Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐÍÐ'SAWISÁFWIIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 tm Hluti nýstúdenta MR1962 í garði Alþingishússins. Þorkell Helgason 6 Y, hlaut hæstu einkunn við stúdentspróf frá MR árið 1962, ágætiseinkunn 9,31. Á myndinni eru meðal annarra þrír 50 ára stúdentar á tröppum Menntaskólans, Steinn Steinsen, verkfræðingur, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, til vinstri, herra Ásgeir Ás- geirsson forseti til hægri og fyrir aftan þá séra Jósep Jónsson, fyrrverandi prófastur á Setbergi á Snæfellsnesi. SÍMTALID... ER VIÐ TRAUSTA JÓNSSON VEÐURFRÆÐING Það rígnir annan hvem 17. júnííReykjavík „Veðurstofan, góðan dag.“ — Er hann Trausti Jónsson við? „Augnablik. — Já.“ — Trausti? „Jú.“ — Sæll, Guðrún Gunnarsdóttir heiti ég, blaðamaður á Morgun- blaðinu. „Já, sæl vertu.“ — Mig langaði að fá hjá þér upplýsingar um það hversu oft hefði rignt 17. júní. „Já, samkvæmt yfirliti sem við höfum hérna þá rignir annan hvern 17. júní, eða rúmlega það. Veruleg rigning, þannig að það blotni al- mennilega, er svpna fjórða hvern þjóðhátíðardag. Á þessu tímabili hefur verið úrhellisrigning í tíu til tólf skipti.“ — En hvernig er með sólskinið? „í einum fjórða tilvika hefur verið algjörlega sólarlaust en sól- skinsdaga hefur sólin skinið að meðaltali í fjóra og hálfan tíma. Góður sólardagur hefur komið svona einu sinni á sjö ára fresti.“ — Gilda þessar tölur fyrir landið allt? „Nei, þær eiga einungis við um Reykjavík." — En get ég fengið samskonar tölur fyrir Akureyri? „Já, en það er bara meira mál, þú þarft að borga fyrir það og það tekur lengri tíma. Sennilega hefur verið heldur oftar þurrt fyrir norðan en ég get ekkert sagt um hvað oft hefur verið sól- skin.“ — Sleppum því í bili en geturðu sagt mér hveijar helstu línumar eru í veð- urfarinu þessi ár síðan Island varð lýðveldi? „Tja, það hefur nú heldur kólnað ef eitthvað er á lýð- veldistímabilinu. Það hefur verið kaldara nú seinni árin, fór að kólna svona upp úr 1965. Annars eru ekki mikil ára- skipti og það hafa komið hlý ár á þessu seinna tímabiii." — Hvernig heldurðu að veðrið verði núna 17. júní? „Það er nú ekki gott að spá um það svona viku fram í tímann en ef þú myndir tala við mig seinna í vikunni gæturðu eflaust fengið einhveija spá.“ — Er eitthvað um það að fólk hringi í ykkur á veðurstofuna til þess að fá upplýsingar um veður- sögu einhverra ákveðinna daga og til að fá spár? „Já, það er alltaf svona öðru hvoru. Fólk hringir og er að athuga með veður á einhveijum stöðum og biður jafnvel um spár. Annars hringja útlendingar töluvert hingað á veturna." — Eru þeir þá að spá í sumarfrí- ið? „Já, þeir eru að gera það en þetta eru líka aðilar sem standa í einhveijum framkvæmdum hér á landi, til dæmis var hringt hingað frá kvikmyndafyrirtæki." — En getið þið komið með svona langtímaspár? „Nei, nei, við spáum ekki svona fram í tímann, það er alveg ómögu- lggt. Við segjum fólki hvernig veð- ur var síðasta sumar og það verður að nægja.“ — Þið eruð dálít- ið varkárir, veð- urfræðingar. „Já, maður lærir það fljótlega.“ — Og þú vilt sem minnst segja um veðrið áþjóðhá- tíðardaginn? „Á þessu stigi málsins, já. En það eru svona helmings líkur á því að það verði rigning.“ — Ég þakka þér þá fyrir. „Já, það var nú lítið.“ Trausti Jónsson IJrklippan úr Morgunblaðinu 9. ágúst 1961 þar sem segir frá afreki síldarsöltunarstúlknanna á Seyðisfirði. HVAR ERU ÞAU NÚ? SIGURVEIG SIGVALDADÓTTIR SÍLDARSÖLTUNAR- STÚLKA Þúsund krónur í verðlaun Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurveig Sigvaldadóttir og eiginmaður hennar Sigfús Jónsson árið 1991, þrjátíu árum eftir metsumarið í sildinni. SIGURVEIG saltaði síld í fimmtán sumur. Þegar hún var níu ára þurfti hún að standa á skammeli til að ná ofan í tunnuna. Sumarið 1961, nítján ára að aldri, fékk hún 1.000 króna verðlaun frá Sveini Ben. í Haföldunni þegar hún varð fyrst stúlknanna til að salta í fimmhundruðustu tunnuua. Það sumar saltaði hún alls í 630 tunnur. * Ifrétt Morgunblaðsins frá 9. ág- úst 1961 greinir frá afrekskon- um í síldarsöltun á Seyðisfirði og eftir lýsingunum að dæma gekk þar oft mikið á. Sigurveig Sigvalda- dóttir minnist síldaráranna með söknuði og segist ekki fyrir nokk- urn mun hafa viljað missa af þeirri reynslu. Lífið var ævintýri líkast, mikið líf og fjör og hörkuvinna á víxl, þar sem annaðhvort var áð duga eða drepast. Atakasumarið 1961 vann Sigur- veig sér inn 22 þúsund krónur á planinu sem ekki þótti lítið í þá daga. „Þetta var himinhá upphæð. Eftir sumarið fór ég til Akureyrar og byijaði á að kaupa mér föt fyr- ir 10.000 krónur,“ segir Sigur- veig.„Ég fékk fyrir þetta kápu, mörg pör af skóm, kjóla og fleira.“ Það eitt er víst að verðug er verka- konan launa sinna, því þegar bát- arnir komu inn með fullfermi var ekki um annað að ræða en standa við að salta nótt sem nýtan dag. Sigurveig ætlaði því að fá sér „dug- lega slæpu“ eftir að hafa saltað samfleytt á sjöttu viku að því er segir í fréttinni frá 1961. Nú, þijátíu árum síðar, starfar Sigurveig á geðdeild sjúkrahússins á Akureyri og á þrjá syni. Þessi atorkusama kona lætur í ljósi áhyggjur af minnkandi vinnugleði unga fólksins nú til dags. „Mér finnst fullorðna fólkið líka vor- kenna krökkunum allt of mikið að þurfa að vinna nokkur handtök á sumrin. Ég hef alltaf getað komið strákunum mínum í sumarvínnu og ég er viss um að þeir hafa haft betra af því en að slæpast daginn út og inn.“ Þrátt fyrir að síldarsöltun hafi verið erfitt og krefjandi starf sér Sigui-veig ekki eftir einni einustu mínútu. „Ég er viss um að ég mundi yngjast upp um 30 ár ef ég kæmist aftur í söltun. Þó ég næði sjálfsagt ekki upp sama hraða og fyrr, þá held ég að handtökin yrðu fljót að rifjast upp fyrir mér.“ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.