Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ I/AU,GARDAGIIR/ 8. JJJNÍ 1991 Námsmenn undrandi og reiðir - segir formaður Stúdentaráðs um skerðingu námslána ÓLAFUR G. Einarsson, mennta- málaráðherra, hefur staðfest breytingar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem samþykktar voru á fundi stjórnar sjóðsins á fimmtudaginn. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að ummæli Johns Gummer, sjávarútvegsráð- herra Breta, um hvalveiðar fs- lendinga séu móðgun við íslenzku þjóðina. Gummer sagði í ræðu í brezka _ þinginu að hann „vildi halda íslendingum í hópi sið- menntaðra þjóða“ og að afstaða íslendinga til Alþjóðahvalveiðir- áðsins væri „ótæk“. „Þetta er afar ósmekkleg og óvið- eigandi yfirlýsing og móðgun við ís- lenzku þjóðina,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er full ástæða til þess að Gummer biðji afsökunar." Þor- Fulltrúar námsmanna í sljóm Lánasjóðsins hafa mótmælt þess- um breytingum harðlega og segir Siguijón Þorvaldur Arnason, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, að það valdi mikilli furðu steinn sagðist ekki búast við að ís- lenzk stjómvöld færu fram á slíka afsökunarbeiðni, Gummer ætti sjálf- ur að sjá sóma sinn í því. „Þetta lýsir viðhorfum manna, sem hafa blásið á vísindaleg rök og láta stjómast af tilfinningahita til að þóknast öfgasinnum sem hafa litla sem enga þekkingu á íslenzkum að- stæðum," sagði Þorsteinn. Hann sagði að Gummer færist að tala um siðmenningu í þessum efnum. Það þætti til dæmis ekki sérlega sið- menntað á íslandi að skjóta spör- fugla, eins og menn leyfðu sér í Bret- landi. að menntamálaráðherra hafi ekki gengið til samninga við náms- menn, því þeir hafi lýst sig reiðu- búna til að semja um skerðingu lána. „Við metum það svo, að hér sé verið að samþykkja skerðingu upp á um einn milljarð króna,“ segir Sig- uijón Þorvaldur Árnason. „Og það er ekki nóg með að það eigi að fram- kvæma svona gríðarlega skerðingu, heldur á að skerða lánin á eins óskyn- samlegan hátt og hægt er með því að ráðast á grunn námslánakerf- isins.“ Siguijón segir að námsmenn séu bæði undrandi og reiðir vegna þess að ekki hafi verið reynt að semja við þá um breytingarnar. Þeir hafi fyrr í vikunni lýst sig reiðubúna til við- ræðna um breytingar á kerfinu sem gætu leitt sparnaðar upp á mörg hundruð milljónir króna. Fulltrúar námsmanna hefðu jafnvel verið til viðræðu um tillögur, sem fæli í sér spamað upp á 550 milljónir króna. Siguijón segir að haldinn verði útifundur á Lækjartorgi næsta fimmtudag vegna málsins. Mennta- málaráðherra hafí verið boðið að tala á þeim fundi og skýra þar sjónarmið sín. Ummæli Gummers móðgun við Islendinga - segir sjávarútvegsráðherra VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 8. JÚNI'. YFIRLIT: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.025 mb hæð en um 500 km austur af landinu er 1.000 mb smálægð á hreyfingu norðvest- ur. Grunnt lægðardrag við suðvesturströndina grynnist smám sam- an. SPÁ: Austlæg átt við suðurströndina en norðlæg eða norðaustlæg í öðrum landshlutum. Skúrir eða slydduél á Norður- og Austur- landi, skúrir á Suðurlandi, en þurrt og sums staðar léttskýjað vest- anlands. Fremur svalt áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustlæg átt, rigning suðaustan- og austanlands og víða við norðurströndina. Víðast þurrt vestanlands. Fremur svalt í veðri. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- •J0 Hrtastig: 10 gréóur á Celsius o ■4 m ttafnu og fjaðrirnar • Skúrir Él Heiðskirt vindstyrk, heil fjoður er 2 vindstig. V * V Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 9 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur # * * —j- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * •# K Þrumuveður VEÐUR VIBA UM HEIM kl, 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri S skýjaé Reykjavik 8 úrkomaigr. Bergen 7 alskýjað Helsinki 17 hálfskýjað Kaupmannahöfn 10 súld Narssarssuaq 13 skýjað Nuuk 4 skýjað Óstó 1S skýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 8 skúr Algarve 21 skýjað Amsterdam 17 rigningás. klst. Barcelona 19 skýjað Berlín 19 hálfskýjað Chlcago 17 heiðskírt Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 16 skúr á s. klst. Glasgow 14 skýjað Hamborg 17 skýjað London 16 skýjað skýjað LosAngeles 13 Uixemborg 12 rigningós. klsL Madn'd 20 skýjað Malaga vantar Mallorca 23 alskýjað Montreal 17 léttskýjað NewYork 19 helðskút Orlando vantar París 14 rigning ð s. klst. Madeira 20 skýjað Róm 20 þokumóða Vfn 20 skýjað Washíngton 18 heiðskfrt Winnipeg 18 skýjað Morgunblaðið/PPJ. Feðgarnir í Flugstöðinni hf., Elíeser Jónsson og Jón E. Elíeser- son, við flugvél fyrirtækisins, Rockwell Turbo Commander TF- ERR, nýlentir eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni þar sem þeir voru við ljósmyndaflug fyrir þarlenda aðila. Víðförlir heim úr myndaflugi ÍSLENSKIR flugmenn fara víða í starfi sínu og oft dvelja þeir langtímum heiman frá sér. I flestum tilfellum eru flug- mennirnir starfandi á vegum íslenskra eða erlendra flugfé- laga við farþega- og vöruflug. Fleiri flugmenn fara þó víða vegna starfa sinna, þeirra á meðal Elíeser Jónsson aðaleig- andi Flugstöðvarinnar hf. Nú í vikunni kom hann heim til Reykjavíkur ásamt Jóni syni sinum eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni. Þar voru þeir feðgar við störf á flugvél fyrir- tækisins TF-ERR. Flugstöðin hf. keypti flugvélina TF-ERR sem er skrúfuþota af gerðinni Rockwell Turbo Com- mander, árið 1980. Gerðar voru á vélinni ýmsar kostnaðarmiklar breytingar til að gera hana hæfa til loftljósmyndaflugs, en Flug- stöðin hefur um margra ára skeið annast allt ljósmyndaflug fyrir Landmælingar íslands. Hérlendis er einungis mögulegt að stunda landmælingaflug um hásumar og hefur Elíeser því leitað fyrir sér um verkefni erlendis. Frá því haustið 1981 hefur hann flækst víða um lönd við ljósmyndaflug á TF-ERR og hefur hann m.a. verið fjórum sinnum við verkefni í Nep- al. Han hefur einnig verið fjórum sinnum við ljósmyndaflug í Líber- iu í Afríku, nokkrum sinnum í löndum við Persíuflóa, í Guineu í Afríku, í Mið-Afríkulýðveldinu, í Bretlandi, Curacao í Karíbahafi og í vesturhluta Kanada. NýjaSta erlenda verkefni Flug- stöðvarinnar var á Spáni, en þangað fóru feðgamir Elíeser og Jón í febrúar sl. Höfðu þeir fram- an af bækistöðvar sínar í Madrid en færðu síg síðar um set til Malaga. Jón, sem er einnig at- vinnuflugmaður, hefur hin síðari ár oft verið með föður sínum í , verkefnum erlendis og lagðist flugmannsstarfið að mestu á hans herðar meðan á Spánardvöl þeirra stóð. Þeir feðgar létu vel af dvöl- inni á Spáni, en höfðu á orði að verkefnið hefði tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. „Loftljós- myndaflug krefst þess að hvergi sé skýjahnoðri á Iofti á því svæði sem flogið er um og geta menn þurft að bíða dögum og jafnvel vikum saman eftir réttum skilyrð- um,“ sagði Elíeser. „Það getur verið alveg ágætis veður til að stunda sólböð og stinga sér í sund- laugina á sama tíma og ófært er fyrir ljósmyndaflug." Reykjavík: Vandi skólafólks vegna sumarvinnu að leysast Atvinnuástand betra en 1 fyrra Atvinnumálanefnd Reykjavík- urborgar ákvað á fundi sínum á flmmtudag að ráða 120 skóla- nema til starfa á vegum borgar- innar til viðbótar þeim 1.063 sem áður höfðu verið ráðnir. Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumálanefndar, segir að vonir standi til að þessi aukning fullnægi þörf skólafólks fyrir sumarvinnu. Komi hins vegar til þess að svo verði ekki muni at- vinnumálanefnd reyna að leysa þann vanda. Að sögn Jónu Gróu eru þetta um það bil eitt hundrað færri störf en í fyrrasumar enda hefur skólafólki nú gengið betur að fá vinnu á al- mennum vinnumarkaði. Jóna Gróa sagði að atvinnuástand í borginni væri líka mun betra en undanfarin ár. Þannig væru nú í kringum 800 manns á atvinnuleysisskrá í borg- inni en hefðu verið rúmlega 1.200 á sama tíma í fyrra. Hvert hinna nýju starfa hjá borg- inni kostar tæpar 300 þúsund krón- ur að jafnaði. Inni í þeirri upphæð eru kostnaður við verkstjórn, verk- færi og efniskaup auk launa. Alls sagði Jóna Gróa að varið yrði rúm- um 34 milljónum úr borgarsjóði vegna þessa nýja sumarfólks hjá borginni. Verkefni skólafólksins verða svipuð og áður. Flestir verða við ræktun og hreinsun þeirra rækt- aðra svæða sem ekki er unnt að vinna á með vélum. Þá mun allstór hópur vinna við hellulagnir og önn- ur verkefni á vegum gatnamála- stjórnar. Jóna Gróa gat þess sérstaklega að 59 fatlaðir yrðu við störf á veg- um borgarinnar í sumar. Mörg dæmi væru þess að fatlaðir störfuðu í almennum vinnuflokkum og einnig hefðu tilraunir með sérstaka vinnu- flokka fatlaðra undanfarin sumur gefið góða raun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.