Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ 'FIMMTUD'AGUR'1T.' APRÍL' TU9T Markús J. Eiríks- son - Minning Fæddur 14. júlí 1916 Dáinn 3. apríl 1991 Þegar ég heimsótti minn gamla og góða vin, Markús Eiríksson, á Borgarspítalann nokkru fyrir andlát hans, virtist ljóst hvert stefndi og með sjálfum mér vonaði ég að hans dauðastríð drægist ekki mjög á langinn. Heilsu hans hafði farið hægfara versnandi um nokkuð langan tíma. Markús fæddist í Reykjavík þann 16. júlí 1916 og því 74 ára er hann dó. Foreldrar hans voru þau Eiríkur Þorsteinsson, skipasmiður, og Jó- hanna Björnsdóttir og var hann einn fjögurra systkina, ólst upp á Brunn- stíg 10 hér í bæ. Hann lærði málara- iðn en vann takmarkað við hana þar sem hann veiktist af berklum stuttu síðar. Markús var tvígiftur. Fyrri kona hans var Helga Eyjólfsdóttir, rak- ara í Bankastræti, og eignuðust þau eina dóttur, Þórunni Steliu. Hjóna- band þeirra varaði aðeins í nokkur ár og harmaði Markús konu sína mikið. Stella, dóttir hans sem nú býr í Kópavogi, eignaðist þrjú börn og síðar komu tvö barnabörn sem öll urðu augasteinar afa og lang- afa. Hér er farið hratt yfir sögu og vona ég að aðrir bæti betur um. 12. nóvember 1960 giftist Mark- ús eftirlifandi konu sinni, Salóme Maríasdóttur hjúkrunarkonu, og voru samvistir þeirra og kærleikar miklir. Salóme hefur reynst manni sínum einstök stoð og stytta og var aðdáunarvert að sjá hversu vel hún studdi hann í þessum seinustu og löngu veikindum hans. Kynni okkar Markúsar hófust á Vífilsstaðaárum okkar 1943, 1945 og 1946 sem þjáningarbræður eins og við sögðum í hálfkæringi. Þessi kynni áttu eftir að þróast áfram og verða að vináttuböndum er aldr- ei brustu, en eftir á sér maður að hefði átt að rækta betur nú á sein- ustu árum. Er Vöruhappdrætti SÍBS hóf starfsemi sína í árslok 1949, réðst ég þar til starfa og Markús um ári síðar. Og núverandi framkvæmda- stjóri Happdrættis SÍBS, Ólafur Jóhannesson, hóf þar störf 1951. Þau eru því orðin æði mörg starfs- árin þeirra í þágu SÍBS eða um fjör- utíu. Sjálfur veiktist ég aftur og fluttist svo í annað happdrætti, DAS, þegar það var stofnað 1954. En tengslin við gömlu félagana hefur alltaf haldist og svo var ég líka um mörg ár í stjórn Reykja- lundar og sat lengi þing SÍBS. Þannig fór því fyrir vini mínum, Markúsi, málaranum og músíkunn- anda, að hann vann allan sinn starfsaldur á skrifstofu SÍBS, þó seinustu árin aðeins hálfan daginn. Þeim fer smám saman fækkandi hinum fyrstu „vinnumönnum“ SÍBS og nú enn um einn við fráfall vinar míns Markúsar. „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar", sagði fyrstur manna annar vinur minn genginn og samstarfsmaður, Þórður Benediktsson fyrrum for- maður SÍBS. Samband íslenskra berklasjúkl- inga hefur átt fádæma velgengni að fagna og skilað sífellt ævintýra- legum árangiú til bætts heilsufars þjóðarinnar, nú á seinni árum á íjöl- mörgum sviðum. Það er því Markúsi Eiríkssyni, mínum trygga gamla vini, sæmd að hafa verið í „vinnumannaliði" þeirra er hlúð hafa að lýsandi hug- sjón Reykjalundar og SÍBS. Ég þakka Markúsi dýrmæta vin- áttu hans og bið honum Guðs bless- unar á nýjum leiðum. Salóme, Stellu og fjölskyldu allri vottum við hjónin djúpa samúð. Baldvin Jónsson í dag kveðjum við vin minn og mág hinstu kveðju. Við munum sakna þess að Markús er ekki leng- ur á meðal okkar, þrátt fyrir það að hann var búinn að vera mjög veikur að undanförnu og vissum við öll að úr því sem komið var, þá var þessi ráðstöfun æðri máttar- valda honum og hans nánustu fyrir bestu. Mjög ungur að aldri kynntist ég systur hans á sameiginlegum vinnu- stað okkar sem síðar endaði með því að við gengum í hjónaband. Foreldrar Markúsar og Steinu konu minnar, sem var yngst systkinanna, áttu íbúð á Brunnstíg 10 og hjá þeim byijuðum við búskap. Vin- skapur okkar Markúsar hefír því staðið í nær 50 ár. A yngri árum átti Markús við alvarlegan sjúkdóm að stríða, en komst síðar til sæmilega góðrar heilsu. Hann var lærður málari, en vegna heilsubrests, gat hann ekki sinnt því starfi. Hinsvegar starfaði hann hjá SIBS lengst ævi sinnar, hentaði sá starfi honum einkar vel. Eina dóttur, Þórunni Stellu, eign- aðist Markús með fyrri konu sinni Helgu Eyjólfsdóttur, er hann missti er dóttirin var á barnsaldri. Ólst hún að rnestu leyti upp hjá móð- urömmu sinni og afa á Sólvallagöt- unni. Var Helga öllum harmdauði. Var einkar kært með þeim feðgin- um svo og börnum hennar þremur sem voru hans augasteinar. Seinni kona Markúsar, Salóme Maríasdóttir, var hans tryggasti förunautur í lífinu. Þau áttu yndis- legt heimili, þar sem hann naut fyllstu hvíldar og ánægju að afloknu dagsverki. Markús var afar hress og skemmtilegur maður. Aldrei gerði hann það að umræðuefni að hann hefði átt í erfiðleikum, hvorki heilsufarslega eða á annan hátt. Var hann ávallt hress í bragði er við hittumst og hafði mjög góða kímnigáfu. Okkar löngu kynni munu ekki gleymast, mér finnst ég margt hafa af honum lært og þá sérstaklega á hvern hátt maður á að mæta mót- læti lífsins. Markús hafði hreint hugarfar og bætandi áhrif á um- hverfi sitt. Um leið og ég og fjölskylda mln kveðjum góðan vin og bróður, vott- um við Salóme, Stellu og hennar börnum dýpstu samúð. Guð blessi minningu Markúsar J. Eiríkssonar. Eiríkur Ferdinandsson og fjölskylda. Sá hópur í þjóðfélaginu sem álít- ur sig vera fyrirmyndarfólk og læð- ist áfram með falsmótaðan andlits- svip, margt af því er, þegar betur er að gáð ómerkilegar persónur lævísar, tillitslitlar og huglífið óhreint. Einn af albestu mönnum sem ég hef kynnst var Markús Jó- hann Eiríksson, sem nú hefur kvatt hið skuggum þakta jarðlíf. Hans framkoma var ætíð á þann veg að efasemdir og tortryggni komu ekki til greina gagnvart honum. Okkar kunningsskapur byijaði á Vífils- stöðum haustið 1952, en ég fékk þar lækningu á berklameinsemd. Næst man ég eftir Markúsi heitnum á skrifstofu Happdrættis SÍBS vest- ur á Bræðraborgarstíg, og síðast hjá Aðalumboðinu í Suðurgötu 10. Markús heitinn var fæddur vest- urbæingur og hann átti nú síðustu árin sitt heimili í vesturbænum. Þeir sem þekktu hans æviferil betur en ég, munu örugglega gera því rétt skil. Hann sýndi mér ætíð já- kvæða framkomu, sem var í tengsl- um við skilningsríkt huglíf og sem var ekki bundið við hina hvimleiðu ókosti sýndarmennskunnar. Þess vegna sakna ég Markúsar heitins og sú saknaðarkennd mun ná til allra sem þekktu hann. En hið skammvinna jarðlíf er óútreiknan- legt og þeirri staðreynd verður ekki breytt. Ég votta eftirlifandi konu hans, dóttur og öðrum nánustu, einnig samstarfsfólki og kunningjum, mína hluttekningu. Blessuð veri minning Markúsar Jóhanns Eiríks- sonar. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Þorgeir Kr. Magnússon Kveðja frá SÍBS Á fyrri helmingi þessarar aldar var berklaveikin skæðasti sjúk- dómsvaldurinn hér á landi eins og reyndin var einnig í nágrannalönd- um okkar. Berklasýkingin var ógn- valdur sem lagðist jafnt á háa sem lága, en einkum þó ungt fólk. Tvö berklahæli risu í landinu á þessum fyrra helmingi aldarinnar, Vífils- staðahæli tók til starfa 1909 og Kristneshæli 1927. Auk þess voru berklasjúklingar um tíma á Kópa- vogshælinu gamla og um sjö ára skeið á íjórða áratugnum var að Reykjum í Ölfusi rekin starfsemi ætluð berklasjúklingum í afturbata. Berklahælin voru að vonum þétt setin og þar troðið I hveija smugu. Varla gat talist að traustir meðferð- armöguleikar fyrirfyndust fyrr en kom fram á sjötta áratuginn. Lít- andi til baka hlýtur það að teljast samfélagslegt undrunarefni, séð frá sjónarhóli nútímans, að sjúklingun- um á berklahælunum skyldi detta í hug að stofna með sér félag. Það gerðist þó árið 1938, á tímum harðrar efnahagskreppu í landinu, með stofnun Sambands íslenskra berklasjúklinga. Markús Jóhann Eiríksson sem hér er kvaddur var einn þeirra ungu íslendinga sem veiktust af berklum á þessum árum, nánar tiltekið árið 1939. Hann var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, fæddur 14. júlí 1916, sonur hjónanna Eiríks Þorsteinssonar sjómanns og konu hans, Jóhönnu Björnsdóttur, sem bjuggu á Brunnstíg í Vesturbæn- um. Markús hafði lokið námi í málaraiðn þegar hann veiktist en berklarnir sáu fyrir því að sú iðn- grein gat með engum hætti orðið starfsyettvangur hans í framtíðinni. Viðureign hans við berklana tók, með smáhléum, alls 10 ár og var oft tvísýn. Menjar þeirra bar hann alla tíð. Svo að aftur sé vikið að SÍBS var það víðs fjarri hugmyndum stofnenda þess að hleypa af stað kröfuhóp, félagi sem stæði fyrir kröfum á hendur samfélagsins. Þvert á móti var ætlun þeirra að leggja fram eigin krafta til hags- bóta fyrir berklasjúklinga. Og það gekk eftir með stofnun Vinnuheim- ilis SÍBS að Reykjalundi sem hóf starfsemi sína árið 1945. Áform SÍBS varðandi starfsemina á Reykjalundi voru svo stórtæk að enda þótt menn brettu upp ermarn- ar og beittu öllum tiltækum fjáröfl- unarleiðum hrökk innkoman ekki til fyrir áframhaldandi uppbygg- ingu þar og síðar á Múlalundi. Fyr- ir tilstyrk góðra manna fékk SÍBS með lögum frá Alþingi árið 1949 heimild til að reka happdrætti. Vöruhappdrætti SÍBS tók til starfa síðar á því ári og var fyrst dregið til vinninga 5. október 1949. Þjóðin studdi Vöruhappdrætti SÍBS dyggi- lega í upphafi, hefur gert það áfram í áranna rás og gerir enn, og hefur ágóði þess skilað sér margfaldur aftur til landsmanna í gegnum starfsemi Reykjalundar, Múlalund og annarra stofnana á vegum SÍBS. Nokkrum mánuðum eftir að Vöruhappdrætti SÍBS var hleypt af stokkunum réðst Markús þar til starfa og var þá stutt um liðið frá lokaatlögu hans við berklana sem fólgin var í skurðaðgerð á bijóst- kassa sem gekk undir nafninu „höggning". Er skemmst frá _því að segja að Vöruhappdrætti SÍBS var starfsvettvangur Markúsar æ síðan, í full 40 ár. Hann var í heilu starfi og jafnvel meira í þijá ára- tugi og dró ekki af sér. Áuk þess var hann gæslu- og eftirlitsmaður húseignarinnar á Bræðraborgarstíg 9 í Reykjavík þar sem bækistöðvar SÍBS voru frá árinu 1959 og þar til þær fluttu í Suðurgötu 10 árið 1973. Þegar á leið aldur komu hins vegar fram einkenni hjá Markúsi um eftirköst berklanna sem leiddu til þess að hann hlaut að draga sig úr vinnu og gegndi hann hluta- starfi hjá Vöruhappdrættinu síðasta áratuginn. Rækt hans í starfi var þó óbreytt eftir sem.áður og þar til yfir lauk. Hann stóð meðan stætt var. Hann veiktist í desember á síð- asta ári og átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsi þar sem hann lést 3. þ.m. Markús var vandvirkur starfs- maður, samviskusamur í alla staði og góður félagi samstarfsmanna sinna, reiðubúinn til liðsinnis hve- nær sem á þurfti að halda. Hann var snyrtimenni í hvívetna og gerði sér ekki mannamun. Hann hafði eðli fagurkerans, ekki síst varðandi tónlistina, lék á píanó í vinahópi og var söngmaður góður. Auk þess sem Markús lét SÍBS í té starfsævi sína lá hann ekki á liði sínu í félagsmálum. Hann var um árabil í stjórn SÍBS-deildarinnar í Reykjavík sem á þeim árum bar heitið Berklavörn í Reykjavík. Fyrri eiginkona Markúsar var Helga Eyjólfsdóttir og áttu þau saman dótturina Þórunni Stellu. Helga lést árið 1948, sama árið og Markús_ undirgekkst „höggning- una“. Árið 1960 kvæntist Markús eftirlifandi konu sinni, Salóme Mar- íasdóttur ljósmóður, sem starfar á EIli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Á þessum vettvangi er Markúsi þökkuð margháttuð störf fyrir SÍBS um áratugi, fyrir trúnað hans, sam- viskusemi og alla rækt. Jafnframt vottai^SÍBS Salóme, Þórunni Stellu og öðrum aðstandendum Markúsar dýpstu samúð. Haukur Þórðarson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. + Elskuleg móðir okkar, GUÐMUNDA EIRNÝ SIGURJÓNSDÓTTIR (Gunda), Gránufélagsgötu 53, Akureyri, lést að kvöldi 9. apríl á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Þórey Stefánsdóttir, Rafn Stefánsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafáðir og afi, PÁLMI JÓNSSON, Miðleiti 5, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 4. apríl, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju föstudaginn 12. apríl kl. 15.00. Jónína Sigríður Gísladóttir, Sigurður Gísli Pálmason, Guðmunda H. Þórisdóttir, Jón Pálmason, Elísabet Björnsdóttir, Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, Sigurbjörn Jónsson, Lilja Sigurlína Pálmadóttir, Birgir Þór Bieltvedt og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓNAS EGGERTSSON bóksali, Heiðarbæ 4, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala 1. apríl, verður jarðsunginn frá Árbæ- jarkirkju föstudagínn 12. apríl kl. 13.30. Ólöf Magnúsdóttir, Magnús R. Jónasson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurrós Jónasdóttir, Ólafur Flóvenz, Elín Jónasdóttir, Torben Sörensen, Eggert Jónasson, Pálína Eggertsdóttir, Pálmi Guðmundsson og barnabörn. Lokað Vegna útfarar MARKÚSAR JÓHANNS EIRÍKS- SONAR verða skrifstofur okkar lokaðar eftir há- degi í dag. Happdrætti S.Í.B.S., Suðurgötu 10.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.