Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 21
M'ðllbWíÉÍAÖlfl' 16. & m JÓLK MAukaleikarinn ágæti, Joe Pesci, sem hreppti Óskarinn fyrir leik sinn í Góðum gæj- um, fer nú í fyrsta sinn með aðalhlutverk í bíómynd. Hún heitir „The Super“ en í henni leikur Pesci gersam- lega tilfinningalausan hús- eiganda ömurlegra leigu- hjalla í New York. MEnn ein frönsk bíómynd fær Hollywoodmeðferðina. „La Chevre“ með Gérard Depardieu og Pierre Ric- hard heitir nú „Pure Luck“ og er með Martin Short og Danny Glover. Short leikur bókhaldara sem hjálpar lögg- unni Glover að hafa uppá dóttur auðmanns. MNýjasta mynd Michael J. Fox heitir „Doc Holly- wood“. í henni leikur hann ungan lækni sem verður strandaglópur í Georgíu í Suðurríkjunum og kynnist þar hinni einu sönnu ást. Leikstjóri er Bretinn Michael Caton-Jones, sem áður gerði tvær ágætismyndir, „Scand- al“ og „Memphis Belle“. Mínýjustu mynd sinni, „The Butcher’s Wife“, leikur Demi Moore miðil sem fiyt- ur til New York og kemst að því að hún getur séð allt fyrir nema sín eigin ástar- mál. Leikstjóri er Terry Hughes, sem hefur fengist við sjónvarpsþætti hingað til, en mótleikari Moore er Jeff Daniels. Fylgir sögunni að leikararnir í myndinni hafi verið skikkuð til að hitta ráð- gjafa myndarinnar, miðil nokkurn, til að finna betur um hvað málið snýst, en Daniels stóð einn fastur á því að svoleiðis hefði hann ekkert með að gera. SVO ÁJÖRÐU . .. LEIKARAR RÁÐIMIR í MYNDIIMA Alfrún Helga Örnólfs- dóttir, Tinna Gunn- laugsdóttir, Sigríður Hag- alín, Helgi Skúlason og Valdimar Örn Flygering fara með aðalhlutverkin í bíómynd Kristínar Jóhann- esdóttur, Svo á jörðu sem á himni, sem tekin verður í sumar. Myndin byggist að hluta á sannsögulegum atburð- um sem gerðust hér við land árið 1936 þegar franska vísindaskipið Po- urqoui pas? fórst við Mýrar og að hluta á atburðum er gerðust á sama stað á 14. öld þegar Halla nokkur, sem bjó á staðnum, missti tvo syni sína í skerjagarð- inum og fordæmdi staðinn. Atburðirnir tveir tengj- ast í átta ára gamalli stúlku, Hrefnu, sem Álfrún Helga leikur og er aðalper- sóna myndarinnar. Tinna leikur móður hennar, Ingi- björgu Höllu, Sign'ður öm- muna og Helgi afann en Valdimar Örn uppeldis- bróður mömmu hennar. Hrefna setur þessar per- sónur í hlutverk á 14. öld og haldast hlutverk mömmunnar og ömmunnar óbreytt en Helgi leikur þá Símon vinnumann á bæ Höllu og Valdimar Öm leikur þá erléndan kaup- mann og ástmann Höllu. Kristín sagði í samtali við Morgunblaðið að tökur hæfust á myndinni fyrir austan Grindavík þann 22. júlí nk. en áætlaður kostn- aður við hana er 130 millj- ónir. Hún sagðist vera á leiðinni út til Frakklands að ganga frá ráðningu franskra leikara í hlutverk sín, þ.á m. hlutverk leið- angursstjórans á Pourqoui pas?, dr. Jean-Baptiste Charcot. Kristín sagði að aðilar í Frakklandi hefðu verið henni innan handar og að sjálf hefði hún beint sam- band við leikara en vildi ekki gefa upp að svo stöddu hveijir væra í siktinu. „Það eru margir sem koma til greina og margir sem era mjög spenntir að koma til íslands. Hlutverk Charcot Krfstín Jóhannesdóttir; tökur hefjast 22. júlí. er kannski það sem marga leikara af eldri kynslóðinni hefur dreymt um að leika.“ Framleiðandi myndar- innar hér heima er Sigurð- ur Pálsson, framkvæmda- stjóri er Gunnlaugur Jónas- son, kvikmyndatökumaður er Snorri Þórisson, Kjartan Kjartansson sér um hljóð, leikmyndahönnuður er Guðrún Sigríður Haralds- dóttir, búningahönnuður Helga Stefánsdóttir og um tónlistina sér Hilmar Örn Hilmarsson. DYRUSTU MYIMDIRIMAR Bíómyndimar í Holly- wood verða sífellt dýrari. Nýjasta Arnold Schwarzenegger myndin, „The Terminator 2“, er sögð dýrasta bíómynd sem gerð hefur verið en hún kostar um 88 milljón doll- ara í framleiðslu (dreifing- ar- og auglýsingakostnað- ur ekki tekinn með) en það gera tæpa 5,3 milijarða ísl. króna. Til samanburðar má geta þess að meðalbíómynd á Islandi er sögð kosta um 60 milljónir. Hér á eftir er listi yfir sumar dýrustu bíómyndir sem gerðar hafa verið og er eingöngu um fram- leiðslukostnað að ræða. Á tæpasta vaði 2 (Die Hard 2) 4,2 millj- arðar. Hver skellti skuld- inni á Kalla kan- ínu? (Who Framed Ro- ger Rabbit? 4,2. Fullkominn hugur (Total Recall) 3,9. Guðfaðirinn III (The Godfather III) 3,9. Rambó III 3,5. Dagar þrumunnar (Days of Thunder) 3,3. Tango og Cash 3,3. Ishtar 3,3. Dýrt spaug; leðurblökumað- urinn. Súperman 3,3. Súperman II 3,2. Ævintýri Munc- hausen 3,1. Annie 3,1. The Cotton Club 3,1. Aðrar 48 stundil (Another 48 Hrs) 3,0. Leðurblökúmaður-' inn (Batmanj 3,0. Dick Tracy,2,7. Hyldýpið (The Abyss) 2,5. 44.000 A „DAIMSA“ Nú hafa um 44.000 manns séð óskars- verðlaunamyndina Dansar við úlfa eftir Kevin Costner samkvæmt upplýsingum frá Andra Þór Guðmundssyni rekstrarstjóra Regnbogans. Þá kom fram hjá Andra Þór að franska stórmyndin um riddarann hugumprúða, Cyrano De Bergerac, með Gérard Depardieu í aðal- hlutverki, er komin í 6.000 manns. Sagði hann að að- sókn á myndina hefði verið jöfn allan tímann eins og títt er með evrópskar mynd- ir og að hún ætti eftir að véra áfram í litlum sal. Nefndi hann einnig að lögguþrillerinn Stál í stál eða Blue Steel með Jamie Lee Curtis hefði byrjað vel um síðustu helgi. Næstu myndir á dagskrá KIKMYNDI Útí Hróa höttf Hinir mörgu hettirHróa Þeir hafa skylmast gegn hvor öðrum núna í meira en ár en bardagasvæðið er fjarri Skírisskógi. Þeir hafa þeyst um gangana í kvikmyndaverum Holly woods, barist á fundum í lokuðum herbergjum, sært menn tilfinningasárum en hvorugur viidi gef- ast upp enda er það ekki siður helja eins og þeirra því það vill svo til að báðir heita þeir Hrói höttur. eftir Arnald Indriðason Og það var meira að segja einn höttur til en sá einhvern veginn gufaði upp í látunum. Málið er nefni- lega, eins og maður hefur áður sagt, þegar einn fær góða hugmynd í Hollywood fá hana all- ir. Tvær Hróa hatt- ar myndir að vestan verða frumsýndar hér í sumar, önnur er reynd- ar þegar komin í bíó, en á tímabili voru þijár Hróa hattar myndir í undirbúningi í Hollywood, ein frá 20th Century Fox, ein frá Morgan Creek og ein frá Tri-Star Pictures. Lykilmaðurinn í tveimur þeirra var leikarinn Kevin Costner. Gerð voru tvö handrit um hetjúna með höttinn og Costner, sem vildi gjarna leika Hróa hött, las þau bæði. Joe Roth, yfirmaður Fox-versins, og hasarleik- stjórinn John McTiernan höfðu annað undir höndum. Þeir ræddu við Costner sem sýndi áhuga en McTiernan, er hafði í hyggju að leikstýra myndinni og hafði í mörg ár gengið með þá hugmynd í maganum að filma Hróa, var bundinn af annarri mynd um það leyti. Costner fannst líka að handritið þyrfti meiri yfir- legu en í biðstöðunni ræddi hann við fólkið hjá Morgan Creek og þeir voru sneggri í framkvæmdum og réðu þegar leikstjóra, gamlan og góðan vin Costners, Kevin Reynolds („Fandango"). Tri- Star hafði ekki handrit til- búið enn þegar þetta var. Eftir því sem Costner síðan segir virtist honum ljóst að bið yrði á Hróa Fox-versins á meðan McTiernan gerði hina myndina svo hann sló til og gekk í lið með vini sín- um og Morgan Creek. Svo virðist sem McTiernan hafi hætt við að leikstýra Hróa eftir þetta og hann varð talsvert sár. Hann er skrifaður fyrir framkvæmda- hlið myndarinnar. írski leik- arinn Patrick Bergin var fenginn í aðalhlutverkið og tökum var hraðað eins og kostur var. Morgan Creek setti líka allt á fullt sín meg- in. Bergin-myndin nefndist einfaldlega Hrói höttur en Costner-myndin Hrói höttur: Konungur þjófanna. Þess má til gamans geta að fyrsta Hróa hattarmyndin var reyndar gerð árið 1908. Síðan hafa verið gerðar ríf- lega tuttugu útgáfur af sög- unni en frægust af þeim öll- um er Ævintýri Hróa hattar frá 1938 með Errol Flynn í aðalhlutverkinu undir leik- stjórn Michael Curtiz og William Keighley. En líklega hefur Hollywood fengið sig fullsadda af Hróa í bili. Kevin Costner; vildi , gjarna ’ leika Hróa hött. 6.000 á Cyrano De Ber- gerac; jöfn aðsókn. Regnbogans eru gaman- myndin „Waiting for the Light“ með Teri Garr og Shirley MacLaine og glæpa- myndin „King of New York“ með Christopher Walken. Sagði Andri Þór að nú stytt- ist óðum í frumsýningu á Hróa hetti Kevins Costners, áætlaður frumsýningardag- ur er 5. júlí, og sagði hann að bíóið hefði látið gera ís- lenska útgáfu af plakati myndarinnar, sem fljótlega yrði dreift um götur og torg. I BÍÓ Tvær Clint Eastwood myndir standa nú til boða í Bíóhöllinni og Bíó- borginni. Eastwood leik- stýrir og leikur aðalhlut- verkið í þeim báðum en ólíkari geta þær varla ver- ið. Annars vegar er það Nýliðinn, harðhausamynd í góðu meðallagi með bíla- eltingaleikjum, áhættuat- riðum og spennu, sem hef- ur verið vörumerki East- woods eftir að hann hætti í kúrekamyndunum og fór að leika borgarkúrekann Sóða-Harry. Ekkert nýtt þar. Hins vegar er það Hættulegur leikur eða „White Hunter, Black He- art“ en þar kynnumst við afar athyglisverðri hlið á Eastwood, sem reyndar kom einnig fram i hinni frábæru jassmynd hans, „Bird“, um Charlie Parker (Eastwood er jassunnandi og píanóleikari í frístund- um). Það er hlið hins alvar- lega þenkjandi leikstjóra en myndin sú fjallar um gerð Afríkudrottningar John Hustons og ieikur Eastwood Huston sjálfan í myndinni af sannfæringar- krafti. Djarfur fyrst og fremst að þora þessu en skemmtilegur og glettilega góður leikstjórí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.