Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 10
í t _________________________íeeí IMÚl. .8 HU0A051A0UAJ 6iaA>iaHU0H0M Rj” „ — ----- .... WRGTMbÍKSÍö" DÖÓGXRDXGtÍK^: ‘JÚNÍ 1991 Nægar birgðir til af innlendum kartöflum SAMKVÆMT könnun landbúnaðarráðuneytisins eru eftir um tvö þús- und tonn af góðum matarkartöflum af uppskeru síðasta árs, og ætti því að verða nóg til af innlendum kartöflum í allt sumar. Haldi áfram sem liorfir ættu síðan nýjar kartöflur að koma á markað um 20. júlí. I fréttatilkynningu frá landbúnað- arráðuneytinu og Neytendasamtök- unum kqmur fram að í stefnu Neyt- endasamtakanna sé fallist á bann við innflutningi á landbúnaðarvörum þegar nægt framboð sé á innlendri gæðavöru. Miðað við þær upplýsing- ar sem þessir aðilar hafi aflað sé ekki ástæða til að ætla annað en hægt verði að bjóða upp á innlendar gæðakartöflur í sumar, en þó sé ljóst að dreifingaraðilar verði að gera miklar kröfur til þeirra kartaflna sem markaðssettar verða. Stærstur hluti kartöflubænda hafi komið sér upp góðum geymslum og geti því auð- veldlega geymt kartöflur fram á þennan tíma. Þá eigi að verðlauna með því að kaupa þeirra vöru, en ekki eigi að líða að markaðssettar verði kartöflur sem byijaðar séu að skemmast. t Trutmfih 4 fsi T > « M fi T I O M A I VORLINAN Sérhæfir sig í brjóstahöldurum í stórum númerum HÁRPRÝÐI - FATAPRÝOI HÁALEITISBRAUT 58 - 60. OG BORGARKRINGLUNNI 1 KA 91 97H LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I lOU'fclÚ/U KRISTIMN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð eign í Garðabæ steinh. ein hæð m/tveimur íb. 150 fm og 32 fm einstaklíb. m/sérinng. Bílsk. - gott vinnuhúsn. 50 x 2 fm: Nýr sólskáli 40,4 fm. Glæsil. lóð 1018 fm. Eignin er vel byggð og að mestu leyti sem ný. Á móti suðri og sól Glæsilegt raðhús við Hrauntungu Kóp. með 5 herb. íb. á hæð. 50 fm sólsvalir. Á jarðhæð er gott íbhúsn. sem gæti verið sér einstaklíb. Góður innb. bílsk. með vinnuplássi. Eignin er öll eins og ný. Mikið útsýni. Skipti mögul. á góðri 4ra herb. ib. með bílsk. Á besta stað á Högunum 6 herb. glæsil. séreign rúmir 180 fm nt. 1 herb. hefur sérinng. og sérsnyrt. Stór, ræktuð lóð. Teikn. á skrifst. Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti 5 herb. góð íb. á 3. hæð í þriggja hæða blokk v/Hrafnhóla. 4 svefn- herb., sjónvskáli, þvottavél á baði. Góð sameign. Mikið útsýni. Skipti æskil. á raðhúsi. Á góðu verði með stórum bílskúr 3ja herb. rúmg. íb. 86,8 fm á 2. hæð í 3ja hæða blokk við Blikahóla. Ágæt sameign. Innb. bílsk. 31,7 fm nettó. Laus fljótl. Tilboð óskast. Skammt frá Landspítalanum Stór og góð 3ja herb. kjíb. 89,9 fm töluvert endurn. Sérhiti. Sérinng. Verð aðeins kr. 5,3 millj. Góð eign - hagkvæm skipti Einbýlishús á einni hæð við Háabarð í Hafnarfirði 130 fm með 5 herb. ib. góður bílsk. 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Eignask. mögul. Ný einstaklingsíbúð við Vindás Eins herb. ib. 33,8 fm auk geymslu og sameignar. Sólsvalir. Húsnlán kr. 1,7 millj. Laus strax. Á söluskrá óskast strax m.a. vegna fjársterkra kaupenda: 3ja herb. íb. á 1. hæð miðsvæðis i borginni t.d. i Fossvogi. 4ra-5 herb. íb. helst í Laugarnesi, Heimum eða nágrenni. Sérhæð miðsvæðis í borginni eða Vesturbænum. 3ja-4ra herb. íb. í lyftuhúsi með bílsk. Ekki í úthverfi. Miklar og góðar greiðslur. Útborgun í boði fyrir rétta eign. Opið í dag frá kl. 10-14. ALMENNA Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 592. þáttur Magnús Lyngdal Stefánsson é Akureyri skrifar mér mikið bréi og gott. Birti ég hér úr því væna bjóra með bestu þökkum til bréf- ritara. Hann segir fyrst, að sleppt- um hlýlegum inngangsorðum: „Þannig er mál með vexti, að fyrir skömmu kom að máli við mig gamall skólabróðir og félagi, Helgi Valdimarsson, og spurði hvort ég kannaðist við orðið „þyn- ur“, kvenkynsorð í fleirtölu, líklega skrifað með „y“. Hann hafði þá nokkru áður heyrt þetta orð af vörum eldri konu, ættaðrar af Vestfjörðum. í hennar huga hafði þetta orð merkinguna ofsa- kláði. Prófessorinn hváði við að vonum, en konan sat við sinn keip og sagði orðið hafa verið notað í sinni sveit um þá tegund útbrota, sem hún leitaði méð til prófessorsins. Nú er því á þann veg háttað, að íslenska býr í dag ekki yfir neinu góðu nafni á þeirri gerð útbrota, sem á læknamáli eru kölluð „urticaria" eða „urtica". Þá er átt við misstórar, rauðar hellur, oft skærrauðar í jaðarinn en ljósari inn við miðju. Þeim fylg- ir hiti í húð, þroti og venjulega mikill kláði. Þessi útbrot geta komið sem hendi væri veifað, og margvísleg önnur óþægindi fylgt með. Hellumar hjaðna stundum á einum stað á meðan aðrar koma annars staðar. Útbrotin standa yfirleitt við í tvo til þijá daga en hverfa síðan, og þau eiga sér margvíslegar orsakir, sem allar eiga það þó sameiginlegt að koma af stað ofnæmisviðbrögðum í líkamanum." Hér sleppi ég kafla um sumt það er veldur „urticaria“, en svo heldur Magnús áfram: „Guðmundur Hannesson kallar „urticaria" ofsakláða eða upp- hlaup í bók sinni íslensk læknis- fræðiheiti og út kom 1954. í íðorðasafni lækna sem að vísu er ensk/íslensk orðabók er „urtica" þýtt þannig: rauðkláða- þot, sjá „wheal“ og það orð þýtt með sama hætti. „Úrticaria" er talið enskt samheiti við „hives“ og bæði þýtt sem ofsakláði... Með mér vinnur rpálglögg kona, Svala Steinþórsdóttjr, fædd í Dýrafirði og dvaldi þar í æsku. Hún kannaðist strax við þynur en kveðst ekki hafa heyrt þeirra getið frá því hún fór alfarin úr Dýrafirði um tvítugt og þar til nú. Hún man ekki rithátt orðsins og segir sig minni, að þynur hafi verið nefndar litlar, þéttstæðar, rauðleitar bólur, sem þutu upp snögglega og fylgdi kláði.“ Þá tekur Magnús að velta fyrir sér hugsanlegum uppruna orð- myndanna „þynur/þinur“ og vitn- ar í ýmsar orðabækur í því sam- bandi, segir síðan: „Mig langar til að heyra álit þitt á þessu máli. Ekki veitir af að auka íslenskan orðaforða í læknisfræði. Með bestu kveðjum." ★ Orðabók Háskólans hafði ekki dæmi um *þynur í fyrrnefndri merkingu. En í orðabókum er að finna nafnorðið þina (kvk.), í flt. þinur, meðal annars í merking- unni sár með hrúðri eða skorpu. Eg verð því að ætla að þar sé komið orðið sem vestfirsku kon- urnar notuðu. Það orð er skylt so. þenja og þinur/þinull í merking- unni netteinn, lóðarás. Mér sýnist þetta orð hið gagnlegasta í sam- setningum. Magnúsi Lyngdal Stefánssyni leist að vonum ekki á samsetningarromsur eins og *lyfjaofsakIáði eða *stroku- rauðkláðaþot. Þá finnst okkur Magnúsi betra að segja Lyfjaþin- ur (urticaria medicamentosa) og strokuþinur (urticaria factit- ia). ★ Svo er oft að staka stekkur stolt og frjáls sem lax í hyl, meðan blaðið blekið drekkur, brosandi hún verður til. (Jón Bjarnason frá Garðsvík, f. 1910; nýhenda.) ★ Tíniugur 1) Menn sölsa eitthvað undir sig, ef þeir taka það til sín með valdi og yfirgangi. Sennilega er þessi sögn skyld sala og selja. Aftur á möti söðla menn um, ef þeir skipta rækilega um athafnir eða afstöðu. Þetta er líkingamál, og sögnin að söðla (um) er sjálf- sagt dregin af söðull, í honum sitja menn hesta. Þetta lítilræði er hér rifjað upp vegna þess að í fréttum hefur heyrst að þessi eða hinn hafi „sölsað um“, ef hann hefur gjörbreytt lífsháttum sínum. Bið ég nú alla góða menn að rugla ekki saman sögnunum að sölsa og söðla, enda eru þær ekki svo líkar, að þar veitist nokk- ur afsökun. 2) Kristinn R. Ólafsson fær stig fyrir að segja í fréttum frá næstu leiktíð í spænsku knatt- spyrnunni. Nógu mikið er búið að nauðga orðinu vertíð um alls konar tímabil, þau sem Englend- ingar nefna season. 3) Orðslyngur maður í stétt geistlegra sagði um farandpresta að þeir fengju veitingu fyrir hrökkbrauði. ★ Hlymrekur handan kvað: í Hattarvík Geirhildur glæra (forgömul og argvítug sværa) með lánaðan klút af Linu valt út af og nú liggur í djúpinu væra. Og enn kvað hann: Hann Steinmóður Gilsson hjá Geysi (ég greitt úr mér limrunum þeysi) er ekki sér líkur. og ekst varla í flikur af langstæðu brennivínsleysi. P.s. Eru engin takmörk fyrir vitlausum línuskiptingum í blöð- um? Maður skilur varla „öskut- unnur“, sjá Dagfara-grein í DV nýlega. EIGNABÆR Bæjarhrauni 8, sfmi 654222 Opnum í dag fasteignasölu í Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði. Við byggjum á reynslunni og bjóðum ábyrga og góða þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.