Morgunblaðið - 02.06.1991, Side 11
leikhús og ná í kaffi handa okkur.
Skoðaðu eitthvað á meðan.“
Ég skoða alla leikarana sem
koma og fara, myndir af fallegu
fólki með hugsandi augnaráð og
innan tíðar er Þorlákur kominn
aftur. Ég spyr hann hvað hann
tæki sér nú fyrir hendur væri hann
orðinn tvítugur aftur.
„Ég ætlaði nú að verða húsa-
smiður á sínum tíma, en þá þurfti
að borga með lærlingum og það
voru ekki til aurar fyrir því. Það
var líka ágætt, því það kom í ljós
að ég er ekki nokkur smiður.
Ég hefði líkast til farið í sönginn
hefði ég mátt ráða. Annars var því
spáð fyrir mér fímm ára gömlum
að ég yrði prestur. En úr því varð
ekki.
Við vonim fimm systkinin, ól-
umst upp hér í Reykjavík. Það er
sagt að ég hafí fæðst lO.júní 1921,
maður vejður að trúa því. Ég átti
að heita Ámi en það dróst að skíra
mig og í millitíðinni dó móðurbróð-
ir minn sem hét Þorlákur og eftir
honum var ég skírður. En ég var
kallaður Addi frameftir öllu.“
Dómari
„Hér er oft spenna fyrir frumsýn-
ingar, og það er kannski ástæðan
fyrir því að ég fékk magasár sex
sinnum,“ segir hann og drekkur
lútsterkt kaffið sitt með ánægju.
■ Mér var
sagt upp
sjö sinnum
en fór bara
aldrei.
■ Það örvar
mig að vera
á milli
tannannaá
fólki.
■ Ég hef lagt
áherslu á
að vera en
ekki
sýnast.
„Reyndar var það nú svo komið,
að einu sinni eftir að ég hafði verið
í miklum rannsóknum, sagði lækn-
irinn við konu mína að ég væri
með krabbamein í maga. Þá var
ekki til siðs að segja sjúklingunum
það sjálfum. En konan mín gat
ekki legið á þessu og sagði mér
það. Það var mesta kjaftshögg sem
ég hef fengið.
Ég veit ekki hvað gerðist, ég
fékk köst eftir þetta, en síðan hef
ég verið hinn brattasti og hvergi
fundið til.“
— Ekki hefur dómarastarfíð
bætt streituna, varstu góður dóm-
ari?
„Nei ætli það,“ ansar hann. „Ég
hefði sjálfsagt verið betri hefði ég
ekki verið að vasast líka í stjómar-
störfum fyrir félagið.
Ég gekk í Víking árið 1938 um
haustið, hafði verið í Val áður,
KÉUM-drengur. Sumarið áður en
ég gekk í Víking hafði ég verið í
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2, JÚNj 1991
sveit, strauk nú reyndar því mér
leiddist svo, og þegar ég kom á
æfingu hjá Val var ég látinn víkja
ásamt öðrum þegar skipta átti liði,
því ég hafði verið frá um sumarið.
Ég sætti mig ekki við það og fór.
Ég var niðri á billjardstofu ásamt
vini mínu þegar Þorsteinn Ólafsson
tannlæknir vatt sér inn og bað vin
minn blessaðan um að koma upp
á völl, það vantaði menn. Ég spurði:
Er ekki pláss fyrir mig líka? Og
vinur minn bauð mér að nota-af-
ganginn af sínum tíma.
Ég eignaðist strax góða vini og
var kosinn í stjórn. í þá daga var
krafa frá Knattspymuráði Reykja-
víkur um að hvert félag skaffaði
tvo dómara og tók ég J>að að mér
ásamt félaga mínum. Ég tolldi við
það starf í 33 ár og hef dæmt á
annað þúsund leiki.
Ég fann mig strax í þessu, fannst
ég vera að gera gagn. Auðvitað
var ég alltaf með annan helming
vallarins á móti mér. En veistu, það
örvar mig að vera á milli tannanna
á fólki. Þá veit ég að ég er að
gera eitthvað af viti.
Nú, eins og vanalega í þá daga
öskruðu menn: Útaf með helvítis
dómarann! En þegar þeir görguðu:
Þorlákur þreytti! Þá fór ég fyrst í
form.“
Heiðursfélagi
Síðustu árin hefur Þorlákur verið
eftirlitsdómari og fyrir stuttu var
hann gerður að heiðursfélaga Vík-
ings eftir að hafa starfað fyrir fé-
lagið í meira en hálfa öld.
Hann segir að það sé nú tíma-
skekkja því hann sé ekkert á för-
um. Enn séu mörg verkefni óunnin,
eins og t.d. íþróttasvæðið í Foss-
vogi. „En nú er ég kominn í stjórn-
arandstöðu og skal nú aldeilis kýla
á hlutina! Ýta á eftir þeim í stjórn-
inni eins og þeir ýttu á mig!
Við ræðum dómarastörfin og
Þorlákur segir að menn séu fljótir
að gleyma ef knattspyrnumenn
gera skyssu, brenna af í dauðafæri
eða annað, en ef dómarinn gerir
mistök er hann eltur uppi eins og
hægt er.
„Stundum er aðeins um að ræða
brot úr sekúndu, eins og þegar ég
var að dæma Úrvalslið Reykjavíkur
og breska landsliðið eftir stríð. Þá
var spyrnt frá vallarhelmingi Úr-
valsliðsins með stórum háum bolta.
Mér varð sem snöggvast litið í átt-
ina þaðan sem sparkað var, því
mér virtist í fyrstu vera ruðningur,
en þegar ég lit við er boltinn að
fara frá vallarhelmingi Bretanna
og allir benda og hrópa: Víta-
spyrna! Ég gat ekki dæmt það því
ég sá það ekki. Fékk svo að heyra
að ég hefði ekki þorað því.
Nú, eitt sinn kom hingað klúbbur
frá Skotlandi sem spilaði hér fjóra
leiki. Ég var búinn að fylgjast með
þeim og dæmdi síðan þriðja leik-
inn. Einn varnarmaðurinn skoski
gekk í skrokk á okkar mönnum og
var ég ákveðinn að fylgja þeim
manni eftir. Það var ekki komið
hlé þegar ég var búinn að reka
hann útaf.
Fararstjórinn skoski varð eitt-
hvað miður sín og spurði hvort ég
myndi skrifa skýrslu á þetta, en
ég sagði: Þetta er allt í stakasta
lagi, maðurinn fór útaf, ég vona
að hann komi aldrei til íslands aft-
ur.“
Mestu viðurkenningu sem dóm-
ari fékk Þorlákur þegar hann var
eitt sinn að dæma KR-Fram í
3.flokki á Framvelli. „Þarna voru
þrír frískir strákar úr Fram sem
ætluðu að yfírtaka völlinn. Ég tek
á þeim og fylgi þeim eftir. I hléi
ganga þeir á undan mér og ég
heyri að einn segir: Heyrðu Bjössi,
þetta þýðir ekki, þetta er alvöru-
dómari!
Þetta var ein sú mesta viður-
kenning sem mér hefur hlotnast."
Sjálfsagt hafa menn ekki hug-
mynd um þá ómældu vinnu sem
unnin er af stjómarmönnum hvers
íþróttafélags bak við tjöldin. Ef
þeir legðu árar í bát væri engin
íþróttahreyfing til á landinu. Ég
spyr Þorlák hvort þetta íþróttastúss
sé ékki látlaust þras?
„Það er þess virði,“ segir hann
umsvifalaust.
— Er ekki konan þín orðin hund-
leið á þessu?
„Jú jú. Og það er nú þáttur út
af fýrir sig. Mér blöskrar það oft
þegar verið er að næla í mann
merkjum og dóti, að aldrei er
minnst á makann. En auðvitað
getur maður ekkert gert ef hann
er ekki með í þessu.“
Boxarinn
Á efri hæðinni eru leikarar að
gera einhverjar undarlegar jafn-
vægisæfíngar á gólfí, en niðri í
kjallara er litla sviðið, mannlaust
og lítillega upplýst. Sviðið er á
miðju gólfi með leikmunum úr leik-
ritinu „Ráðherra klipptur".
Þorlákur tekur upp kaffikönnu
svarta og segir: „Heldurðu að það
hafí ekki brotnað innan úr henni
þessari rétt fyrir sýningu. Við urð-
um að nota hitabrúsa. Það er ýmis-
legt sem gerist hér baksviðs eins
og þegar við vorum með „Bílaverk-
stæði Badda“, og fiskbein stóð fast
í hálsi Sigurðar Siguijónssonar.
Það var tannlæknir hér í grennd-
inni sem sótti beinið ofan í kok á
hónum.“
— Þú hefur eiginlega bæði verið
baksviðs í leiklistinni og í íþróttun-
um?
„Já, en ég ætlaði að verða af-
reksmaður í íþróttum," segir hann
fljótmæltur.
— Jæja?
„Já, já, byijaði einmitt að æfa
glímu hér á þessu gólfí. Það gekk
sæmilega í byijun, en svo féll
skuggi á framann þegar Guðmund-
ur Ágústsson mætti til leiks. Hann
var betri en ég.
Þá hætti ég og fór að æfa box.
Boxaði hér í þessum sal. Eitt sinn
þegar ég kom á æfingu var Hrafn
Jónsson einn í hringnum og þjálfar-
inn spyr mig hvort ég sé ekki til í
að hreyfa mig aðeins í kringum
hann. Eg hélt það nú. Næst man
ég eftir mér þar sem ég steinlá á
gólfínu og sá stjörnur.
Ekki hefði mér dottið í hug þá
að ég ætti eftir að sjá aðrar stjörn-
ur hér í leikhúsinu seinna meir.“
Gæfan
„Hér er alltaf verið að byggja
upp og rífa niður, leikararnir vita
það kannski ekki, en átökin eru
ekki síður hér baksviðs þegar eitt-
hvað er um að vera,“ segir Þorlák-
ur. „Við bæði hryggjumst og gleðj-
umst. En það er sennilega ekki
auðvelt að vera leikari núna. Það
er mikil samkeppni, alltof margir
útskrifast þannig að þröngt er í
búi í okkar litla þjóðfélagi. I gamla
daga öfundaði maður leikarana því
þeir fengu frí í tvo mánuði og höfðu
sumir lítið að gera, en núna veit
maður að það versta fyrir leikara
er að fá ekkert verkefni.
Ég er mjög ánægður að þeir
skuli nú loksins sýna „Söngvaseið“.
Ég sá söngleikinn í London fyrir
27 árum og kom með leikskrána
til Guðlaugs Rósinkrans og bað
hann um að taka það upp. Hann
sagði að það væri ekki til bamakór
til að syngja það. Tveimur árum
seinna sá ég það aftur og enn á
ný fór ég til Guðlaugs og hef æ
síðan verið að röfla um þetta. Ég
er því þakklátur að fá að sjá það
hér núna.“
— Nú hefur þú séð sum verkin
mjög oft. Kanntu ekki heilu rullurn-
ar utanað?
„Nei ég hef aldrei farið að leika
bak við tjöldin. Ég er með hugann
við annað. Þetta er nákvæmnis-
vinna hér og ekkert má bregðast.
Við erum hér tveir starfsmenn og
erum allt í öllu. Það þýðir heldur
ekkert að stafla upp mannskap
hér. Þá þurfa allir sinn stól til að
hvíla sig á.“
— Þorlákur, þú hefur ekki skipt
um starf { rúm fjörutíu ár.
„Ekki nóg með það, ég hef ekki
heldur skipt um konu!
Ég er nokkuð vanafastur. En
konan mín hefur verið góð að lofa
mér að vera, ég er hissa að hún
skuli ekki vera búin að henda mér
út. Já, við eignuðumst þijú yndisleg
börn og nokkur bamabörn.“
Sem snöggvast verður hann dap-
ur: „Ég verð nú að segja að ég
átti ekki von á því að þurfa að
kaupa KR-búning handa bama-
barni mínu. En ég hef lofað því
að verði hann góður handboltamað-
ur, læt ég færa hann bæjarleið.
Mesta gæfa mín í lífinu, fyrir
utan það að halda heilsunni er að
hafa eignast góða konu og góða
fjölskyldu. Það var líka gæfa mín
að hafa tekið þátt í að bjarga tveim-
ur mannslífum. Þá var ég ungur á
bandarísku herflutningaskipi sem
flutti hermenn milli Le Havre og
New York. Við vomm að koma frá
Boston á sunnudegi þegar fiskitog-
ari sigldi þvert á okkur. Svo ein-
kennilegt var það, að meðal áhafn-
arinnar á togaranum voru fjórir
Islendingar. Skipstjórinn var ís-
lenskur og hét Magnús Magnússon.
Ég og félagar mínir náðum
tveimur mönnum úr sjónum. Mér
þótti skrýtið hvernig annar þeirra
æjaði, enda kom síðar í ljós að
hann var Islendingur. Það var und-
arleg tilviljun að vera íslendingur
um borð í bandarísku herflutninga-
skipi og bjarga íslendingi af banda-
rískum togara úr sjónum.“
Klossarnir
Sminkherbergið er afar lítið en
hefur samt þessa töfra sem flestir
skynja. „Hefði ég ekki farið inn í
G W?
þetta húa á sínum tíma, þá hefðum
við engan samastað," segir Þorlák-
ur og horfir ákveðinn á sig og mig
í speglunum. „Ég framkvæmdi hér
margt á eigin ábyrgð og við byijuð-
um hér á gulu ljósi. Lítil svið eiga
fullan tilverurétt í öllum leikhúsum,
og það er metnaðarmál fyrir mig
að halda þessu í góðu lagi.“
Hann slekkur ljósið, og ég spyr
hann þegar við göngum eftir rökkv-
uðum göngum hvað hann hugsi nú
á kvöldin þegar hann er orðinn einn
eftir og er að ganga frá, hvort
hann sé ekkert myrkfælinn?
„Jú, ég vil helst ekki ganga lengi
í svörtu áður en ég kemst út!“
Bætir svo við og brosir í kamp-
inn: „Ég held nú að hann Jón heit-
inn Þorsteinsson hafí ekki verið
neitt of hrifinn þegar við fluttum
hér inn fyrst. Þegar ég kom hérna
inn í húsið hafði ég með mér rauð-
an dregil ofan úr Leikhúskjallara.
Ég vissi nú ekki hvað ég ætlaði
að gera við hann, þvældist þetta
með hann. En eitt sinn þegar ég
er að loka glugga sem er í tveggja
metra hæð og stend í litlum tröpp-
um, er handfangið svo fúið að ég
féll aftur á bak. En ég lenti á dregl-
inum og hann tók af mesta högg-
ið. En þetta var ekki búið, því þrjár
lausar hurðir sem ég hafði tyllt upp
við vegg fóru af stað í látunum og
hrundu á höfuð mér.“
Ég hlusta með opinn munninn á
frásögn Þorláks, hann sér að mér
er brugðið, horfir aðeins útundan
sér, leynir brosi og segir: „Jájá.
Ég fékk mjög stóra kúlu á höfuðið.
En þannig var, að áður en þetta
gerðist fannst mér ég vera farinn
að missa minnið. Þú veist, gleyma
símanúmerum og þess háttar. En
með tilkomu þessarar kúlu lagaðist
það. Svo ég fór auðvitað strax upp
í Brynju þegar kúlan var að hverfa,
keypti mér hamar með gúmmí
framan á hausnum, og gaf sjálfum
mér högg svona annað slagið. En
þetta kenni ég nú Jóni um.“
Þorlákur sér að þessi viðbót hef-
ur haft tilætluð áhrif og heldur
áfram: „Eins var það með svörtu
klossana. Þeir voru að þvælast fyr-
ir öllum í geymslum uppi í leik-
húsi, svo ég hirti helvítis klossana
með mér. Þeir voru miklu þykkari
en þessir,“ segir hann og skoðar
rauðbrúnu klossana sína, „nú svo
fæ ég planka á fótinn og hefði rist-
arbrotnað hefði ég ekki verið í
svörtu klossunum."
Við erum sammála því að ýmsar
skrýtnar tilviljanir eiga sér stað í
þessu lífí. Um leið og leiksviðsstjór-
inn leiðir mig út úr þessum ævintýr-
aheimi spyr ég hann hvort hann
verði eitthvað áfram?
„Ég fór á eftirlaun fyrir tveimur
árum, en hef unnið hér fimm tíma
á dag og líkað það afar vel. Ég vil
gjarnan vera áfram meðan verkefni
eru næg. Leikhúsið á dýrmæta hluti
hingað og þangað sem ég hef verið
að smala saman og halda utanum.
Ég á svosem fyrir grautnum
næstu mánuði, þótt ég hafi ekki
safnað auði hér. Maður hefur unn-
ið hér á skítakaupi allt sitt líf. En
ég hef alltaf komist vel áfram, hef
lagt áherslu á það að vera en ekki
sýnast, og það besta í lífinu er að
fá að vera með.“
WBU MENNTASKÓLINN
Aoalffundur PIH í KÓPAVOGI
SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Skrifstofunám MK
Skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi er
verður haldinn dagana 6. og 7. júní 1991 tveggja ára hagnýtt nám með sex vikna starfsþjálf- un á skrifstofu og í banka.
í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Skólinn hefst í septemberbyrjun og lýkur með starfsþjálfun í maí.
Fundurinn hefst kl. 9 árdegis. Hægt er að meta skrifstofubrautarpróf til eininga, sem jafngilda einu ári í framhaldsskóla.
Nemendur á skrifstofubraut þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi eða vera orðnir 18 ára við upp- haf námsins.
$ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Nánari upplýsingar eru veittar í Menntaskólanum í Kópavogi, símar 46865 og 44014. Innritun fer fram 3. og 4. júní frá kl. 9.00-18.00.