Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 24
'lílbkGtí&BLÁÐIg) FÍ^MftiB'Áh1!?R! 1 í: WrH/VMl
Jöfnun orkukostnaðar
eftir Alexander
Stefánsson
Það hefur verið eitt mesta barátt-
umál íbúa landsbyggðarinnar að
orkuverð verði það sama á öllu
landinu, hliðstætt t.d. að bensín og
olía, mjólk og mjólkui’vörur er selt
á sama verði hvar sem er um landið.
Þetta hefur verið torsótt réttlætis-
mál þrátt fyrir stefnuyfirlýsingar
stjórnmálaflokka og ríkisstjórna. Nú
síðast í stefnuskrá núverandi ríkis-
stjórnar var því lofað að jafna orku-
verðið á kjörtímabilinu, sem nú er
að ljúka, ekki síst til hitunar á íbúð-
arhúsæði.
Þingmenn hafa þing eftir þing
flutt þingsályktunartillögur, laga-
frumvörp og fyrirspumir sem fela í
sér ákveðnar kröfur um beinar að-
gerðir í þessu mikilvæga jafnrétt-
ismáli sem er ein meginforsenda
eðlilegrar byggðar í landinu. Þing-
menn Vesturlands hafa haft mikil-
væga forystu um þetta mál á Al-
þingi.
Nokkuð hefur miðað í rétta átt á
síðustu árum, en hvergi nálægt jöfn-
uði. Enn er upphitunarverð íbúða
með raforku út um land 2.4-2.8 sinn-
um hærra en t.d. á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Atvinnurekstur út um
land býr við sama óréttlæti í orku-
verði.
Það var krafa okkar framsóknar-
manna við myndun síðustu ríkis-
stjómar að jöfnun orkuverðs væri
eitt forgangsverkefni nýrrar ríkis-
stjórnar, kemur það fram í málefna-
samningi stjórnarflokkanna. Iðnað-
arráðherra var falið að framkvæma
þessa ákvörðun á kjörtímabilinu.
Þrátt fyrir fyrirspurnir þing-
manna á undanförnum þingum er
það ekki fyrr en 1. okt. 1990 að
iðnaðarráðherra skipar nefnd til að
gera tillögur um verðjöfnun á raf-
orku og undirbúa framvarp til laga
um það efni.
Nefndin skilaði skýrslu 5. mars
sl. til iðnaðarráðherra. Meirihluti
nefndarinnar er þeirrar skoðunar að
eðlilegt sé að Alþingi lýsi vilja sínum
í þessum efnum og sé til þess vilji,
mætti .þá setja hugmyndir nefndar-
innar fram af hálfu ríkisstjómarinn-
ar i formi þingsályktunar.
í nefndina voru skipaðir: Eiður
Guðnason, alþingismaður, formaður,
Þorvarður Hjaltason, kennari, Óli
Þ. Guðbjartsson, ráðherra, Jón Helg-
ason, alþingismaður, Sveinbjörn
Jónsson, framkvæmdastjóri, Dan-
fríður Skarphéðinsdóttir, alþingis-
maður, Birgir ísl. Gunnarsson, al-
þingismaður, Pálmi Jónsson, alþing-
ismaður.
Hér fara á eftir þær hugmyndir
sem komu fram í nefndinni og meiri-
hluti nefndarmanna telur að skilað
geti árangri í þessum efnum. Sumir
nefndarmenn gera þó fyrirvara um
ákveðin atriði.
Lækka ber húshitunarkostnað á
íslandi þar sem hann er hæstur og
minnka þannig þann aðstöðumun
einstaklinga og fjölskyldna sem nú
er við lýði.
Þessi aðstöðujöfnun getur átt sér
stað með eftirfarandi hætti:
1. Auknum jöfnuði verði náð í þrem-
ur áföngum á næstu tveimur
áram uns því markmiði er náð
að kostnaður við hitun íbúðarhús-
næðis vísitölufjölskyldunnar
(35.420 kWh ársnotkun) hjá raf-
veitum og rafkyntum hitaveitum,
verði ekki hærri en 5.000 krónur
að jafnaði á mánuði, miðað við
verðlag í janúar 1991.
2. Alþingi beini því til þingkjörinna
fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar
að þeir á þeim vettvangi beiti sér
fyrir sérstökum aðgerðum til
lækkunar á heildsöluverði ra-
forku til hitunar íbúðarhúsnæðis.
Aðgerðirnar miði að því að heild-
söluverð á raforku til hitunar
íbúðarhúsnæðis lækki á næstu
tveimur árum niður í kostnaðar-
verð orku frá nýjum virkjunum
að viðbættum flutningskostnaði
til dreifiveitna.
3. Viðskiptaráðherra ákveði að á
síðari heimingi þessa árs verði
greiddar 35 milljónir af því fé,
sem á íjárlögum er veitt til nið-
urgreiðslna á vöraverði á árinu
1991, til aukinnar verðjöfnunar
á raforku til hitunar íbúðarhús-
næðis, enda eigi húseigendur
ekki kost á að kaupa orku frá
hitaveitum sem byggja á jarð-
varma. Þessi tilfærsla niður-
greiðsluljár verði síðan aukin.
4. Iðnaðarráðherra láti fara fram
úttekt á fjárhagsstöðu hitavéitna
sem byggja á jarðvarma þar sem
kostnaður við hitun íbúðarhús-
æðis er hærri en sambærilegur
kostnaður við upphitun íbúðar-
húsnæðis vísitöluljölskyldunnar
hjá rafveitum og rafkyntum hita-
veitum. Úttektinni verði lokið eigi
síðar en 1. október 1991.
5. Fjármálaráðherra beiti sér fyrir
ráðstöfunum til að aðstoða hita-
veitur sem byggja á jarðvarma
við skuldbreytingar á lánum
þeirra eða leggi fram tillögur um
aðrar aðgerðir til þess að tryggja
að kostnaður við hitun íbúðarhús-
næðis vísitölufjölskyldunnar hjá
þeim verði ekki hærri en hjá raf-
veitum og rafkyntum hitaveitum
skv. 1. tölulið, enda sýni fyrir-
tækin aðhald í rekstri og umsvif-
um.
6. Því fé sem Landsvirkjun kann í
framtíðinni að verða gert að
greiða ríkinu fyrir virkjunarrétt-
indi verði að hluta varið til auk-
innar verðjöfnunar á innlendri
orku.
Iðnaðarráðherra ieggur síðan
fram þingsályktunartillögu á síðustu
dögum þings 11. mars s!., þskj. 854
sem vísað er til Fjárveitinganefndar
18. mars sl., sem tók tillöguna til
meðferðar að morgni 19. mars, og
ákvað meirihluti fjárveitinganefndar
að afgreiða tillöguna strax til þings-
ins til samþykktar.
Á sama tíma er tilkynnt að iðnað-
arráðherra hafi gert samkomulag
við stjórnarandstöðu á Alþingi kvöld-
eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
í allri atvinnuuppbyggingu og
Ieiðum til að bæta lífskjör fólks er
eitt brýnasta verkefnið að opna
starfsfólki möguleika tii að laga sig
með eðlilegum hætti að áhrifum
þeirra gífurlegu breytinga sem
tæknivæðingin mun hafa í för með
sér. Endurmenntun starfsfólks er
því ein veigamesta forsenda þess
að hægt sé að tryggja atvinnuör-
yggi launafólks og nýta sér tækni-
breytingar til aukinnar framleiðni,
hagvaxtar og bættra lífskjara hér
á landi.
Stefnumótun stjórnvalda
Það er ljóst að afleiðingar af
tæknibreytingum og aukinni sam-
keppni era komnar fram í íslensku
atvinnulífi. Þess vegna skiptir höf-
uðmáli að gripið sé til viðeigandi
aðgerða á öllum sviðum.
I tvígang hef ég lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um starfs-
menntun í atvinnulífínu, sem er lið-
ur í stefnumótun stjómvalda við að
auðvelda launafólki og atvinnurek-
endum að laga sig að síbreytilegum
aðstæðum sem verða í atvinnulífi
og vinnumarkaði. Málið náði ekki
fram að ganga. Hér er um að ræða
brýnt hagsmunamál launafólks sem
nauðsynlegt er að lögfesta þegar á
næsta þingi.
Fjármagn til starfsmenntunar
I fáum orðum sagt hefur þróunin
á sviði starfsmenntunar í vestræn-
ið áður, 18. mars eins og segir í
bókun, til að ljúka þingi, að „þings-
ályktunartillögur um lækkun húshit-
unarkostnaðar og um álver í Vatns-
leysustrandarhreppi — fari skipu-
lega til nefndar það kvöld en komi
ekki aftur fyrir 113. löggjafarþing".
Þetta átti fyrst og fremst að vera
lagt til vegna hótunar sjálfstæðis-
manna á Alþingi um málþóf og
stöðvun annarra þingmála, eins og
lánsfjárlög, ef afgreiða ætti þings-
ályktun um lækkun húshitunar-
kostnaðar.
Þar með voru hendur fjárveitinga-
nefndar bundnar í málinu.
Þetta er ótrúlegur endir á brýnu
hagsmunamáli til að ná fram leið-
réttingum í jafnréttisaðgerðum til
að minnka þann mikla aðstöðumun
einstaklinga og fjölskyldna í landinu
sem búa við hæsta húshitunarkostn-
að. En er lýsandi dæmi um aðgerðar-
leysi og áhugaleysi iðnaðarráðherra,
sem hefur haft málið til meðferðar
í tæp 4 ár. Jafnframt lýsir þetta
furðulegri kröfu sjálfstæðismanna
og raunar Kvennalista um að stöðva
þingsályktunartillöguna á Alþingi.
Og ekki er stór hlutur endurskoð-
unarnefndar og formanns hennar,
sém skilar aðeins óskalista um úr-
bætur, en leggur ekki fram fram-
varp, eins og fól nefndinni, sem átti
að bera með sér raunhæfar úrbætur.
Á bls. 7 í nefndaráliti kemur fram
að óeðlilegt sé, svo skömmu fyrir
kosningar, að binda hendur næstu
ríkisstjórnar varðandi verðjöfnun á
orku til húshitunar. Mikil er reisnin
yfir þessu nefndarstarfi.
Þingsályktunin sjálf er dæmigerð
um meðferð málsins í heild hjá iðn-
aðarráðherra og form. þingflokks
Alþýðufloksins — einföld lausn á
síðustu sólarhringum Alþingis að
störfum. „Alþingi ályktar að fela
ríkisstjórninni að beita sér fyrir að
lækka húshitunarkostnað á íslandi
þar sem hann er hæstur og minnka
þannig þann aðstöðumun einstakl-
inga og ijölskyldna sem nú er við
lýði.“ Vísa málinu til ríkisstjómar
sem hefur haft þetta stefnumál í
ljögur ár, átti nú að leysa málið á
um iðnríkjum verið ótrúlega ör. í
þessum ríkjum hefur á undanförn-
um árum verið lögð mjög aukin
áhersla á hvers kyns endurmenntun
vinnuaflans. Að hluta til er ástæðan
ný tækni og örar breytingar í at-
vinnulífinu. Ég vil benda á nokkkur
dæmi. í Svíþjóð var á fjárhagsárinu
1989 til 1990 varið samtals 22.380
milljónum sænskra króna til vinnu-
markaðsmála. Af þessari upphæð
fóru 26,6% í starfsmenntun og
þjálfun eða 5.954 milljónir sænskra
króna. Þetta svarar til um þ.b. 60
milljarða íslenskra króna. Árið 1989
varði norska ríkið 1.460 milljónum
norskra króna til menntunar á vinn-
umarkaði eða rúmlega 14 milljörð-
um íslenskra króna.
En hvernig er þessum málum
háttað á íslandi? Á síðustu misser-
um hefur verið reynt að kanna hvað
opinberir- og einkaaðilar verja mikl-
um fjármálum til menntunar starfs-
fólks. Það hefur reynst mjög erfitt
að draga þessar tölur saman. Þessi
útgjöld hafa fram til þessa í fæstum
tilvikum verið eyrnamerkt. Þau
hafa reynst verða hluti af almenn-
um rekstrargjöldum fyrirtækja og
stofnana.
Þó er Ijóst að ýmsar stéttir á
vegum ríkisins hafa náð ákvæði í
kjarasamningum sínum um framlög
ríkisins til starfsmenntasjóða. Þessi
framlög eru greiðsla ákveðins hlut-
falls af heildarlaunagreiðslum í sér-
stakan starfsmenntasjóð.
Við þetta má bæta ákvæðum í
kjarasamningum fjölmargra stétta
sem starfa á vegum ríkisins eins
Alexander Stefánsson
„Við teljum að Lands-
virkjun eigi skilyrðis-
laust að taka beinan
þátt í jöfnun á orku-
verði í landinu.“
þremur dögum kjörtímabilsins á AI-
þingi.
Eg vil taka fram að hugmyndir
nefndarinnar eru vissulega ágætt
innlegg í umræður um þetta mikil-
væga réttlætismál — en það vantar
hvernig á að taka á þessu máli í
heild, raunar ekki orð um jöfnun
orkuverðs í atvinnurekstri bæði í
iðnaði og fiskvinnslufyrirtækjum.
Við lokaafgreiðslu fjárlaga í des-
ember sl. var þetta mál til umræðu
í fjárveitinganefnd. M.a. komu full-
trúar orkujöfnunarnefndarinnar á
fund og gáfu upplýsingar um stöðu
mála.
Ríkisstjórnin gaf fjárveitinga-
nefnd fyrirmæli um að ekki ætti að
hækka niðurgreiðslulið fjárlaga
vegna niðurgreiðslu orku, þar sem
nefnd iðnaðarráðherra væri með
málið og tillögur eða frumvarp um
úrbætur yrðu tilbúnar áður en Al-
þingi yrði slitið. Við í fjárveitinga-
Jóhanna Sigurðardóttir
„Af þessari upptaln-
ingu ætti að vera nokk-
uð ljóst hverjir það eru
sem sitja eftir. Það er
ófaglærða fólkið á hin-
um almenna vinnu-
markaði. Því frumvarpi
sem ég lagði fyrir Al-
þingi er fyrst og fremst
ætlað að koma til móts
við þetta fólk.“
nefnd trúðum því að hér yrði ekki
staðar numið eftir allar umræður
og heitstrengingar um þetta mál,
ef ekki, hefðum við örugglega kom-
ið með breytingartillögur við fjár-
lagaafgreiðslu.
Það er skoðun mín að aðalþrösk-
uldur þessa máls sé „Landsvirkjun",
sem er sjálfstætt fyrirtæki í eigu
ríkisins, sem er 50%, Reykjavíkur-
horgar 44.525% og Akureyrarbæjar
5.475%. Landsvirkjun hefur einka-
rétt á virkjun og sölu raforku m.a.
í heildsölu til dreifingaraðila svo sem
Rarik og annarra rafveitna í landinu.
Landsvirkjun greiðir í raun ekkert
gjald fyrir virkjunarrétt, ákveður
sjálf fyrningatíma mannvirkja sem
er að jafnaði 20 ár — afskrifar því
mjög hratt virkjanakostnað, sem
þýðir hátt heildsöluverð orkunnar
og hækkunar vaxta og gengisbreyt-
ingar koma strax fram í hækkun
smásöluverðs.
Við sem teljum okkur beijast fyr-
ir lækkun og jöfnun orkuverðs bend-
um á alltof stuttan' fyrningartíma,
lengri fyrningartími geti lækkað
heildsöluverð orkunnar, þar með
lægra smásöluverð. Við teljum að
Landsvirkjun eigi skilyrðislaust að
taka beinan þátt í jöfnun á orku-
verði í landinu — bæði til húshitunar
og til atvinnurekstrar. Ef ekki, hlýt-
ur að koma að því að Alþingi setji
lög um eitt orkufýrirtæki í landinu,
þ.e. sameina Rarik og Landsvirkjun.
Nu er upplýst að Landsvirkjun
græðir á annan milljarð á sl. ári og
svo hefur verið undanfarandi ár. Það
liggur ljóslega fyrir að Landsvirkjun
hefði auðveldlega getað jafnað orku-
verðið til notenda, t.d. vegna húshit-
unar, með hluta þess hagnaðar sem
hún hirðir af sölu orku til almennra
nota í landinu. Hér vantar meiri-
hlutavald í stjórn Landsvirkjunar
sem skilur nauðsyn réttlætis í þess-
um samskiptum.
Hér má ekki láta staðar numið,
baráttan fyrir jöfnuði á raforkuverði
hvar sem er í landi okkar verður að
halda áfram af fullum krafti. Orkan
í fallvötnum og jarðhiti á að koma
öilum landsmönnum til góða — á
sama verði — hvar á landinu sem
menn búa.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokks á Vesturlandi.
og lækna, viðskiptafræðinga og
presta.
Til dæmis eiga sérfræðingar á
ríkisspítölunum rétt á 15 daga
námsleyfi erlendis á ári hveiju, að-
stoðarlæknar eiga rétt á 7 daga
námsleyfi og yfirlæknar 3 vikna
leyfi á hveiju ári. Það lætur nærri
að kostnaður ríkisspítalanna vegna
þessa séu um 43 milljónir króna á
árinu 1990. Þá er ótalinn kostnaður
annarra spítala, t.d. Borgarspítal-
ans, Landakotsspítala og Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Til samanburðar má nefna að til
starfsfræðslu í fiskvinnslu fara 50
milljónir króna.
Ófaglærðir hafa setið eftir
Af þessari upptalningu ætti að
vera nokkuð ljóst hverjir það eru
sem sitja eftir. Það er ófaglærða
fólkið á hinum almenna vinnumark-
aði. Því frumvarpi sem ég lagði
fyrir Alþingi er fyrst og fremst
ætlað að koma til móts við þetta
fólk.
Það er ljóst að hér er um að
ræða svið sem verður sífellt mikil-
vægar fyrir þjóðfélagið allt, at-
vinnuvegina jafnt sem einstaklinga. :
Ég er því ekki í nokkrum vafa um
að fjármagn sem til þess verður
varið skili sér til baka tií þjóðfélags-
ins með aukinni framleiðni og bætt-
um kjörum og meira atvinnuöryggi j
Iaunafólks.
Höfundur er félagsmálaráðherra.
Starfsmenntun í atvinnulífinu