Morgunblaðið - 02.06.1991, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.06.1991, Qupperneq 5
reei im'ji. .2 huoaguvim’J8 GiaAjauuoaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUE 27UÚNÍ ig5J CL mannahnefaleikum og áhuga- mennsku, en þar er mikill munur á, og í áhugamennskunni keppa menn með hlífðarhjálm þannig að íþróttin er tiltölulega hættulaus. Rökstuðningurinn var hins vegar sá að íþróttin væri of hættuleg og þannig fór þetta í gegnum þingið og var samþykkt eiginlega áður en nokkur vissi af og ef ég man rétt sátu flestir þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna. Þetta kom auðvitað sem reiðarslag yfír okkur hnefaleikamennina og eins fjöl- marga aðra sem höfðu gaman af að fylgjast með keppni. íþróttin naut mikilla vinsælda og það voru langir biðlistar hjá okkur, af piltum sem vildu komast í þjálfun. Og það var ekki óalgengt að ýmsir fyrir- menn, jafnvel ráðherrar, hringdu í okkur til að reyna að koma sonum sínum að. En svona fór þetta nú og hnefaleikadeild Ármanns var lögð niður en varð um leið stofninn að júdódeildinni, sem síðar átti eftir að verða ein öflugasta deild félagsins. En í sambandi við þau rök, að íþróttin væri hættuleg, má vel koma fram að nýlega var sett á stofn rannsóknamefnd í Svíþjóð þar sem gerð var úttekt á ýmsum íþróttagreinum, þar á meðal áhugamannahnefaleikum, þar sem sérstaklega var skoðað hvort iðk- endum stafaði hætta af íþróttinni. Niðurstaðan var sú að hnefaleikar væru síst hættulegri en margar aðrar íþróttir og til dæmis var á það bent, að það væri jafnvel skað- legra fýrir höfuðið að skalla blaut- an bolta í knattspyrnu, en að fá högg með boxhanska. En ísland er eina landið í heiminum, sem ég veit um, þar sem áhugamanna- hnefaleikar em bannaðir með lög- um.“ — En þú hefur aldrei hætt alveg og æfír enn ásamt nokkmm félög- um þínum. Eruð þið með því að bijóta lög? „Nei, síður en svo. Við keppum aldrei og förum aldrei í hanska. Þetta er bara þjálfun og ekkert annað. Kjaminn í þessum hópi em gamlir félagar úr Ármanni, þeir Björn Eyþórsson prentari, Þorkell Magnússon útibússtjóri, Þorkell Gíslason læknir, Sigurður Eyjólfs- son forstjóri Mjólkurfélagsins og auk þess er sonur minn, Ari, með okkur. Við komum saman að jafn- aði tvisvar í viku. í salnum eru þijár klukkur, og við æfum mjög stíft eftir tíma, - tökum þriggja mínútna lotur með einni mínútu á milli. Prógramið er venjulega §ex mínútur á sekk, tvær til þijár á bolta og síðan fömm við í þrekæf- ingatækin og lyftingar. Og svo er auðvitað sippað. Það er ekkert ólöglegt við þetta.“ Það er greinilegt að hnefaleik- arnir eiga enn mikil ítök í Guð- mundi og hann talar um íþróttina af virðingu og ákafa. En hann hefur komið víðar við í íþrótta- og félagsmálum og auk þess að hafa verið áratugi í stjóm síns gamla félags, Ármanns, og lagt hönd á plóginn í þýðingarmiklum hags- munamálum félagsins, meðal ann- ars sem formaður byggingarnefnd- ar, hefur hann sinnt mörgum trún- aðarstörfum fyrir skákhreyfing- una. Hann var forseti Skáksam- bands íslands á árunum 1966 til 1969, var aðalhvatamaður að kaupum Skáksambandsins á Skák- heimilinu við Grensásveg og í byggingarnefnd Skáksambandsins er nýja skákheimilið við Faxafen var komið upp 1989. Þá var hann forseti Rotaryklúbbs Kópavogs 1974 til 1975. Hér er ekki tóm til að fara nánar út í önnur áhuga- mál Guðmundar en hnefaleikana, enda til samtals okkar stofnað tií að dusta örlítið rykið af þessari forboðnu íþrótt, sem þrátt fyrir allt er ekki með öllu útdauð, eins og æfingar gömlu kempanna, Guð- mundar Arasonar og félaga hans, bera vott um. Skaðlegra að skalla blautan bolta Húsfyllir á hnefaleikakeppni að Hálogalandi 1947. Hringdómari er Peter Wigelund og keppendur eru Knstmundur Þorsteinsson (til hægri) og Stefán Magnússon. En svo kom að því að hnefaleik- ar voru bann- aðir. Ég spyr Guðmund hvemig það hafí borið að og hvemig íslenskum hnefaleikur- um hafí orðið við þegar þeim var skyndilega Norski hnefaleikakappinn Otto von Parat og Guð- meinað að mundur Arascjn eftir sýningarleikinn í Austurbæj- keppa opin- arbíói 1948. berlega: Hér er Alfons Guðmundsson kominn út í kaðlana í keppni við Þorkel Magnússon um 1950. leikinn og ómögulegt var að sanna leikaraskap á Danann. Ég átti því ekki annars úrkosta en að dæma Dananum sigurinn enda kveða reglur skýrt á um slíkt í tilviki sem þessu. Það hefði ekki verið gott afspurnar að Iáta okkar mann vinna leik á rothöggi sem slegið var eftir að bjallan hringdi. í þungavigt keppti Jens Þórðar- son úr Ármanni á móti Dananum Holmar Rasmusen. Yfírburðir Jens komu strax í ljós í upphafi leiksins og hafði hann ráð Danans alger- „Ef ég man rétt þá var það Thorolf Smith blaðamaður sem fýrstur fór að skrifa á móti hnefaleikum. Ástæð- an var okkur hnefaleikumm dulin því allir sem stunduðu íþróttina fóra eftir reglum íþróttasam- bandsins að öllu leyti og þær regl- ur vora mjög strangar jafnt innan hrings sem utan. Hnefaleikurum datt til dæmis aldrei í hug að slá liggjandi mann, það vora bara ómenni sem slíkt gerðu. En við vissum að til voru menn sem sigldu undir fölsku flaggi, kynntu sig sem hnefaleikara og frömdu ýmis óhæfuverk í skjóli þess. Það má vera að það hafi verið undirrót þessara skrifa Thorolfs. Það vora margir ósáttir við þessi skrif hans og til gamans má geta þess að Jón Múli, sem var góður vinur Tho- rolfs, skrifaði í minningargrein um hann að það væri það eina sem hann gæti ekki fyrirgefið honum, að hafa staðið fyrir því að hnefa- leikar væru bannaðir. En hvað sem því líður þá var þetta upphafið að því að farið var að hnýta í hnefa- leikara og svo jókst þetta stig af stigi. Svo gerist það mjög skyndilega, og nánast án þess að okkur gæfist tóm til að svara fyrir okkur, að fram kemur tillaga á Alþingi, frá Kjartani Jóhannessyni lækni, að banna hnefaleika. í þeirri umfjöll- un sem þar fór fram var enginn greinarmunur gerður á atvinnu- lega í hendi sér strax í fyrstu lotu. Undir lok lotunnar var Jens með Rasmusen við kaðlana og þjarmaði að honum með háum og djúpum höggum. Allt í einu lætur Daninn sig falla í gólfíð og lét líta svo úr sem hann hefði hlotið högg milli fóta. Hann neitaði síðan að standa upp og halda áfram. Hringdómari ráðfærði sig við utanhringsdóm- ara. Tveir þeirra töldu sig ekki hafa séð höggið í því ljósi að það hefði verið of djúpt, einn þeirra taldi höggið vera of djúpt. Hring- dómari taldi að höggið hefði verið á beltisstað og alls ekki til að gera veður út af. Hann kvaddi lækni mótsins, Úlfar Þórðarson, til að skoða Rasmusen og var ekki að sjá neina áverka eftir ólöglegt högg. Jens Þórðarsyni var því dæmdur sigurmn. Það fór ekkert á milli mála að íslensku keppendumir höfðu grein- ilega yfír- burði á móti Dönunum og var heimsókn þeirra kær- komin ábend- ing um það að okkar hnefaleika- menn vora fýllilega gjaldgengir með öðram þjóðum á þessum áram.“ íslaiíúsmeistmí haefaleikum trá umhafi igt (yfir 80 kg) 1936: Vilhj. Guðmundsson, KR. 1937-’42: Ekki keppt um tignina. 1943: Hrafn Jónsson, Á 1944: Guðmundur Arason, Á 1945: Hrafn Jónsson, Á 1946: Ekki keppt um tignina. 1947: Jens Þórðarson, Á 1948: Jens Þórðarson, Á 1949: Þorkell Magnússon, Á 1950: Ekki keppt um tignina. 1953: Jens Þórðarson, Á Léttbungavigf (undir 80 kg) 1936 Ingvar Ingvarsson, KR 1937-’42: Ekki keppt um tignina. 1943: Kristján Júlíusson, Á 1944: Gunnar Ólafsson, Á 1945: Gunnar Ólafsson, Á 1946: Ekki keppt um tignina. 1947: Þorkell Magnússon, Á 1948: Þorkell Magnússon, Á 1949: Björn Eyþórsson, Á 1950: Grétar Árnason, IR 1953: Þorkell Magnússon, Á Milliviot. 1936: Sveinn Sveinsson, Á 1937-’42: Ekki kepptum tignina. 1943: Þorkell Magnússon, Á 1944: Jóhann Eyfells, ÍR 1945: Jóel B. Jakobsson, Á 1946: Jóel B. Jakobsson, Á 1947: Svavar Árnason, Á 1948: Ekki keppt um tignina. 1949: Davíð Haraldsson, Á 1950: Birgir Þorvaldsson, Kr 1953: Björn Eyþórsson, Á Veltivigt. 1936-’43: Ekki keppt um tignina. 1944: Jóel B. Jakobsson, Á 1945: Stefán Magnússon, Á 1946: Stefán Jónsson, Á 1947: Arnkell Guðmundsson, Á 1948: Birgir Þorvaldsson, KR 1949: Kristján Jóhannsson, Á 1950: Bjöm Eyþórsson, Á 1953: Sigurður Jóhannsson, Á Léttvigf. 1936: Hallgrímur Helgason, KR 1937-’42: Ekki keppt um tignina. 1943: Stefán Jónsson, Á 1944: Stefán Magnússon, Á 1945: Arnkell Guðmundsson, Á 1946: Arnkell Guðmundsson, Á 1947: Marteinn Björgvinsson, Á 1948: GissurÆvar, A 1949:JónNorðfiörð,KR 1959: GissurÆvar, Á 1953: Sigurður Þorvaldsson, KR Fjaöurvigt. 1936-’42: Ekki keppt um tignina. 1943: Jóel B. Jakobsson, Á 1944: Ekki keppt um tignina. 1945: Ámi Ásmundsson, Á 1946: Rafn Sigurðsson, KR 1947: Ámi Ásmundsson, Á 1948: Kristján Jóhannsson, Á 1949: Guðmundur Karlsson, Á 1950: Guðbjartur Kristinsson, KR 1953: Ekki keppt um tignina. Bantamvigt. 1936- ’42: Ekki keppt um tignina. 1943: Stefán Magnússon, Á 1944: Marteinn Björgvinsson, Á 1945: Guðjón Guðjónsson, ÍR 1946: Jón Norðfjörð, KR 1947: Friðrik Guðnason, Á 1948: Gunnar Sveinsson, Á 1949: Ekki keppt um tignina. 1950: Ekki keppt um tignina. 1953: Garðar Steinarsson, KR. Fluguvigt. 1936: Alfreð Elíasson, Á 1937- ’42: Ekki keppt um tignina. 1944: Friðrik Guðnason, Á 1945: Friðrik Guðnason, Á 1946: Björn Eyþórsson, Á 1947: Ægir Egilsson, A 1948: Ekki keppt um tignina. 1949: Hörður Hjörleifsson, Á 1950: Birgir Egilsson, KR 1953: Ekki keppt um tignina. musen, sýndi þar hnefaleik á móti Jóel B. Jacobsen úr Ármanni. Ras- musen var fyrrverandi Sjálands- meistari í hnefaleik í sínum þyngd- arflokki, en Jóel stóð honum síst að baki í leikni og var sýning þeirra hin besta skemmtun fyrir áhorf- endur. Af einstökum viðureignum í sjálfri keppninni má nefna að í léttvigt sigraði Björn Eyþórsson Viggó Carstensen frá Danmörku. Björn sigraði með miklum yfir- burðum og var leikur þeirra besti leikur mótsins. Jón Norðíjörð úr KR keppti síðan við Frede Hansen frá Danmörku og í þeim leik var ég hringdómari. Jón NorðQörð sýndi mikla yfirburði í þessari við- ureign en í lok annarrar lotu varð hann fyrir því óhappi að slá Dan- ann högg eftir að bjallan hringdi til merkis um að lotunni væri lok- ið. Hann virtist ekki heyra bjöllu- sláttinn, sem var þó mjög greini- legur. Daninn féll við höggið og setti þetta atvik mig, sem hring- dómara, í mikinn vanda. Þetta var eini möguleiki Hansens til að vinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.