Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
Karólína Sveins-
dóttir - Minning
Fædd 14. desember 1895
Dáin 4. apríl 1991
Að morgni fimmtudags hins 4.
aprílmánaðar síðastliðins andaðist
í Landspítalanum frú Karólína
Sveinsdóttir. Hún verður nú borin
til moldar í dag. Karólína fæddist
14. desember 1895 og var hún því
fullra 95 ára er hún lést. Hár aldur
og viðburðarík ævi var að baki, það
tímaskeið er mestar hafa verið
breytingar í íslensku þjóðlífi.
Foreldrar Kraólínu voru Sveinn
Ólafsson Jónsson á Stokkseyrarseli
og Sigríður Rögnvaldsdóttir Jóns-
sonar, útvegsbónda á Eystri-Reyn
á Akranesi og síðar Skálatanga.
Þau hjón Sveinn og Sigríður eignuð-
ust 8 böm, en eitt þeirra dó í frum-
bemsku. Hin voru: Rögnvaldur,
Anna Guðný, Júlíus, Sumarliði,
Karólína, Guðríður og Sigríður
Emilía. RögnValdur lést árið 1907,
þá 24 ára að aldri og Sigríður
Emilía lést á Vífilsstöðum á 14.
aldursári. Hin systkinin komust öll
á efri ár og var Karólína ein þeirra
á lífi nú um margra ára skeið, en
nú hefur hún einnig kvatt þennan
heim, háöldruð og þrotin kröftum.
Alia tíð átti Karólína heima hér í
Reykjavík og svo var um systkini
hennar öll að undanskildum Sumar-
liða, en hann fluttist ungur maður
til Ameríku og ílentist þar og bjó
til æviloka.
Heimili Karólínu og þeirra systk-
ina var á Smiðjustíg 11 hér í borg
í húsi því, sem faðir þeirra hafði
byggt og mun það enn standa. Til
þess var tekið og margsinnis kom
það fram í máli Karólínu er tal
barst að æskuheimili hennar, að þar
hafði ríkt sérstaklega góður og
glaðvær heimilisbragur, samhent
ijölskylda og gagnkvæm umhyggja
og vinátta.
Á þessu fyrirmyndarheimili ólst
Karólína upp og rétt innan við tví-
tugt fór hún til dvalar í Noregi og
vann þar um skeið, en kemur síðan
til baka í byijun fyrra stríðs. Þessi
dvöl erlendis var henni mjög hug-
leikin, hún kynntist nýjum siðum
og háttum framandi þjóðar og nam
tungu hennar. Það var ekki daglegt
brauð á þeim tímum að fólk legðist
í utanferðir, en hugurinn var þeim
mun opnari fyrir því sem framandi
var og frábrugðið því sem hér gerð-
ist. Þegar heim var komið á ný leit-
aði Karólína fyrir sér um atvinnu
og heppnaðist að fá starf hjá Land-
símanum í Reykjavík, starf sem
mikið var sóst eftir. Þar kunni hún
frábærlega vel við sig, bæði líkaði
henni vel vinnan og ekki síður
umhverfið þar og samstarfsfólk,
sem margt var á hennar reki. Starfi
sínu gegndi Karólína fram til ársins
1924 að hún giftist Ásgeiri Ásgeirs-
syni frá Fróðá. Ásgeir var skrifstof-
ustjóri á Vegamálaskrifstofunnfog
gegndi því starfi um fimm áratuga
skeið eða allt til ársins 1966. As-
geir var maður fríður sýnum og vel
gefinn, harðduglegur og fylginn
sér, gestrisinn og höfðingi heim að
sækja. Meðal þessara ungu hjóna
ríkti jafnræði að því leyti að hin
unga kona var sérlega glæsileg
ásýndum og búin miklum persónu-
leika og gáfum.
Þau hjón, Karólína og Ásgeir,
bjuggu lengi á Rauðarárstíg 3
(númeri seinna breytt í 19). Þau
höfðu þá eignast sex börn sín, en
þau eru Ásgeir Þór verkfræðingur,
Sveinn hagfræðingur, Guðmundur
forstjóri, Birgir lögfræðingur, eh
hann lést 1984, Bragi Iistmálari og
Hrefna húsmóðir.
Húsið við Rauðarárstíginn þótti
á sínum tíma stórt og glæsilegt hús
en farið að láta á sjá og þægindi
ekki mikil. Gestagangur var mikill
enda þau hjón sérlega vinsæl og
góð heim að sækja og segja má að
hús þeirra væri byggt um þjóðbraut
þvera. Draumurinn um nýtt og
betra húsnæði rættist síðan árið
1950 er öll ijölskyldan flyst í nýtt
og glæsilegt einbýlishús á Dyngju-
vegi 10, er þau hjón reistu á einum
fegursta stað borgarinnar, þar sem
útsýni er óviðjafnanlegt. I þessu
húsi auðnaðist Karólínu að búa í
40 ár eða þar til yfir lauk og var
það henni mikið fagnaðarefni, því
hún unni þessum stað og því heim-
ili sem hún skóp fjölskyldu sinni
af smekkvísi og reisn.
Það var raunar um áratug frá
því að þau fluttu á Dyngjuveg 10
að ég kynntist þeim Ásgeiri og
Karólínu, er ég varð tengdasonur
þeirra hjóna. Ásgeir lést árið 1978
rúmlega áttræður að aldri, en ennþá
fullur af lífsorku og krafti. Ásgeir
var útivistarmaður mikill og hann
gerði sér far um að viðhalda líkam-
legu atgervi. Sumar eftir sumar
dvöldum við tveir við laxveiði vestur
við Djúp, nokkra daga á sumri.
Hann var frábær veiðimaður og í
því eins og öðru fylginn sér. Það
voru dýrlegir dagar við Djúp.
Karólína átti því láni að fagna
að vera sérlega heilsuhraust alla
sína ævi, ef frá eru talin síðustu
árin þegar komið var fram á tíunda
áratuginn í lífi hennar. Hún hafði
eins og flestir mjög gaman af ferða-
lögum til útlanda og því var það,
að þær urðu ófáar ferðirnar gegn-
um árin sem hún fór með okkur
hjónum og börnum okkar til út-
landa, og 88 ára var hún þegar síð-
ast við ferðuðumst saman, en það
skyldi enginn hafa getið sér til um
því að svo bar þessi heiðurskona
aldurinn vel, en að sjálfsögðu er
þetta Guðs gjöf, sumum gefið en
öðrum ekki eins og gengur í lífínu.
Betri ferðafélaga var ekki hægt að
hugsa sér, börnum okkar og okkur
sjálfum til óblandinnar ánægju.
Heimilið á Dyngjuvegi 10 bar af
um myndarskap og- reisn, tvinnað
hinum góðu eðliskostum beggja
þeirra hjóna. Karólína var vissulega
mikil húsmóðir og mikil var hún
móðir sínum börnum og bar hag
þeirra og velferð fyrir bijósti. Hún
undirbjó börn sín vel fyrir skóla-
göngu og er mér sagt að athygli
háfi vakið hve vel læs þau hafi
komið í skóla og vel undirbúin. Af
börnunum 6 útskrifuðust 5 úr
Menntaskólanum í Reykjavík en
eitt helgaði sig listnámi. Er það
athyglisvert og um leið undrunar-
vert hve mikilu Karóh'na kom í verk,
heimilið var stórt og fáar hvíldar-
stundir. Vinnudagurinn frá morgni
fram á rauða nótt.
Nu er kallið komið og ljósið
slokknað. Langt æviskeið á enda
runnið. Eftir stendur að þakka þess-
ari góðu og göfugu konu samfylgd-
ina, tryggð og vináttu mér og minni
fjölskyldu auðsýnda. Blessuð sé
minning hennar.
Guðmundur B. Ólafsson
Nú er amma mín búin að kveðja
þennan heim. Þegar ein hurðin lok-
ast opnast önnur. Þegar tindinum
er náð fæst hvíldin. En þá fyrst
skiljum við dauðann er hann leggur
hönd sína á einhvern sem við unn-
um. Því langar mig til þess að setja
á blað nokkur kveðjuorð til hennar.
Guðirnir leyna mönnunum ham-
ingju dauðans svo að þeir þreyji af
lífið. Hun amma mín lifði vel og
lengi og er því eflaust einmitt nú
að kynnast þeirri hamingju sem við
getum aðeins ímyndað okkur.
Amma mín var óvenju lífsglöð
kona og hún jók mannlega gleði.
Áföllum tók hún með einstöku jafn-
aðargeði. Og þó að ég hafi ekki
kynnst henni vel fyrr en hún var
orðin yfir áttrætt, þá vissi ég alltaf
að þarna var óvenjuleg kona á ferð,
sakir kjarks og bjartsýni. Það kom
best í Ijós hvað eftir annað hvernig
hún náði sér að fullu eftir margar
spítalavistir. Þegar fólk er orðið
mjög gamalt geta frekar lítil meiðsli
og sjúkdómar orðið of þung byrði
fyrir gamla sál. En það var ekki
þannig með hana ömmu mína.
Bjartsýn og ánægð kom hún alltaf
heim og settist í stólinn sinn, stól
þann er manni hennar heitnum
hafði verið gefinn, og eflaust þaðan
hefur hún fengið styrk.
Frá því að amma hóf fyrst að
halda heimili var það hennar tak-
mark að heimilið skyldi ætíð vera
til fyrirmyndar. Hennar ætlunar-
verk mistókst ekki frekar en allt
það sem hún tók sér fyrir hendur.
Amma hafði álist upp á Smiðjustíg
11 og þar fékk hún gott uppeldi,
því þar var samheldnin sett ofar
öllu öðru, þar var allt til fyrirmynd-
ar. Og því er ekki að undra að eft-
ir að amma fór'að halda sitt eigið
heimili einkenndist það af gleði og
ástúð. Amma mín vissi nefnilega
að við njótum aðeins til fulls þeirrar
gleði, sem við veitum öðrum. Og
jafnvel þótt gleðin sé hverful, fer
löng eftirvænting á undan henni,
og enn lengri endurminning fylgir
í kjölfar hennar.
Síðustu 40 ár ævi hennar bjó
amma á Dyngjuvegi 10. Og mikil
var sú gleði er ríkti á því heimili.
Eftir að amma hafði flutt að
Dyngjuvegi 10 ásamt fjölskyldu
sinni vissi hún að þarna myndi hún
vilja búa svo lengi sem hún lifði.
Og það gerði hún, allt þar til hún
fór inn á heimili eilífðarinnar. En
sú gleði sem í hjarta þessarar konu
myndaðist við það að búa á sínu
eigin heimili varð til þess að flestir
lögðu allt kapp á að hún fengi að
eyða sínu ævikvöldi heima hjá sér.
Og það tókst. Að kunna að eldast
er hámark viskunnar og einhver
erfiðasti þáttur þeirrar listar er að
kunna að lifa.
Ef amma kom í heimsókn til mín
þá bað hún mig alltaf um að Ieika
á píanóið. Ég man ekki eftir þeirri
heimsókn þar sem ég spilaði ekki
fyrir hana. Því hljómlistin lýsir því
sem maður hvorki getur sagt né
þagað yfir. Og þegar ómurinn af
síðasta hljómnum dó út, þakkaði
hún mér alltaf vel fyrir. Og hún
var ánægð. Fáum líkaði betur en
henni þegar ég spilaði á píanóið.
Píanóleikur var því orðinn að föst-
um sið í öllum hennar heimsóknum.
En þessum heimsóknum tók smám
saman að fækka. Amma átti nú
erfitt með allar heimsóknir, heils-
unnar vegna. Þegar ég kom hins
vegar í heimsókn til hennar sagði
ég alltaf að ég myndi spila fyrir
hana næst þegar hún kæmi í heim-
sókn til mín. Og hún var ánægð.
Hún var bjartsýn. Biðin eftir heim-
sókn hennar lengdist þó óðum. Og
eftir að ég hafði hreykinn keypt
minn fyrsta flygil, rétt fyrir síðustu
jól, þráði ég ekkert heitar en að
hún amma mín fengi heyrt og séð
mitt fyrsta stolt. Því tónarnir ná
þangað sem sólargeislarnir berast
ekki. Ég óskaði þess að von mín
skyldi rætast, því vonin er jú draum-
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ ÞORGILSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 84,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. apríl
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð, Kópavogi.
Sigriður Þorsteinsdóttir, Óskar Þórðarson,
Þorleifur Þorsteinsson, Ragnheiður Jónasdóttir,
Þorgerður Gestsdóttir,
Inga Rósa Hallgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Mosvöllum,
Rauðalæk 49,
Reykjavík,
sem andaðist 7. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 15. apríl kl. 15.00.
Valdimar Ólafsson, Helga Árnadóttír,
Ingileif Ólafsdóttir, Héðinn Höskuldsson,
Gestur Ólafsson, Guðbjörg Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd
við fráfall og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdadóttur, systur, mágkonu
og frænku,
GUÐBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR,
Bröttugötu 4,
Hólmavik.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkruna-
rfólks á deildum 11-E og 12-A á Landspítalanum.
Gunnlaugur Bjarnason,
Stefán Bjarni Gunnlaugsson,
Anna Birna Gunnlaugsdóttir,
Halldór Gunnlaugsson,
Guðbjörg Gunnlaugsdóttir,
Halldóra Guðmundsdóttir,
Anna Kristmundsdóttir,
systkini og aðrir vandamenn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
GUÐRÚNAR ÁGÚSTU HALLDÓRSDÓTTUR,
Reynimel 92.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við
fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS STEFÁNSSONAR,
Heiðarvegi 50,
Vestmannaeyjum.
Elísabet Kristjánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð
og hlýju við andlát og útför
GUÐMUNDU MAGNEU PÁLSDÓTTUR,
Skólagötu 8,
ísafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss ísafjarðar fyrir góða
umönnun.
Ebenezer G. Benediktsson,
Flóra S. Ebenezersdóttir, Halldór Sigurgeirsson,
Helga P. Ebenezersdóttir, Pétur Bjarnason,
Hallsteinn Tómasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum hjartanlega samúð og hlýhug við andlát
ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR,
Sólheimum 27.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3 öldrunardeildar Landspit-
alans, Hátúni 10b, heimahjúkrunarinnar við Barónsstig og MS-
heimilisins, Álandi 13.
Guðbjörg Einarsdóttir,
Þorsteinnn Ólafsson, Þóranna Pálsdóttir,
Einar Ólafsson, Guðbjörg Sveinsdóttir
og barnabörn.