Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 19 Hugleiðing handa verð- andi þingmönnum eftir Vilhjálm Lúðvíksson Inngangur Grein þessi er sérstaklega skrifuð handa þeim tiltölulega stóra hópi nýrra frambjóðenda sem koma til með að ná kosningu til Alþingis í vor og enn eru ekki búnir að finna hinn endanlega sannleika i öllum landsmálum, eins og þeir oft virð- ast sem ejdri eru og setið hafa lengi á þingi. Ég vil beina athygli þeirra að einu máli sem ég tel mikilvægt, þótt ekki sé það eina málið sem þeir þurfa að íhuga. Ég vil byija á að benda þeim á þá staðreynd að á undanförnum árum hefur íslendingum með fram- úrskarandi menntun frá bestu há- skólum heims fjölgað ótrúlega hratt, en því miður er núverandi uppbygging á atvinnuvegum okkar og áherslurnar á þjóðarbúskapnum þannig að jafnvel afburða fólk fær ekki starf við hæfi og nýtist okkur því ekki í þeim kappróðri sem háð- ur er milli þjóða um lífskjör og þjóð- félagsframfarir. Samtímis þessu er skortur á svona fólki í samkeppnis- löndum okkar. Eldri þingmenn og forystumenn atvinnulífs eru nú uppteknir af kvótaslag eða rifrildi um álver sem ekki er einu sinni á þeirra valdi að fá til landsins. í þeim málum er ekki svo mikið af nýjum verkefnum fyrir hámenntað fólk. Ég sé reynd- ar að nokkrir nýir frambjóðendur í baráttuvænlegum sætum eru sjálfir úr þessum hópi og það vekur vonir um að þeir sjái að það er stækk- andi kjósendahópur á ferðinni, þeg- ar þetta fólk er annars vegar. Þeir ættu líka öðrum fremur að skilja að í þekkingu og áunninni færni felst auðlind sem ekki er síðri til verðmætasköpunar en fiskur og orka, ef rétt er á haldið — það hafa margar þjóðir sýnt, sem ekki eiga miklar auðlindir. Reyndar hefur mörgum þjóðum haldist illa á auðlindum sínum ef þær ekki hafa sjálfar haft þekkinu og sýn til að nýta þær rétt. Satt að segja er reynslan sú, að enginn verður ríkur af að flytja út auðlind- ir sínar óunnar. Þær eru alltaf metnar á lægsta skiptiverði, eins og tilraunir til samninga um viðun- andi verð fyrir alla ónýttu orkuna okkar sýna. Það er ekki fyrr en við höfum sjálf breytt auðlindum í vör- ur með framúrskarandi eiginleikum og aukið gildi þeirra með góðri þjón- ustu og tæknilegri ráðgjöf ef með þarf, m.ö.o. skapað eftirsóknarverð gæði, uppfyllt óskir eða jafnvel drauma neytenda eða viðskiptavina — að við fáum ríkulega umbun! Þau gæði eru nú á dögum búin til með vísinda- og tækniþekkingu, færni í framleiðslu, hugkvæmni í markaðs- færslu og dugnaði við stjórnun. Bókvitið og reynslan er það sem í askana verður látið! Þörf fyrir nýsköpun Líklega eru nær allir íslendingar sammála um að auka þurfi hagvöxt og halda í við nágrannaþjóðirnar í þeim efnum, Við vitum líka að það hefur ekki gengið sem best síðustu 10 árin, eins og þeir Þráinn Egg- ertsson og nafni minn Egilsson hafa nýlega sýnt fram á með tölu- legum rökum. Sumir hafa að vísu fyrirvara um hvernig það megi ger- ast; hugsa þurfi um umhverfið — fá vetnisverksmiðju en ekki álver — selja gæði en ekki magn — vatn í dósum en ekki tankskipum. Aðrir vara við róttækum nýjungum og leggja til að hagvöxtur og aukinn útflutningur verði sóttur með því að taka kerfið sjálft í gegn og af- nema pappírsfargan og taka upp strikamerki í pappírslausum við- skiptum o.s.frv. Ég held reyndar sjáifui' aðinargfc i sé til í þessu. Umhverfismál, gæði og meiri virkni í þjónustu og opin- berum rekstri eru mjög mikilvæg hugtök í allri mótun stefnu um al- hliða efnahagslegar framfarir nú á dögum. En — kafa þarf dýpra. Það þarf að virkja fólk og beita öllum þekkingarmætti okkar. Nýsköpun — tískuorð eða lykill að framförum? Það virðist eðli íslendinga að hugsa og athafna sig í lotum en slappa af þess á milli. Eitthvað hefur þetta líklega að gera með nánd odkkar við breytilegt ástand náttúrunnar, þar sem gæska henn- ar birtist í þeirri eilífðar hringrás sem stjórnar uppskeru, við komu búsmala og göngu fiskanna sem við veiðum og öllu ráða í athafna- lífi okkar. Sveiflur í náttúrunni hafa alltaf haft bein áhrif á afkomu okk- ar og lengi höfum við einhvern veg- inn sætt okkur við þetta. Við höfum ekki vanist því að hafa mikla fyrir- hyggju því náttúrunni getum við ekki breytt. Við lifum eins og kóng- ar þegar vel veiðist og stundum raunar um efni fram þegar illa ár- ar. Svo kemur að skuldaskilum. Þá tökum við okkur saman í andlitinu, herðum mittisólina og tökum upp nýjar og betri aðferðir þegar við sjáum að þær eldri duga ekki leng- ur. Þetta köllum við nýsköpun! Nýsköpun hefur verið töfraorð með 4-5 ára millibili síðan ég man fyrst eftir mér. Sumir jagast reynd- ar útí orðið sjálft og segja það órök- rænt og meiningarlaust, en það er aðferð Islendinga til að koma sér hjá kjarna málsins. Hann er sá að eftir að íslendingar hafa farið í gegnum efnahagslega kollsteypu — hafa náð botni og eru rétt byijaðir að sjá glætu aftur — þá er farið að tala um nýsköpun — stundum kallað af reyndum stjórnmálamönn- um að „skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf landsmanna“. Svona tímabil komu í mínu minni árin 1969-70, 74-75, 79-80, 84-85 og er nú eitt slíkt hafið eftir samfellt samdráttarskeið frá 1987. Þá er til siðs að hugsa nýjar hugsanir og byija á nýjum hlutum eins og eitt ár eða svo. Síðan kemur uppsveifla, íjárfestingin fer á fullt, veislan og uppgripin svo mikil að fyrirhyggjan gieymist — vindurinn fer úr nýsköp- uninni. En það er einmitt þetta sem ég vil benda nýjum, verðandi þing- mönnum að koma þurfi í veg fyrir að gerist. Það verður að hafa út- hald. Vísinda- og tæknistefna Þann 18. febrúar sl. lagði mennt- amálaráðherra fram og gerði grein fyrir á Alþingi ályktun ríkisstjórnar um vísinda- og tæknistefnu. Hún felur í sér ákvörðun um stóraukna áherslu á rannsóknir og þróunar- starf og tilboð til atvinnulífs um samstarf í þeim efnum, í þeim til- gangi að virkja þekkingarmátt ungs menntaðs fólks til alhliða framfara, ekki síst efnahagslegra. Ég hef fengið útskrift af þing- ræðum um þetta mál, og sé að ráð- herrann hefur talað fyrir því sem næst tómum sal í sameinuðu þingi, og einungis tvær þingkonur úr stjómarandstöðu tóku til máls! Báð- ar voru fylgjandi málinu, en með spurningar um efndir á ályktun frá svo aðframkominni ríkisstjóm. Fróðlegt hefði verið að sjá hvaða hug allir flokkar hefðu til málsins, hvort vænta mætti efnda á svo mikilvægri ályktun hjá nýrri ríkis- stjórn, óháð væntanlegri flokka- samsetningu hennar. Er kannski enginn ágreiningur um málið og því óþarft að ræða það? Af hveiju hefur þá verið svona erfitt að fá aukinn stuðning við rannsóknir á síðustu árum? Af hveiju hafa opin- ber framlög til stórs hluta rann- sóknarstarfseminnar dregist sam- an? Þó hafa á sama tíma margfald- ir fjármunir á við þau farið til að leysa vandamál fortíðarinnar. Vilhjálmur Lúðvíksson „Við þurfum m.a. að virkja krafta sem núeru dreifðir t.d. í stofnun- um eins og háskólun- um, rannsóknastofnun- um atvinnulífsins og beita þeim betur fyrir vagn atvinnulífsins og eftir því sem kostur er undir markaðsiegri leiðsögn fyrirtækjanna í landinu.“ Ný vinnubrögð — sameina kraftana Þjóðfélag okkar er byggt upp af smáeiningum fyrirtækja og stofn- ana sem hver um sig er veik að starfskröftum og fé. Islenskt lund- arfar einkennist af ríkri einstakl- ingshyggju (sumir segja sjálfs- hyggju) og allir telja sig hafa vit á öllu og Iáta helst ekki segja sér neitt. Sjálft landnámið og þjóðar- sagan öll bera þessu lundarfari vitni. Okkur er ekki eðlislægt að lúta sameiginlegum foringja. Á ör- lagastundum tekst okkur þó oftast að ná saman. Nú er ein slík að mínu mati, því safna þarf kröftum til að bijótast úr viðjum stöðnunar og leita nýrra forsendna til vaxtar. Við þurfum m.a. að virkja krafta sem nú eru dreifðir t.d. í stofnunum eins og háskólunum, rannsókna- stofnunum atvinnulífsins og beita þeim betur fyrir vagn atvinnulífsins og eftir því sem kostur er undir markaðslegri leiðsögn fyrirtækj- anna í landinu. Auka þarf fé til rannsókna og þróunar verkefna sem þessir aðilar sameinast um. Reynsluleysi fyrirtækjanna á nýjum sviðum háir okkur Vissulega enn sem komið er, en hennar verður að afla, gjarnan með samstarfi við erlend fyrirtæki. Fjárhagslega veika innviði fyrirtækjanna verður líka að styrkja. Þar má safna kröft- um bæði með skattalegri hvatningu til rannsókna og þróunar og með því að virkja framtaksfé sem verið hefur að safnast hjá sífellt fjölbreyt- ilegri fjármálastofnunum. Einnig má gera grónum fyrirtækjum skatt- alega hagkvæmt að fjárfesta í nýj- um fyrirtækjum sem byggð eru á tækninýjungum. Markaðsþekking, tækniþekking og hugvit, fjármagn og einörð stjórnun eru forsendur nýsköpunar. Hjá Islendingum eru þessir þættir dreifðari en gengur og gerist. Við þurfum að temja okkur ný vinnu- brögð til að ná þeim saman. Það er hlutverk stjórnmálamanna að setja leikreglur og skapa forsendur fyrir það samspil stofnana og fyrir- tækja sem nú er þörf á. Á því velt- ur hvort ungt hæfileika- og kunn- áttufólk fær viðfangsefni hér heima eða verður að hasla sér völl erlend- is, þar sem sjálfsagt verður boðið í það! Ef til vill glatar það sjálft engu efnahagslega. En það tapar tækifærinu til að vinna landinu gagn og njóta lystisemda þess. Tap Islands og okkar sem eftir sitjum verður þó mest. Þess vegna veiti ég þessari spurningu til ykkar nýju þingmannsefni: Hvernig ætlið þig að beita ykkur? Hvaða afstöðu tak- ið þið ef tækifæri gefst í sátt- méda/stefn uyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar til eflingar vísinda og tækni og til nýsköpunar á grundvelli hug- vits og þekkingar? — Hvernig ætlið þið að tryggja úthald í þeirrí við- leitni? Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Gönuhlaup og markleysa eða eru mennimir kolvitlausir eftir Bjarna Haraldsson Nokkuð hefur verið rætt og ritað að undanförnu um frelsisbaráttu Lettlands, Litháens og Eistlands. Eftir að ríkisstjórnin ákvað að styðja baráttu þessara ríkja fyrir sjálfstæði að takmörkuðu leyti með atkvæðum allra þingmanna utan eins hafa birst í blöðum fáar ótrú- legar greinar sem hafa komið svo á óvart að ég a.m.k. hef þurft að tvílesa þær. I þeim birtist ótrúlegt sambland af heimsku, trúgirni og fyrirlitningu á frelsisbaráttu ríkj- anna þriggja, sem hér um ræðir, plús_það að kommúnistaleiðtogi er hafinn á stall mikinn og talinn til velgjörðamanna frelsis, lýðréttinda og réttlætis. Hvaða blaðagreinar er maðurinn að tala um, spyr lesandi, lesi hann blöðin reglulega. Þær eru reyndar ekki rnargar sem koma til greina. í Dagblaðinu 26. febrúar ’91 birt- ist kjallaragrein eftir Aðalheiði Jónsdóttur undir yfirskriftinni „Gönuhlaup og markleysa”. Sú grein er önnur í röð kjallaragreina hennar þar sem hún svívirðir lithá- ensku þjóðina og forystumenn hennar, en lætur jafnframt í ljós blinda aðdáun á Gorbatsjov, Sovét- formanninum. í þessum skrifum verður henni meðal annars tíðrætt um píslar- 'VættKþöi'f'fólksins, sem tók þátt í andófi gegn kúgun og ofbeldi hers og leynilögreglu kommúnistaflokks Sovétvaldsins,*6r birtist meðal ann- ars í því að láta skriðdreka aka yfir sig og fá kúlur úr byssum her- manna Rauða hersins. Einnig ræðir hún um „öfl þar eystra sem fólki þóknast að kalla lýðræðishreyfingar, en eru hinsveg- ar skaðlegar því lýðræði sem Gorb- atsjov hefur lagt sig fram um að byggja upp. Þetta eru þau upp- lausnaröfl sem ævintýrapólitíkusar eins og Jeltsín og Landsbergis, ásamt fleiri slíkum, hafa haft að æsa upp gegn Sovétleiðtoganum”. (Tilvitnun lýkur.) Fleira var í sama dúr. Öllum íslendingum ætti að vera kunn ótrúleg og grimmdarleg kúg- un Sovétríkjanna á smáþjóðum þessum, sem hefur verið líkt við hægfara þjóðarmorð. Þeim sem eru það ekki ættu að kynna sér söguna. Nú veit ég ekki hvort frú Aðal- heiður Jónsdóttir hefur kynnt sér forsendur frelsisbai'áttu þessarg. ríkja. Ég vona að svo sé ekki. Það væri eina sögulega afsökunin fyrir þvættingi hennar, sem hún ætti að biðjast opinberlega afsökunar á. Öpinberlega láta Gorbatsjov og fylgisveinar hans, herinn og KGB, sem svo, að nokkrir nafnlausir her- menn hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að fara til Litháens og drepa á annan tug manna og særa á annað hundrað. Auk þess að næstu daga Bjarni Haraldsson • • A „Ollum Islendingum ætti að vera kunn ótrú- leg og grimmdarleg kúgun Sovétríkjanna á smáþjóðum þessum.“ hafi þeir ráðist á og misþyrmt ótil- greindum fjölda eftir blóðbaðið 13. janúar á götum Vilníus. Síðan horfir einfaldur fjölmiðla- neytandi á íslandi á Gorbatsjov lýsa því yfir í sjónvarpi að þetta verði að rannsaka og ofbeldisaðgerðir af þessu tagi séu ekki góð leið til að leysa deilumál í Sovét. Trúi sá sem trúa vill. Ásgeir Jakobsson, rithöfundur, skrifar grein í Morgunblaðið 27. febrúar með yfirskriftinni „Eru mennirnir kolvitlausir". Á hann þar við Litháa, þeir séu gjörsamlega búnir að tapa glórunni að krefjast sjálfstæðis fyrir þjóð sína þegar nú loksins velgjörðamaður mannkyns stýrir fleyi kommúnista í Sovét og koma honum þar með í hin mestu vandræði. Báðir greinarhöfundar, þeiiqsem hér um ræðir, telja afstöðu Ólafs Þórðarsonar, þingmannsins, sem lagðist gegn stuðningi ríkisstjórnar íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, eiga sér víðan hljómgrunn. Ég fullyrði að svo er ekki. íslendingar hafa almennt samúð og skilning með þessum þjóðum og baráttu þeirra fyrir sjálf stæði. Að lokum vil ég minnast á af- stöðu Sjálfstæðisflokksins og for- ustu hans í þessu máli, þar var tek- in su afstaða fyrir löngu sem allir íslendingar ættu að geta sameinast Höfundur er verkamaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.