Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 62

Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 4-----, FÖT SAOMOP ErTlíZ. MALI /, SjÖtiu OCj fih*m grútur." Ást er ... Með morgimkafftnu TMRag. U.S. PatOff.—all nghta resarved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Þessir hringdu .. Köttur fannst Sigríður Guðmannsdóttir hringdi og sagðist hafa fundið kött á flæk- ingi fyrir um það bil mánuði síð- an. m væri að ræða þrílitan um það bil 7 mánaða gamlan kettl- ing. Hann er með hvíta 61, en ómerktur. Kötturinn fannst í efru hluta Hlíðahverfis. Sigríður er í síma 15907 á kvöldin. Hjól í óskilum Stefanía Valgeirsdóttir hringdi og sagðist hafa gengið fram á hjól í Bústaðahverfi. Um væri að ræða Amerískt 18 gíra fjallahjól. Eig- andinn getur vitjað gripsins í síma 45601 á kvöldin. Tapaði tveimur nælum Anna S. Björnsdóttir hringdi og hafði týnbt tveimur eftirlætisnæl- um sínum. Laugardaginn fyrir pálmasunnudag týndist sú verð- mætari, lítil slaufa úr silfri og messing einhvers staðar á svæð- inu frá Regnboganum á Hverfis- götu og upp að Hlemmi. Fyrir hálfum öðrum mánuði týndist hin nælan, 2 laufblöð á grein, með litlum perlum í. Anna man síðast eftir sér með næluna í barminum í Breiðholtsskólanum. Símar Önnu eru 642373 heima og 73000 í vinnunni. Kvenmannsúr fannst Kvenmannsúr fannst í Lyng- brekku í Kópavogi á 2. í páskum. Upplýsingar fást í síma 40132 eftir klukkan 17. Ljósgulbröndóttur högni... Dagur Ben. hringdi og sagði eftir- farandi: Ungur, um það bil 7 mánaða gamall ljós- og gulbrönd- óttur högni kíkti í heimsókn til mín á miðvikudaginn 3. apríl. Hann sýnir ekki á sér neitt farar- snið. Ef einhver saknar kattarins vinsamlegast hringið í síma 626534. „Vel vaninn“ fæst gefins Kolbrún hringdi og sagðist vera með 9 vikna „vel vaninn“ högna sem vantaði gott heimili og feng- ist gefins. Litli kappinn er svartur á lit og síminn hjá honum (og Kolbrúnu) er 46465. Tapaði eyrnalokk Kona hringdi og hafði tapað stór- um silfureyrnarlokk utandyra í austurbæ Kópavogs á 2. í páskum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 41954. Ja, hvað þá? Gömul kona hringdi og hafði held- ur lítið álit á Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra. Hún sagði: Það er undarlegt að forsæt- isráðherra vill ekki að kosið verði um ágæti sitt heldur um inn- gönguna í Efnahagsbandalagið. Hvað skyldi hann hafa til bragðs tekið ef hann hefði ekki haft EBE til að gera sér grýlu úr? Vettlingur í óskilum Kona nokkur sem gaf upp símann 30823 sagðist hafa fundið svo til nýjan, afar vandaðan svartan og hvítan útprjónaðan vettling. Hann væri svo vel úr garði gerður að synd væri að eigandinn fengi hann ekki aftur. Týndi öðrum skónum Stúlka ein hringdi og sagðist hafatapað einum skó í leigubifreið aðfaramótt dagsins 24,- mars síðast liðinn. Þetta var svartur þykkbotna skór og hafi einhver fundið hann er hinn sami beðinn að hringja í síma 19328. Fundin gleraugu Bjarnveig hringdi og sagðist hafa fundið gleraugu við Mjólk- ursamsöluna við Bæjarháls á mið- vikudaginn fyrir páska. Þetta væru fremur kvengleraugu í grárri umgjörð og lituðust glerin í vaxandi birtu. Helst sýndist Bjarnveigu á gleraugunum að þau hefðu legið lengi á staðnum. Bjarnveig gaf upp símann 676979. Get ekki orða bundist Ég get ekki orða bundist yfir bréfi Guðmundar Magnússonar farar- stjóra Sólarlugs í Velvakanda 3.4 síðast liðinn. I bréfi undirritaðs og Ketilbjöms 27.3 síðast liðinn var persóna Guðmundar aldrei nídd nið- ur, enda engin ástæða til þar sem við sáum manninn nánast aldrei og höfum ekkert yfir honum að kvarta. Hitt er annað mál að það sem við skrifuðum síðast er allt heilagur sannleikur og höfum við félagar enga ástæðu til að ljúga því. Hvernig má það vera að ekki heyr- ist neitt í Guðna (í Sunnu) yfir- manni Sólarflugs? Það var hann sem gekk frá ferðinni en ekki Guð- mundur. Guðmundur reyndi að hjálpa okkur eftir bestu getu fýrst eftir að við komum en eftir það sáum við hann sjaldan. Einnig er það í meira lagi undar- legt er hann segir í bréfi sínu að Ketilbjörn félagi minn hafi haft litla meðvitund í ferðinni og muni líklega ekkert frá ferðinni. Er það í meira lagi hlægilegt að slá svona fram þar eð hann veit ekkert um ástand félaga míns þennan tíma þar sem hann sá hann ekki oft þessa daga. Félagi minn man þó það mikið frá ferðinni að hann er alfluttur til Tælands og kemur til með að dvelja þar í framtíðinni. Og með þessa greiðslu með auka- herbergið þá var hún greidd strax fyrsta daginn og var það 12.700 krónur. Ketilbjörn sýndi mér Visa- nótu seinna upp á 10.000 krónur sem hann sagðist hafa greitt Sólar- flugi daginn sem við fórum heim til Islands. Og það er á hreinu að við borguð- um 91.000 krónur í flugið á meðan það kostaði 81.000 krónur annars staðar. Ekki er það okkar mál hvort tele- faxið á Sólarflugi er í lagi eða ekki. Það er hausverkur Sólarflugs. Guð- mundur segist hafa sótt okkur 165 km leið en ég tek fram að það vor- um við búnir að borga fyrir svo það var nú enginn greiði af hans hálfu eins hann vill vera láta Ég tek það skýrt fram að við félagar höfum engan áhuga á að rægja Sólarflug eða Guðmund, viljum aðeins að reynsla okkar og sannleikurinn komi fram. Að lokum: Guðmundur sagði oftar en einu sinni og geta fleiri vitnað um það að allt væri í ólestri hjá Sólarflugi. HOQNI HREKKVISI >'V/Ð TÖKO/VJ ENGA FANGA. * Víkverji skrifar Stjórnmálamenn verða örlátir í kosningabaráttunni og allir reyna að koma sínu ágæti á fram- færi í fjölmiðlum, með útgáfu á upplýsingabæklingum, fréttatil- kynningum og fundum og auðvitað loforðum um skattalækkanir. í þessum hrærigraut öllum virðist litlu skipta hvort loforðin gangi þvert á þá opinberu stefnu sem áður var fylgt. Þetta kom í hug Víkveija þegar hann var að fletta stærðar bók, sem ber nafnið Lífæðar lands og þjóðar og er gefin út af samgönguráðu- neytinu. Bókin er sögð íjalla um samgöngur og fjarskipti á nýrri öld. Tilgangurinn verður samt nokkuð ljós strax í inngangi verksins, þar sem fjallað er um stefnumótun í samgöngum á síðasta áratug. Að- eins eru nefndir til sögunnar þrír menn; Ragnar Arnalds, Skúli Alex- andersson og Steingrímur J. Sigfús- son núverandi samgönguráðherra, sem eiga það merkilegt nokk sam- eiginlegt að vera þingmenn Alþýðu- bandalagsins. í litskreyttri, ogsjálf- sagj, rándýrri bókinni, sem trúlega af einskærri tilviljun kemur út rétt fyrir kosningar, er að finna marg- víslegan fróðleik, mismunandi nýj- an að vísu. xxx En í bókinni koma þó fram upp- lýsingar, sem eru athyglis- verðar í ljósi annarra atburða á kosningaaðventu. Þar er birtur listi yfir hafnir sem í framtíðinni verði flokkaðar í flutningahafnir og fiski- hafnir. Gert er ráð fyrir að fiski- hafnir verði flokkaðar í tvo flokka, stórar og meðalstórar fiskihafnir og bátahafnir. Bátahafnir eru sagð- ar vera minnstu fiskihafnirnar, bátaútgerðarstaðir með góðri skjól- höfn fyrir smábáta og báta upp í 25 métra að lengd með 3-4 metrar djújpristu. I þessum flokki eru til að mynda Arnarstapi, Bijánslækur, Grímsey, Árskógsströnd, Vogar og Blönduós, sem fékk fyrir helgina 16 milljónir króna frá fjáiveitinganefnd til hafn- argerðar. Þetta var sjötti hluti 100 milljóna króna sem alls voru veittar vegna loðnubrests og lélegs at- vinnuástands til ýmissa staða á landinu. Það er greinilegt að vinstri höndin í samgönguráðuneytinu veit ekki hvað sú hægri í fjárveitinga- nefndinni gerir. XXX Verndun náttúrunnar og barátta við mengun er mjög tii um- ræðu víðs vegar um heim um þess- ar mundir. Með það í huga klykkir Víkveiji út í dag með klausu úr fréttabréfi BSRB, þar sem segir m.a.: „Héðan í írá verða BSRB-tíð- indi prentuð á umhverfisvænan pappír. í tilefni af því var ákveðið að aukaliturinn svokallaði skyldi vera grænn að þessu sinni, en þeim bláa gefið frí. Ástæðan er nærtæk. Núorðið er viðtekið að tákna tillits- semi við náttúruna með græna litn- um, og vel má sú staðreynd vera til að minna okkur á annars gleymd fræði Jóns Grunnvíkings um upp- runa orðanna: orð verða til úr lengri orðum og kallast kontractismus. Suður-hjól verður sól; gras-vænn verður grænn og svo framvegis."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.