Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991 37 Yannick Noah kann vel við sig í félagsskap sem þessum. UMSKIPTI Tenniskappi í rokkið Franski tennissnillingurinn Jannick Noah hefur snúið baki við íþrótt sinni og lagt út á braut rokktónlistar. Það kom mjög á óvart er hann neitaði blákalt að keppa á Opna Franska meistara- mótinu fyrir nokkru og þótti undir- strika að honum er fúlasta alvara með ákvörðun sinni. Noah hefur þénað svo vel í tennisíþróttinni, að hann ræður vel við það fjárhags- lega að leggja spaðann á hilluna og reyna fyrir sér á nýjum vígsstöð- um. Síðasta árið hefur Noah helgað sig rokkinu í vaxandi mæli og af- rakstur þess tíma eru 12 textar og lög sem leikin verða inn á breið- skífu á næstunni. Þrátt fyrir sinna- skiptin segir Noah að það sé ekki draumur sinn að leika rokk til lengdar, stóri draumurinn sé sá að festa kaup á skútu einni mikilli og sigla í kring um hnöttinn. Þeir sem heyrt hafa tónsmíðar Noah segja þar vera fátt nýtt á ferðinni. Þar bregði fyrir lagaleiftr- um sem menn muna úr lögum eft- ir stjömur eins og Michael Jack- son, Prince, Rolling Stones, Marvin Gaye og Bob Marley. Þó hefur eitt laga hans öðrum fremur vakið mikla athygli, það heitir „Saga Africa“, en það fjallar um bágt hlutskipti Afríku í skiptingu auðs- ins í heiminum. í laginu og textan- um þykir Noah fara á kostum og þykir hann fyrir vikið efnilegur. Afmælissýn- ing Fim- leikafélags- ins Bjarkar Fimleikafélagíð Björk fagnar fertugsafmæli sínu á þessu ári, nánar til- tekið 1. júlí næst komandi. Félagið hefur átt fjölmarga íslandsmeistara í einstakl- ingsgreinum og lið frá Björk hafa einnig oft sigrað í hin- um ýmsu mótum hér innan- lands. í tilefni af afmælinu var fyrir skömmu haldin sér- stök afmælissýning þar sem allar 220 Bjarkirnar komu fram og lögðu sitt af mörkunum. f dag er tilvalið að líta við í nýja sýningarsal Gísla Jónssonar & co. í Borgartúni 31 og skoða nýju Camp-let tjaldvagnana, Royal, Concorde og Apollo. Hörkugóðirtjaldvagnar ó mjög hagstæðu verði. Einnig eru ó boðstól- um margskonar ferðavörur, svo sem gasgrill, gasvörur, borð og stólar, farangurskassar og ýmsir aukahlutir. Camp-let er tjaldvagninn sem reynst hefur best á fslandi. Verið velkomin! Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Sími 91-686044 SKOÐADU IDAG PIIP Skrifstofa Gísla Jónssonar er í Sundaborg 11, S 686644, Sýningarsalur Borgartúni 31, ® 626747. Opið alla virka daga frá kl. 10-6, laugardaga kl. 10-4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.