Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 Flugeftirlitsnefnd ræðir við fulltrúa Flugleiða: Kannað hvort ástæða er til frekari lækkunar BIRGIR Þorgilsson, ferðamálastjóri og formaður Flugeftirlitsnefndar, segir að fulltrúar Flugleiða verði boðaðir á fund nefndarinnar á morg- un og þá verði kannað til þrautar hvort ástæða sé til að lækka fargjöld á millilandaflugleiðum frekar en um þau 4% sem þau lækkuðu 10. júní sl. Nefndin fundaði í gær, en það er í hennar verkahring að hafa eftir- lit með og heimila hækkanir á fargjöldum á millilandaleiðum. Fargjöld Flugleiða til Evrópu höfðu hækkað um 17,5-18,7% frá því í fyrrasumar þegar þau lækkuðu 10. júní síðastliðinn um 4%. Ástæður hækkananna voru fyrst og fremst mikil hækkun eldsneytisverðs í kjöl- far innrásar íraka í Kúveit. Þá fór eldsneytisverð úr um 200 dollurum í lok júlí í tæpa 500 dollara í október á síðasta ári, en það lækkaði aftur Frímerki fyrir þrjá milljarða Heildarverðmæti sýningargripa á frímerkjasýningunni NORDIA 91, sem hefst I Laugardalshöll á morgun, er talið nema 3 milljörð- um króna. Þetta er stærsta frímerkjasýning sem haldin hefur verið hérlendis. Verðmætasta og besta einkasafn íslenskra frímerkja sem til er í heim- inum verður á sýningunni. Það er í eigu Bandaríkjamannsins Gene Seott. Verðmætasti einstaki gripur- inn á sýningunni er svokaliað sam- brotið bréf til landfógetans á ís- landi. Verðmæti þess er áætlað um 40 milljónir króna. Sýnt verður frá fyrstu 150 árum íslenskrar póstsögu og þar má sjá eintak af öllum íslenskum frímerkj- um frá upphafi. Um 1.000 sýningar- rammar verða í Laugardalshöll auk þess sem kynntar verða bækur um frímerkjasöfnun og söluaðilar bjóða varning tengdan frímerkjum. Sjá nánar á miðopnu. og var komið í 200 dollara í byrjun mars og hefur verið nálægt 200 doll- urum tonnið síðan. Birgir sagði að þegar fargjalda- lækkunin hefði verið heimiluð frá 10. júní hefði nefndin gert það með fyrir- vara um að ef til vill væri ástæða til frekari fargjaldalækkana. Að- spurður sagði Birgir að eitt þeirra atriða sem leitað yrði skýringa á hjá Flugleiðum væri hvers vegna þessi fargjaldalækkun hefði ekki komið fyrr til framkvæmda. Þá yrði einnig leitað eftir upplýsingum um hvert hlutfall fyrirfram bókana vegna sum- arsins væri. Aðspurður hvers vegna farmgjöld með Flugleiðum milli landa hefðu ekki lækkað 10. júní um 4% eins og fargjöldin, sagðist Birgir ekki hafa skýringu á því, en Flugleiðamenn yrðu spurðir á fundinum á morgun hvort einhveijar sérstakar ástæður væru fyrir því að þau hefðu ekki lækkað. Morgunblaðið/Júlíus Eftirlitá hálendinu Lögreglan í Reykjavík heldur uppi eftirliti á hálend- inu í sumar í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Ekki mun lögreglan eingöngu hafa eftirlit með því að lög og reglur verði virt á hálendinu heldur sinnir hún einnig aðstoðar- og leiðbeiningarhlutverki í sam- vinnu við aðliggjandi lögregluumdæmi og Landhelg- isgæsluna. Síðast sinnti lögreglan eftirliti á hálend- inu 1988 og fékkst þá góð reynsla af því. Dómsmála- ráðuneytið hefur í ljósi þeirrar reynslu ákveðið að veita íjármagni til eftirlitsstarfsins í sumar. Byggðastofnun lánar rækju- vinnslunni 200 milljónir kr. Tilboði Útgerðarfélags Dalvíkinga í Meitilinn í Þorlákshöfn hafnað B Y GGÐ ASTOFNUN hyggst nýta sér heimild í lánsfjárlögum og lána rækjuvinnslunni í land- inu 200 milljónir króna. Þetta kom fram á fundi sljórnar stofnunarinnar I gær og þar var Leki í ammóníaks- leiðslum í Sjófangi LEKI kom að ammóníaksleiðslum í fiskvinnslufyrirtækinu Sjófangi á Örfirisey í gær, annan daginn í röð. 20 manns sem starfa hjá fyrir- tækinu forðuðu sér út úr húsinu, en um minniháttar bilun var að ræða. Leki kom einnig að leiðslunum í fyrradag og tókst viðgerð þá ekki betur en svo að leiðslan lak aftur í gær. Að sögn Jakobs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Sjófangs, virð- ist einna helst sem einhver mistök hafi átt sér stað við viðgerðina. Svo virðist sem hosa á einni leiðslunni hafi ekki verið hert nægilega og ammóníak því komist út í andrúms- loftið. Um lítið magn hefði þó verið að ræða, enda þótt starfsmenn hefðu fundið til óþæginda. Jakob sagði að sprengihætta gæti stafað af ammóníaki ef það blandaðist súrefni í vissum hlutföll- um en um slíka hættu hefði aldrei verið að ræða í þessum tilvikum. Starfsmenn frá Vinnueftirliti ríkis- ins komu á staðinn og framkvæmdu mælingar. einnig ákveðið að hafna tilboði Útgerðarfélags Dalvíkinga í hlutabréf í Meitlinum. Formað- ur stjórnar segir stofnunina ekki leysa vanda einnar byggð- ar með því að leggja aðra í rúst. A fundinum var ákveðið að hlaupa undir bagga með rækju- vinnslunni í landinu enda telja menn vanda hennar mikinn. Mikið var rætt um vanda rækju- vinnslunnar á fundinum og segir Matthías Bjarnason formaður stjórnar Byggðastofnun reiðubúna að Skuldbreyta áföllnum skuldum rækjuverksmiðjanna og jafnvel að lengja lánstíma, en til þess að slíkar aðgerðir komi að gagni þurfa aðrir lánadrottnar að gera svipað. Hann sagði að heimild í lánsfjárlögum um að veita 200 milljónum til rækjuvinnslunnar yrði nýtt. „Við munum lána þetta fé án þess að fullnægjandi tryggingar fáist enda eiga þessar verksmiðjur engin fullnægjandi veð. Vandi þeirra er mjög mikill og nauðsyn- legt að gera eitthvað til að koma þeim til hjálpar, enda er þessi iðn- aður stór,“ sagði Matthías. Hann sagði rækjuafurðir síðasta árs 8% af heildarverðmæti sjávarframleiðslu okkar en var 9,2% árið 1989. Verðmæti loðnu- afurða voru 7,8% af sjávarfram- leiðslu 1989 og 7,1% í fyrra. Verð- mæti síldarafurða voru 3,5% árið 1989 og aðeins 2% í fyrra. Á fundinum var ákveðið að hafna boði Útgerarfélags Dalvík- inga í hlutabréf í Meitlinum. „Okk- ur ber, samkvæmt lögum og reglu- gerðum, að gefa hluthöfum tæki- færi til að nýta sér forkaupsrétt á hlutabréfum þannig að við höfnuð- um tilboði Útgerðarfélags Dalvík- inga,“ sagði Matthías. „Við erum byggðastofnun og við leysum ekki vanda eins byggðalags með því að leggja aðra byggð í auðn, eða svo gott sem,“ sagði Matthías. Matthías sagði að á fundinum hefði mikið verið rætt um málefni fiskeldis og það væri samhljóða álit stjórnar stofnunarinnar að nauðsynlegt sé að fóðra fiskinn í sumar og fá sem mest út úr þeim afurðum. Hann sagði þó að stofn- uninn hefði ekki efni á að grípa frekar inní málefni fiskeldisins nema með því að lengja lánstíma. „Það er afskaplega lítið vit í því að leggja niður fiskeldi þó illa horfí. Það hafa verið gerð mörg mistök í fiskeldinu hér en þau eru til að læra af þeim, en ekki til að leggja árar í bát,“ sagði Matthías. Flugfax hf.; Flugleiðum stefnt hf. hefur stefnt vegna meintrar Dómkirkjan í Reykjavík: Lýst með hjónaefnum í fyrsta skipti í mörg ár HJONAEFNI er ætla að láta að gefa sig saman í Dómkirkjunni í Reykjavík um miðjan júlí ætla að láta lýsa með sér. Er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem lýst er með hjónaefnum í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Sr. Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur, er mun gefa parið saman mun lýsa með þeim tvisvar áður en vígslan fer fram. Að láta lýsa með hjónaefnum er gamall siður sem ekki hefur þekkst í fjölmörg ár að sögn sr.Andrésar Ólafssonar, kirkju- varðar í Dómkirkjunni. Fyrst eftir að hann aflagðist þurfti að fá sérstaka undanþágu frá lýsingu hjá yfirvöldum en sú krafa var fljótlega felld niður. Andrés sagði að ekki hafí verið lýst með verð- andi hjónum í Dómkirkjunni í mörg ár. Lýsing er einfaldlega tilkynn- ing um að fólk hafi ákveðið að gifta sig. Prestur les upp í lok sunnudagsmessu nokkrum vikum fyrir hjónavígslu nöfn þeirra-er ætla að gifta sig og tilkynnir jafn- framt hvenær athöfnin mun fara fram. Einnig eru prentaðar til- kynningar um væntanlega hjónavígslu oft hengdar á kirkju- hurðina. Var þetta gert áður fyrr til þess að auglýsa væntanlega athöfn. Jafnframt gaf tilkynning- in þeim sem sáu meinbugi á hjóna- bandinu tækifæri til þess að koma fram með athugasemdir. FLUGFAX Flugleiðum ólöglegrar hækkunar á af- greiðslugjöldum fyrir vöruflug á Keflavíkurflugvelli. Flugfax sem hefur frá ársbyijun 1989 stundað vöruflug til Japans og Bandaríkjanna hefur greitt þessi gjöld með fyrirvara. Reyndar hefur staðið styrr um þessi af- greiðslugjöld allt frá upphafí eins og lesendur Morgunblaðsins hafa kynnst. Því er nú stefnt fyrir ólög- mæta hækkun frá 1. maí 1989. Aðspurður hvers vegna stefnt væri, sagði Guðmundur Óli Guð- mundsson stjórnarformaður Flug- fax, að Flugleiðir hefðu hækkað afgreiðslugjöld ólöglega á Keflavíkurflugvelli fyrir vöruflug frá 1. maí 1989 þannig að gjald- skráin hefði ekki verið birt opin- berlega svo sem bæri að gera í svona tilfellum. Þá kvað hann ástæðu þess, hvers vegna ekki hefði verið stefnt fyrr, þá, að Flugfax hefði vonað í lengstu lög að hægt yrði að leið- rétta málið í kyrrþey eða með aðstoð stjómvalda en það hafí ekki tekist, því væri stefnt nú til að knýja fram leiðréttingu. Atlantsálsfyrirtækin: Forstjórar væntanlegir til landsins FYRIRHUGAÐ er að forstjórar Atlantsálsfyrirtækjanna Alumax, Granges og Hoogovens komi hingað til fundahalda í næstu viku. Á þeim fundi verði farið yfír heildarstöðu í samningunum við fyrirtækin, að sögn Jóhannesar Nordals, formanns íslenzku við- ræðunefndarinnar. Jóhannes sagði að enn væri ekkert ákveðið um fundardag en unnið væri að undir- búningi fundarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.