Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 37
Dóra Th. Þorsteins-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 12. júlí 1974
Dáin 10. júní 1991
Ástkær vinkona okkar er látin.
Það er mjög erfitt að gera sér
grein fyrir fráfall þessarar yndis-
legu stelpu, sem var alltaf svo hress
og kát og vildi alltaf gleðja þá sem
í kringum hana voru. Þegar enda-
lokin ber svona skjótt að er nær
ómögulegt að sætta sig við að sjá
hana ekki aftur. Dóra átti mikið
af vinum og félagslífið á milli okkar
allra og Dóru var alltaf í himna-
lagi. Dóra var sérstaklega listræn
og tilfmningarík í sér og átti auð-
velt með að skynja þegar fólki leið
illa og var alltaf fús til að hjálpa
vinum og kunningjum með vanda-
mál þeirra. Dóra var sérstök per-
sóna, hún vildi ekki vera eins og
hinir. Hun var mjög hrifin af öðru-
vísi klæðnaði og hélt mikið upp á
gamaldags og fallega muni. Eitt
af því sem einkenndi Dóru var gjaf-
mildin og var þetta stór þáttur í
því að hún vildi gleðja aðra eins vel
og hún gat og er það okkur mikils
virði að eiga þær minningar núna
þá sérstaklega myndirnar sem hún
teiknaði handa okkur.
Það var okkur mikil ánægja að
hafa átt þátt í lífi Dóru. Munum
við varðveita þær minningar sem
við höfum um hana að eilífu. Við
kveðjum Dóru í hinsta sinn. Megi
hún hvíla í friði.
Anna Linda Magnúsdóttir,
Ómar Grétarsson.
Dóra systir er dáin. Ég skil það
bara ekki ennþá. Ilún átli alla fram-
tíðina fyrir sér ... Hun var í blóma
lífsins. Hún var blíð, góð, mjög gjaf-
mild og góður hlustandi. Margir
vinir hennar komu til hennar með
vandamál sín og þar á meðal ég.
Hun var ófeimin og félagslynd. Hún
var listræn og teiknaði margar fal-
legar myndir og það kom líka fram
í klæðaburði hennar. Meira að segja
þegar við vorum yngri lékum við
okkur oft með því bara að klæða
Barbie-dúkkur í og úr fötum og
með að búa til nýtísku heimili fyrir
þær. Við sátum oft tímunum saman
undir stofuborði og lékum okkur.
Og þótt að við rifumst þá hugsaði
ég alltaf fallega til hennar. Hun
vildi alltaf vera fín og bera af og
það gerði hún svo sannarlega.
Lella, litla systir.
Elsku Dora mín er dáin. Það er
erfitt að sætta sig við það, en svona
er það nú samt og þá er ekki annað
að gera en að rifja upp allar góðu
minningarnar. Við Dóra kynntumst
fljótlega eftir að við fluttum báðar
í sömu götuna í Ártúnsholtshverf-
inu árið 1986. Við urðum fljótt
góðar vinkonur og höfum verið það
síðan. Dóra var ein mest lifandi
manneskja sem ég hef þekkt, alltaf
brosandi og hress. Hún hló líka
mjög mikið, enda með frábæran
húmor og það er ekki sjaldan sem
hún hefur komið manni í gott skap
með smitandi hlátri sínum og gleði.
Dóra var líka vinur vina sinna í
raun eins og stór vinahópur hennar
ber vitni um. Það er mjög sárt að
sjá eftir svona yndislegri stelpu yfir
í annað líf en ég trúi því að henni
líði vel þar sem hún er núna. Ég
hugga mig við það sem hún sagði
sjálf: „Betra er að elska og missa,
en að elska ekki.“
Ykkur, Edith, Steina, Sigga,
Lellu, Trausta og öllum ættingjum
og vinum Dóru votta ég innilegustu
samúð mína og bið Guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Margrét Steinþórsdóttir
Blómin urðu mér
svo nákomin af kynnum
og vinafundum;
því trega ég þau svo sárt
þegar ég sé þau falla.
(Japanskt Ijóð)
Nu er Dóra Thorberg Þorsteins-
dóttir vinkona okkar farfn. Hvar
sem hún er vonum við að henni líði
vel. Vinskapur okkar hófst, þegar
Dóra, 11 ára gömul flutti í hverfið
og byijaði í Hvassaleitisskóla. Þar
sem Dóra var einstaklega opinn og
hlýr pei'sónuleiki tók það hana ekki
Iangan tíma að kynnast okkur
bekkjarfélögunum, og minnumst
við aragrúa skólaskemmtana þar
sem Dóra var ætíð í aðalhlutverki.
Og ekki skorti heldur skipulagshæf-
ileikana við að skipa okkur hinum
í hlutverk. Þetta skólaár mun alltaf
verða-cjkkur minningaríkt, því eftir
þetta ár flutti Dóra í Ártúnsholts-
hverfið. Við það minnkaði samband
okkar við hana, en þó heyrði maður
stöku sinnum í henni. Nokkrum
árum seinna lágu leiðir okkav sam-
an á ný í gegnum sameiginlegan
vin og var alltaf gaman að rifja upp
allt sem við gerðum saman. Núna
á seinni árum gerðum við okkur
grein fyrir hversu góður vinur Dóra
í rauninni var. Einnig gerðum við
okkur grein fyrir hve hjartahlý og
skemmtileg hún var og hversu gott
var að eiga hana að. Við biðjurn
góðan Guð að styrkja og styðja
foreidra hennar, systkini og alla
vandamenn.
Minning hennar er ljós í hugurn
okkar.
Sigga, Herdís, Nína og Guðlín.
Þú sæla heimsins svalakind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ítakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár.
Er sorgir heims í burtu ber,
þó blæði hjartans sár.
Mér himneskt Ijós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
en drottinn telur tárin rnín,
ég trúi og huggast læt.
(Kristján Jónsson)
Guð styrki fjölskyldu Dóru og
ástvini.
Fjölskyldan Álakvísl 20. Rvk.
Minning:
Einar Guðbjartsson
stýrimaður
Fæddur 1. jnnúur 1901
Dáinn 15. júní 1991
Samkvæmt lögmáli tímans fer
þeim stöðugt fækkandi sem áttu
uppruna sinn í Grunnvíkurhreppi,
enda er langt síðan byggðin fór í
eyði. í dag kveðjum við einn af
sveitungunum, minn ágæta frænda
Einar Guðbjartsson. Þótt hann ætti
90 ár að baki kom það okkur nokk-
uð á óvart að hann væri kominn
að leiðariokum, svo glaður og reifur
sem hann var þegar haldið var upp
á níræðisafmælið hans í vetur. Ein-
ar var mikill kjarkmaður. Hann var
á sjónum öll stríðsárin og sigldi
með aflann til Bretlands þegar
harðast var barist á þessum slóðum.
Samt kom mér á óvart óbilandi
kjarkur hans síðustu vikurnar sem
hann lifði. Eitt sinn kom ég til hans
eftir að ljóst var að hveiju stefndi
með veikindin. Hann sagði þá að
nú væri ekkert hægt að gera nema
bíða, en síðan sló hann á léttari
strengi eins og hann var vanur.
Ég kynntist Einari ekki mikið
fyrr en hann var um það bil hálffer-
tugur. Hann var þá orðinn ekkju-
maður og var auk þess að ná sér
eftir hastarleg veikindi. Reykjavík
var 11 ára sveitastrák framandi en
Einar frændi var fastur punktur í
tilverunni, ræðinn og skemmtilegur
og kunni auk þess að tefla. Síðan
hefur vinátta okkar haldist og eftir
að hann fór að vinna á Keflavíkur-
flugvelli kom hann stundum til okk-
ar í Keflavík. Þá var glatt á hjalla
og oft var gripíð í spil.
Einai' var mikill gæfumaður á
sinni löngu ævi. Þó held ég að hans
mestu gæfuspor hafi verið þegar
leiðir hans og Sigrúnar lágu saman.
Silla er alveg einstök kona. Ég held
að öllum sem kynnast henni verði
hlýtt til hennar, þótt þeir sem lengst
hafa notið vináttu hennar og um-
hyggju læri kannske best að meta
hennar mannkosti. Gestrisni þess-
ara hjóna var öllum kunn og nutu
hennar margir af sveitungum okk-
ar.
Foreldrar Einars voru Guðbjartur
Kristjánsson og Ragnheiður Jóns-
dóttir ljósmóðir í Grunnavíkur-
hreppi. Hann fluttist itl Reykjavíkur
1921 ogvarþar bátasjómaður fyrst.
Síðan gerði hann hlé á sjómennsk-
unni og fór í Stýrimannaskólann.
Eftir að hann lauk náminu var hann
lengi stýrimaður á togurum, en þó
lengst á Karlsefni eða í 12 ár. Upp
úr 1950 hætti hann á sjónum en
vann eftir það lengi hjá Islenskum
Guðlaug U. Þorláks-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 11. desember 1919
Dáin 29. maí 1991
Sæl vermir sólin oss alla.
I hæðum byggir herrann sá,
sem henni skipaði loftið á.
Hans vil ég að fótum falla.
Hvað gott það, sem hnígur til mín,
heilagur Guð, er eignin þín.
I ljósið þitt, sem ljómar og skín,
leið þú mig, þegar ævin dvin.
(B.G.)
Þessar ljóðlínur koma upp í hug-
ann á þeim sólríku vordögum sem
liðnir eru frá að Lauja frænka okk-
ar lést. í huga okkar verður líka
ætíð bjart yfir minningu hennar.
Það geislaði af góðverkum henn-
ar Lauju og það voru margir sem
fengu að njóta hjartahlýju hennar,
greiðvikni og gjafmildi.
Henni þótti sjálfsagt að styrkja
góðgerðarstarfsemi af ýmsum toga
og alls konar líknarmál. Og frænd-
fólkið fór ekki varhluta af örlyndi
Lauju. Það var stundum eins og
henni væri þvert um geð að eiga
einhveijar stórar eignir — fannst
það einfaldlega ekki samræmast
lífsskoðun sinni.
Hún vildi frekar gefa en þiggja.
Það var alltaf gott að koma til
Lauju hvort sem stoppað var um
lengri eða skemmri tíma, hún bar
mikla umhyggju fýrir okkur og til
hennar var hægt að leita ef við
áttum erfitt eða eitthvað gekk illa
þá fór hún með faðirvorið og aðrar
aðalverktökum á Keflavíkurflug-
velli.
Fyrri kona Einars var Karlólína
Jónsdóttir. Börn þeirra eru Sigurg-
ísli Jörgen f. 1930 og Ragnheiður
Ingibjörg f. 1932. Hjónaband þeirra
varð mjög stutt því Karólína lést
1932. Síðari kona hans er Sigrún
Einarsdóttir frá Dynjanda. Þeirra
börn eru: Ingi Dóri f. 1939, Jónína
Þóra f. 1941 og Guðbjört f. 1952.
Einar hefur átt miklu barnaláni
að fagna og afkomendur hans eru
mjög margir. Þessu fólki vil ég votta
samúð mína, en þó sérstaklega
henni Sillu sem hefur misst svo
mikið við þessi snöggu umskipti.
Sigfús Krisljánsson
bænir, hún kenndi okkur að biðja
Guð að hjálpa okkur með það sem
illa gekk. Þá raulaði hún Ó, Jesú
bróðir besti og þannig lærði maður
fyrst þá bæn. Frá henni fórum við
bjartsýnir og umvafðir kærleika og
Margrét Einars-
dóttir — Minning
Fædd 25. september 1897
Dáin 17. júní 1991
Árið 1947 flytur á Álfaskeið 49
í Hafnarfirði, Margrét Einarsdóttir
ásamt manni sínum Helga Þórðar-
syni og börnum þeirra fimm að tölu,
það yngsta 2ja ára og elsta 17 ára.
Þau komu frá llvaieyri við
Hafnarfjörð, þar voru þau búin að
búa um árabil, myndarbúi.
Mér verður Margrét minnisstæð
lengi og ljúft að þakka hennar
nærveru í langan tíma, eða um 36
ár samfleytt, þar til hún fluttist að
Hrafnistu í Hafnarfirði til dvalar,
þar sem hún andaðist.
Hún var sannarlega mannsengill
til hjálpar ungri og óreyndri, ný-
giftri konu sem bjó á efri hæðinni.
Hér verður ekki rakin ætt Mar-
grétar langt aftur en hún var dótt-
ir sæmdarhjónanna Maríu Jónsdótt-
ur og Einars Sigurðssonar, ein af
fimm systrum séra Sigurðar Ein-
arssonar, síðast prests í Holti undir
Eyjaijöllum.
Margrét var bráðgreind og skýr
kona, og með afbrigðum fjöihæf
bæði til munns og handa. Hún var
heimavinnandi húsmóðir eins og
það mundi vera kallað í dag.
Ég kom daglega til hennar eða
svo að segja, maður hennar var
föðurbróðir minn og mikill sam-
gangur á milli hæðanna. Mer fannst
Margrét geta alla hluti, hún pijón-
aði allt og saumaði á börnin, einnig
á"sjálfa sig og til heiinilsins, fyrir
utan allan þvott í höndum af öllu
þessu fólki, hún var ótrúlega af-
kastamikil.
góðvild sem henni einni var lagið
að veita.
Snemma bytjaði hún að minna
okkur á hvað væri hollt og gott lí-
ferni og bar fram þá ósk að við
neyttum hvorki víns né tóbaks.
Hún geymdi box í eldhússkápn-
um sem aldrei tæmdumst af kökum
eða sælgæti þó við fengjum stóran
skammt. Marga sokkana og vettl-
ingana pijónaði hún handa okkur
bræðrunum og sendi gjafirnar þvert
yfir landið ef því var að skipta og
þá vorú afmælis- og jólagjafimar
ávallt nytsamlegar og góðar. Nú
er þetta orðið að minningarbrotum
sem sveipuð verða hlýju og yl og
þannig verður minning hennar ætíð
í huga okkar.
Fyrir hönd Bryndísar Unnar
Ólafsdóttur viljum við þakka Lauju
langömmu eins og hún kallaði hana
fyrir allt það sem hún gerði fyrir
hana á þeim stutta tíma sem þær
áttu samleið.
Hvíli hún í friði.
Óli og Ingi
Margrét var óskólagengin í æðri
skóla, en víðlesin og gat bjargað
sér á erlendum tungumálum ef þröf
gerðist. Já, Margrét hefði staðist
þung próf í öllu húshaldi og mörgu
fleira og fengið háar tölur í ein-
kunn, en ég heyrði hana aldrei of-
meta sjálfa sig, til þess hafði hún
of mikið vit. II ún var virt af allri
sinni fjölskyldu og samtíðarfólki.
Helgi og Margrét voru afar sam-
hent með afkomu heimilisins, hann
í fyrirvinnu og hún í ráðdeild. Ekki
fór framhjá dyrum þeirra sorg og
gleði, fremur en hjá flestu öðru
fólki. Þau þökkuðu meðlætið og
yfirstigu mótlætið. Bæði voru þau
sómafólk sem gott var og lærdóms-
ríkt fyrir yngri kynslóðina að um-
gangast.
En nú skiljast leiðir og veri elsku
Margrét kvödd með kærri þökk
fyrir allt og allt.
Hjartans samúð og kærar kveðj-
ur til allra ástvina hennar.
Fjölskyldan Álfaskeiði 49
efri hæð