Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
Ljúfsár Árósamynd
Kemur valmennið
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Laugarásbíó: Stáltaugar —
„Steel Dawn“ Leiksljóri Lance
Hool. Aðalleikendur Patrick
Swayze, Lisa Niemi, Christop-
her Neame, Anthony Zerbe,
Brian James. Bandarísk. 1987.
Um sólbakaða eyðimörk —
afleiðingar kjarnorkustríðs —
vafrar óþjóðalýður, sandorpin
hálfmenni, austurlenskir gúrúa?
og valmenni. Söguhetja vor,
Swayze, flokkast vitaskuid undir
síðastnefnda flokkinn. Lýkur
hann merkurráfi sínú í dalverpi
hvar hann fær vinnu hjá ekkju
iturvaxinni og takast með þeim
kærleikar nokkrir.
Þá lítur sonur húsfreyju garp-
inn með lotningu og þykist þar
sjá jafningja karls föður síns.
En illmennið Zerbe eirir engum
í dalnum, síst ekkjunni, sem fer
fyrir búandkörlum.
Hefur hún fundið bergvatns-
lind mikla og þarf ekki annað
en að veita henni uppá yfirborð-
ið til að breyta því í skrúðgræna
paradís, sem fer fyrir búkörlum.
Kemur nú illmennið klóm sínum
yfir mæðginin og er þá ekki að
sökum að spyija, valmennið
snýst til varnar og áður en langt-
um líður hefur hann losað dalbúa
við hrakmennið Zerbe og ódrætti
hans.
Tekur saman vopn sín og held-
ur á braut. Verður kveðjustundin
hin tregafyllsta en hlutverki val-
mennisins er lokið.
Ósköp þunn og þarf engan
kvikmyndafræðing til að sjá að
á ferðinni er enn ein eftiröpunin
á Shane, höfundar talið nægja
að flytja söguna fram í nálæg
eftirkjarnorkustríðsár til að gera
hana boðlega kvikmyndahús-
gestum.
Nælt í nokkrar hugmyndir
úr Mad áíax-myndaflokknum í
leiðinni. En Swayze, ferskur úr
hinni geysivinsælu Dirty Danc-
ing, hefur átt að vera aðal að-
dráttaraflið.
En svo bregðast krosstré sem
önnur þó svo að Swayze og töku-
staðirnir séu það skásta sem hér
kemur við sögu.
Broslega illa gerð, einkum
handritið sem er í vinalegum litl-
uguluhænustíl.
Spjarar sig betur á mynd-
bandinu.
Háskólabíó:
Arósar um nótt — „Aarhus om
natt“
Leikstjóri Niels Malmros.
Aðalleikendur Thomas Krist-
ian Schindel, Tom McEwan,
Michael Carö, Sören Osterga-
ard, Lars H.U.G., Vibeke Bor-
gerg, Ghita Nörby. Danmörk
1989.
Malmros (Skilningstréð) fjallar
hér um æskuár sín líkt og í öllum
fyrri myndum. Árósar um nótt
er „mynd innan myndar", því hér
segir af ungum kvikmyndaleik-
stjóra (Schindel) sem er að gera
sínu fyrstu mynd — um æsku
sína í Arósum, en jafnframt fjall-
ar myndin um líf og störf kvik-
myndagerðarmannanna á meðan
á töku stendur.
__ Það er ekki ofsögum sagt að
Árósar um nótt er mynd sem
kemur þægilega á óvart. Efnið
sem byggt er á minningum Malm-
ros hins unga er ekki svo ýkja
markvert — ef undan er skilinn
þáttur móðurinnar, sem leikin er
með bravura af Ghitu Nörby,
(sem heillaði mann ósjaldan í
Hafnaríjarðarbíóunum í den), en
andrúmsloftið kringum kvik-
myndagerðarfólkið er heillandi,
forvitnilegt og trúverðugt. Malm-
ros dregur upp eftirminnilega
mynd af litríkum hópi listamanna
þar sem á ýmsu gengur. Hér tak-
ast á eigingirni, afbrýði, metnað-
ur og minnimáttarkennd. Príma-
donnur og pervisar, hæfileikar og
reynsluleysi. Og lífleg kvennamál
jafnan á næsta leiti þar sem
mönnum — og konum — vegnar
misvel. Einsog gengur. Malmros
heggur örugglega nálægt sanni
í sínum kostulegu mannlýsingum
og uppákomum, því sagt er að
ekki sé eilíf lognmolla ríkjandi á
tökustöðum!
Og dönsk fyndni er alltaf á
næstu grösum, oftast létt, stund-
um meinleg og satt best að segja
leiddist mér ekki eitt augnablik
undir sýningunni, enginn dauður
punktur.
Leikhópurinn er frábærlega
samvalinn, enginn þó betri en
Tom McEwan sem er óborganleg-
ur í hlutverki „altmuligmannsins“
í hópnum. Það skín af honum
kankvísi og lífsreynsla, enda mað-
urinn í útliti einsog Keith Ric-
hard + forsetaframbjóðandi,
mjög svo minnisstæð blanda!
Malmros á þakkir skildar fyrir
að kynna okkur fyrir þessum fjöl-
skrúðuga hópi sem maður hefði
gjarnan viljað dvelja með lengur.
Sýningar í dag: Veröld Busters,
Við veginn, Jeppi á fjalli.
*****
gAKNASOKKAR.
0 Óseyri4, Auðbrekku2, Skeifunni 13,§
Akureyri Kópavogi Reykjavik
NEYTENDAMÁL
Aspirín o g
krabbamein í ristK
Nýjar rannsóknir sýna fram á að aspirín (er í magnyl) virð-
ist hafa fjöþætta virkni gegum sjúkdómum. Fyrir nokkrum
árum var uppgötvað að aspirín getur komið í veg fyrir krans-
æðasjúkdóma, og ári síðar að það geti dregið úr hættu á blóð-
tappa í heila. Nú gefa nýjar rannsóknir til kynna að aspirín
getur dregið úr krabbameini í ristli. Þetta kemur fram í Scien-
ce News sem kom út 16. mars sl.
Faraldsfræðilegar rannsóknir
á 6.000 einstaklingum, leiddu í
ljós að samband var á milli regl-
ulegrar notkunar á aspirín og
minnkandi áhættu krabbameins
í ristli, en það er önnur algegn-
asta dauðaorsökin í Bandaríkj-
unum.
Rannsóknir á rannsóknar-
stofu höfðu áður gefið til kynna
að aspirín og önnur bólguhindr-
andi lyf draga úr myndun
krabbameins í ristli nagdýra, en
þau eru sögð heppileg til þess-
ara tilrauna vegna þess að hjá
þeim myndast ristilkrabbi á
svipaðan hátt og hjá mönnum.
í ljósi þessara niðurstaðna
ákváðu vísindamenn við Boston
University School of Medicine
að kanna hvort svipuð tengsl
væru til staðar hjá mönnum.
Yfirlitskönnun þeirra náði yfir
karla og konur sem fengið höfðu
meðhöndlun á sjö sjúkrahúsum
á austurströnd Bandarikjanna á
árunum 1977-1988, og voru
sjúklingarnir spurðir um lyfja-
notkun við innlögn á sjúkrahús-
in. Þar af voru 1.300 sjúklingar
með ristilkrabbamein og 1.000
með aðrar tegundir krabba-
meina og síðan 4.000 sjúklingar
sem engin krabbamein höfðu
fengið.
í Ijós kom að hjá körlum og
konum á aldrinum 30-69 ára,
sem tekið höfðu reglulega asp-
irin eða bólgueyðandi lyf a.m.k.
fjórum sinnum í viku í þijá
mánuði á árinu fyrir rannsókn-
ina, virtist aspirínið hafa dregið
úr áhættu ristilkrabba um helm-
ing, og er þar vitnað til greinar
vísindahópsins sem birt var í
„Joumal of the National Cancer
Institute," 6. mars síðastliðinn.
Þar sem öll þessi bólgueyð-
andi lyf innihéldu aspirín var
sú ályktun dregin að stöðug
inntaka þessara lyfja gæti
hindrað myndun ristilkrabba.
En lyfín virtust ekki veita því
fólki vöm sem hætti að taka
þau reglulega árinu fyrir könn-
unina og eru þær niðurstöður í
samræmi við dýratilraunir.
Vísindamennir segja að þótt
þessar fyrstu niðurstöður bendi
til að aspirín geti hjálpa til við
að draga úr krabbameinsmynd-
un hjá mönnum, sé ekki rétt
að draga viðtæka ályktun áður
en rannsóknir á fjölmennari
hópi fólks hafi staðfest niður-
stöðurnar.
Rannsóknin er þó sögð falla
vel að skilningi vísindamanna á
ristilkrabbameini. Dýratilraunir
hafa leitt í ljós á ótvíræðan
hátt, að þessi bólgueyðandi lyf
hafa hæfileika til að hindra
myndun prostaglandina, það
em efnasambönd svipuð horm-
ónum sem hraða vöxt frumna
og af þeim ástæðum geta aukið
vöxt (precancerous) frumna
sem leitt geta til æxlamyndun-
ar.
Niðurstöður þessar eru þó
sagðar vera ákveðin ábending
til vísindamanna, sem eru við
krabbameinsrannsókir, um að
kanna nánar möguleika aspiríns
á að draga úr hættu á myndun
ristilkrabbameins. Rannsóknir
þessar benda til þess að aspir-
ínið falli í flokk efnasambanda
sem áhríf hafa á krabbameins-
myndun í ristli. Trefjaríkur
matur og kalkauðugur er talinn
geta dregið úr myndun ristil-
krabba, en rautt kjöt aukið
áhættuna.
M. Þorv.