Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 30
MORG.UNBLADIÐ SAMSAFMIÐi?lMlCg(lGUR J6. JL'NI 1991 ,30 C ÆSKUMYNDIN... ERAFBJARNA SIGTRYGGSSYNI, DEILDARSTJÓRA ÚTVARPS NORÐ URLANDS Hlustaðiá útvarp og nam frumatriðin ípijónaskap Bjarni hlustaði mikið á útvarp í æsku og þá gjarn- an á kvöldin með afa sínum og ömmu. Lestur Helga Hjörvars á Bör Börssyni er honum t.d. eftir- minnilegur. „Utvarpið var heilög stofnun," segir Bjarni og undir lestrinum var gjarnan gripið í spil eða prjónað, „ég náði því jafnvel að nema frumatriðin í prjónaskap". Nafnar. Eins og hálfs árs í fanginu á nafna afa, Bjarna Benediktssyni kaupmanni á Húsavík. Bjami Sigtryggsson er fæddist á Húsavík 12. febrúar 1946 og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Um æskuheimili sitt segir Bjarni: „Ég var svo lánsamur að eiga mikið og gott heimili á Húsavík. Ég bjó í ,sama húsi og afi minn og amma, þannig að maður hafði alltaf tvo matsali að velja úr. Ef það var eitt- hvað vont hjá mömmu þá fór mað- ur bara niður ..." Foreldrar Bjarna em þau Sig- tryggur Þórhallsson og Bryndís Bjarnadóttir. Hann á tvo bræður, þá Sigtrygg (yngri) og Þórhall (eldri), en yngst er systirin Þórdís Osk. Móðir Bjarna segir hann lítið hafa verið fyrir útiverana en hvers kyns grúsk hafi átt hug hans all- m.„Hann var snemma kominn út blaðamennskuna og gaf sjálfur út blöð sem hann prentaði á ritvél föður síns. Blöðunum dreifði hann til vina og ættingja og urðu þau æ /eglegri með árunum.“ „Bjami var ósköp ljúfur og góður bróðir og ekki með neinn yfirgang iða læti,“ segir Þórhallur eldri bróð- r Bjarna. Hann segir Bjarna hafa /erið mikinn grúskara og hafí hann ..d. lært að lesa nánast upp á sitt jindæmi með því að liggja yfir fyrstu bindunum sem komu út af Oldinni okkar. „Hann dundaði mik- ið og átti sinn hugarheim sem við bræðurnir fengum ekki mikinn að- gang að. í þessum heimi áttu allir hlutir sín nöfn og ég man meðal annars eftir bæjarnafninu Gærhoit en ég veit ekkert hvaðan hann fékk það,“ segir Þórhallur. Barnaskólinn á Húsavík fóstraði Bjama þar til hann fluttist til Reykjavíkur tólf ára gamall en þá hafði hann vetursetu í Melaskóla. Eftir það var hann sendur ásamt frænda sínum, Jóni Arasyni, í hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Bjarni segir tungumálin einkum hafa heillað sig á námsárunum á Núpi og síðar í Menntaskólanum á Akureyri. Til Noregs fór Bjarni í nám í rekstrar- og markaðsfræði en í æsku var hann einatt í verslun- arleik. Móðir hans segir hann hafa búið til peninga og sífellt verið að selja eitthvað og kaupa. Bjarni hefur lengi verið viðloð- andi fjölmiðla en hann hefur einnig komið víðar við í atvinnulífinu, m.a. var hann aðstoðarhótelstjóri á Hót- el Sögu um tveggja ára skeið. A uppvaxtarárum Bjarna fóra böm í sjávarþorpum oft að vinna ung að árum og Bjarni var þar engin und- antekning. Hann var í sveit flest sumur, vann í síld og saltfiski og afgreiddi í ísbúð heilt sumar, „tólf ára gamall var maður því kominn með langan og fjölbreyttan starfs- feril“, segir Bjarni. ÚR MYNDASAFNINU ÓlafurK. Magn ússon í hátíöarskapi með hvítan koil Tyjóðhátíðardagur íslendinga er á kr morgun, mánudaginn 17. júní, og af því tilefni birtum við myndir af nýútskrifuðum stúdentum úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir tæpum 30 árum, nánar tiltekið frá árinu 1962. í þá daga miðaðist útskriftin við 17. júní og hvítu kollarnir settu jafnan mikinn svip á daginn. Arið 1962 voru brautskráðir 125 stúd- entar frá MR, 61 í mála- deild og 64 í stærðfræði- deild og var það í fyrsta sinn að fleiri stúdentar voru brautskráðir úr stærðfræði- deild en máladeild. Við skólaupp- sögn voru fulltrúar ýmissa eldri árganga stúdenta, þar á meðal þá- verandi forseti íslands, herra As- geir Ásgeirsson og herra Sigurbjörn Einarsson, þáverandi biskup. Hæstu einkunn við stúdentspróf í MR þetta árið hlaut Þorkell Helga- son, úr stærðfræðideild, ágætisein- kunn 9,31. Að loknu ávarpi Kristins Ármannssonar rektors til nýstúd- enta stigu fulltrúar eldri nemenda í pontu. Elsti stúdentinn sem var viðstaddur athöfnina var séra Sig- urbjörn Á. Gíslason og mælti hann fyrir hönd 65 ára stúdenta. Þor- steinn Þorsteinsson, fyrrverandi Hagstofu- stjóri hafði orð fyrir 60 ára stúdentum, herra Ásgeir Ásgeirsson for- seti fyrir 50 ára stúdent- um, Gunnlaugur Briem þáverandi ráðuneytisstjóri mælti fyrir munn 40 ára stúdenta og Vil- hjálmur Guðmundsson forstjóri hafði orð fyrir 25 ára stúdentum. Þjóðhátíðardaginn bar upp á sunnu- dag þetta ár, en skólanum var slit- ið föstudaginn 15. júní og vora myndirnar teknar við það tækifæri. Að venju ræddi Morg- unblaðið við nokkra nýstúd- enta í garði Alþingishússins og í þeim hópi voru þessi tvö, Bergljót Björling og Olafur Davíðsson, semidúx úr máladeild. I samtali við þau kom m.a. fram að Berg- ljót var á leið til Svíþjóðar þar sem hún hugðist stunda nám í hótelskóla, en Ólafur var hins vegar á leið í hval- skurð upp í Hvalfjörð, en síðan í hagfræðinám í Þýskalandi. ÞANNIG.. GAGNRÝNIR Ölafur kominn í sloppinn góða. Þegar hann hefur fínkembt Morg- unblaðið, gluggar hann í aðra fjölmiðla í leit að hugmyndum. fjölmiðlum hvar sem ég er stadd- ur og oft nægir örstutt brot'til að gefa mér hugmyndir. Ég gagn- rýni aftur á móti ekki þætti beint nema ég hafi fylgst með þeim.“ Olafur segir erfitt að lýsa vinn- ulaginu. Oftast vinni hann grein- arnar snemma morguns, þó að hugurinn sé oft galtómur. „En þá er bara að byija einhvern veg- inn, hugmynd kviknar af hug- mynd. Mesta vinnan fer í að full- vinna greinarnar og fínpússa þær, þar til lengdin er hæfileg í hið fasta pláss í blaðinu. Ég les textann mörgum sinnum yfir og skoða setningarnar frá öllum hlið- um áður en ég er ánægður. Þegar ég hófst handa við þenn- an dálk hafði ég ekki neina viðm- iðun og ég fékk fijálsar hendur til að móta hann. Ég reyni að tengja efni hans þjóðmálaumræð- unni, umræðu um listir, menning- armál og íslenska tungu en á henni hef ég mikinn áhuga. Mark- mið mitt er að dálkarnir verði lif- andi hluti af því sem er í umræð- unni og að koma að ákveðinni gagnrýni án þess að særa. Að leiðbeina og gagnfyna óbeint í stað þess að ráðast á menn.“ Ólafur segir starfið hvorki ein- manalegt né dautt. Hann sé ævin- lega með einhvetja útvarpsrásina í eyrunum og svo hafi fólk mikið samband við hann. „Það er mikið hringt í mig, margir eru jákvæð- ir, aðrir heimta að ég hlusti á þennan eða hinn þáttinn. En ef ég ætti að fara að óskum allra þyrfti ég hreinlega að skipta um heila á nokkurra klukkustunda fresti." ÓLAFUR M. JÓHANNES- SON FJÖLMIÐLA „Starfið krefst mjög mikillar yfirlegu og viðveru og það kemur mér þvi til góða að hafa fjölmiðlaáhugann í blóðinu. Hefði ég ekki áhuga á því sem ég er að fjalla um, myndi ég ekki endast í þessu starfi.“ Svo farast fjölmiðlarýni Morgunblaðsins, Ólafi M. Jóhannessyni orð. Hann skrifar liðlega 250 greinar á ári í blaðið þar sem hann fjallar um Ijósvakamiðlana útvarp og sjón- varp og hefur gert í rúm sex ár. Ólafur verður því að vera með augu og eyru opin á gátt, svo ekkert efni fari fram hjá honum. Ahugi Ólafs á fjölmiðlum kviknaði snemma. Faðir hans, Jóhannes Stefánsson, var fréttaritari útvarps á Neskaup- stað um áratuga skeið og á heimil- inu var rætt um stjórnmál og fjöl- miðla af brennandi áhuga. Þrátt fyrir það leit Ólafur Morgunblaðið ekki augum fyrr en á unglings- aldri og heimsótti eftir það frænku sína reglulega, sem var áskrifandi að blaðinu. En hvaðan fær Ólafur hugmyndir að greinun- um? „Ég byija daginn á því að fara í sloppinn og lesa Moggann, sem er mín gjöfulasta hugmyndaupp- spretta. Eg reyni að fylgjast með Fjölmiðlarýnirinn skiptir um rás. Morgunblaðið/porkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.