Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1991, Blaðsíða 12
d2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8..JÚNÍ 1991 Um Reykjavíkurbréf 2. júní 1991 eftir Sigurgeir Jónsson I Morgunblaðinu sunnudaginn 2. júní birtist svonefnt Reykjavíkurbréf að venju. Það er að mörgu leyti sérs- takt. Tilefni ritunar þess er sagt vera fjárhagsvandi ríkissjóðs, og í því eru leiðbeiningar til ríkisstjórnar- innar um það hvernig eigi að takast á við vandann, allt undir rós að vísu, því Morgunblaðið vill ekki beinlínis láta bendla sig við hugmyndimar, sem eru þó all afdráttarlaust tíundað- ar; Morgunblaðið sé bara að hugsa upphátt og það hafi aldrei sett fram neinar ákveðnar hugmyndir í þessum efnum eða markað sér ákveðna stefnu. Mér finnst þurfa talsverða karlmennsku til þess að afneita því í fjórða dálki bréfsins, að það sem á undan er ritað eigi skylt við hug- myndir eða stefnu Morgunblaðsins, ef orðalag Reykjavíkurbréfsins er brotið tii mergjar. Sný ég mér þá að efni Reykjavík- urbréfsins. Fyrst er vikið að andstöðu við skattahækkanir, en jafnframt vikið frekar hlýlega að skattlagningu á fjármagnstekjur og sölu einhverra leyfa, sem hingað til hafí ekki talist söluvara. Ekki ætla ég að skrifa gegn því, því ég tel úthlutun eftir- sóttra takmarkaðra fjárhagslegra gæða eiga að ákvarðast af því sem menn telja rétt að greiða fyrir þau en ekki vinskap við valdhafa eða jafnvel verra. Hinsvegar skil ég ekki vel hina nýstárlegu hagfræðikenn- ingu Morgunblaðsins, að tekna sé aflað með því að selja eignir sínar. Sú hagfræðikenning hafði ekki hlotið viðurkenningu þegar ég stundaði hagfræðinám fyrir fímm áratugum. Eftir að höfundur Reykjavíkur- bréfsins hefur komist að raun um að beiting þessarar nýju hagfræði- kenningar dugi nú iíklega ekki ein og sér, hefur hann fundið tvo hópa sem liggja vel við höggi, þ.e. gamal- menni og sjúklinga. Þar eru líklega „rottuholurnar" sem éinn merkur stjórnmálamaður, Morgunblaðinu nákominn, nefndi einu sinni við svip- aðar kringumstæður. Það voru bara ekki „rottuholurnar" hjá gamal- mennum og sjúklingum sem sá merki maður átti við. Tekjutrygging elli- lífeyris. Um það segir Morgunblað- ið, að mörgum þyki óeðlilegt, að þeir sem eiga góðar eignir og hafi af þeim vemlegar tekjur eða úr líf- eyrissjóðum fái einnig greiddan elli- lífeyri úr ríkissjóði. Síðan segir biað- ið: „Eftir því sem fjármagnsmark- aðir hafa orðið háþróaðri og mögu- leikar þeirra, sem eitthvað eiga meira til þess að tryggja sér öruggar tekjur af sparifé eða öðrum eignum er það enn fáránlegra en áður að greiða þeim ellilífeyri, sem ekki þurfa á því að halda (leturbr. mín).“ Hér er um meira að ræða en að Morgun- blaðið hugsi upphátt, hér er skýr röksemdafærsla, það er enn fárán- legra en áður að greiða ríku fólki ellilífeyri, því nú þarf það ekki leng- ur að stóla á banka landsins eða ríkis- sjóð við ávöxtun fjár, nú hafa menn getað treyst á „Ávöxtun“ og slíka. Höfundur Reykjavíkurbréfsins gerir sér enga rellu út af því að flest- ir núlifandi ellilífeyrisþegar hafa greitt tryggingaiðgjöld til almanna- trygginga áratugum saman. Sam- kvæmt almannatryggingalögum nr. 40/1963 greiddu hinir tryggðu ein- staklingar 32% útgjalda trygginga- stofnunar, annarra en fjölskyldubóta, sveitarfélög 18%, atvinnurekendur 14% og ríkissjóður 36%. Iðgjöld vegna þessara trygginga (ekki væntanlegrar ölmusu) voru að nærri % ’/ie 'á hlutum greidd af einstakling- unum, vinnuveitendum þeirra og sveitarfélögum. Það gat enginn vafi leikið á því að um tryggingar var að ræða, þar sem hinir tryggðu greiddu sjálfir, beint og óbeint, ið- gjöldirt. Þegar persónuiðgjöld voru felld niður 1981 var því lýst yfír, að áfram væri um tryggingar að ræða, sá einn væri munurinn, að iðgjöld yrðu greidd af almannafé fyrir hina tryggðu. Það væri sanngjarnt að menn greiddu eftir efnum og ástæð- um til þessara trygginga en ekki allir jafnt. Myndi Morgunblaðið nota orðið „fáránlegt" um það að ríkir menn fái bætur fyrir brunatjón eða úr tryggingum vegna tjóns af nátt- úruhamförum, en það finnst mér hliðstætt örorkubótum? Eg tel okkur sem njótum ellilífeyr- is frá almannatryggingum nú gera það samkvæmt tryggingasamningi (lögþvinguðum að vísu), sem gerður var endur fyrir löngu, og iðgjalda- greiðslum samkvæmt honum. Er því hugsanlegt að ekki komi til svipting- ar ellilífeyrisins af lögfræðilegum ástæðum en söm er gerð þeirra sem fyrir því beijast. Einhver óvissa er nú í huga Mbl. um röksemdirnar, því gripið er í bréf- inu til hinnar sígildu röksemdar þeirra sem eru eitthvað í vafa um málstaðinn, þ.e. rö^semda öfundar- innar. Notkun lífeyrisréttinda fyrr- verandi háembættismanna, ráðherra og alþingismanna, sem baða sig lík- lega ekki í vinsældum, er svo augljós virkjun öfundarinnar að mér þykir ódaunn af. Síðan klykkir Mbl. út með því að bæta skírskotun til græðginnar svona ofan á öfundina. Það ætlar að nota gróðann til þess að hækka lífeyri hinna og líka til þess að lækka kostnað við trygginga- kerfið. Það hvarflar að manni vísan um strákinn sem eignaðist fimm aura og ætlaði sér að gera ýmislegt fyrir fjársjóðinn. Einu gleymir Morgunblaðið eða veit ekki. Það er að þeir sem ekki eiga skattfijálsar eignir geta fengið svokallaða tekjutryggingu óskerta hversu ríkir eða tekjuháir sem þeir eru, bara ef það eru skattfijálsar eignir og tekjur. Tekjutrygging er miklu hærri en ellilífeyrir og til kom- in eftir að menn hættu að greiða persónuiðgjöld. Hún á að miðast við þörf. Morgunblaðið gleymir því líka, hvort sem það er viljandi eða óvilj- andi, að tekjuskattar og allar skerð- ingar réttinda sem við tekjumörk eru miðuð, bitna Iang mest á launamönn- um, fyrst og fremst opinberum starfsmönnum. Ýmsir aðrir þjóðfé- lagshópar hafa aðstöðu til þess að breyta markalínum, ýmist löglega (t.d. vegna fyrninga) eða ólöglega. Vill Morgunblaðið stuðla að því að bæta ellilífeyrinum við það svið? Gagnvart öllum almenningi er að- alatriðið auðvitað það, að á meðan allir fá jafnt fínna menn áþreifan- lega, að ekki er um ölmusu að ræða. Verði farið að hugmyndum Morgun- blaðsins, sem það er að vísu klökkt að kannast við, verður aðstaðan allt önnur, það er þá búið að gera þetta að fátækraframfæri. Það verður þiggjendum lítil huggun þó að þeir fái í hópinn með sér einhveija bur- geisa sem skammta sér sjálfir hin framtöldu laun og hafa líka geð í sér til þess að þiggja ölmusuna. Þegar kemur að heilbrigðiskerf- inu er Morgunblaðið aldeilis búið að ná sér á strik. Það er ekki bara að stinga upp á lögfræðiiega vafasamri aðför að óvinsælum hátekjumönnum með smá fyrirheiti um að dreifa spamaðinum milli fátækra, heldur Sigurgeir Jónsson „Þó að mér sé nánast óskiljanlegt að slíkar og þvílíkar hugmyndir hrjóti undan íslenskum penna nú á dögum þá þykist ég skynja þarna einhverja sérstaka útgáfu af frjáls- hyggju, sem ráði ferðinni, en því viljandi gleymt, að þær stofnanir, sem nota á við þessa mismunun, eru sameign þjóðarinnar en ekki einkafyrirtæki. Hér er í raun lagt til, að sj úkratryggingakerfið verði afnumið og ríkis- framfærsla þurfandi sjúklinga tekin upp.“ mannar það sig upp í að færa klukk- una svona 70 til 80 ár aftur í tímann. Viðraðar eru hugmyndir um ein- hverskonar tvöfalt kerfi í heilbrigðis- þjónustunni. Blaðið telur þetta við- kvæmt mál en segir svo: „Ef ein- staklingarnir, sem nefndir voru í upphafi þessa Reykjavíkurbréfs, hefðu efni á að greiða meira fyrir umrædda læknisskoðun og umrætt lyf, hversvegna skyldu þeir ekki borga? Hvaða rök eru fyrir því, að þessi miklu viðbótarkostnaður sé greiddur af skattgreiðendum sameig- inlega í stað þess að þeir, sem á því hafa efni — og þeir eru margir í þessu þjóðfélagi, eins og sjá má á hýbýlakosti, bílaeign og ferðalögum iandsmanna — greiði ekki stærri hlut þessa kostnaðar?" Morgunblaðið heldur áfram: „Sjálfsagt er svarið á sama hátt einfalt; með því að taka upp tvöfalt kerfi í heilbrigðisþjónustu er verið að skipta þjóðinni upp í tvo hópa, þá sem geta og þá sem geta ekki.“ Rétt þykir mér er hér er komið að minna á, að hér á landi höfðu um áratuga skeið verið lögbundnar sjúkratryggingar. Menn greiddu persónubundin iðgjöld í þessar tryggingar. Röksemdin var sú sama fyrir afnámi sjúkrasamlagsiðgjalda og fyrir afnámi almannatrygginga- gjalda, þ.e. að sanngjarnt væri að menn greiddu iðgjöldin eftir efnum og ástæðum en ekki sem nefskatt. Því eru gjöldin tekin úr sameiginleg- um sjóðum landsmanna nú. Það gild- ir því sama um sjúkratryggingarnar og lífeyristryggingamar, þeir menn sem nú á að svipta réttindum eru þeir sem í raun hafa greitt iðgjöldin. Síðar í greininni segir Morgunblaðið: „Hvað mælir á móti því að byggja hér upp heilbrigðisþjónustu, sem býður upp á val milli tveggja eða fleiri leiða, sem kosta mismunandi mikið? Sumir ekki neitt, aðrir tölu- NYTT ALÞJODLEGT VIDSKIPTATIMARIT OSKAR EFTIR SAMSTARFIUM AUGLÝSINGASÖLU Hér býðst einstakt tækifæri fyrir framsækinn söluaðila með þekkingu á fjölmiðlum, fyrirtæki eða einstakl- ing, sem hefur góð sambönd við íslenska útflytjendur. Góður árangur verður mjög vel launaður. Hafir þú áhuga - sæktu þá um áður en einhver annar verður á undan þér! Sendu bréf eða fax til: BRANSCHMEDIA ARNE HELLEVIK AB Att: Arne Hellevik, Warfvings vág 16,112 51 Stockholm, Sweden. Telefax: +46 8 695 07 21. =4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.