Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 28
, _ _.r~v _ >28^ C MORi;r\T.i.At>ir> VELVAKANDI Á FÖRNUM VEGI Með morgnnkaffinu Hvað má bjóða herrunum? HOGNI HREKKVISI „ HANN KS'YlUfZ ALL.TAíT/M££>Þ'/NUN1£>ih I þZ&ApL HANN £H kZ>A-HNN /' SN.ULO! " Er þjóðhátíðardag- urínn tímaskekkja? Egilsstöðuni. NÚ ÞEGAR styttist í að þjóðin fagni hálfrar aldar sjálfstæði er ekki úr vegi að kynna sér viðhorf fólks til þjóðhátíðar- dagsins sem er á morgun. Lítur fólk í dag á sjálfstæði þjóðarinn- ar sem sjálfsagðan hlut sem engin hætta sér á að glatist? Er þjóðhátíðardagurinn orðinn eins og hver annar frídagur? Er ljóminn farinn af honum? Hefur hann engan tilgang Ieng- ur? Morgunblaðið spurði nokkra aðila á Egilsstöðum hvaða tilgangi þjóðhátíðardag- urinn þjónaði í þeirra huga. Það fólk sem Morgunblaðið ræddi við er allt ungt fólk sem fædd- ist ekki fyrr en rúmum tveimur áratugum eftir að þjóðin fékk sjálfstæði. „Lítur fólk í dag á sjálf- stæði þjóðarinnar sem sjálfsagðan hlut sem engin hætta sér á að glatist? Er þjóðhátíðar- dagurinn orðinn eins og hver annar frídagur? Er Ijóminn farinn af hon- um? Hefur hann engan tilgang lengur?" Anna Ingólfsdóttir taldi að þjóð- hátíðardagurinn væri í fullu gildi sem slíkur. Segja mætti að dagurinn minnti sig á að hún væri Islendingur. Hann vekti upp þjóðerniskennd og minnti á mikil- vægi þess að viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar. Jafnframt væri 17. júní dagur fjölskyldunnar. Meira að segja pabbinn færi ekki í vinn- una þennan dag. Kannski væri 17. júní dagur barnanna þó að í þeirra hugum væri hann einkum fín föt, blöðrur, fánar og sælgæti. 17. júní vekti líka upp kenndir og hugsan- ir sem lægju í láginni aðra daga ársins. Enginn færi í fýlu 17. júní - allir væru glaðir. Þjóðhátíðar- dagurinn væri því fyrst og fremst sameiningardagur. Baldur Grétarsson sagði að í sínum huga væri 17. júní fyrstu og fremst fjölskyldudagur. Menn færu að skemmta hver öðrum. Þannig væru þjóðhátíðardagurinn í bland þrunginn gáska og hátíð- leik. Sameiginleg hátíðarhöld ykju tengsl meðal fólks og sameinaði það. Þó færi ekki hjá því að á þessum degi hvarflaði hugurinn til fortíðarinnar og sjálfstæðisbar- áttunnar. Brýnna væri nú en oft áður að minnast baráttu Jóns Sig- urðssonar fyrir sjálfstæði þjóðar- innar. Ýmsir væru að glyngra við Víkveiji skrifar Amorgun, 17. júní, eru 47 ár frá stofnun íslenzks lýðveldis [1944], 73 ár frá því að þjóðin end- urheimti fullveldi sitt [1918] og 87 ár frá heimastjórn [1904]. Allar götur frá 1904 höfum við haft skiptar skoðanir á því, hvern veg íslenzkir valdhafar, sem við veljum sjálf í lýðræðislegum kosn- ingum, hefur til tekizt við lands- stjórnina. Og þeim hefur efalítið verið mislagðar hendur á stundum. Flest hefur þó þróast til réttrar átt- ar, ef miðað er við aðbúð og lífs- kjör fólks fyrr og nú. Víkveiji dags- ins telur að sá Islendingur sé vand- fundinn, sem ekki fagnar fullveldi og lýðveldi heilshugar. Árin 1904, 1918 og 1944 rísa upp úr öðrum í sögu íslendinga á 20. öldinni. Fullveldið, menntunin, þekkingin og tæknin er vopn þjóðarinnar í lífs- baráttu hennar og hafa fært land og lýð á undraskömmum tíma frá fátækt og frumbýlingshætti fyrri' tíðar til hagsældar og velferðar, þótt sitt hvað standi að vísu enn til bóta. XXX að er ekki aðeins þjóðhátíð, sem fer í hönd, heldur og sá tími þegar náttlaus voraldarveröld setur mark sitt á umhverfi okkar. Gróð- urríkið stendur senn í blóma og skartar sínu fegursta framan í heimamenn og ferðalanga, sem hingað leggja leið sína í vaxandi mæli. En talandi um umhverfið og gróðurríkið er Víkveiji dagsins kominn að einu mikilvægasta verk- efni þjóðarinnar á næstu árum og áratugum; að sporna gegn frekari gróðureyðingu, sem verið hefur hrikaleg öldum saman, og græða upp landið. Ingvi Þorsteinsson sagði nýverið hér í blaðinu: „Engin náttúruauðlind á íslandi hefur beðið annað eins afhroð í samskiptum við menn og náttúruöfl oggróður landsins. Gróður- ogjarð- vegseyðing hefur verið hér meiri en í flestum löndum heims og er skilgreind sem langstærsta um- hverfisvandamál þjóðarinnar." Gróðureyðingin stafar af óblíðri veðráttu, eldgosum og búsetu. Við ráðum ekki við tvær fyrr töldu ástæðurnar, en höfum á hinn bóg- inn í hendi okkar gróðurverndina og uppgræðsluna. Landnýtingin og endurgræðslan eru ákvörðunar- og framkvæmdaefni okkar sjálfra. „Ástæða er til að ætla,“ segir Ingvi, „að enn sé árleg gróðureyð- ing hér á iandi meiri en það sem ávinnst með landgræðsluaðgerð- um.“ Betur má því ef duga skal. í þessum efnum eru því ærin verkefni framundan. XXX Að dómi Víkveija dagsins verð- um við fyrst og síðast rækta með okkar ákveðið og framsækið lífsviðhorf: að lifa þann veg af auð- lindum láðs og lagar, sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til lífsframfærslu, að við göngum ekki á höfuðstólinn heldur varðveitum hann til framtíðar. Þar af leiðir að umhverfismál verða eitt helzta áhugasvið kom- andi kynslóða, hér á landi og von: andi sem víðast heims um ból. í þessum efnum þurfum við að ganga fram undir merkjum rannsókna og vísinda og stuðla að aukinni al- mennri og sérhæfðri menntun og þekkingu á umhverfisþáttum. Virð- ingin fyrir umhverfinu þarf að síast inn í hugi okkar í fræðslukerfínu, frá grunnskólum og upp úr. 011 barátta fyrir aukinni um- hverfisverd þarf hins vegar að vera trúverðug. Þeir, sem hengja þröng- sýni og öfgar á klakk nauðsynlegr- ar umhverfisverndar eða gera sér áhuga fólks á þessu sviði að fé- þúfu, eins og þekkist erlendis, gera góðan málstað tortryggilegan. Þeir eru vargar í véum. Mergurinn málsins er sá að við þurfum bæði að lifa á auðlindum umhverfisins og í sátt við það. Til þess eigum við að nýta menntun okkar og þekkingu, vísindi og rann- sóknir, fjármuni og framtak. Við eigum að standa trúan vörð um umhverfið og lífríkið - en hafna hvers konar öfgum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.