Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 27
AlIflAO IKIAviaVÍUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991 27 Morgunblaoio/Bjöm Bjomsson Bæjarbúum var boðið í skemmtisiglinu á Röstinni Sk 17 í tilefni dagsins. Sauðárkrókur: Bjartviðn á Sjómanna- daginn, en kalt Sauðárkróki. HÁTÍÐARHÖLD Sjómannadags- ins á Sauðárkróki fóru fram með hefðbundnum hætti að undan- teknu því að ekki var neinn sér- stakur sjómannadansleikur í Bif- röst á laugardagskvöldið fyrir sjómannadag svo sem verið hefur undanfarin ár. Þegar klukkan níu á sunnudags- morgninum var bæjarbúum boðið til skemmtisiglingar um fjörðinn á stórum og smáum fleytum Sauð- krækinga og fór þar fyrir rækju- skipið Röst Sk 17, eign Dögunar hf. Að aflokinni siglingunni kl. 11.00 var svo sjómannaguðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju, en kl. 14.00 hófst dagskrá við höfnina. Var þar keppt í kappróðri, bæði kvenna- og karlasveita, en í kvenna- flokki sigraði sveit Fiskiðjunnar hf., sveit Hraðfrystihússins Skjald- ar, en í karlaflokki bar sveit Fiskiðj- unnar sigurorð af sveit Björgunar- sveitarinnar eftir mjög harða bar- áttu. Þá var keppt í ýmsum hefð- bundnum sjómannadagsgreinum, svo sem netabætingum og splæs- ingu og einnig fór fram tunnuhlaup í smábátadokkinni, ásamt ýmsum fleiri skemmtiatriðum. Fjölmenntu Sauðárkróksbúar á hafnarsvæðið og tóku þátt í hátíðar- höldum sjómannadagsins þrátt fyrir að oft hefði veður verið hlýrra til útihátíðarhalda. - BB. Harry Jacobson gítarleikari ■ BANDARÍSKI gítarleikarinn Harry Jacobson kemur í stutta heimsókn til íslands dagana 18.-25. júní á vegum Nýja gítarskólans. Harry mun leiðbeina nemendum skólans á námskeiði sem þar hefst 10. júní. Harry Jacobson hefur um áraraðir starfað við kennslu og gít- arleik í New York og kennir hann meðal annars við hinn virta gítar- skóla NSGW Schools of Music. Á námskeiðinu sem Nýi gítarskólinn stendur fyrir í sumar og mun standa yfir í 8 vikur verður boðið upp á kennslu í rokki, blúsi, þungarokki, þjóð- og dægurlögum og kennslu fyrir byijendur. ■ FYRSTA motocross-keppni sumarsins verður haldin sunnudag- inn 9. júní kl. 14.00. Einnig verður í fyrsta skipti keppt á fjórhjólum til Islandsmeistara. Keppnin verður haldin á nýrri braut við Bláfjallaaf- leggjara, ofan við Sandskeið. Þar hefur verið komið fyrir fullkominni motocross-braut með stórum stökk- um, þvottabrettum, hengjum og beinum hröðum köflum, þar sem hjólin ná yfir 100 km hraða á hol- óttri braut. Allir bestu ökumenn landsins verða með og eflaust verð- ur hart Jiarist, því aldrei hafa jafn mörg hjól verið Skráð til keppni. Miðaverð er kr. 500, frítt fyrir 12 ára og yngri. Vörubílstjórafélagið Þróttur 60 ára Hluti af vörubílaflota Þróttar. Á ÞESSU ári eru liðin 60 ár frá stofnun Vörbílstjórafélagsins Þróttar en það var stofnað 9. apríl 1981. Frá upphafi hefur félagið rekið vörubílastöð sem fyrst var til húsa í gamla Zimsenhúsinu, þar sem seinna var Ferðaskrifstofa ríkisins. 1946 flutti félagið starfssemi sína á lóð á horni Rauðarárstígs og Hverfisgötu en 1961 var hafin bygg- ing núverandi húss félagsins við Borgartún 33' þar sem það er til húsa enn í dag. Vörubílastöðin Þrótt- ur er eina vörubílastöðin í Reykjavík og þjónar hún Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kjalar- nesi og Kjós. í dag eru 150 félagar starfandi með vörubíla af öllurn gerðum. Formaður félagsins er Bragi Sigúr- jónsson. í tiiefni af afmælinu verður opið hús í Borgartúni 33 sunnudaginn 9. júní frá kl. 13.30 til kl. 18.00. Á svæðinu verða til sýnis gamlir vöru- bílar og einnig það nýjasta og full- komnasta í vörubílaframleiðslu í dag. Kaffiveitingar fyrir gesti og góðgæti fyrir yngri kynslóðina verða í liúsi félagsins. Allir eru velkomnir. Rucanoryá^ GÓÐIR GALLAR Á GÓÐU VERÐI Strandgötu 6, AKUREYRI, v/Austurvöll, SELFOSSI, sími 96-27771. sími 98-21660. Bikarinn Skólavörðustíg 14, REYKJAVÍK, sími 91-24520. SPORTBÚÐ ÓSKARS, KEFLAVÍK, sími 92-14922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.