Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías lohannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Slagorð og mengim hugans OJtjórnmálaumræða á íslandi hef- ur löngum verið brennd marki innihaldslausra slagorða og upp- hrópana. Heldur hefur dregið úr þeim ósið í seinni tíð, en þó kemur oft fyrir að menn grípa til þessa leiðindaúrræðis þegar þeim finnst liggja mikið við. Tilgangurinn helg- ar þá meðalið án tillits til merking- arinnar sem í slagorðinu felst. Þetta má Ijóslega sjá af herferð ýmissa stjórnmála- og verkalýðs- foringja gegn þeim skuggaböldr- um, sem þeir nefna „fjármagns- eigendur". Síðustu misserin hefur það ekki sízt verið formaður BSRB, sem hefur beint spjótum sínum að „fjármagnseigendum“ og virðist telja þá undirrót arðráns í þjóðfé- laginu. í framhaldi af vaxtahækk- unum að undanförnu efndi BSRB til útifundar í mótmælaskyni og þar sagði formaðurinn m.a.: „Þessar vaxtahækkanir eru í raun skattlagning, skattar á þá sem eru í erfíðri stöðu fyrir. Þaðan er fjármagnið tekið og lagt í Iófa fjár- magnseigendanna sem eru stikkfrí í okkar samfélagi." A útifundinum var samþykkt ályktun, með kröft- ugu lófataki, ef marka má blaða- frásagnir. I ályktuninni segir: „Hækkun vaxta stríðir gegn markmiðum gildandi kjarasamn- inga og veldur enn frekari vaxta- hækkunum í fjármagnskerfinu. Launafólk sættir sig ekki við að ávinningurinn af þjóðarsátt þess sé færður fjármagnseigendum á silfurfati með því að kynda undir vaxtaokrið." Af þessu má sjá, að „fjármagns- eigendur" eru gerðir að blóra- böggli. Þeirra vegna eru launþegar „skattlagðir“ og á þeim okrað. En stjómmálaforingjar og verkalýðs- leiðtogar ættu að athuga sinn gang áður en þeir sletta slagorðum. Launþegarnir á útifundinum hefðu átt að staldra ögn við áður en þeir tóku undir ályktun BSRB með lófa- taki. Þegar málið er skoðað kemur nefnilega í ljós, að yfirgnæfandi meirihluti „fjármagnseigenda" eru launþegarnir sjálfir og mestur hluti af fjármagni þeirra, eða sparnaði, er í vörzlu verkalýðsforingjanna. Það eru lífeyrissjóðimir, sem geyma langstærstan hluta sparn- aðar landsmanna. Um síðustu ára- mót nam þessi sparnaður 130,8 milljörðum króna. Af svonefndum frjálsum spamaði námu inneignir í bönkum 116 milijörðum og af þeim vom yfir 80 milljarðar eign heimilanna, en mikið af því, sem eftir var, í eigu opinberra aðila og þar með almennings. Annar svo- nefndur ftjáls sparnaður nam 18,8 milljörðum, að mestu í vörzlu verð- bréfasjóða, en langstærstur hiuti hans er í eigu almennings. Yfír- gnæfandi meirihluti útlána rennur til atvinnulífsins, ríkis, sveitarfé- laga og annarra opinberra aðila. Vaxtakostnaðurinn er því borinn af þeim, en vaxtatekjurnar renna að mestu til lífeyrissjóða og heim- ila. Kannanir hafa sýnt, að frjáls sparnaður er að mestu í eigu aldr- aðra, sem annaðhvort em komnir eða að komast á eftirlaun, svo og ungmenna um og innan við tvítugt. Sparifjáreigendur em því fólkið í landinu og spariféð er að miklu leyti bundið í lífeyrissjóðum. Megn- ið af því 'sem eftir stendur er í höndum aldraðra og ungmenna. Árásir á „fjármagnseigendur" bein- ast því gegn launþegum og almenn- ingi. I raun eru formaður BSRB og jábræður hans að krefjast þess, að vaxtastigi verði haldið niðri með handafli stjórnvalda en miðist ekki við verðbólgu og aðra efnahagslega þætti. Krafan er í raun um það, að fjármagn verði fært frá „fjár- magnseigendum", þ.e. sparendum, og flutt til þeirra sem skulda. Umhyggja formanns BSRB er því fyrir skuldurum en ekki öldruðum, ungmennum og hag Iífeyrissjóða - fjármagnseigendum, sem gera skuldurum yfírleitt kleift að fá lán. En hvers vegna er þessi Ieikur að orðum? Hví eru þeir sem spara uppnefndir „fjármagnseigendur"? Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að kommúnistar (Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalagið) hafa í áratugi rekið harðan áróður gegn sjálfs- eignarstefnunni. Allar eignir áttu að vera í höndum alþýðunnar, þ.e. ríkisins. Það var andfélagslegt að eiga eignir og hagnaður eða gróði einkafyrirtækja af hinu vonda. Þessum mönnum hefur nær tekizt að útrýma orðinu gróði úr íslenzkri tungu. Nú til dags geta þeir að vísu fallizt á orðið rekstrarafgang- ur. En það er ljótt að græða, þótt gróðinn sé aflgjafi atvinnulífsins og án hans sé ekki hægt að greiða launþegum lífvænleg laun. Áróð- ursmeistararnir hafa ekki getað svert sparnaðinn í augum lands- manna og þess vegna er notað hið skuggalega orð „fjármagnseigend- ur“. Áratugum saman hefur sælurík- inu í austri verið haldið að íslend- ingum. Nú hefur það verið afhjúpað og allir geta séð, að sameignar- stefnan hefur leitt fátækt, örbirgð og eymd yfir þjóðirnar, að ekki sé talað um einræðið og aðrar hörm- ungar, sem blóðugar byltingar í nafni öreiganna leiddu yfír almenn- ing. Þeim, sem hafa viljað leiða sós- íalískt þjóðskipulag yfir íslendinga, dettur ekki lengur í hug, að þeir geti haft erindi sem erfiði. En það eimir enn eftir af áratugalöngum áróðri og slagorðum gegn borgara- legu samfélagi. Þeim hefur tekizt að menga hugarfarið. Það verður ekki fyrr en íslendingum hefur tekizt að eyða þessari mengun hug- ans að hægt verður að nota rétt orð og hugtök. Það eiga sparifjár- eigendur að hafa í huga þegar þeir eru gerðir að blóraböggli áróðurs- meistaranna. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra; Eíkisstjómin tók á fiskeldismálunum með þeim eina hætti sem eðlilegt var FRIÐRIK Sóphusson fjármálaráðherra segist harma orð Friðriks Sigurðssonar í Morgunblaðinu í gær um óábyrga afstöðu hins fyrr- nefnda og stefnubreytingu hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í fiskeldismálum. Friðrik segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyr- ir því að þurfa að taka á málunum og það hafi verið gert með þeim eina hætti sem eðlilegt var. „Það er ljóst að þegar þessi mál I frumvarpið ekki í gegnum þingið voru til umræðu á Alþingi þá komst | en í stað þess var gert samkomulag á milli flutningsmanna þess og þá- verandi fjármálaráðherra. Það sam- komulag fólst í því að stjórnarnefnd Ábyrgðardeildar fiskeldislána gerði samþykkt á fundi sínum þann 18. mars sl. um hugsanlegar breytingar á starfsemi Ábyrgðardeildarinnar og daginn eftir gaf bankastjórn Landsbankans munnlega yfirlýs- Elli- og örorkulífeyrisþegar: T ekj utryggingarauki vegna viðskiptakj arabata BÆTUR almannatrygginga hækkuðu um 2,57% hinn 1. júní sl. í samræmi við almennar launahækkanir. Frítekjumark tekjutrygging- ar mun hækka um 10% þann 1. júlí n.k. og á sama tíma hefur ríkis- sljórnin tekið ákvörðun um að greiða elli- og örorkulífeyrisþegum, öðrum en þeim sem eingöngu fá grunnlífeyri almannatrygginga, sérstakan tekjutryggingarauka vegna viðskiptakjarabata. Tekju- tryggingaraukinn verður 6.318 krónur. Eftir hækkun bóta almanna- trygginga er ellilífeyrir nú 12.123 krónur, tekjutrygging 22.305 krón- ur, heimilisuppbót 7.583 krónur og sérstök heimilisuppbót 5.125 krón- ur. Frítekjumark tekjutryggingar hækkar um 10% þann 1. júlí n.k. en það hækkar árlega i samræmi við almennar hækkanir bóta og annarra tekna milli ára. Elli- og örorkulífeyrisþegar með eigin tekj- ur, aðrar en úr lífeyrissjóði, mega því ha.fa 16.280 krónur á mánuði án þess að tekjutryggingin skerð- ist. Frítekjumarkið hjá hjónum verður 22.792 krónur á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar sem hafa eingöngu tekjur úr lífeyrissjóði mega hafa 23.650 krónur á mánuði án þess að tekjutryggingin skerðist og frítekjumarkið hjá hjónum, sem eingöngu hafa tekjur úr lífeyrissjóði verður 33.110 krónur á mánuði. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum sem hafa bæði lífeyrissjóðstekjur og aðrar tekjur gildir sama frítekju- mark og hjá þeim sem engar lífeyr- issjóðstekjur hafa. Þó skal draga frá lífeyrissjóðstekjum þeirra 7.370 krónur á mánuði hjá einstaklingum og 10.318 krónur hjá hjónum á mánuði áður en til útreiknings tekjutryggingarinnar kemur. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að eingreiðslan sem samkomulag hef- ur náðst um vegna viðskiptakjara- bata og greidd verður út þann 1. júlí n.k. verði á sama tíma greidd elli- og örorkulífeyrisþegum, öðrum en þeim sem eingöngu fá grunnlíf- eyri almannatrygginga. Þessi tekju- tryggingarauki nemur 18% eða samtals 6.318 krónum og bætist hann ofan á tekjuti’yggingar, heim- ilisuppbætur og sérstakar heimilis- uppbætur. Eingreiðsla sú sem laun- þegar fá er 6.300 krónur. ingu en hvort tveggja var birt í fylgiskjali með nefndaráliti íjár- hags- og viðskiptanefndar,“ sagði Friðrik Sóphusson fjármálaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. Friðrik sagði að það sem hins vegar hefði gerst frá þessum tíma væri að bankarnir hefðu ákveðið að lána ekki lengur afurðarlán til fiskeldisfyrirtækjanna þannig að starfsemi Ábyrgðardeildarinnar kæmi ekki að neinum notum þar sem hún hefði engan lagalegan rétt til að lána peninga, heldur ein- ungis til að bera ábyrgð á lánum gagnvart lánastofnunum. Aðgerðir ríkisstórnarinnar nú sagði hann beint, eðlilegt framhald af þeirri vinnu sem flutningsmenn frum- varpsins unnu í Alþingi er það var þar til umræðu. „Við stóðum þess vegna frammi fyrir því í þessari nýju ríkisstjórn að þurfa að taka á málunum og ég tel að það hafi verið gert með þeim eina hætti sem eðlilegt var. Satt að segja vonaðist ég til þess að fiskeldismenn yrðu þakklátir fyrir það að ríkisstjórnin ætli sér að beita sér fyrir því að leggja 300 milljónir króna til nokkurra lífvæn- legustu fyrirtækjanna í ár og á næsta ári, jafnvel þótt engan veg- inn sé ljóst að þeir peningar fáist éndurgreiddir. Með þessu móti vill ríkisstjórnin gera sitt til að viðhalda verkkunnáttu í fískeldi,“ sagði Frið- rik. „í þinglok gekk ég eins langt og hægt var að ganga til að reyna að ná samkomulagi milli Landsbank- ans og Fjármálaráðuneytisins og það er auðvitað ansi hart að fá þessar þakkir frá manni sem er I greininni,“ sagði Friðrik að lokum. Árni Gestsson, formaður Átaks í landgræðslu, afhendir Sveini Run- ólfssyni, landgræðslustjóra, söfnunarféð, sem með vöxtum og verðbót- um nemur 27 milljónum króna. Nítján milljónir til Landgræðslunnar ÁRNI Gestsson, formaður stjórnar Átaks í landgræðslu, aflienti Sveini Runólfssyni, landgræðslustjóra, 19 milljóna króna söfnunarfé átaksins við hátíðlega athöfn í Borgartúni á fimmtudag. Átak í landgræðslu hef- ur þegar aflient Landgræðslunni 6,5 milljón króna söfnunarfé. Ákveðið hefur verið að verja fénu til að stöðva jarðvegseyðingu á Haukadals- heiði með sáningu grasfræs og áburði. Með afhendingu söfnunarfjárins lýkur þriggja ára starfsemi Átaks Athöfnin hófst með ávarpi Árna Gestssonar sem sagði meðal annars að takmark samtakanna hefði frá upphafi verið að safna 25 til 30 millj- ónum króna til landgræðslu. Hann benti á að þessu takmarki hefði verið náð og sagði að ekki væri síður mikil- vægt að starfsemi átaksins hefði vak- ið fólk til umhugsunar um land- græðslu á Islandi og aukið skilning á þýðingarmiklu starfí þeirra sem vinna að uppgræðslu landsins. Á eftir Áma tók Sveinn Runólfsson til máls og þakkaði Árna sérstaklega fyrir hans starf í stjórn átaksins. Sagði hann meðal annars að starf Árna yrði seint metið að verðleikum og aldrei fullþakkað. Þá vék Sveinn máli sínu að uppgræðslu á Haukadalsheiði og sagði að einhugur hefði verið um veija fénu til að endurheimta fyrri land- gæði með sáningu grasfræs og áburði. landgræðslu. Sjö þúsund hektara svæði á heiðinni er girt og friðað fyrir búfjárbeit. Næstur tók til máls Halldór Blönd- al, landbúnaðarráðherra, og sagði meðal annars að landgræðsla á suð- urströndinni væri samfelld sigur- ganga ræktunarmanna. Nú vildu menn rækta önnur lönd. Hann minnt- ist á þingsályktunartillögu um að stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu og sagðist vona að hægt yrði að fram- fylgja henni og klæða landið gróðri á næstu árum. Síðastur talaði Ólafur Haraldsson, frá Gallup, og kynnti niðurstöður skoðanakönnunar um landgræðslu og umhverfismál. í niðurstöðunum kem- ur meðal annars fram að 80% þjóðar- innar telji að auka eigi franilög til landgræðslu og að 75% þjóðarinnar telji gróðureyðingu svipaða eða vax- andi. Islenzka kvótakerfið að hluta fyrirmynd skelveiðistj órnunar Framseljanlegur kvóti notaður við stjórn skelveiða við austurströnd Bandaríkjanna ÍSLENZKA kvótakerfið hefur að nokkru leyti verið haft til fyrir- myndar og hliðsjónar við stjórnun veiða á smyrslingi (clam) og kúfiski við austurströnd Bandaríkjanna. Það er eini veiðiskapurinn til þessa vestan hafs, sem stjórnað er með útgáfu framseljanlegrar aflahlutdeildar, kvóta. Bonnie McCay, prófessor, segir vaxandi um- ræðu um það í Bandarikjunum að taka upp almenna veiðistjórnun með þessum hætti, en mörgum spurningum sé þar þó enn ósvarað. Meðal annars er ekki fyllilega ljóst hvort það stenzt samkvæmt stjórnarskránni að framselja veiðiréttindi sem þessi, en í gildandi lögum er bann við sölu hins opinbera á veiðileyfum eða kvóta. Bonnie McCay er prófessor í mannfræði og vistfræði við Rut- gers-háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur ritað allmikið um fískveiðar í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Hún flutti í gær fyrirlestur á vegum Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Is- lands og Félagsvísindadeildar um stjórnun skelveiðanna, veiða á smyrslingi og kúfiski. Forsaga þessarar veiðistjórnunar nær allt aftur til ársins 1977 en þá fyrst kom upp hugmyndin um útgáfu framseljanlegarar aflahlutdeildar. Sú leið varð þó undir og var veiðun- um stjórnað með ýmsum hætti svo sem heildarkvóta með takmörkuð- um aðgangi, takmörkun á stærð skeljarinnar og ársfjórðungskvót- um. Reyndin varð sú, að bátafjöldi var svo mikill, að útivera var skömmtuð á hvern bát og var kom- in í það, að aðeins var leyfilegt að stunda veiðarnar þrjár klukku- stundir á viku og fjöldi sjóferða á skip, sem kostuðu allt að 60 milljón- um króna, var kominn niður í 25 á ári. Þegar kvótakerfíð var tekið upp var farin sú leið, að miðað var að 80% við aflareynslu síðustu 10 ára, tvö verstu árin mátti skila frá og mest áherzla var lögð á síðustu árin. Að fimmtungi var svo miðað við stærð bátanna. Um er að ræða ákveðna aflahlutdeild úr árlegum kvóta og var kerfið tekið upp í október í fyrra. Frelsi til viðskipta með þessar heimildir er ótakmarkað og hefur niðurstaðan orðið sú, að frá október í fyrra til marzmánaðar í ár fækkaði bátum á þessum veið- um úr 133 bátum í 40, en í raun er talið að 6 bátar geti veitt upp kvótann. Hver sem er getur keypt kvóta og endurleigt til útgerðar. Ein afleiðing þessa, er mun meiri afli á bát en áður, sem þýðir mikla tekjuaukningu. Hún skilar sér þó eingöngu til útgerðarinnar, sem telur að þrátt fyrir aukna vinnu um borð, eigi þetta fyrirkomulag ekki að auka tekjur sjómanna enda hafa hlutskipti milli útgerðar og áhafnar breytzt úr jöfnum skiptum niður í það að aðeins fimmtungur komi til sjómanna. Með fækkun bátanna versnar aðstaða sjómanna til kjara- bóta. Eiga fyrirtæki ríldsins að njóta forréttinda? FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtæki sem skulda ríkinu eða eru í eigu þess og eiga í miklum rekstrarerfiðleikum eigi ekki að njóta neinna forrétt- inda umfram fyrirtæki í einkaeign og því hljóti að verða að skoða þann kost, hvort ekki sé eðlilegast og hagkvæmast að setj þau í gjaldþrotaskipti. Síldarverksmiðjur ríkisins og Álafoss eru í hópi þeirra fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir gjaldþroti að óbreyttu. Morgunblaðið leitaði álits nokkurra aðila málsins á ummælum fjármálaráðherra. Jón Reynir Magnús- son forstjóri SR: Ríkið hefur aldreisett krónu í SR „MÉR finnst ósanngjarnt að setja Síldarverksmiðjurnar í sama pott og Álafoss og fiskeld- isfyrirtækin vegna þess að okkar stærsti vandi er vegna hráefniss- korts en þessi fyrirtæki skortir ekki hráefni,“ segir Jón Reynir Magnússon, forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins. „Ríkissjóður hef- ur aldrei sett krónu í þetta fyrir- tæki þó það hafi að vísu ábyrgst skuldir. Brunabótamat eigna Síldarverksmiðjanna er uppá 3,4 milljarða og því er ekki sann- gjarnt að bera okkur saman við fiskeldi, sem búið er að moka fé í úr opinberum sjóðum. Megnið af okkar skuldum eða um 900 milljónir eru í Landsbankanum og auk þess er skuld við fiskveið- isjóð uppá 55 milljónir," segir hann. „Árið 1989 þótti fjárhagur okkar ekki þannig vaxinn að við kæmum til greina við fjárveitingar úr At- vinnutryggingasjóði en hins vegar hafa flestar einkaverksmiðjurnar fengið verulegar fjárhæðir úr sjóð- unum og þar er ríkið beinlínis að styrkja okkar samkeppnisaðila. Þegar vandræði koma síðan upp hjá okkur á ekkert að aðhafast," sagði Jón. „Síldarverksmiðjurnar eru ótví- rætt í eigu ríkisins og stjórn þess er skipuð af Alþingi. Ég er sam- mála fjármálaráðherra um að fyrir- tæki eigi ekki að njóta forrréttinda en við höfum ekki sama rekstrar- umhverfi og einkafyrirtækin í mjöl- iðnaði og þar má eigendum okkar kenna um því við þurfum að starfa eftir lögum sem sett voru fyrir stríð,“ sagði hann. Jón sagði að umræða um sölu Síldarverksmiðjanna hefðu staðið á annan áratug. „Halldór Ágrímsson setti nefnd árið 1989 til að endur- skoða lögin um Síldarverksmiðjur ríkisins. Álit nefndarinnar var að gera ætti Síidarverksmiðjurnar að hlutafélagi sem hefði breytt all- miklu ef það hefðu verið sam- þykkt. Ráðherra reyndi tvívegis að koma þessum breytingum í gegn- um Alþingi en í bæði skiptin strön- duðu þær í þingflokkunum. Þetta ástand sem við höfum þurft að búa við hefur meðal annars orðið til þess að á síðari árum höfum við ekki getað tengst útgerðum loðnu- skipa eins og okkar keppinautar hafa gert. Það má ekki gleyma því, að rík- ið notaði Síldarverksmiðjurnar sem nokkurskonar byggðastofnun á árum áður og vorum við settir í að setja upp frystihús og fleiri at- vinnufyrirtæki út á landsbyggðinni Minnist ég þess að við vorum með- al annars látnir veita lán til Þórs- hafnar til að íbúar þar gætu komið togara á flot þótt við hefðum ekki verið með neinn rekstur á Þórs- höfn. Ef síldarverksmiðjurnar hefðu fengið ný lög sem hægt hefði verið að starfa eftir væri staðan senni- lega ekki eins og hún er í dag,“ sagði Jón. Hann sagði einnig að samkeppn- isaðilarnir hafðu fengið mikla fyrir- greiðslu í fjárfestingarsjóðunum á árunum 1989 og 19990 og nefndi sem dæmi að ein lítil verksmiðja, Hafsíld á Seyðisfirði, hefði fengið 132 milljónir úr atvinnutrygginga- sjóði. „Ef við hefðum fengið eitt- hvað sambærilegt miðað við okkar rekstur hefðum við átt að 8-900 milljónir,“ sagði Jón Reynir Magn- ússon. Ólafur Ólafsson for- stjóri Álafoss: Gjaldþrot ylli meiri skaða „ÁLAFOSS er að 60% hlut í eigu ríkisins og við liöfum gert eig- endum og stjórn fyrirtækisins ítarlega grein fyrir stöðu þess og þeim valkostum sem í henni eru. Ef ríkið kýs að taka þátt í atvinnurekstri, eins og í þessu tilfelli, gera menn þær sjálf- sögðu kröfur til þess að það taki ákvarðanir. Ef það er skoðun ráðherra að hreinlegast sé að setja fyrirtækið á hausinn geng- ur það gegn skoðunum okkar því þá er ekki verið að setja peninga í fyrirtækið heldur munu fjármunir lánadrottna tapast og atvinnutækifæri skað- ast mun meira,“ segir Ólafur Ólafsson forsljóri Álafoss hf. „Við höfum bent á stöðuna og óskað eftir að ákvörðun verði tekin með hajgsmuni allra að leiðarljósi,“ sagði Olafur. Ég heyri á orðum forsætisráð- herra að hann metur stöðu Álafoss aðra en stöðu Síldarverksmiðjanna og laxeldisins og að ríkisstjórnin er tilbúin til að skoða þá leið að breyta skuldum fyrirtækisins i hlutafé og að nýtt fé komi inn í reksturinn. Ég skil heldur ekki orð fjármálaráðherra á þann hátt að hann telji að það eigi að taka Ála- foss til gjaldþrotaskipta. Ég er sannfærður um að ráðherrar munu taka þá ákvörðun sem er heppileg- ust fyrir alla aðila eftir yfirvegað mat,“ sagði Ólafur. Hann sagði að umræður um stöðu fyrirtækisins væru famar að hleypa óróa í umboðsmenn þess erlendis og óvissa væri að skapast í kringum viðskiptasambönd fyrir- tækisins. Ása Gunnarsdóttir formaður starfs- mannafél. Álafoss: Nefnd starfs- fólks vinnur að úrlausn ÁSA Gunnarsdóttir, formaður Starfsmannafélags Álafoss, seg- ir að félagið hafi samþykkt að beita sér fyrir að komið verði í veg fyrir gjaldþrot Álafoss. S.l. mánudag var haldinn fundur í sljórn starfsmannafélagsins þar sem ákveðið var að skipa 7 manna nefnd sem mun reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku ráð- lierra, að sögn Ásu. Nefndin hefur hlotið heitið Hug- sjónahópur starfsmannafélags Ála- foss um áframhaldandi ullariðnað á íslandi og hefur komið sarnan á hverjum degi í vikunni og fjallað um stöðu starfsfólksins, sem sagt hefur verið upp störfum og samið tillögur um framtíðarrekstur fyrir- tækisins. Hafa starfsmennimir haft sam- band við iðnaðarráðherra og nefnd sem starfar fyrir forsætisráðuneyt- ið um fjárhagsvanda Álafoss. Þá verður farið fram á fundi með ráð- herrum sem fyrst, að sögn Ásu. Hún sagði að nefndin myndi sækjast eftir fundi með ráðherrum. Starfsmenn leggist gegn hug- myndum um að fyrirtækið verði sett í gjaldþrotaskipti. 360 manns missa atvinnuna ef rekstur alafoss stöðvast og sagði Ása að auk þess hefði fjöldi manns atvinnu af starf- semi fyrirtækisins í verslun, út- flutningi og heimilisiðnaði. Við legggjum meðal annars áhei-slu á að með því að leggja niður ullariðnaðinn færi mikil sér- hæfð þekking í súginn og bendum líka á að náttúruefnin eru að vinna á þannig að framtíðin hlýtur að bera með sér aukna sölu á ullaivör- um gegn gerviefnunum,“ sagði hún. Kolbeinn Friðbjarn- arson varaformaður Vöku á Siglufirði: Gjaldþrot SR yrði hreinasta hörmung „ÉG get fullyrt að það er yfir- gnæfandi skoðun bæjarbúa á Siglufirði, að það væri hreinasta hörmung ef Síldarverksmiðjurn- ar yrðu gerðar gjaldþrota," seg- ir Kolbeinn Friðbjarnarson var- aformaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. „Það er ekki auðvelt að sjá hvað af gjaldþroli myndi leiða. Flestir sem þekkja til loðnuveiða og vinnslu hafa ástæðu til að gera sér vonir um að það verði loðnuveiðar við Is- land í nánustu framtíð," segir hann. Kolbeinn sagði órökrétt að ætla að ekki verði mikil loðnuveiði á næstunni, jafnvel þegar á þessu ári. „Þá þarf loðnuverksmiðjur sem hægt er að reka og það er enginn vafí á því að loðnuverksmiðjurnar í landinu munu þá ráða fram úr þeim vanda sem þær eru í í dag ef þeim verður aðeins fleytt yfír vandann þangað til vinnslan hefst. Samkvæmt fréttum eru skuldir Síldarverksmiðjanna um 1.300 milljónir en það þyrfti ekki nema tvær meðalvertíðir til að fyrirtæk- inu tækist að yfírvinna þann vanda,“ sagði hann. „Ef Síldarverksmiðjurnar verða gerðar gjaldþrota veit enginn hvað við tekur. Ætlar forsætisráðherr- ann þá að reka •verksmiðjurnar persónulega þegar loðnan kallar á með engum fyrirvara?" segir Kol- beinn. Kolbeinn var spurður hvort ekki mætti ætla að einhverjir vildu kaupa eignir Síldarverksmiðjanna. „Það er auðvitað hægt að gefa þessar verksmiðjur. I þeim eru eignir og verðmæti sem nema mill- jörðum. Ef það er pólitíkin að ein- hveijir eigi að fá þær fyrir slikk vaknar spurningin hvort þeir hinir sörnu geta rekið þær þegar til kast- ana kemur. Loðnuveiðarnar eru snar þáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar og það væri mjög misráðið ef menn gerðu eitthvað sem stefndi því í hættu að þessi atvinnuvegur geti gengið eðlilega þegar loðnan lætur sjá sig,“ sagði Kolbeinn. '1 Bæjarstjórn Siglu- fjarðar: Oskar eftir samstarfi við ráðherra um framtíð SR Á FUNDI bæjarsljórnar Siglu- fjarðar sl. fimmtudag var gerð samþykkt vegna umræðna um stöðu Síldarverksmiðja ríkisins þar sem m.a. er óskað eftir nánu samstarfi við sjávarútvegsráð- herra varðandi hugsanlegar breytingar á eignarhaldi fyrir- tækisins og um framtíðarrekstur SR á Siglufirði. Er því beint til sjávarútvegsráð- herra að flýtt verði rannsóknum og mælingum á loðnustofninum með það í huga að veiðar geti haf- ist einum til tveimur mánuðum fyrr en nú er áætlað. „Rétt er að minna á að Síldar- verksmiðjurnar hafa verið í farsæl- um rekstri í hálfa öld og á þeim tíma hefur fyrirtækið ekki fengið framlög eða skuldbreytingar úr opinberum fjárfestingarsjóðum eins og flestar aðrar loðnubræðslur á íslandi," segir í samhljóða sam- þykkt bæjarstjórnarinnar. Bent er á að loðnubrestur sé meginástæða vanda fyrirtækisins og ekki sé sanngjarnt að setja það á bekk með öðrum fyrirtækjum sem átt hafi í langvarandi rekstrarerfið- leikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.