Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
57
Þórunn Wíum Hans-
dóttír - Kveðjuorð
Fædd 16. október 1928
Dáin 11. marz 1991
Að læknisráði á Ríkisspítalanum
í Kaupmannahöfn fðr Þórunn Wíum
vestur á Jótlandsströnd 1955 til að
vera í sem hreinustu sjávarlofti.
Settist hún fyrst að um hríð, en
brátt til fullrar frambúðar, á lítilli
byggðareyju skammt fyrir utan
Esbjerg, þar sem heitir Fano. Eru
á eynni tveir smábæir, syðst og
nyrzt, og tók Þórunn sér bólfesti í
Norðurbænum. Eignaðist hún gam-
alt og einkar skemmtilegt hús 1960
og hefur heimili hennar, fallega
búið gömlum húsgögnum og ýms-
um sérkennilegum gripum, staðið
þar síðan. Og þar heima, er hún
undi löngum svo vel, kvaddi hún líf
sitt og jarðneska veru hinn 11.
marz sl. — Á Fano kenndi hún í
námsflokkum um meir en aldar-
fjórðungsskeið og vetrum saman
við unglingaskólann, en stundaði
sauma í heimastofu sinni, að stærst-
um hluta þjóðbúninga, einnig fyrir
Manobúa og annað byggðafólk, en
slíkir búningar eru næsta ólíkir eft-
ir héruðum. Sauma hafði hún lært
í æsku í foreldrahúsum austur á
Mjóafirði og síðar í hinum kunna
og eftirsótta skóla í Kaupmanna_-
höfn, Haandarbejdets Fremme. Á
þeim misserum voru ástæður Þór-
unnar þær, að hún var við bundin
á Ríkisspítalanum vegna ókennilegs
sjúkdóms. Taldi læknir hennar, sem
lagt hafði í stórar skurðaðgerðir,
prófessor Erik Husfeldt, að henni
væri tryggara að vera nálægt spít-
alanum og skyldi hún sízt hverfa
til íslands aftur að svo stöddu. Það
hafði hún gert 1951, 4 árum eftir
hina fyrstu aðgerð, en hlaut að
snúa til baka eftir aðeins mánaðar-
dvöl heima. Ekki skal hér rakin
sjúkrahúsvist Þórunnar, ítrekað og
á ýmsum stöðum heima og í Dan-
mörku, en heilsa hennar var sam-
felldast bezt hin fyrstu 18 árin á
Fano. Haustið 1987 var hún á
mörkum lífs og dauða dægrum
saman eftir mjög mikla skurðað-
gerð á Ríkisspítalanum. Hafði verið
á heimaslóðum og í fimmtándu ís-
landsferð sinni, frá því er hún fór
fyrst utan til lækninga 1947, veikzt
enn einu sinni, en þá var það, að
Magni Jónsson læknir á Borgarspít-
alanum greindi þann sjúkdóm, sem
hafði háð henni allt frá æskudögum.
Voru þá liðin 40 ár, síðan er hún
leitaði sér fyrst lækninga í Kaup-
mannahöfn.
Saga Þórunnar er hetjusaga, en
vegna heiðþróaðs lundernis, bjart-
sýni og þrautseigju hefur hún notið
margs á sinni löngu sjúkdómsgöngu H
og kynnzt við fjölda fólks, að sönnu
á Vestur-Jótlandi, í eynni og á landi,
s.s. Tjæreborgarprestshjónin nafn-
kenndu, Sorensen prófast og alla
íslendinga, sem búið hafa þar vest-
urfrá, að mestum hluta sjómanna-
fjölskyldur í Esbjerg. Og í Suðurbæ
á Fano er norrænt rithöfundahús,
þar sem nokkrir landar hennar hafa
dvalizt á stundum og þegar kynnzt
við hinn þekkta og gestrisna menn-
ingarfulltrúa íslenzks þjóðernis við
Vesturhafið. í Kaupmannahöfn hafi
Þórunn verið handgengin harla
mörgum landa sínum í gömlu, ís-
lenzku nýlendunni og má til nefna
Stefán íslandi og Ónnu Borg og
fjölskyldur þeirra, en barnabörn
þeirra dvöldu tíðum í sumar og
skólahléum hjá henni á Fano, Jón
Helgason prófessor og Þórunni
Björnsdóttur fyrrverandi konu
hans, Tove Kjarval rithöfund, sem
hún bjó hjá um hríð og fleira og
fleira, auk fjölda náms- og listafólks
á Hafnarslóð. Var Þórunn sjór já-
kvæðra sagna um Hafnar-Islend-
inga á eftirstríðsárunum og lætur
þá njóta sannmælis í góðum minn-
ingum og mærði þá lofi í glaðsinna
þakklæti.
Fyrstu kynni okkar Guðrúnar,
barna og okkar og Þórunnar Wíum
á Hafnarárunum urðu einmitt
yegna umhyggjusemi hennar fyrir
löndum í Kaupmannahöfn og fornr-
ar vináttu við fól á Hafnarslóð, sem
hún rækti af alúð, en búsett í fjar-
lægð og átti æ óhægar um langferð-
ir vegna veikinda, og bað okkur því
að hafa milligöngu og bera ýmis
boð og ráð. Leiddi þetta til náinnar
vináttu okkar og hinnar góðu og
merku konu, heimsókna og sam-
funda bæði á heimili hennar á Fano,
þar sem hún var augsýnilega mik-
ilsvirt og dáð af ungum og gömlum
og átti sem endranær listvini kæra,
og svo á Ríkisspítalanum við lækn-
isrannsóknir og aðgerðir.
Þórunn Stefanía Hansdóttir
Wíum var fædd á Asknesi við Mjóa-
fjörð eystra hinn 16. október 1928.
Voru foreldra hennar Hans Guð-
mundsson frá Skógum í Mjóafirði
og kona hans Anna Jónsdóttir, er
var borin og barnfædd uppi á Hér-
aði. Mun Hans hafa verið 15 árum
eldri en Anna og hafði verið um
mörg ár á Asknesi, fyrst ráðsmað-
ur, er Anna réðst til hans og þau
áttust. Var Þórunn elzt tíu barna
þeirra hjóna. Góðum búskap þeirra
á Asknesi lauk síðsumars 1946,
þegar Asknesá hljóp í miklum
vatnagangi og gjöreyddi túninu, en
það varð fólkinu til lífs, að Hans
hafði hlaðið gijótvegg mikinn til
varnar bænum nokkru fyrr. Flutti
fjölskyldan við svo búið út að Reykj-
um, en þar er undirlendi töluvert
miðað við strandjarðir við fjörðinn
og allgott til búskapar, stuttur róð-
ur um þveran fjörð að Brekku,
verzlunarstað, skóla- og kirkjusetri
og þingstað sveitarinnar, en lending
erfið og að sjálfsögðu veglaust.
Þórunn ólst upp á Asknesi og hefur
aðeins verið sem gestur hjá foreldr-
um sínum og fólki á Reykjum, nema
fyrst eftir flutninginn, því að
skömmu síðar fór hún utan til lækn-
inga sem' fyrr er sagt. Og svo elsk-
aði hún átthagana fyrir austan og
bernskubyggðina í Mjóafirði, að
þegar grannar hennar og góðvinir
á Fano höfðu kvatt í kirkjunni í
Norðurbænum, var kistan flutt í
land til líkbrennslu, svo að unnt
yrði að flytja jarðneskar leifarnar
heim til Austfjarða og grafa í gam-
alt leiði í Brekkukirkjugarði.
Þar signum vér yfír i fjarlægð í
þakkar- og fyrirbæn.
Ágúst Sigurðsson
á Prestbakka
Sjádu glæsileg
tellihjólhýsi risa á
innanvid !5.seK.
Sýning á Esterel
fellihjólhýsum um
helgina. OpiO
laugardag kl. 10
til 18 og sunnudag
kl. 120118.
Séðe9a
W««®'ott
Út aprílmánuð fá þeir
(ortjald í kaupauka,
sem staðfesta pöntun
á
Esterel eru handunnin, frönsk fellihjólhýsi í úrvalsflokki. Úr
hentugri kerru reisir þú notalegt hýsi á innan
við einni mínútu. Innan veggja er öllu
haganlega komið fyrir og vandað til allra
hluta. Gashitari, eldavél,
vaskur, ísskápur, geymir
fyrir 12 volt sem heldur
tsskápnum köldum við
akstur. Hægt erað
tengja vagninn við
220 volt. Hleðslutæki
fæst aukalega og er tengt bílnum.
Fortjald fæst aukalega. Vagnarnir eru
útfærðir fyrir íslenskar aðstæður; bætt vörn á
undirgrind, 13" dekk, þéttilistar sem útiloka vegarykið o.fl.
Komdu á sýninguna um helgina og
kynntu þér málið nánar.
“,Ve9gir:
l^húð
3Tlastkma
43efiaP'ast
KUrkr0i
,Ss>'iður
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJARSLOÐ 7 ■ SIMI 91-621780