Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 22

Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 K O S N I N G A R Davíð Oddsson: Áhyggjiæfni hve seint er fjallað um álsammng „I VIÐRÆÐUM okkar við for- svarsmenn Atlantsálsfyrirtælg'- anna þriggja hefur komið fram, að þeir muni ekki bera samninga um nýtt álver á Islandi undir stjórnir sinna fyrirtækja fyrr en á næsta ári, þó svo að samningum verði lokið í sumar eða haust,“ sagði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins stjórnarmað- ur í Landsvirkjun í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð greindi frá þessari afstöðu Atlantsálsfyr- irtækjanna á 700 manna fundi í Njarðvík á mánudag. Davíð sagði að líklega yrðu samn- ingarnir þá bornir undir stjórnir fyr- irtækjanna í upphafi næsta árs. „Þetta þarf ekki að þýða frekari taf- ir, en ég neita því ekki að þetta er visst áhyggjuefni. Við teljum að þeir gætu gengið fyrr inn í sínar stjórnir, þannig að við vissum meira um af- stöðu fyrirtækjanna þriggja, þó ekki væri endanlega búið að ganga frá fjármögnun," sagði Davíð Oddsson. Kosninganóttin: Beint sjónvarp frá talningarstöðunum PÖSTUR og sími hefur gert ráð- stafanir til að sjónvarpa beint frá öllum talningarstöðum eftir al- þingiskosningarnar. Að sögn Páls Jónssonar í ljósleið- aradeild Pósts og síma þarf að setja upp ýmis tæki um allt land og gera þarf minni háttar breytingar á kerf- inu til að allt geti gengið sem best fyrir sig. Verið er að tengja ijósleið- ara inn í félagsheimilið Herðurbreið á Seyðisfirði, en ljósleiðari var lagður til Seyðisfjarðar í haust. Hresst upp á ráðherraminni eftirBjörn Bjarnason Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir í Morgunblaðsgrein hinn 9. apríl síðastliðinn, að ég hafi farið með rangt mál í grein hér í blaðinu hinn 4. apríl, þegar ég lýsti kyrrstöðu og afturför á sviði utanrík- is- og öryggismála í tíð ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar. Er ekki hjá því komist að skerpa minni ut- anríkisráðherra um framgang þeirra mála, sem hann gerir að umtalsefni. 1. Utanríkisráðherra segir að það sé rangt, að núverandi ríkisstjórn beri nokkra sök á því að ekki hefur verið ráðist í að leggja fullkominn varaflugvöll í samvinnu við Atlants- hafsbandalagið (NATO). Fullyrðing af þessu tagi dugar ekki til að slá striki yfir deilumar innan ríkisstjóm- arinnar um flugvallarmálið. Ríkis- stjórnin eða utanríkisráðherra hafði aldrei þrek til að heimila forkönnun á vegum NATO sem er forsenda frekari ákvarðána um varaflugvöll. Fór svo að yfirstjórn NATO tók málið af dagskrá. Rannsókn á gildi og legu flugvallarins er jafnnauðsyn- leg nú óg áður. Varaflugvallar er þörf fyrir varnarliðið á meðan eftir- litsflug er stundað frá Keflavíkur- flugvelli. Breyttar aðstæður í alþjóð- amálum hafa ekki gert það óþarft. 2. Utanríkisráðherra ritar gegn betri vitund þegar hann segir rangt að ríkisstjóminni hafi mistekist til- raunir sínar til að koma afvopnun á höfunum á dagskrá CFE-viðræðn- anna um fækkun hefðbundins her- afla í Evrópu. Á meðan CFE-l-við- ræðurnar stóðu sagði ráðherrann að afvopnun á höfunum kæmist á dag- skrá að þeim loknum. Á leiðtoga- fundi NATO í London í júlí 1990 reyndu þeir Steingrímur Hermanns- son og Jón Baldvin að koma afvopn- un á höfunum inn í CFE-la-viðræð- urnar. Þeim mistókst það. Þá reyndu þeir að orða ályktun um CFE-2-við- ræðurnar þannig að þar yrði tekið tillit til afvopnunar á höfunum. Því var hafnað. Málamiðlunartillaga sem íslensku ráðherramir hengdu síðan hatt sinn á var túlkuð þannig af Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, að hún fæli ekki í sér neinar hömlur á flota aðildarríkjanna í af- vopnunarsamningum. Féllust aðrir á þá túlkun, þeirra á meðal Steingrím- ur Hermannsson. 3. 579 kjarnakljúfar era í skipum. Ríkisstjómin vildi að Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni setti reglur um öryggi þessara kjarnakljúfa. Tillagan útvatnaðist með þeim hætti, að regl- umar eiga aðeins að ná til farskipa. Er nokkuð kjarnorkuknúið farskip í notkun? 4. Utanríkisráðherra segir að ís- land hafi lagt fram tillögu á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna síðast- liðið haust um sérfræðingakönnun vegna kjarnakijúfa á höfunum. Rétt er að þessi tillaga var boðuð en hún var aldrei lögð fram á allsheijarþing- inu. f Eftir að Steingrímur Hermanns- son hafði verið utanríkisráðherra í fáeina mánuði sagðist hann hafa verið í fílabeinsturni og því ekki get- að fylgst nægilega vel með þróun annarra mála hjá ríkisstjórninni. Hefur Jón Baldvin einangrast svo í Björn Bjarnason „Hefur Jón Baldvin ein- angrast svo í þessum turni að hann fylgist ekki með framvindu mála í utanríkisráðu- neytinu sjálfu?11 þessum turni að hann fylgist ekki með framvindu mála í utanríkisráðu- neytinu sjálfu? Höfundur er þriðji maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Pilsaþyt, mannúð og stjómmálin! mýktí eftir Kristínu Ástgeirsdóttur Það era ekki nema um 300 ár síð- an þeirri hugmynd tók að vaxa fylgi að vilji meirihlutans í hveiju Iandi ætti að ráða för og allir ættu að njóta ákveðinna mannréttinda. I hugum flestra þeirra sem skrifuðu um frel- sið, náttúraréttinn og jafnréttið vora þessir aJlir eingöngu fijálsir, hvítir karlar. Það leið ekki á löngu þar til konur hófu upp raust sína og sögðu: Við viljum njóta mannréttinda Iíka. Frá dögum frönsku stjómarbyltingarinn- ar eða í rúm 200 ár hafa konur, fyrst í Evrópu og Ameríku, síðan í öðrum heimsálfum barist fyrir réttinum til að velja sér lífsfarveg, réttinum til að hafa áhrif á mótun samfélagsins, réttindum til að breyta þjóðfélaginu þannig að það taki mið af þörfum og gildismati kvenna jafnt sem karla og bjóði börnum betra líf. Kvennahreyfingin er ein af mörg- um fjöldahreyfingum sem krefst þess að lýðræðið og frelsið sé ekki bara fyrir suma, heldur beri að skapa s^m- félag þar sem allir fái að njóta sín óháð kyni og stétt. En — þrátt fyrir langa og stranga baráttu eigum við langt í land. Framundan er glíma Kvennaiistinn er grein á meiði 200 ára mannréttindabaráttu kvenna. Við kvennalistakonur höfum valið þá sérstöku leið að bjóða fram til Alþingis og sveitarstjóma af því að við trúum því að ein leiðin til að bæta stöðu kvenna og barna sé að konur komist þar að sem ráðum er ráðið, þar sem raddir þeirra heyrast og kvenfrelsissjónarmið birtast. Við trúum því að konur hafi af mikilli reynslu og margvíslegri visku að miðla sem eigi erindi inn í íslensk stjómmál. Við trúum því að konur ungar sem gamlar, lærðar sem ófag- lærðar, með böm eða án barna, verði að grípa til sinna ráða til að rétta hlut kvenna í samfélaginu. Aðrir gera það ekki fyrir okkur. Við trúum því að aldrei hafi verið brýnna en nú að auka áhrif kvenna og styrkja stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Vegna þess að framundan er glíma um framtíð jarðarinnar og stöðu ís: lendinga í samfélagi þjóðanna. í þeirri löngu göngu sem framundan er verða konur að láta til sín taka og beita sér í þágu kvenfrelsis, lífs- ins, náttúruverndar og lífshagsmuna íslendinga. Sameinuðu þjóðirnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að Vesturlönd verði að snúa frá sinni hagvaxtar- og iðnaðarstefnu eigi að takast að bjarga jörðinni eftir gegndarlausa rányrkju, sóun og eyðileggingu jarð- argæða. Við á norðurhveli jarðar Iif- um í vellystingum miðað við suður- hlutann og leyfum okkur að deila og drottna að vild. Verði er haldið niðri á framleiðsluvörum fátæku ríkj- anna, herir era sendir út um allar jarðir til að klekkja á stjómarherram sem vora vinir í gær en era óvinir í dag, allt eftir því hvað hentar hags- munum Vesturlanda. Þriðja heims ríkin vilja njóta þeirra lífsgæða sem okkur bjóðast, en það getur ekki þýtt annað en endanlega eyðingu jarðarinnar, eins og málum er nú háttað. ísskápur inn á hvert kín- verskt heimili myndi eyða ózonlaginu á skömmum tíma. Bílaeign Indveija á við það sem hér þekkist myndi auka loftmengun gífurlega og ganga veralega á auðlindir jarðar. Söku- dólgurinn — Vesturlönd — sem ruðst hafa áfram í blindri tæknihyggju, verða að hægja ferðina og finna hið æskilega jafnvægi milli manns og náttúru í samvinnu við allar þjóðir heims. íslendingar geta ekki verið stikkfrí í þeirri baráttu sem framund- an er. Við eigum að ganga á undan með góðu fordæmi. Viðvarandi karlmannsleysi í Reykjavík Hér á íslandi ríkir stöðnun. Tekjur þjóðarinnar hafa ekki aukist í neinu samræmi við útgjöld. Við horfum upp á niðurskurð á ýmsum sviðum og tekist er á um nánast hveija krónu. Tæknibreytingar og minnkandi afli hafa fækkað störfum einkum á landsbyggðinni. Þessi þróun hefur bitnað harkalega á konum og þær leita í stóram stíl frá fábreytni at- vinnulífsinsj. landsbyggðinni til þétt- býlisins suðvestanlands þar sem vinnu hefur verið að fá. Nú ríkir veralegt misvægi milli kvenna og karla í byggðum landsins. Bændur sitja einir á búum sínum, meðan við hér á Reykjavíkursvæðinu megum þola viðvarandi karlmannsleysi. Láglaunastefna undanfarinna ára, nú síðast í nafni þjóðarsáttar, er mannskemmandi, en hún hefur leitt til vaxandi launamúnar milli kvenna og karla. Mun fleiri konur en karlar vinna samkvæmt umsömdum töxtum sem eru aldeilis fáránlega lágir, meðan mörgum körlum er bættur skaðinn með launaskriði og sposlum af ýmsu tagi. Félagsleg þjónusta hvort sem hún er fyrir börn eða gamla fólkið er ófullnægjandi og okkar ríka samfélagi til skammar. Þetta er nefnilega allt spurning um forgangsröð verkefna. í hveiju vilj- um við fjárfesta? Börnum og framt- íðinni, eða loðdýraævintýrum, ráð- húsum, flugstöðvum og veitingahús- um sem snúast? Kristín Ástgeirsdóttir „Ein leiðinter sú að hvíla okkur á spillingu, samtryggingu, forrétt- indum og ráðaleysi gömlu flokkanna, en auka þess í stað áhrif kvenna, hleypa fersk- um vindum að með þeim pilsaþyt, mannúð og mýkt sem fylgir Kvennalistanum." Hver eru ráðin sem gömlu flokk- arnir bjóða upp á? Álver og aftur álver er eina svarið við atvinnuvandanum. Og það er von að þeir séu fastir í fortíðarhyggju, því þeir hafa svo mikið að gera við að skipta á milli sín bankastjórastöð- •um, svipta launafólk samningsrétti, rjfta samningum, svívirða heilu starfsstéttirnar og auglýsa sig í blöð- unum á kostnað almennings, að ann- að kemst ekki að. Það þarf siðbót í íslenskum stjórn- málum og því er erindið sem við kvennalistakonur eigum við íslenska kjósendur margslungið. Snýst kvennabaráttan um dagvistarmál? í könnun sem Félagsvísindastofn- un gerði nýlega fyrir Kvennalistann kom í ljós að mörgum finnst kvenna- listakonur tala mest um dagvistar- mál. Mikið rétt, við tölum mikið um dagvistarmál og ætlum að halda því áfram þar til þau verða komin í gott og eðlilegt horf, en það er langt í frá að þau séu okkar eina baráttu- mál. I komandi kosningum leggur Kvennalistinn sem fyrr megináherslu á að bæta stöðu kvenna og barna. Við teljum það algjört forgangsmál að leiðrétta kjör hinna lægst launuðu með hækkun lægstu launa og hækk- un skattleysismarka, en þar á móti koma fleiri skattþrep og skattur á fjármagnstekjur til að mæta tekj- utapi ríkissjóðs. Við höfnum aðild að Evrópubandalaginu og teljum hagsmunum íslendinga betur borgið utan þessarar karlstýrðu og mið- stýrðu efnahagsheildar. Við viljum leggja áherslu á að nýta það sem við eigum og byggja upp öflugt at- vinnulíf í sátt við náttúra landsins. Við horfum til fullvinnslu sjávarafla, endurreisnar ullariðnaðarins, ferða- þjónustu, endurvinnslu, vetnisfram- leiðslu, líftækni og fleiri greina sem undirstöðu þess lífs sem við viljum lifa í Iandinu. Atvinnusköpun framt- íðarinnar þarf ekki síst að taka mið af konum eigi að takast að skapa jafnvægi í byggðum landsins. Síðast en ekki síst viljum við stokka upp byggðastefnuna og jafna aðstöðu landsmanna með því að efla ákveðna byggðakjama, þannig að fólk geti í raun valið hvar það vill búa. Við íslendingar þurfum að leita nýrra leiða til að skapa það fyrir- myndarsamfélag sem við viljum sjá hér. Ein leiðin er sú að hvíla okkur á spillingu, samtryggingu, forrétt- indum og ráðaleysi gömlu flokkanna, en auka þess í stað áhrif kvenna, hleypa ferskum vindum að með þeim pilsaþyt, mannúð og mýkt sem fylg- ir Kvennalistanum. Höfundur skipar þriðja sæti Kvennalistans í Rcykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.