Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 35
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Hallrekstur
ríkissjóðs
A L
N G
S K O S N
N G
Jón Baldvin skorar á Davíð Oddsson í kappræður;
Get ekki aðstoðað Alþýðu-
flokkinn í hans vandræðagangi
-segir Davíð Oddsson
Dr. Jóhannes Nordal, formaður
bankastjórnar Seðlabanka
Islands, staðfesti á ársfundi bank-
ans í fyrradag, að hallarekstur
ríkissjóðs og fjárþörf opinberra
aðila er eitt helzta vandamálið í
efnahagsmálum okkar íslendinga.
Bankastjóri Seðiabankans sagði
m.a.:
„Engu að síður er þrálátur
haliarekstur ríkissjóðs orðinn eitt
af erfiðustu vandamálum í stjórn
efnahagsmála. Arið 1990 var
sjötta árið í röð, sem rekstrarhalli
var á ríkissjóði, en hann náði há-
marki árið 1988, þegar hann nam
2,8% af landsframleiðslu ... Jafn-
framt náðist það mikilvæga mark-
mið á árinu að fjármagna alla
nettólánsijárþörf ríkissjóðs á
innlendum markaði ... þrátt fyrir
þetta náði þessi lánsfjáröflun ríkis-
sjóðs ekki fram að ganga án áhrifa
til hækkunar á raunvexti á verð-
bréfamarkaði ...“
Jóhannes Nordal benti síðari á
stóraukna fjárþörf húsnæðiskerf-
isins og sagði: „... lánsfjáröflun
vegna íbúðalána jókst úr rúmum
4 milljörðum árið 1987 í rúma 16
milljarða 1990, sem jafngildir um
125% raunaukningu á aðeins
þr^mur árum.“
Þessi gífurlega fjárþörf rikis-
sjóðs og annarra opinberra aðila
stuðlaði að hækkun raunvaxta
skv. eftirfarandi ummælum Seðla-
bankastjórans á ársfundinum:
„Þótt framboð innlends fjármagns
á vegum lífeyrissjóða, banka og
, verðbréfamarkaðs, ykist mikið á
árinu 1990 og verulega drægi úr
lánsfjáreftirspurn atvinnuveg-
anna, reyndist markaðnum erfitt
að melta þessa miklu innlendu
lánsfjáröflun. Fóru því raunvextir
hækkandi, eftir því, sem á árið
leið “■
Þá upplýsti Seðlabankastjórinn,
að óseðjandi fjárþörf opinbera
geirans ýtti enn undir raunvaxta-
hækkun er hann sagði:.....vextir
af nýjum spariskírteinum og
ríkisvíxlum hafa dregizt aftur úr
öðrum vaxtakjörum og sala þeirra
því orðið minni en ella. Hefur því
lánsfjárþörf ríkissjóðs frá áramót-
um verið að mestu mætt með
skuldasöfnun við Seðlabankann,
sem hefur mikla þensluhættu í för
með sér. Þar sem hér getur ekki
verið nema um tímabundið ástand
að ræða, verður að reikna með
verulega aukinni sölu ríkisbréfa
síðar á árinu, sem væntanlega
mun hafa áhrif til enn frekari
hækkunar markaðsvaxta.“
Boðskapur dr. Jóhannesar Nor-
dals er skýr: hallarekstur ríkis-
sjóðs er eitt erfiðasta vandamálið
við stjórn efnahagsmála. Láns-
fjárþörf ríkissjóðs og húsnæði-
skerfisins olli hækkun raunvaxta
á síðasta ári. Þessi sama fjárþörf
er svo mikil frá áramótum að bú-
L-ast-má-við raunvaxtahækkun eftir.
kosningar. Þetta er þungur áfellis-
dómur yfir fjármálastjórn ríkisins.
Einkavæð-
ing ríkis-
banka
A
Aársfundi Seðlabankans í
fyrradag ræddi Jón Sigurðs-
son, viðskiptaráðherra, breytingu
á Búnaðarbanka íslands í hlutafé-
lagabanka, sem síðan yrði seldur
á hlutabréfamarkaði. í ályktun
síðasta landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins er Búnaðarbankinn eitt
þeirra ríkisfyrirtækja, sem lands-
fundurinn taldi eðlilegt að selja
einkaaðilum.
Eins og þróunin hefur orðið á
hlutabréfamarkaði hér, þar sem
stórir aðilar, bæði fyrirtæki og
lífeyrissjóðir, auka jafnt og þétt
ítök sín í hveiju fyrirtækinu á
fætur öðru og veruleg hætta á of
mikill samþjöppun valds í við-
skiptalífinu, er full ástæða til að
ræða löggjöf til þess að koma í
veg fyrir slíkt.
Þetta fámenna þjóðfélag byggir
mjög á hæfilegu jafnvægi milli
einstaklinga og hagsmunahópa.
Þess vegna er tilefni til að ræða
löggjöf, sem takmarkar eignarað-
ild einstaklinga, fyrirtækja og
sjóða við ákveðinn hámarkshlut í
peningastofnunum.
Fiskveiði-
stefna Hall-
dórs
A
Igrein í Morgunblaðinu í gær,
víkur Björn Bjarnason, sem
skipar eitt af efstu sætum á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, að ályktun Iandsfundar
flokksins um fiskveiðimál og seg-
ir: „Ef setningin öll er lesin kemur
í ljós, að í henni felst fráhvarf frá
fiskveiðistefnunni, sem Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
Framsóknarflokksins, hefur mót-
að og nær aðeins til veiða en ekki
vinnslu."
Kvótakerfið er fiskveiðistefna
Halldórs Ásgrímssonar og raunar
einnig Landssambands ísl. útvegs-
manna. Sú yfirlýsing eins fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, að í ályktun landsfund-
ar felist fráhvarf frá þeirri stefnu
er mikilsverð, ekki sízt með tilliti
til ummæla Davíðs Oddssonar um
sama mál, sem um var fjallað í
forystugrein Morgunblaðsins í
gær.
DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur svarað
Jóni Baldvin Hannibalssyni,
formanni Alþýðuflokksins um
kappræðuáskorun hans með
bréfi þar sem hann segist líta á
áskorun Jóns Baldvins eins og
hvern annan vandræðagang í
kosningabaráttu Alþýðuflokks-
ins. Það hafi ekki verið neitt
vandamál fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að fá fólk til að koma á fundi
hjá honum og hann hafi ekki
þurft að leita til annarra flokka
um aðstoð í þeim efnum. Davíð
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að hann hefði svarað sams-
konar áskorun frá Flokki manns-
ins á svipaðan hátt.
Bréf Davíðs er svohljóðandi:
„Þakka bréf þitt og áskorun um
sameiginleg fundahöld okkar
tveggja og anægjulegt samtal sem
við áttum. í bréfi þínu vitnar þú í
tiltekna setningu úr Reykjavíkur-
bréfi Morgunblaðsins. Þá setningu
hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki
tekið til sín, eins og Alþýðuflokkur-
inn virðist hafa gert. Eg hef, sem
formaður míns flokks, gengist fyrir
Jón sagði að gagnstætt því sem
gildir um aðrar helstu auðlindir ís-
lendinga, fiskistofnana og gróður-
moldina, séu í orkulindunum miklir
möguleikar og mikið ónumið land.
„Við þurfum að setja um starf-
semi þjóðarbúskaparins almennar,
stöðugar leikreglur sem menn geti
gengið að og, af opinberri hálfu,
eigum við fyrst og fremst að hafa
framsýni í rannsóknastarfsemi til
þess að leggja grundvöll að öflugu
atvinnulífi og orkubúskap," sagði
ráðherrann.
Til þess að ónógur undirbúningur
tefji ekki frekari nýtingu vatns-
orkunnar sagði hann nú þurfa að
gera átak í rannsóknum. „Orku-
stofnun mun veija 36 milljónum
króna til þessa átaks á árinu sem
er að líða og er að því stefnt að
árlegur rannsóknakostnaður á
þessu sviði verði svo aukinn í 48
milljónir króna eða þar um bil hvert
næstu fjögurra ára til þess að und-
irbúa þær vatnsaflsvirkjanir sem
koma í kjölfar þeirra sem tengdar
eru Atlantsálsverkefninu."
Fram kom á blaðamannafundio.-
um að Orkustofnun undirbýr nú
áætlun um rannsókn íslensku há-
hitasvæðanna og miðar við að hægt
verði að virkja á háhitasvæðum í
byijun næstu aldar.
Frekari rannsóknir fara fram á
þessu ári á lífrænu gasi sem fund-
ist hefur við jarðhitaboranir í Öxar-
firði og verður borað í vor til að
leita skýringa á uppruna gassins.
Fé til frekari rannsókna á fundar-
stað mangangrýtis á Reykjanes-
hrygg fékkst á fjárlögum og er
rannsóknaskipið Árni Friðriksson
þessa dagana að rannsaka svæðið
og beinast rannsóknirnar að því að
fundum víða um land. Fundir þess-
ir hafa verið afskaplega fjölsóttir,
700 fundargestir á Akureyri, 400
á Akranesi, yfir 300 á ísaflrði, yfir
300 á Blönduósi og 700 á fundi í
Stapa í Njarðvík. Á þessum fundum
hef ég haft gott tækifæri til þess
að ræða ýtarlega markmið Sjálf-
stæðisflokksins, grundvallarstefnu
hans og afstöðu til einstakra þátta,
bæði í ýtarlegu inngangserindi og
eins hefur mér gefist kostur á að
svara fjölmörgum fyrirspurnum.
Það hefur þvi ekki verið neitt vanda-
mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá
fólk til að koma á fundi hjá honum
og hann hefur ekki þurft að leita
til annarra flokka um aðstoð í þeim
efnum.
Það er ljóst að fólk kýs miklu
fremur málefnalega og innihalds-
ríka fundi, þar sem fólki gefst tæki-
færi og tóm til að ræða mál í
þaula, en hanaats- og upphrópunar-
fundi, sem flestum þykir heyra sög-
unni til. Menn minnast þess þegar
formaður Alþýðuflokksins og for-
maður Alþýðubandalagsins áttu
með sér slík fundahöld „á rauðu
ljósi". Þau fundahöld hafa orðið
hvorugum til framdráttar, eftir því
afla upplýsinga um útbreiðslu man-
gangrýtisins með sérstöku tilliti til
verðmætra efna sem með því kunna
að finnast.
Frá því var greint að skipaður
hefur verið ráðgjafahópur, iðnaðar-
ráðherra til ráðuneytis, um sam-
starf við erlenda aðila, þar á meðal
Evrópubandalagið, um að nýta inn-
lendar orkulindir til eldsneytisfram-
leiðslu, meðal annars vetnis.
Könnunin var gerð dagana 5.-9.
apríl síðastliðinn. Úrtak var 1.000
manns af öllu landinu og svöruðu
81,8%. Óákveðnir voru 9,8%.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
með mest fylgi í könnuninni, 45,4%.
í alþingiskosningunum 1983 hlaut
flokkurinn 38,7% atkvæða og í
kosningunum 1987 hlaut hann
27,2%.
Framsóknarflokkurinn mælist nú
með 18% fylgi. í kosningunum 1983
hlaut hann 19% og 1987 var fylgi
hans 18,9%.
Alþýðuflokkurinn mælist nú með
sem best verður séð. Þess utan
hefur Sjálfstæðisflokkurinn skipu-
lagt út í hörgul kosningastarfið á
næstu níu dögum. Ég sem aðrir
talsmenn hans verð á Ijölmörgum
fundum víða um landið og þar gefst
okkur tækifæri til þess að skýra
og skilgreina stefnu okkar og störf
og við finnum að fyrir slíku er
gríðarlegur áhugi, eins og fundar-
sókn á fundum okkar er til merkis
um.
Ég vona að þú fyrirgefir mér
þótt ég segi að ég lít á áskorun
þína eins og hvern annan vand-
ræðagang ‘í kosningabaráttu Al-
þýðuflokksins og get því miður ekki
aðstoðað þig við að leysa úr þeim
vandræðum. Með bestu kveðjum."
Á blaðamannafundi í gær sagði
JÓn Baldvin Hannibalsson að fyrir
sér hefði vakað með áskoruninni
að taka undir þau orð í Reykjavíkur-
bréfi Morgunblaðsins kjósendur
ættu kröfu á að stjórnmálamenn
vikjust ekki undan því fyrir kosn-
ingar að ræða stefnumál sín í viða-
mestu málum þjóðarinnar. Sér hefði
sýnst að einkum skorti á skýrleika
stefnu Sjálfstæðisflokksins í grund-
vallarmálum og því hefði hann vilj-
að leitast við að fá fram þessa
umræðu.
Jón Sigurðsson sagði að ein
helsta forsendan fyrir áframhald-
andi markvissum rannsóknum á
orkulindunum og nýtingu þeirra í
framtíðinni væri að taka af öll
tvímæli um eignarhald yfir þeim,
en nú sagði hann ríkja verulega
réttaróvissu um eignarrétt á orku-
lindum og verðmætum jarðefnum í
iðrum jarðar. Sú óvissa geti hindrað
rannsóknir og nýtingu. Hann
greindi frá frumvarpi, sem iðnaðar-
ráðuneytið sendi iðnaðarnefnd neðri
deildar Alþingis í nóvember 1990,
þar sem tekið er á þessum vanda.
Frumvarpið náði ekki að verða af-
greitt á Alþingi og kvaðst Jón hafa
■ hyggJu að taka þetta mál upp
aftur að nýju þegar þing kemur
saman í haust.
13,5% fylgi. í kosningunum 1983
hlaut hann 11,7% atkvæða og 1987
15,2%.
Alþýðubandalagið mælist nú með
11,6% fylgi. í kosningunum 1983
fékk það 17,3% og 1987 13,4%.
Samtök um kvennalista mælast
með 8,2% fylgi. 1983 fékk Kvenna-
listinn 5,5% og 1987 10,1%.
Borgaraflokkurinn fékk 10,9%
atkvæða 1987. Fijálslyndir fá í
könnuninni 1,7%.
Önnur framboð mældust með
innan við 1% fylgi.
Jón Signrðsson iðnaðarráðherra:
Næsta ríkisstjórn verður
mynduð um framtíðarverkefni
JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði á blaðamannafundi í gær um
framtíðarverkefni í orkumálum að mikilvægt væri að horfa til langs
tíma um nýtingu orkulindanna. I því sambandi sagði hann að sér
virtist að næsta ríkisstjórn verði mynduð um framtíðarverkefni í þjóð-
málum fremur en um stundarverkefni. „Ekki um stundarvanda, ekki
um óðaverðbólguna og hvað gerist næstu þrjá mánuði, heldur hvað
gerist, hvað getur gerst og hvað við viljum að gerist næstu þrjátíu,
fjörutíu árin,“ sagði iðnaðarráðherra.
SKÁÍS-könnuii:
Sjálfstæðisflokkur-
inn með 45,4% fylgi
FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist 45,4% á landinu öllu, samkvæmt
niðurstöðum könnunar SKÁÍS fyrir Stöð 2-Bylgjuna, sem sagt var frá
í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Næstmest fylgi í könnuninni mælist
þjá Framsóknarflokknum, 18%. Allir flokkar, sem buðu fram í kosn-
ingunum 1987 og bjóða einnig fram nú, mælast í þessari könnun með
minna fylgi en þá, nema Sjálfstæðisflokkurinn.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
35
A R-
Norburland
vestra
A& neSan eru úrslil skoðanakönn-
unar, sem Gallup á Islandi aerSi fyrir
RUV, um viðhorf fólks í Norðurlands-
Álcjördæmi vestra til þeirra flokka, sem
bjóða fram í komandi kosningum.
Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndir
Sarntök um kvennalista
‘Callup 6 Islandi geiðl könnunino lyrir RÚV /.-9. npá í úitokim mni 900 monns, en 491 svúnéi eio um 70%. Skekkjumöik
em 6 iilm 1-5%. kil somonbuiðar eiu kosningoúiskt l9SSogl 987. “ kjóðoifhkkw og Fbkkoi nrnnsm.
'83 '87 '91*
A 7,2% 10,2% 9,3%
B 28,8% 35,2% 32,5%
BB 11,6% — —
C 3,1% — —
D 31,3% 21,2% 30,8%
F - — — 0,7%
G 18,0% 15,7% 13,7%
H — — 1,7%
M — 0,7% - —
S — 7,3% —
V — 5,2% 7,3%
1» — 4,5% 3,9%**
Jón Baldvin Hanmbalsson utanríkisráðherra:
Átti gott samstarf við
Steingrím um EB-mál
„ÉG hef haft það skylduverk að hafa frumkvæði að stefnumótun og
verkstjórn í samningum sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á í
fyrir hönd íslensku þjóðarinnar við Evrópubandalagið. Milli okkar for-
sætisráðherra hefur verið gott samstarf yfirleitt í þessari ríkisstjórn
og sérstaklega um þessi mál. Það hefur alls enginn ágreiningur verið
okkar í milli um það hvernig á þessum málum hefur verið haldið," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins á blaðamannafundi
sem hann boðaði til í gær. Tilefni var að svara ummælum forsætisráð-
herra um afstöðu Alþýðuflokksins til Evrópumála og að kosningarnar
20. apríl væru í raun þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópubanda-
laginu.
Jón Baldvin kvaðst tæpast hafa
trúað eigin eyrum er hann heyrði
forsætisráðherra viðhafa þau um-
mæli á fundi á Akureyri að Alþýðu-
flokkurinn væri sem úlfur í sauðarg-
æru í Evrópumálum. „Ég óttast að
ummæli af þessu tagi verði til að
vekja upp tortryggni hjá almenningi
gagnvart þessum samningum, sá
efasemdum um að ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar hafi
komið fram af heilindum með þessa
stefnu og að þetta verði til að sundra
samstöðu þjóðarinnar um þessi mikil-
vægu hagsmunamál," sagði Jón
Baldvin.
„Forsætisráðherra sagði í þessari
ræðu að kosningarnar 20. apríl væru
í reynd þjóðaratkvæðagreðsla um
aðild að ÉB. Þetta eru ótrúleg um-
mæli í fyrsta lagi vegna þess að
enginn stjórnmálaflokkur á íslandi
hefur það á stefnuskará sinni að
ganga í Evrópubandalagið. Mundi
forsætisráðherra skýra frá því 11 eða
12 dögum fyrir kosningar, svo sem
eins og af hendingu á fundi á Akur-
eyri ef kosið væri í raun um aðild
að Evrópubandalaginu? Myndu menn
ekki gér'a þá kröfu til ríkisstjórnar
hans að hún undirbyggi það mál og
legði fyrir þjóðina nákvæmlega hvað
í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fæ-
list,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son.
Hann kvaðst hafa tekið eftir að
forsætisráðherra hefði í sömu ræðu
kvartað undan óvönduðum málflutn-
ingi sjálfstæðismanna gagnvart hon-
um, sem hann hefði sagt að minntu
á þá baráttuaðferð kennda við Ric-
hard Nixon, að gera andstæðingun-
um sínum upp skoðanir og láta þá
síðan þræta fyrir. „í þessari sömu
ræðu gerir hann samstarfsaðila
sínum, Alþýðuflokknum, upp þá
skoðun að við stefnum að inngöngu
íslands í Evrópubandalagið og séum
reiðubúnir að framselja úr hendi
þjóðarinnar forræði yfir auðlindum,
fiskimiðum og orkulindum og nú
þurfi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið. Ætlar Steingrímur Her-
mannsson að halda þessu áfram og
segja: „Látum skúrkana neita því.“
Finnst forsætisráðherra það sambo-
rið virðingu sinni að bera samstarfs-
aðila slíkum sökum gegn betri vit-
und?“ spurði Jón Baldvin Hannibals-
son. • 'rt 0 ,' .
Grýluáróður um mál
sem ekkierá dagskrá
ERFITT er að gera sér í hugarlund við hvern er að sakast, þegar
reynt er að finna sökudólg, sem kenna má um að pólitískur fund-
ur sjö frambjóðenda i Reykjavík með yfir tvö hundruð áheyrendur
í sal nær aldrei neinni hæð, né því að mynda stemmningu. I tilviki
Mágusar, Félags viðskiptafræðinema við Háskóla Islands, á hádegis-
fundi í Háskólabíói í gær verður varla bent á annan sökudólg en
formið sjálft. Sjö frambjóðendur, með takmarkaðan ræðutíma,
fimm mínútur og mínútukvóta til þess að svara hverri fyrirspurn,
er fundarform sem dæmir sjálft sig til þess að falla, alveg burtséð
frá hæfni pallborðsþátttakenda og „publikúminu" sem í þessu til-
viki var á þriðja hundrað gallabuxnaklæddir háskólanemar.
Yfirbragð þessa fundar, hvað
varðar fundargesti, var óvenju
frísklegt. Ung, greindarleg andlit,
úlpur á lærleggjum eða stólbökum,
kurteisleg viðbrögð við hnyttni
reyndra stjórnmálamanna og um-
burðarlyndi gagnvart þeim sem
minni reynsluna hafa. En hvers
minnast menn helst, eftir að hafa
hlýtt á frambjóðendur reyna að
selja kjósendum vöru sína, stefnu-
skrá síns flokks? Örugglega er
ekki efst í huga háskólanemanna
að þeir hafi orðið vitni að tíma-
mótayfirlýsingum í íslenskum
stjórnmálum, enda vart við því að
búast. Kanriski hnyttni Jóns Bald-
vins. Hann svaraði Svavari Gests-
syni eitt sinn, sem hafði óspart
hnýtt í krata í máli sínu, en strauk
Jóni Baldvin svo rétt einu sinni og
sagðist geta tekið undir svar ut-
anríkisráðherra sem hefði verið
skýrt: „Þau eru venjulega skýr
svör mín,“ heyrðist þá í utanríkis-
ráðherra, sem glotti og háskóla-
nemar hlógu. Eða tilsvar Geirs H.
Haarde, um afstöðu til útvarps-
ráðs: „Konan mín er formaður út-
varpsráðs og ég legg það ekki í
vana minn að gagnrýna hana opin-
berlega!" Aftur hlógu háskólanem-
arnir og ung stúlka við hlið mér
sagði: „Gott hjá honum. Svona
hreinskilnir eiga menn að vera.“
Eða þá Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir sem fékk salinn til að hlæja
þegar hún lýsti því hvað þátttaka
kvenna í stjórnmálum getur verið
þeim erfið: „Hér hafa karlarnir
talað á undan
mér og þeir hafa
trónað hér uppi í
pontunni og þeir
hafa verið af-
skaplega ábúð-
armikli'r. En við
konurnar megum una því að það
sjáist bara rétt í nefbroddinn á
okkur!“
Ekki nenni ég hér að rekja fram-
söguerindi sjömenninganna, enda
teldu lesendur sjálfsagt flestir að
þau hefðu þeir heyrt oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar.
Greinilegt hræðslubandalag er
komið upp meðal fulltrúa stjórnar-
flokkanna í garð Sjálfstæðisflokks-
ins, þar sem þeir vörðu dijúgum
hluta framsöguerinda sinna í að
fjalla um „stefnuleysi Sjálfstæðis-
flokksins11 í stað þess að gera skýra
grein fyrir stefnu sinna flokka.
Svavar Gestsson átti metið í þess-
um efnum, þar sem lunginn úr
hans ræðutíma fór í umíjöllun um
HDAGBÓK H
STIÓRNMÁL
eftir Agnesi Bragadóttur
stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins"
annars vegar og „hina hörðu
stefnu sem Þorsteinn Pálsson lýsti
í lok síðasta landsfundar ... Aðal-
atriðið er að menn kjósi ekki Sjálf-
stæðisflokkinn,“ sagði fyrrverandi
formaður Alþýðubandalagsins
meðal annars.
Skoðanaskipti frambjóðendanna
um EB og umræðan um evrópskt
efnahagssvæði eru sennilega það
bitastæðasta sem fram kom á þess-
um fundi. Svavar Gestsson sagði:
„Það er verið að kjósa um Evrópu-
bandalagið. Þær tilraunir sem Jón
Baldvin og Sjálfstæðisflokkurinn
gera núna til að breiða yfir það,
eru satt að segja mjög vafasam-
ar.“ Þar með skipaði Svavar sér á
bekk með Steingrími Hermanns-
syni, forsætisráðherra sem hefur
haldið hinu sama fram og fulltrúi
hans á fundinum, Bolli Héðinsson,
gerði að sjálfsögðu slíkt hið sama.
Jón Baldvin sagði m.a.: „Ég hef
sem utanríkisviðskiptaráðherra í
þessari ríkisstjórn haft frumkvæði
um stefnumótun og samskipti ís-
lands við Evrópubandalagið. Um
það hef ég haft sérstaklega náin
samskipti við forsætisráðherra og
um það hefur enginn ágreiningur
verið. Allir flokkarnir sem að ríkis-
stjórninni standa hafa hafnað aðild
að Evrópubandalaginu. Við höfum
valið þann kost að semja með
EFTA-ríkjunum við Evrópubanda-
lagið um tiltekið inálasvið. í þeim
samningum felst ekkert framsal á
sjálfstæði íslendinga, hvorki í lög-
gjafarvaldi né
framkvæmda-
'valdi. Þess vegna
verð ég að segja
það hreint út, að
það kemur mér í
opna skjöldu og
mér finnst það ekki einasta
ódrengilegt, heldur líka varhuga-
vert út frá þjóðhagslegu sjónar-
miði að vekja nú upp grýluáróður
um mál sem ekki er á dagskrá.
Þessar kosningar snúast ekki um
aðiid að Evrópubandaiaginu."
Geir H. Haarde alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins sagði: „Ég
held að þetta mál gefi nokkuð
skýra mynd af því út í hvað þessi
kosningabarátta er að þróast. Það
er engu líkara en Framsóknar-
flokkur og Alþýðubandalag séu að
verða gjörsamlega „desperat“ (Ör-
væntingarfullir — innskot AB) og
í örvæntingú sinni þá er gripið upp
mál sem ekki einn einasti flokkur
hefur á sinni stefnuskrá ... Ég
veit ekki hvar þetta inngöngulið í
EB er, sem hann Svavar Gestsson
var að tala um. Það eina sem ligg-
ur fyrir í þessu máli er að það er
ágreiningur á milli stjórnmála-
flokkanna um það hvort við eigum
að gerast aðilar að Evrópsku efna-
hagssvæði. Það þarf auðvitað ekki
'að segja ykkur það að afturhalds-
öflin í íslenskri pólitík eru á móti
því. Aðild að Evrópubandalaginu
er eins og utanríkisráðherra sagði
mál, sem ekki þarf að taka afstöðu
til, fyrr en einhvern tíma á næstu
öld. Ég segi fyrir mig og sjálfstæð-
ismenn, ef við ættum í dag að
svara spurningunni um það hvort
við vildum ganga í EB, þá segðum
við nei. En það væri auðvitað
óskynsamlegt að gera það sem
Framsókn og Alþýðubandalag vilja
gera að segja að það nei gildi um
aldur og ævi.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
frambjóðandi Samtaka um
kvennalista sagði: „Eins og margir
aðrir, þá heyrði ég það í fréttum
útvarps og sjónvarps að Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra
vildi að þessar kosningar væru
þjóðaratkvæðagreiðsla um Evr-
ópubandalagið. Ég verð að segja
það alveg eins og er, að ég ætlaði
ekki að trúa mínum eigin eyrum,
að forsætisráðherra væri að setja
þetta fram 11 virkum dögum fyrir
kosningar. Þetta hefði kannski
verið skiljanlegt ef við í Kvennalist-
anum eða sjálfstæðismenn hefðum
sett þessa hugmynd fram. En að
forsætisráðherra, sá sem leiðir þær
viðræður sem nú standa yfir, skuli
setja þetta- fram, það er svo vit-
laust, að engu tali tekur!“ Og hér
skellihlógu háskólanemar og pall-
borðsþátttakendur, að Bolla Héð-
inssyni undanskildum.
Og blessunin hún Áshildur Jóns-
dóttir, fulltrúi Þjóðarflokksins -
Flokks mannsins, sem í kosninga-
baráttu eftir kosningabaráttu
kemur fram fyrir hönd Flokks
mannsins, svo sæt og saklaus, um
leið og hún er uppfull af heilagri
vandlætingu á ranglæti heimsins,
sem í hennar augum virðist krist-
allast í „gömlu ijórflokkunum"
hafði þetta um EB að segja: „Það
er eitt atriði sem gleymist alltaf í
umræðunni um EB. Svavar sagði
áðan að það væri þegar búið að
skoða það hvort við ættum að
ganga í EB eða ekki. Það getur
vel verið að hann sé búinn að skoða
það og þeir sem sitja hérna með'
mér, en það gleymist alltaf að
segja þeim sem búa í þessu landi
hvað það þýðir að ganga í EB.“
Svo mörg voru þau orð um EB.
Margt fleira var rætt, svo sem
Þjóðarbókhiaða, pólitískar emb-
ættisveitingar og námslánakjör.
Fundurinn varði í tvo tíma og há-
skólanemar hurfu til fyrirlestra
sinna á ný, — en urðu þeir ein-
hveiju nær?
Dautt form á pólitískum fundi, sem fyrir löngu hefur sér til húðar gengið.
imj ..‘."iji'v.t'rí'.-. iirj' j;ju iúhí 'i " ubi un'ii: ðligv lunmmjnbv II...1 ' iTtgT^S'TO't
Morgunblaðið/KGA