Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÖIÐ LAUGARDAGUR 8. JÖNÍ 1991
21
Ráðstefna um frið 1 Mið-Austurlöndum:
Shamir hafnar tihnæl-
um Bush um aðild SÞ
Jerúsalem. Reuler.
YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, hefur hafnað þátttöku
Sameinuðu þjóðanna í hugsanlegri ráðstefnu um frið í Mið-Austurlönd-
um þrátt fyrir beiðni George Bush Bandaríkjaforseta.
Bush sendi helstu leiðtogum Mið-
Austurlanda bréf í síðustu viku, þar
sem hann reyndi að jafna ágreining
ísraéla og araba um friðarráðstefn-
una. Fjölmiðlar í ísrael sögðu að
Bush hefði beðið ísraelsstjórn um
að fallast á að Sameinuðu þjóðirnar
gegndu smávægilegu hlutverki í
friðarráðstefnu, sem haldin yrði í
tveimur hlutum með sex mánaða
■ LONDON - Fyrsti blökku-
maðurinn til að gegna embætti
verkalýðsleiðtoga í Bretlandi var
kjörinn í sögulegum kosningum í
gær til að leiða stærsta verkalýðsfé-
lag landsins, Félag flutninga-
verkamanna (TGWU) sem hefur
1,2 milljónir félagsmanna. Hann
heitir Bill Morris, 52 ára, fæddur
á Jamaica. Hann tekur við aðairitar-
astöðunni hjá TGWU í marsmánuði
á næsta ári. Hann hefur verið vara-
aðalritari félagsins í sex ár og sigr-
aði þijá meðframbjóðendur í kosn-
ingunum.
færum fjölgaði. Þótt atvinnuleysið
hafi aukist nokkuð þykir fjölgun
atvinnutækifæranna eitt af merkj-
unum um að bandarískt efnahagslíf
sé að rétta úr kútnum eftir 10
mánaða samdráttarskeið.
■ SYDNEY - Ný frjóvgunar-
aðferð, sem beitt hefur verið í
Astralíu, kann að verða til þess að
fimmtungur ófijórra karlmanna
geti getið börn. Hún felst í því að
velja sæði úr körlunum, koma því
inn fyrir ysta lag eggfrumu konunn-
ar í tilraunaglasi. Þegar eggfijóvg-
unin hefur átt sér stað er egginu
komið fyrir aftur í móðurlífi kon-
unnar. Þessi aðferð gagnast aðeins
körlum, sem hafa verið ófrjóir
vegna lítillar sæðisframleiðsiu eða
of lítils hreyfanleika sæðisins. Þeir
eru um fimmtungur allra ófijórra
karlmanna.
millibili.
ísraelskir embættismenn sögðu í
gær að Shamir hefði skrifað Bush
langt svarbréf og hann hefði hvergi
hvikað frá stefnu sinni. „Afstaða
hans er mjög skýr - hann vill að
ráðstefnan verði haldin í einu lagi
og hann er andvígur hvers kyns
aðild Sameinuðu þjóðanna," sagði
ísraelskur embættismaður sem vildi
ekki láta nafns síns getið. Fjölmiðlar
í Israel sögðu að svarbréf Shamirs
gerði að engu vonir Bush um að
hann gæti beitt áhrifum sínum til
að laða ísraela og araba að samn-
ingaborðinu.
Sýrlendingar hafa lagt áherslu á
að Sameinuðu þjóðirnar gegni veiga-
miklu hlutverki í friðarráðstefnunni
til að tryggt verði að samningavið-
ræðurnar byggist á ályktunum Sam-
einuðu þjóðanna, sem kveða á um
að Israelar láti land af hendi. Þeir
vilja einnig að friðarráðstefnunni
verð( haldið áfram með jöfnu milli-
bili. ísraelar vilja hins vegar að ráð-
stefnan verði aðeins haldin einu sinni
og í kjölfar hennar fylgi tvíhliða við-
ræður Israela og arabaríkja. Þeir
telja ennfremur að Sameinuðu þjóð-
irnar séu ekki hlutlausar í málinu
þar sem þær hafa ítrekað fordæmt
ísraelsk stjórnvöld.
Stan Getz
Reuter
■ LOS ANGELES - Jazz-tenór-
saxófónleikarinn Stan Getz lést á
heimili sínu í Malibu í Los Angeles
á fimmtudag. Hann var 64 ára að
aldri og hafði háð langa og erfiða
baráttu við krabbamein. Getz lék
í ijölmörgum hljómsveitum um
ævina og hlaut fern Grammy-verð-
laun, þar af þrenn árið 1964 fyrir
lagið „The Girl from Ipanema".
Hann varð áberandi í jazzheiminum
strax á sjötta áratugnum, en vakti
almenna athygli á sjöunda áratugn-
um fyrir að laga brasilískar taktteg-
undir að jazzinum.
■ Washington - Atvinnuleysi
jókst í Bandaríkjunum á milli mán-
aðanna apríl — maí úr 6,6 f 6,9%
þrátt fyrir óvænta fjölgun starfa á
tímabilinu. Atvinnutækifærum utan
landbúnaðargeirans fjölgaði um
59.000, en fækkaði í apríl um
180.000. Þetta var í fyrsta skipti
frá því í júní 1990 sem atvinnutæki-
Þýskaland:
Bannað „barnalag“
nær geysivinsældum
MEIRA en aldargamalt þýskt barnalag, „Zehn kleine Negerlein"
eða Tíu litlir negrastrákar, hefur orðið að miklu deilumáli eftir
að það var gefið út í nýrri, örlítið breyttri útgáfu, af popphljóm-
sveitinni Time to Time frá Frankfurt.
í upprunalega laginu, sem hefur
verið mjög vinsælt meðal margra
kynslóða þýskra barna, er sagt frá
tíu litlum negrastrákum sem farast
af slysförum einn á eftir öðrum.
Einn borðar yfir sig af graut, ann-
ar drekkur yfir sig af bjór o.s.frv.
í nýju útgáfunni er byggt á þess-
ari hugmynd en dauðdagar litlu
svertingjastrákanna eru með tölu-
vert harðneskjulegri hætti. Þannig
deyr einn úr lekanda, annar er
barinn til bana af félögum sínum
og enn einn lætur lífið þegar ráðist
er á hann á leið heim frá lestarstöð-
inni Bahnhof Zoo í Berlín.
Þessi skrumskæling barnalags-
ins hefur farið mjög fyrir bijóstið
á mörgum, ekki síst svertingjum í
Þýskalandi, og skipulögðu m.a. ein
samtök þeirra, Initiativ Schwarze
Deutsche, mótmælagöngu að skrif-
stofum plötuútgáfufyrirtækisins
EMI-Electrola í Köln. Akvað fyrir-
tækið að lokum að hætta fram-
leiðslu plötunnar þar sem texti
lagsins hefði verið „mistúlkaður af
ýmsum pólitískum hópum“. EMI
mun einnig hafa óttast að frægir
svartir listamenn, s.s. Tina Turner,
myndu fara frá fyrirtækinu.
Þetta uppistand hefur þó ekki
komið í veg fyrir vinsældir lagsins
og hefur það verið í allra efstu
sætum þýskra vinsældalista síð-
ustu vikur. Þó hætt hafi verið við
framleiðslu plötunnar er lagið enn
fáanlegt á safnplötu. Á umslagi
geisladisksins segir: „Þessu lagi er
ekki beint gegn negrum. í því fel-
ast einungis ákveðin skilaboð: Það
eru margar hættur í þessum heimi
sem við getum orðið fyrir barðinu
á hvenær sem er.“
BESTU KAUPIN
í STEIKUM!
NÝTT Á MATSEÐLINUM:
T-bone steilcur m/bakaóri kartöflu,
kryddsmjöri og hrásalati
KR. 890,-
Grilluó lambasteik m/bakaóri
kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati
KR. 690,-
AUK ÞESS:
Nautagrillsteik og meólæti
KR. 760,-
Svinagrillsteik og meólæti
1 1 " ijflÍÍ tagtia
| Meim en þú geturímyndad þér! ——
og vírka daga frá 8 til 18,
■f#- ÍiiJja-jÁJ
Verslun athafnamannsins í sjötíu og fimm ár.
Grandagarði 2, Rvík, sími 28855.