Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 45
A R Hættulegir smáflokkar eftir Kristínu Sævarsdóttur í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins laugardaginn 16. mars sl. fer greinarhöfundur mörgum orðum um vandræðin sem hljótast af mörgum og litlum stjórnmálaflokk- um. Jafnframt er gefið í skyn að það frelsi sem við Islendingar búum við hvað varðar stofnun stjórnmála- flokka sé óhóflega mikið og miklu nær að halda fjölda stjórnmála- flokka í skefjum með einmennings- kjördæmum líkt og gert er í Bret- landi og Þýskalandi. Það fylgdi ekki með í eögunni að í sama Bretlandi hefur einmenn- ingskjördæmaskipanin þau áhrif að „smáflokkar" sem hafa allt upp í 20% atkvæða í sumum kjördæmum eru áhrifalausir, þrátt fyrir að hafa þannig töluverðu fylgi að fagna á meðal kjósenda og tveir stjórnmála- flokkar eru nánast einvaldar á þing- inu. Það er athyglisvert að hinn nýi leiðtogi Sjálfstæðisflokksins er varla farinn að volgna í formanns- stólnum, þegar málsvarar flokksins eru bytjaðir að predika fijálshyggj- uskoðanir hans á síðum Morg- unblaðsins. Davíð Oddsson hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á fyrrum leiðtoga breskra íhaldsmanna, Margret Thatcher, og stefnu hennar á meðan hún stjórnaði Bretiandi með harðri hendi. Málsvarar hans á Morgunblaðinu ættu hins vegar að láta það fylgja með í lofgjörð- inni um járnfrúna og breska stjórn- arhætti að atvinnuleysi hefur aldrei verið meira en í tíð fijálshyggju- stjórnar frú Thatcher og félaga. Breskur almenningur hefur á und- anförnum árum fengið yfir sig hveija holskefluna á fætur annarri án þess að geta rönd við reist og ber þar hæstan „nefskattinn" (Poll- tax) sem var settur á þrátt fyrir mikil og öflug mótmæli um land allt. í tveggja flokka kerfi eins og í Bretlandi og víðar fyrirfinnst hrein- iega ekki snefill af lýðræði og þar hefur almenningur enga möguleika á baráttunni við hið sterka kerfi. Til að sannfæra lesendur Morg- unblaðsins enn frekar um hættuna sem felst í mörgum og fáum stjórn- málaflokkum bendir greinarhöfund- ur á að í Þýskalandi millistríðsár- anna hafi nasistar getað „sölsað undir sig öll völd í landinu“ vegna þess hve stjórnarskráin hafi verið frjálslynd. Af þessu má skilja að fijálsar og góðar stjórnarskrár séu stórhættulegar lýðræðinu og guð má vitá hvað gerist hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki í taumana og þrengja stjórnarskrárrétt manna til að stofna stjórnmálasamtök. í lok greinarinnar dregur höfund- ur nokkuð í land og viðurkennir „rétt allra til að sækjast til póli- tískra áhrifa“, en bendir mönnrum jafnframt á að nauðsynlegt sé „að hafa í huga vandræðin sem geta hlotist af of mörgum og litlum flokkum". Ég er alveg sammála greinarhöf- undi í því efni og skil vel að það er bölvað vesen fyrir stóra og stönd- uga flokka að litlir flokkar séu að VINKLAR Á TRÉ Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 skipta sér af störfum þeirra og veitti þeim aðhald þegar þeim þykir þörf á. Þetta er nákvæmlega það sem Augustin Pinochet, fráfarandi for- seti herstjórnarinnar í Chile, upp- lifði í upphafi stjórnartíðar sinnar en hann leysti það einfaldlega með því að banna alla aðra flokka en sinn eigin. Ef að menn voru svo með eitthvað múður og vildu ekki sætta sig við þessa stjórnarhætti, þá voru þeir einfaldlega handteknir án dóms og laga og sáust aldrei meir. Mín skoðun á hugleiðingum greinarhöfundar er sú að ekkert sé hættulegt eða óheilbrigt við að margir flokkar geti boðið fram í kosningum. Eina hættan sem af því hlýst er sú að mönnum gæti dottið í hug að snúa baki við „stórflokkun- „Sum framboð verða til með það að markmiði að brjóta upp þetta staðnaða kerfi sem að lokum mun deyja út eins og aðrar risaeðlur sögunnar.“ um“ og veita í staðinn þessum „smáflokkum“ atkvæði sitt og þá gætu jafnvel gamlir og rótgrónir flokkar hlotið hina hræðilegu nafn- bót „smáflokkar". Það þætti mér hið besta slys. Annað eins hefur nú gerst og menn skyldu líka muna að allt er smátt í byijun og hefur ótakmark- aða vaxtarmöguleika. Kristín Sævarsdóttir En fyrst menn eru farnir að vara við hinu og þessu get ég ekki orða bundist og vara fólk við hugrenn- ingum á borð við þær sem birtast í títtnefndri ritstjómargrein. Þær skoðanir sem þar koma fram era ef eitthvað er hættulegar lýðræðinu í þessu landi. Það er illa komið fyr- ir fijálslyndum sjálfstæðismönnum ef þeir eru farnir að mæla með þrengingu lýðræðisins og það í iok tuttugustu aldarinnar. Greinarhöfundur ætti líka að hafa í huga að það eru ekki allir í pólitík á sömu forsendum. Það stofna ekki allir stjórnmálaflokka til þess eins að komast til áhrifa innan þess kerfis sem Morgunblaðs- menn í Sjálfstæðisflokknum og vin- ir.þeirra í hinum „stórflokkunum" hafa komið á. Sum framboð verða til með það að markmiði að bijóta upp þetta staðnaða kerfi sem að lokum mun deyja út eins og aðrar risaeðlur sögunnar. Höfundur skipar 3. sæti á lista Þjóðarflokksins — Flokks mannsins í Reykjavík. HÚSNÆÐISLÁN ÁN OKURVAXTA Frjálslyndir telja að það vaxtaokur sem húsbréfakerfið hefur haft í för með sér jaðri við siðleysi. Frjálslyndir vilja EKKI að húsbyggjendur þurfi að greiða fjármagnseigendum í landinu allt að 15% afföll til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Frjálslyndir leggja til húsnæðislánakerfi, sem lífeyrissjóðirnir reki fyrir almenna húsbyggjendur, en ríkisvaldið reki húsnæðiskerfi fyrir þá sem eru að byggja sína fyrstu íbúð, lágtekjufólk, aldraða og öryrkja. FRJÁLSLYNDIR fyrir fólk Ef þú vilt vita meira um þessar kerfisbreytingar eða önnur stefnumál Frjálslyndra, hafðu þá samband við kosningarskrifstofur okkar, eða óskaðu eftir að frambjóðendur heimsæki vinnustað þinn. Símar 91-82142, 91-45878, 92-13871, 98-22219, 96-27787 ATKVÆÐI GREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐI GREITT SJÁLFUM ÞÉR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.