ sjávarútvegi í EB
eftir inngöngu íslendinga og hvaða
áhrif það hefði á afstöðu Portúgals
og Spánar.
Lokaorð
EES verður að öllum líkindum
takmörkuð lausn fyrir flest EFTA-
ríkjanna, en einkum Íslendinga, og
mikil óvissa ríkir um framtíð EFTA.
Svíar og Austurríkismenn eru þegar
á leið úr EFTA í EB. Fyrir íslend-
inga skiptir miklu að telja má lík-
legt að Norðmenn, helstu keppina-
utar íslendinga í Evrópu, segi einn-
ig skilið við EFTA og gangi í EB.
Sömu atriði og enn hindra tollfrelsi
fyrir sjávarvörur í EES viðræðunum
verða í vegi íslenskra sérhagsmuna
í tvíhliða viðræðum við EB. Af þess-
um sökum eru verulegar líkur á að
íslendingar standi frammi fyrir því
á næstu áram að ákveða hvort þeir
vilji láta reyna á samninga við EB
um aðild að bandalaginu eða ekki.
Alls ekki er víst að slíkir samningar
tækjust og víst að þeir yrðu erfíðir.
Hér að framan hefur einungis
verið tæpt á örfáum þýðingarmikl-
um atriðum, aðallega til að benda
á mikilvægi þess að mál séu rædd
á réttum forsendum. íslendingar
búa í heimi sem tekur örum breyt-
ingum og hefur sífellt meiri og
hraðari áhrif á smáríki eins og ís-
land. Þeim mun nauðsynlegra er
að stefnumótun sé virk, að ákvarð-
anir séu undirbúnar vandlega og í
tæka tíð, að hagsmunir og mark-
mið séu skýrt skilgreind og að allir
kostir séu skoðaðir.
Höfundur er framkvæmdastjóri
öryggismálanefndar og
stundakennari í
alþjóðastjórnmálum við Háskóla
lslands.
Ósvífín misnotkun á almannafé
eftir ÓlafHauksson
Suma daga eru stjórnmálamenn
ósvífnari en aðra daga. Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra,
stelur senunni að þessu sinni, í
orðsins fyllstu merkingu.
Fyrir eina milljón króna lét
Svavar ráðuneyti sitt auglýsa í
dagblöðunum að búið væri að opna
Þjóðleikhúsið. Auðvitað vissu allir
úr fréttum að búið var að opna
Þjóðleikhúsið. Auglýsingin var því
óþörf. Þar hefði mátt spara milljón.
Tilgangur Svavars var auðvitað
ekki að auglýsa að Þjóðleikhúsið
hefði tekið til starfa á nýjan leik.
Tilgangurinn var aðeins að tengja
vel heppnaða endurbyggingu Þjóð-
leikhússins við hans eigin persónu.
Litmyndirnar í auglýsingunni vora
af sal Þjóðleikhússins, Kristjáni
Jóhannssyni og Svavari Gestssyni.
Tilgangur auglýsinga er að selja
„Ilefur einhver áhuga á
þjónustu manns sem
misnotar fjármuni
skattgreiðenda með
þessum hætti?“
þessari auglýsingu er hans eigið
ágæti sem stjórnmálamaður.
Venjan er að sá sem auglýsir
borgar sjálfur auglýsinguna. Svav-
ar Gestsson kýs hins vegar að láta
almenning í landinu borga fyrir sig
eina milljón vegna þess að fram-
undan eru kosningar og hahn þarf
að stæra sig af einhveiju. Auglýs-
ingin um Þjóðleikhúsið er ekki sú
fyrsta sem hann lætur skattgreið-
endur borga til að koma áróðri sín-
um á framfæri. Fræg er auglýsing
hans um frumvarpið sem enginn
var búinn að samþykkja.
Til allrar hamingju hefur fólk
val um hvort það kaupir það sem
Ólafur Hauksson
muni skattgreiðenda með þessum
hætti?
Höfundur erþlaðamaður og