Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991 Júlíus Jónsson, Mosfelli - Kveðja Laugardaginn 25. maí síðastlið- inn var gerð útför Júlíusar á Mos- felli frá Þingeyrakirkju. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi þann 17. sama mánaðar. Vegferðin var orðin löng og hann ekki óviðbúinn kallinu. Fæddur var hann í Brekku í Þingi 19. júlí 1896, sonur hjónanna Þórkötlu Guð- mundsdóttur og Jóns Jóhannssonar er þá og lengi síðan bjuggu í Brekku. Snemma kom það fram að Júlíus var tápmikill og fóthvatur sem átti eftir að endast honum til afreka og langlífis þótt stundum þætti dirfska hans jaðra við það að hann ætlaði sér ekki af. Meðan hann var í broddi lífsins var hann göngugarpur með afbrigðum og neytti þess óspart í fjárleitum, ekki síst eftirleitum, um fjöll og heiðar. Honum var löngum mjög hugleikið hversu til tókst um smölun afréttar- lambanna haust hvert og óbærileg tilhugsun að nokkur skepna yrði úti á fjöllum ef í mannlegu valdi stóð að bjarga henni. Árið 1924 gekk Júlíus að eiga Guðrúnu Sigvaldadóttur sem ættuð var af Ströndum, mikla ágætis- konu. Eftir frumbýlingsár á einum tvéimur jörðum keyptu þau hjón árið 1930 Mosfell í Svínadal og bjuggu þar síðan meðan kraftar entust við rómaða rausn svo að margir munu lengi minnast þess hversu þægilegt var að koma að Mosfelli, allt var látið í té á þann hátt að gestunum fannst húsráð- endum gerður greiði með því að þ'ggja. Á Mosfelli var lífsbarátta þeirra hjóna háð, barátta við heimskreppu og mæðiveikiplágu. Hart var barist við slók ógnaröfl en það var barist til sigurs og sigurinn vannst. Þeir eiginleikar íslensks alþýðufólks sem á undanfömum öldum hafa ekki þekkt uppgjöf, hún var ekki til í orðaforðanum, sögðu til sín hjá þeim Júlíusi og Guðrúnu. Ekki þarf að nefna annað þeirra fremur hinu til þeirra né annarra því að svo samhent voru þau að fágætt var. Það var að litlu að hverfa á Mosfelli vorið 1930 þegar ungu hjónin fluttu inn í torfbæinn kominn að hruni en túnið var örlítill karga- þýfður kragi og aðrar slægjur stór- um verri, vart nýtiiegar. Löngu áður en þau hjón skiluðu af sér jörðinni í hendur dóttur og tengda- sonar eftir nær hálfrar aldar búskap var Mosfell orðið góðbýli með margra tuga hektara töðuvöll og öll hús uppbyggð hin reisulegustu. En það var ekki bara jörðin sem átti hug Júlíusar á Mosfelli og þeirra hjóna beggja. Hagur og velferð bamanna þeirra var þeim jafnan efst í huga og ekkert var til sparað sem orðið gat þeim til farsældar. Þau em Sólveig áður húsfreyja á Ríp í Hegranesi, nú á Sauðákróki, gift Þórði Þórarinssyni, Anton bóndi á Þorkelshóli í Víðidal kvæntur Jó- hönnu Eggertsdóttur og Bryndís húsfreyja á Mosfelli gift Einari Höskuldssyni. í skjóli hinna síðast töldu dvöldu gömlu hjónin sín síð- ustu ár sem þau gátu verið heima á Mosfelli en eftir að elli tók fast að sækja að og heilsu Guðrúnar að hraka dvöldust þau á ellideild Hér- aðshælisins á Blönduósi. Júlíus á Mosfelli var bóndi af lífi og sál, hann naut þess að sjá mörg strá vaxa þar sem áður óx eitt eða ekkert og að sjá fagra hjörð skila meiri og meiri afurðum ár frá ári. Dagsins önn og erfíði létti hann sér gjaman með því að velta fyrir sér stöku en oftar komu þær án telj- andi vangaveltna. Oft var hugurinn þá uppi á fjöllum eins og eftirfar- andi stökur ber með sér: Eygló kyndir efst við tind, iða lindir tærar. Hér er yndi, engin synd, allar myndir kærar. Upp til ijalla er iðgræn jörð eg held valla að hríði. Degi hallar, dreifð er hjörð dýrðleg vallarprýði. Júlíus á Mosfelli var stefnufastur maður í lífsstarfi og skoðunum, fljótur að skipta skapi en bjartsýnn, glaður og reifur hversdagslega og óvílgjarn. Hann var með hærri mönnum á vöxt, grannvaxinn og liðlegur í hreyfingum, fríður maður á yngri árum og yfirbragðið karl- mannlegt. Hárið dökkt og hrokkið nokkuð. Að endingu vil ég þakka Júlíusi órofa tröllatryggð og frændrækni við okkur frændfólkið frá Brekku og vona að í löndum eilífðarinnar fari hann geyst á sínum moldótta fáki sem hann átti bestan hesta hér á jörð. Haukur Magnússon _ t 7/7///////// VORLINAN SANDGERÐI Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Efstu stóðhestar í 5 vetra flokki: Geysir frá Gerðum og Örn Karlsson lengst t.v. Hestaþmg Geysis - héraðssýning á Suðurlandi: Fjöldi glæstra hrossa _________Hestar______________ Sígurður Sigmundsson ÁRLEGT félagsmót hestamanna- félagsins Geysis fór fram á móts- svæðinu á Gaddstaðaflötum við Hellu 1.-2. júní. Jafnframt fór þá fram yfirlitssýning á bestu kyn- bótahrossunum sem dæmd voru á sama svæði 26. maí til 1. júni. Stóðhestar sem hlutu fullnaðar- dóm voru 47 og náðu 8 þeirra yfir 8,00 í aðaleinkunn en 27 náðu 7,75 í aðaleinkunn eða hærra. 248 hryss- ur voru fulldæmdar og náðu 155 þeirra 7,50 í aðaleinkunn eða hærra eða 63% og koniust 48 inn á fjórð- ungsmótið sem haldið verður á þess- um stað 26.-30. júní. Efstur af stóðhestum 6 v. og eldri stóð Sörli frá Búlandi með 8,23 í aðaleinkunn, eigandi Eiður Hilmars- son. I 5 v. flokki var efstur Geysir frá Gerðum, hlaut 8,06 í aðaleink- unn, eig. Om Karlsson. I flokki 4 v. stóðhesta stóð efstur Kjamar frá Kjarnholtum með 7,94 í aðaleinkunn eig. Jens Petersen. Efsta hryssa í flokki 6 v. og eldri varð Flipa frá Nýjabæ, eig. OIi Haraldsson, en hún hlaut í aðaleink. 8,21. Efst af 5 v. hryssum varð Djörfung frá Tóftum með 8,01 í aðaleinkun, eigandi er Guðjón Guðbjörnsson. Af 4 v. hryss- unum stóð efst Þema frá Vallanesi með 7,94 í aðaleinkunn, eig. Bjarkar Snorrason. Með þessari kynbótasýningu var lokið forskoðun kynbótahrossa í Sunnlendingaijórðungi en fyrr í mán- uðinum var forskoðun í Kjalarnes- þingi. Álls hafa 106 einstök kynbóta- hross rétt á þátttöku á fjórðungsmót- inu, 30 stóðhestar og 76 hryssur og er það vemleg aukning frá síðasta íjórðungsmóti sem haldið var í Reykjavík árið 1985. Að auki verða sýndar fímm hryssur með afkvæm- um þar af tvær til heiðursverðlauna, þær Glókolla frá Kjarnholtum og Sjöfn frá Laugarvatni. Þá munu tveir stóðhestar verða sýndir með af- kvæmum, Adam frá Meðalfelli og Stígur frá Kjartansstöðum. Þeir Þorkell Bjamason og Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautar ásamt Jóni Vilmundarsyni ráðunauti á Selfossi dæmdu hrossin. Að sögn Kristins Hugasonar er nú nokkur áherslumunur á einkunnagjöf hross- anna frá því sem áður var og er verulega teygt á einkunnaskalanum eins og gert var í fyrra, sem hann segir lykilatriði. Þá segir hann að fólk megi ekki lengur horfa á ein- kunnir í þrepum eins og áður var heldur sem samfellda línu frá botni upp í topp. Nú er 6,5 ekki lengur nein sérstök refsieinkunn. Hin eigin- legu fyrstu og önnur verðlaun hafi verið lögð niður í einstaklingsdómi en gildi í afkvæmadómum hrossa en þar er einnig um heiðursverðlaun að ræða. Ágæt þátttaka var í gæðinga- og unglingaflokkunum á Geysismótinu enda er það félag með þeim fjölmenn- ustu á landinu og má félagið senda 6 keppendur í hvem flokk á væntan- legt ijórðungsmót. Oft hafa sést glæstari gæðingar hjá þeim félögum í B-flokki og bamaflokki en það er spá undirritaðs að keppendur í ungl- ingaflokki og alhliðaflokki gæðinga muni veita keppinautum sínum á fjórðungsmótinu vemlega keppni í þeim flokkum. Slök þátttaka var í kappreiðunum en þó náðust mjög þokkalegir tímar í skeiðinu. Úrslit: A-flokkur gæðinga: 1. Fáni frá Hala. Eink.: 8,54. Eig.: Hekla Katarína Kristinsdóttir, Hellu. Knapi: Kristinn Guðnason Skarði. Valgerður Guðmunds- dóttír - Minning Fædd 29. júní 1916 Dáin 1. júní 1991 Nú er hún elsku amma í Austur- koti búin að fá hvíldina. Hún dó södd lífdaga eftir erfíð veikindi 1. júní sl. á sjúkrahúsinu í Keflavík. Þegar minnst er á ömmu kemur margt upp í hugann. Þegar fjöl- skylda mín fór í sunnudagsbíltúr var oft komið við í Austurkoti hjá afa og ömmu. Það var svo gaman að komast í sveitina fyrir okkur kaupstaðarbörnin, okkur fannst líf- ið þar fullt af ævintýrum. Alltaf var fullt hús af fólki því bömin voru mörg og alltaf fullt af gestum. Allt- af var nóg pláss fyrir alla. Amma naut sín í eldhúsinu við að leggja á borð góðgæti handa okkur. Fjölmenn voru jólaboðin því þá kom öll fjölskyldan saman. Þá var oft glatt á hjalla og amma líka í essinu sínu með allan hópinn í kringum sig. Ég var svo heppin að ég kynntist ömmu svo vel, við vor- um mjög góðar vinkonur, það var aldrei neitt kynslóðabil á milli okk- ar. Þegar ég flutti til Vestmanna- eyja 1984 fannst ömmu ég fara svo langt í burtu, en við gátum sem betur fer talað oft saman í síma. Þá virkaði fjarlægð ekki svo ýkja löng. Við hjónin eignuðumst lítinn dreng sem Iést í mars sl. eftir erfíð veikindi. Alltaf mundi amma eftir að spyrja hvernig litli drengurinn hennar Bjarkar hefði það, hversu mikið veik sem hún var, hún bar alltaf hag okkar fyrir bijósti. Elsku afí, Guð huggi þig og gefí þér styrk, þar sem þú í þínum miklu veikindum hefur misst svo mikið. Guð blessi minninguna um elsku ömmu sem var mér svo kær. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Björk Birkisdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) Við kveðjum elsku ömmu og þökkum henni allt í gegnum árin. Við biðjum Guð að hugga og styrkja afa sem hefur misst svo mikið. Guð blessi minninguna um elsku ömmu. Hrefna og Helga Birkisdætur í dag er hún Valla í Austurkoti kvödd frá Kálfatjamarkirkju á Vatnsleysuströnd. í huga okkar ríkja endurminningar frá ótal góð- um og glöðum samverustundum. Árlegu jólaboðin þar sem öll fjöl- skyldan kom saman. Afmæli, ferm- ingar, bara venjulegur sunnudagur. Ævinlega var opið hús í Austurkoti og allir velkomnir í spjall og hlát- ur, rausnarlegar góðgjörðir og hlýtt andrúmsloft. Valla hafði gott skop- skyn og dillandi hláturinn hennar var bráðsmitandi. Því miður er stór- fjölskyldan að verða úrelt fyrirbæri í hraða nútímans, hver fjölskyldu- eining er á sínum afmarkaða reit og blandar lítt saman geði. Því er gaman að hafa tekið þátt í þeim fjölskyldusamkomum sem hver heimsókn í Austurkot var meðan Rafn og Valla höfðu heilsu til að búa þar. Þrátt fyrir þann léttleika og glaðværð sem oftast virtist ríkja um Völlu, sneiddu andstreymi, sorgir og langvarandi heilsuleysi ekki hjá garði. Þá var bara að taka því og bera höfuðið hátt. Nærri 7 ár eru nú síðan Rafn fékk heila- blæðingu og missti bæði mátt og mál. Það er átakanlegt að hann sem hafði svo gaman af léttu spjalli um landsins gagn og nauðsynjar og söng ævinlega með sinni fallegu bassarödd þegar fólkið tók lagið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.