Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI, 193,1,
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) w*
Þó að viðskiptatilboð sem hrút-
urinn fær líti vel út að sumu
leyti er mörgum spumingum
varðandi fjármálahlið þess enn
ósvarað. Hann verður að
standa fast á sínu.
Naut
(20. apríl - 20. maí) f
Nautinu hættir til að eyða of
miklu núna. Það spyr sig þess
oft þessa dagana hvert því
beri að stefna í lífi sínu og
starfi.
Tvtburar
(21. mai - 20. júní) 5»
Tvíburanum miðar lítið áfram
með rannsóknarverkefni sem
hann hefur með höndum. Hann
ætti að vera mjög vandlátur á
féiagsskap núna.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HB
Krabbanum getur orðið á að
sjást yfir mikilvæg atriði í
starfmu. Hann verður að gæta
sín þegar hann tekur einhveiju
sem gefnu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið verður fyrir tímabundn-
um töfum í starfi sínu núna.
Það hefur áhyggjur af því að
ákveðið verk taki lengri tíma
en ætlað var. Það verður einn-
ig fyrir vonbrigðum með eitt-
hvað í félagslífínu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <&*■
Meyjan á í miklum erfiðleikum
með barnið sitt. Hún ætti ekki
að skipa sér undir merki neins
málstaðar nema hún sé full-
komlega sátt við hann.
V* : ~
(23. sept. - 22. október) & L
Vogin verður að standa við öll
loforð sem hún hefur gefið.
Hún getur búist við aukaút-
gjöldum vegna fjölskyldu og
heimilis.
Sporödreki
(23. okt. — 21. nóvember) 9((j0
Sporðdrekinn ætti að foðast
að ræða umdeild mál í dag.
Hann á í erfiðleikum með að
fínna réttu orðin tii að tjá
hugsun sína. Hann ætti ekki
að hella olíu á eldinn.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Bogmaðurinn er of áhyggju-
fullur út af fjármálunum núna
svo að önnur mikilvæg mál
sem hann þarf að huga að
geta fallið í skuggann.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Það er ekki heppilegt fyrir
í steingeitina að sinna ýmsum
verkefnum heima fyrir í dag.
Hún ætti fremur að sækja út
í félagslífíð og létta sér upp.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Vatnsberinn lýkur ýmsum
skylduverkefnum sem hann
hefur ýtt á undan sér, en það
tekur lengri tíma en hann bjóst
við. Hann ætti ékki að loka á
samskipti við náinn ættingja.
Fiskar
(19. febrúar — 20. mars)
Fiskinum hættir til að ráðast
í kaup á einhveiju sem er of
dýrt eða hann hefur ekki þörf
fyrir. Vinur hans er svo upp-
tekinn að hann hefur ekki tíma
til að hlusta.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DYRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
(HELDOeÐU /}B
Kfáornje Ger/ Fí oc/b ? I
(' *£>/rtO/H%r
\/)Ð þo/
NO í/ 2/21 <? 1 lAoi/ A
LJObKA
EracBZT AOtiL/rOZseroi
ÍTSST''
c/r
>///£/ jL IÞ ‘‘ T V ■ • 7 II ^ I
■ FERDIIMAIMD
M,
2fe
* wnw ^^i rs.; ±jm YMM/mff/m/mt —i
SMÁFÓLK
/ \ ) \\ aAAIHHHH /J) / \ ©
3- 7
I UIONDERIF \
IT'5 P055IBLE TO \
BE IN L0VE U)ITH 1
TU)0 DIFFERENT
6IRL5 AT THE
5AMETIME.. /£=
<&)
I REMEMBER >
ONCE U)HEN I MAD
TU)0 C00KIE5..A
CHOCOLATE CHIP
AND A PEANUT
BUTTER..ANP I
LOVEPTHEM BOTH..,
Skyldi það vera hægt að vera ástfanginn af tveimur ólikum telpum í einu? Ég man eitt sinn að ég fékk tvær
smákökur ... súkkulaðismáköku og hnetusmjörsköku ... og ég eiskaði þær báðar ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Svo er farið fyrir dálkahöf-
undi, sem og fleiri bridsmönnum,
að liann hefur aldrei „hnýtt skíði
á fima fætur". Eigi að síður er
skíðaskáli Breiðabliks í Bláfjöll-
um honum vel kunnur eftir
tveggja helga viðveru þar og
spilamennsku í nýstárle_gu æf-
ingamóti landsliðanna. A þriðja
tug spilara komu við sögu og
lögðu að baki rúmlega 400 spil.
Tilgangur þessa svonefnda
„Pepsi-æfingamóts“ var ekki
einvörðungu sá að þjálfa lands-
liðin fyrir komandi átök, heldur
einnig að velja B-lið íslands til
þátttöku í alþjóðlegu móti í Hol-
landi á næstunni. Eftir harða
keppni í þeirri baráttu unnu
Guðmundur Sveinsson/Valur
Sigurðsson og Sverrir Ármanns-
son/Guðmundur Sv. Hermanns-
son sér rétt til þeirrar farar.
Spilin í keppninni voni tölvugef-
in, eins og nú er orðið alsiða.
Menn deila sífellt um það hversu
„tilviljunarkennd" tölvugjöfin er.
Þeir eru til sem halda því stað-
fastlega fram að tölvan sé hald-
in vissum hleypidómum; hún sé
hreinlega ekki fær um að dreifa
spilunum samkvæmt hreinni til-
viljun. Tölvan fylgir einhverri
reglu við gjöfina, segja þeir, og
þar sem regia ríkir á tilviljun
ekki heima. Tölfræðingar hlæja
að þessum rökum og finnst ekk-
ert skrýtið við það þótt menn
fái tvisvar með stuttu millibili
12 biksvört spil og einn hund í
hjarta. Bæði spilin skópu miklar
sveifiur, og við skulum líta á þau
fyrst í þrautarformi, en kanna
þau betur á næstu dögum.
(1) Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ K98532
¥3
♦ -
+ ÁKD983
Vestur Norður Austur Suður
— — — Pass
1 tígull 1 spaði Dobl Pass
1 grand ?
Dobl austurs er neikvætt og
lofar hjarta. hvað viltu segja við
grandinu?
(2) Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ DG642
V 7
♦ -
♦ ÁKD9642
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf 1 tígull 1 hjarta
3 tíglar ?
Þú ert að spila eðlilegt kerfi
og hjartasvar makkers er krafa.
Hvað viltu segja?
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Evrópukeppni skákfélaga er
hafin að nýju og mættust m.a.
Bayern Múnchen og Hungaraoil-
Honved í Búdapest um síðustu
helgi. Þýzku meistararnir báru
sigur úr býtum, 7-5. Þessi staða
kom upp á sjötta borði í viðureign
alþjóðameistaranna Csaba Hor-
vath (2.460) og Gerald Hertneck
(2.535), sem hafði svart og átti
leik.
32. - Dbl!! 33. Re3 (Ef hvitur
þiggur drottningarfórnina er hann
mát eftir 33. Hxbl - Hxbl-f 34.
Dxbl - Rf2 og 33. Rxd6+ - Kf8
stoðar ekki heldur) 33.- Dxc2 34.
Rxc2 - Hbl! og hvítur gafst upp.
Auk þessa glæsilega sigurs
Hemeck vann Jóhann Hjartarson
eistneska stórmeistarann Oll á
þriðja borði. Öllum öðrum skákum
í keppninni lauk með jafntefli, en
Jóhann var einnig nálægt sigri í
seinni skákinni við Oll.