Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 10
H 3 10 € teej bíui MORGUNBLAÐID SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 Stef na Heilsu- hælisins í Hveragerdi er orðin viður- kenndur lifs- stíll manna, en nú nœðir um hælið og reynt er að f inna grundvöll ffyrir starf semi ftess í f ramtíoinni Heilsuhæ °9 eftir Kristínu Marju Boldursdóttur Heilsuhælið sem stofnað var af hugsjónamönnum og reyndar al- menningi, sem gaf aurana sína til byggingar þess, hefur verið í sviðsljósinu vegna deilna lækna og forráðamanna hælisins. Upphaf- lega var deilt um hver ætti að sjá um fræðslu og ráðgjöf sjúkling- um til handa, en deilan harðnaði, yfirlæknum hælisins var sagt upp störfum, Læknafélag íslands varaði lækna við að sækja um starf á hælinu, og að lokum var tæplega 140 starfsmönnum hælisins sagt upp. Líklega eru þessar aðgerðir ekki í anda læknisins og stofn- anda Náttúrulækningafélags íslands, Jónasar Kristjánssonar, sem boðaði samræmi og rétta lífshætti. Nú eru þeir farnir að éta gras fyr- ir austan, sögðu menn með þunga þegar Heilsu- hælið í Hvera- gerði var stofnað í júlí 1955. Fyrir- bæri eins og heilsuhæli þar sem menn neyttu jurtafæðu ogstund- uðu böð þótti mikil sérviska, eink- um hjá þjóð sem nærst hafði á saltkjöti og súrmat frá upphafí byggðar. Það var Náttúrulækningafélag íslands sem stofnaði heilsuhælið og var tilgangurinn sá að beita náttúrulegum heilsuverndar- og lækningaaðferðum í meðferð dval- argesta. Tilgangur félagsins mun enn vera hinn sami þótt þjóðfélagið hafi breyst og í stað fátæktarsjúk- dóma nú komnir velmegunarsjúk- dómar. Heilsuhæli höfðu þá reyndar þekkst erlendis öldum saman og voru t.d. orðin hluti af lífsstíl Mið- Evrópubúa strax á 18. öld. Oft hefur verið deilt um starf- semi Heilsuhælisins £ Hveragerði, enda þótti hún byltingarkennd í upphafi þótt boðskapurinn hafi ver- ið viðurkenndur síðustu árin. Deilur hafa þó sjaldan eða aldrei verið jafn harkalegar og núna. Augu al- mennings hafa beinst að hælinu og menn spurt sig hvers konar stofnun þetta sé og hvert upphaf- legt hlutverk hennar hafi verið. Brautryðjandinn Maðurinn á bak við þessa merki- legu stofnun var Jónas Kristjáns- son læknir, sem fæddist á Snær- ingsstöðum í Húnavatnssýslu 20. september 1870. Jónas telst líklega til þeirra manna sem voru á undan sinni samtíð. Árið 1923 hélt hann fyrir- lestur um skaðsemi áfengis, kaffis og tóbaks, tveimur árum seinna um óhollustu verksmiðjumats, 1930 um skammdegisþunglyndi, og 1935 um tengsl rangs matar- æðis og afbrotahneigðar. Um þessa þætti hefur einmitt verið fjallað mikið um síðustu árin. Jónas missti móður sína þegar hann var ellefu ára gamall og hét . því við dánarbeð hennar að verða læknir. Atvik það sem dró móður hans til dauða hefur sennilega haft áhrif á hugsjónir hans og lífsstarf. Skip hafði strandað með full- fermi af kjöti í tunnum og keyptu bændur þær kjöttunnur sem töld- ust ekki skemmdar. Kjötið var þó hálfóætt af salti eftir að hafa velkst í sjónum. Tvær tunnur voru keypt- ar á heimili Jónasar og var það einkum vinnumaður einn á bænum sem borðaði kjötið. Um svipað leyti kom upp pest á því svæði sem menn borðuðu hið saltskemmda kjöt, bólguveiki eins og hún var kölluð, og tók vinnumaðurinn veik- ina. Að sögn manna rotnaði hann beinlínis í sundur og lagði þefinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.