Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 19 Krosshóll bjó m.a. Bogi Benediktsson höfundur Sýslumannaæva. Á liðnum áratug- um var Staðarfell skólasetur en nú er stunduð mannrækt á veum SÁÁ. Þegar komið er inn fyrir Klofning er stutt í höfuðbólið Skarð. Skarð er sú jörð hér á landi sem lengst hefur verið í eigu sömu ættar, eftir því sem kunnugt er, eða frá 11. öld. Þarna sat Björn ríki Þorleifsson og húsfrú hans Ólöf ríka á seinni helm- ingi 15. aldar. Björn var hirðstjóri og átti sem slíkur í útistöðum við Englendinga, er versla vildu við ís- lendinga. Fór svo að Björn var drep- inn. Eru fleyg tilsvör Ólafar er henni bárust fregnir af falli Björns: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði,“ í Saurbænum var Staðarhóll höf- uðbólið. Þar bjó Sturla lögmaður Þórðarson, sagnaritari, á ijórða tug ára. Við höldum Svínadalinn til baka. Við erum á þeim slóðum þar sem frásögn Laxdælu er hvað áhrifarí- kust. „Það er fimmtudagur í páskaviku. Kjartan Ólafsson ríður suður dalinn um Mjósyndi. Bolli og föruneyti hans riðu norður dalinn og námu staðar hjá gili því er Hafragil heitir. Kjart- an kemur suður yfir gilið og sér fyrirsátina. Hefst nú bardaginn. Bolli stendur þó hjá. Þegar hallar á lið hans og undir miklum frýjunar- orðum bregður hann sverðinu Fót- bít. Kjartan kastar vopnum og vill ei beijast við Bolla. Bolli veitir hon- um banasár en sest þegar undir herðar honum og andaðist Kjartan á knjám Bolla.“ Við höldum heim um Skógar- ströndina. Þegar við förum yfir Laxá skulum við huga að tveimur klappar- ásum sem eru litlu vestar ofanvert við veginn. Milli ásanna er þröngt skarð og heitir þar Fyrirsátur. Um skarðið lá gamla gatan. . Árið 1549 sendi Jón biskup Ara- son á Holum syni sína Björn og Ara vestur á Snæfeilsnes til að handtaka þijá siðskiptamenn. Einn af þeim var Daði Guðmundsson í Snóksdal. Fréttu þeir, að Daði var á heimleið vestan úr Rifi fáliðaður og gerðu þeir honum fyrirsát þarna í skarð- inu. Strengdu menn þeirra ólarreipi milli klettanna þvert yfir götuna í mitti^hæð og ætluðu að láta hest Daða kollsteypast og yrði þá auð- velt að handtaka hann. Myrkt var af nóttu og reið Daði á undan mönn- um sínum á annáluðum gæðingi, sem kallaður var Dala-Brúnn. Sá hesturinn hindrunina í tæka tíð og lyfti sér léttilega yfir og hvarf út í myrkrið með húsbónda sinn á fleygi- ferð. Sátu fyrirsátursmenn eftir á klettunum undrandi og agndofa. Sumir vilja telja Dala-Brún einn mesta hest íslandssögunnar, því að gangur hennar hefði getað orðið all- ur annar en raun varð á, ef þessi hestur hefði ekki bjargað Daða frá því að falla í hendur biskupi og son- um hans. Ekki löngu síðar tókst svo Daða að handtaka þá Hólafeðga á Sauðafelli svo sem áður var greint frá._ Áætlað er að ferð okkar ljúki í Reykjavík kl. 20:00. Höfum góða ferð. Helstu heimildir: Árbækur Ferðafélags íslands 1947 og 1986. Höfundur er forseti Ferðafélags íslands. Landssamtök hjartasjúklinga efna nú til happdrættis í fyrsta skipti, og er ætlunin að stuðla að kaupum á lijartaómsjá fyrir hjartadeild Landspítalans. Hér eru Rúrik Kristjánsson og Kristinn Þórhallsson að undirbúa kynningu á einurn þeirra þriggja bíla, sem eru vinningar í happdrættinu. verði happdrættismiða mjög í hóf (500 krónur miðinn) og munu fé- lagsmenn sjálfir annast alla sölu miðanna sem er mun færri en al- mennt tíðkast í happdrættum. Hjartaómsjáin byggir á notkun hátíðnihljóðbylgja til að kanna út- lit og starfsemi hjartans. Þróun í ómunartækni er mjög ör og flókna hjartasjúkdóma er auðveldara að greina og ákveða læknismeðferð. Þetta tæki mun leysa af hólmi fyrstu tækjagjöf : Landssamtaka hjartasjúklinga frá árinu 1983. Enn sem fyrr veltur það á skiln- ingi almennings hvernig tekst til með þessa fjáröflun. Til þess að safna þeirri fjáriiæð, sem Lands- samtök hjartasjúklinga hafa heitið að leggja til þessa þarfa verkefnis og til að hrinda í framkvæmd þeim fjölmörgu viðfangsefnum, sem samtökin munu beita sér fyrir á næstunni, er vænst stuðnings fólksins i landinu. Sóknin gegn hjartasjúkdómum á íslandi er hafin — árangur hefur náðst — en mikið er þó ennþá óunnið. Höfundur erritarí Landssamtaka lyartasjúklinga. STAÐGREIÐSLA Persónuafsláttur hækkar 1. júlí Mánaðarlegur persónuafsláttur hækkar í 23.922 kr. Sjómannaafsláttur 6 dag hækkar í 660 kr. Þann 1. júlí hækkar persónu- afsláttur og sjómannaafsláttur um 4,78%. Hækkunin nær ekki til launagreiöslna fyrir júní og hefur ekki í för meö sér aö ný skattkort veröi gefin út. Vakin er athygli launagreið- enda á því að þeir eiga ekki að þreyta fjárhæö persónuafslátt- ar þegar um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1991. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti meö uppsöfnuð- um persónuafslætti 1991. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Ónýttur uppsafnaöur persónu- afsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1991 og verður millifærður síðar hækkar ekki. Á sama hátt gildir hækkun sjó- mannaafsláttar ekki um milli- færslu á ónýttum uppsöfnuð- um sjómannaafslætti sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1991. HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.