Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
55
ur vakandi manns. En versnandi
heilsa ömmu leiddi til þess að þessi
bjartsýna kona kom ekki framar í
heimsókn til mín til að hlusta á
tóna þá er hún hafði svo mjög not-
ið áður. En í hvert sinn er ég sest
við píanóið veit ég að amma er að
hlusta á mig og að hana langar til
að hlusta á mig um ókomna tíð.
Því mun ég halda áfram að leika á
píanóið svo lengi sem ég lifi.
Að sjá ömmu var alltaf gleðilegt.
Hver stund var auðug af kærleika
og hvert augnablik skreytt gim-
steinum gleðinnar. í lífsstormum
var þessi hrausta og ljúfa kona eik
og klettur, en á sólskinsstundum
vín og blóm. Og hún unni öllu list-
rænu, því fegurðin, litir og tónlist
hrifu hana til tára. Mikið hefur
verið fagurt að sjá heiminn endur-
speglast í þessari sál.
Hún amma mín kvaddi virðulega
að leiðarlokum, eins og olíuviðar-
berið fellur þegar það er fullþrosk-
að, blessandi greinina sem það bar
og þakklátt þeim er gaf því líf.
Lífið er þröngur dalur milli kaldra
og berra tinda tveggja eilífða. Við
freistum þess árangurslaust að
skyggnast yfir brúnirnar. Við grát-
um hástöfum, en eina svarið er
bergmál vorra eigin kveinstafa.
Ekkert orð berst frá rómlausum
orðum síþöguls dauðans. En það
kemur að því að vonin sér stjörnu-
glit og hlustandi kærleikur heyrir
vængjaþyt. Ég vona að ömmu hafi
alltaf dreymt að fótatak dauðans
væri boðun endurkomu heilbrigðar-
innar. Þrátt fyrir allan efa og aðrar
kenningar vil ég trúa því að þessi
orð séu og verði alltaf sönn.
Eitt er víst að amma var kjarna-
kona og hún mun alltaf lifa í minn-
ingu minni. Endurminningin er
nefnilega eina Paradísin sem ekki
er hægt að reka okkur úr. En lífið
heldur áfram, sólin rís og sólin
hnígur til viðar, börn fæðast og
fólk deyr. En munum það enn að
þegar ein hurðin lokast opnast önn-
ur. Þegar tindinum er náð fæst
hvíldin.
Blessuð sé minning ömmu
minnar.
Ólafur Reynir Guðmundsson
Það var mikil harmafregn er mér
barst 4. apríl, að mín ástkæra amma
væri látin. Æviárin voru vissulega
orðin mörg, en einmitt þess vegna
var hlutur hennar í lífi mínu svo
mikill og ógleymanlegur. Hin létta
lund hennar og bjartsýni lét mann
einnig gleyma hinum háa árafjölda.
Á heimili hennar á Dyngjuvegi 10
ríkti oft glaumur og gleði og mið-
depill alls var hin tignarlega og
fagra kona — ættmóðirin — eins
og fagurt blóm í fullum skrúða,
veitandi vinum og vandamönnum
af sinni miklu gestrisni og hjarta-
hlýju. Börn hennar og barnabörn
munu ávallt minnast þeirrar ástúð-
ar og birtu sem lék um hana. Eftir
að heilsu hennar hrakaði og hún
gat ekki ferðast lengur með okkur,
rifjuðum við oft upp ferðalögin sem
við fórum saman í, innanlands og
utan, og í huganum og með hjálp
mynda endurlifðum við ferðalögin
sem voru henni svo hugstæð. Gleði
hennar var gleði okkar. Samveran
me_ð henni er ógleymanleg.
I dag minnist ég elsku ömmu
minnar með miklum söknuði. Hún
var og mun verða besta fyrirmynd
lífs míns. Eg sakna þess að geta
ekki veitt henni hinstu kveðju mína
vegna veru minnar erlendis.
Megi hin góða sál ömmu minnar
hvíla í friði.
Karólína Björg Guðmunds-
dóttir, Fullerton, Kaliforníu.
Fríð í sjón og horsk í hjarta,
höfðings-lund af enni skein,
svipur, athöfn - allt nara skarta
af því sálin var svo hrein.
(Matt. Joch.)
Vinkona mín, Karólína Sveins-
dóttir, er horfin okkur, á 96. aldurs-
ári.
Miklu og fögru lífsstarfi er lokið.
Karólína fæddist í Reykjavík, og
átti þar heimili alla ævi, en ætt
Karólínu treysti ég mér ekki til að
iraHjab útio ninov ivcj .JafiJæi ibhylB
Karólína giftist fjölhæfum gáfu-
manni, Ásgeiri Ásgeirssyni frá
Fróðá. Heimili þeirra hjóna var
mikið fyrirmyndarheimili, og gest-
risni ríkti þar svo af bar. Þau eign-
uðust 6 börn,_ 5 sonu og eina dótt-
ur, sem eru: Ásgeir verkfræðingur,
Sveinn hagfræðingur, Guðmundur
forstjóri, Birgir lögfræðingur, Bragi
listmálari og yngst er Hrefna, hún
er stúdent frá MR, en stundaði síð-
an framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Birgir lést fyrir nokkrum árum,
langt um aldur fram.
011 hafa börnin elskað og dáð
móður sína, og er aðdáunarverð
umhyggja Hrefnu við móður sína í
veikindum hennar, en hún dvaldi á
heimili sínu framundir það síðasta,
og var ávallt umvafin ást og um-
hyggju allra barna sinna.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum vil ég þakka Karólínu fyrir
hennar dýrmætu vináttu.
V. Bl.
H FÉLAG íslenskra fræða heldur
fund í kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
20.30 í Skólabæ
við Suðurgötu.
Þar mun Helgi
Skúli Kjartans-
son sagnfræðing-
ur flytja erindi
sem hann nefnir:
Hvað var betra /
er fyrir baugum
réð / Brandr inn
örvi? Hvað var
Helgi Skúli
Kjartansson
svona athugavert við Sturlungaöld?
í erindi sínu ræðir Helgi um aðild
Islendinga að evrópsku menningar-
væði hámiðalda og reifar hugmyndir
okkar tíma um Sturlungaöld sem
óheillaskeið. Þá reynir hann að varpa
ljósi á viðhorfmanna á Sturlungaöld
til ófriðar og konungsvalds með hlið-
sjón af evrópskum samtíma. Að lok-
inni dagskrá gefst mönnum kostur
á léttum veitingum. Fundurinn er
öllum opinn.
(Frcttatilkynning)
■ DANNY Newmann, söngvari
og blúsgítarleikari, fyrrverandi
meðlimur hljómsveitarinnar
Manfred Malin skemmtir gestur á
Gikknum við Ármúla 7 föstudags-
og laugardasgkvöld.
Ásamt honum leika Tryggvi Hub-
ner, Rúnar Júlíusson, bassi og
Bobby Harrisson trommur. Hljóm-
sveitin leikur aðallega blús og rokk.
■ TÓNLEIKAR með K.K. og Bob
Manning verða fimmtudagskvöldið
á Tveimur vinum. Bob Manning er
Bandaríkjamaður, soulsöngvari með
meiru og hefur m.a. starfað með
James Brown, Four Tops, Bo
Diddley, Gladys Knight svo ein-
hvetjir séu nefndir. í hljómsveit
Kristjáns Kristjánssonar eru að
auki Þorleifur Guðjónsson, Sig-
tryggur Baldursson, Sykurmoli,
Eyþór Gunnarsson úr Mezzoforte
og saxófónleikarinn góðkunni Sig-
urður Flosason. Föstudag og laug-
ardag skemmtir Nýdönsk. Sunnu-
dags- og mánudagskvöld skemmtir
svo ein af efnilegustu hljómveitum
yngri kynslóðarinnar Ber að ofan.
SKRUFUR,
allar gerðir.
Boddýskrúfur,
rafgalvaniseraðar
og ryðfríar.
Tréskrúfur,
sjálfborandi skrúfur,
spónaplötuskrúfur.
Opiðfrá 8-18
Laugardaga 9-13
STRANDGATA 75
HAFNARFJÖRÐUR
Tt 91-652965
a guarantee lor quality
VOR IÐ TJÖRNINA
/ dag opnar Alþýðubandalagið
KOSNINGAMIÐSTÖÐ / Iðnó!
dag kl. 17 opnar Alþýðubandalagið í Reykjavík KOSNINGAMIÐSTÖÐ í Iðnó.
* Lúðrasveit verkalýðsins leikur fyrir fólk og fugla.
*Guðrún Helgadóttir alþingismaður býður gesti velkomna.
*Jakob Þór Einarsson íeikari les Ijóð.
sF Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið.
♦ Heitt á könnunni.
KOSNINGAMIÐSTÖÐIN í Iðnó verður opin daglega fram að kosningum frá
kl. 9-22 fyrir alla þá sem vilja kröftuga, skemmtilega og árangursríka
kosningabaráttu. Kaffi, meðlæti og spjall verða að sjálfsögðu í hávegum
höfð, en auk þess mun listafólk standa fyrir allskonar uppákomum.
Frambjóðendur G - listans í Reykjavík verða daglega á staðnum milli kl. 17
og 19 til skrafs og ráðagerða. Nóg að starfa fyrir alla, unga sem gamla.
4Lk
Tökum á móti vorinu!
Tökum á!
G-USTINN