Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
Tausamfellur
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Þessa dagana er að ljúka í Gall-
erí inn við Skólavörðustíg sýn-
ingu Jóhanns Eyfells, sem lista-
maðurinn hefur gefið nafnið
Tausamfellur/Cloth
Collapsions.
Jóhann Eyfells sótti sitt listnám
til Bandaríkjanna skömmu eftir
síðari heimsstyijöldina, og þó
hann hafi starfað hér heima um
tíma, m.a. sem kennari við Mynd-
lista- og handíðaskólann á síðari
hluta sjöunda áratugarins, hefur
hann að mestu búið og starfað í
Bandaríkjunum alla tíð síðan.
Hann hefur haldið góðu sambandi
hingað heim, haldið einkasýning-
ar og tekið þátt í samsýningum,
og þannig hafa landsmenn getað
fylgst með listferli hans.
Jóhann hefur verið maður til-
rauna og nýjunga í sinni list, og
fylgt þeim tilraunum eftir með
nýjum hugtökum og á tengslum
efnisþátta, hugsunar og umhverf-
is í listinni. Hann hefur síðan
unnið eftir þessum skilgreining-
um, og þannig á vissan hátt bætt
nýjum sviðum inn í listheiminn.
Þekktasta hugtakið sem hann
hefur komið fram með er „Næmis-
hyggja“ (sem er ágæt íslensk
þýðing á enska heitinu „Receptu-
alism“). í góðri þýðingu Hannesar
Lárussonar í sýnigarskrá er að
finna þessa tilraun til skilgreingar
á þeirri hugsun sem hér býr að
baki: „Næmishyggja er nýyrði
(1970) búið til í kringum vitsmun-
alega innreið í listsköpun, sem er
sprottin upp af gagnrýnum og
áköfum áhuga á fallvöltum veru-
leika minnstufjarlægðar. í dýpri
skilningi gerir næmishyggja ráð
fyrir mismunsemaltæku eðliog
eignar eilífa eiginleika eingöngu
fagur fræðilegum og siðrænum
veruháttum. Til að leggja frekari
áherslu á lykilstöðu mismunar eru
ólkíkir kraftar og gildi sett í sam-
band viðsögulegaóaðskiljanleg
hlutverknauðsynjarogtilviljunar."
Þó að skilgreiningar af þessu
tagi kunna að virðast flóknar við
fyrstu sýn, kemur skýrt fram, að
það er mismunurinn sem skiptir
öllu máli, hann skapast af nauð-
syn og af tilviljun, og eðli hans
er mikilvægur þáttur í öllu um-
hverfi mannins. Listamaðurinn
telur það því eitt mikilverðasta
hlutverk listarinnar að fjalla um
mismuninn og tilurð hans, enda
ber sýningin nú undirtitil sam-
kvæmt því: Tausamfellur/Cloth
Collapsions-Difference Unra-
velled (Mismunur opinberaður).
Sýning Jóhanns í Gallerí einn
einn að þessu sinni er beint fram-
hald sýningar sem hann hélt 1988
í Gallerí Svart á hvítu, sem var
til húsa að Laufásvegi 17. Sú
sýning bar titilinn „Pappírssam-
fellur“, og í sýningarskráin nú er
önnur útgáfa á sýningarskránni
frá 1988, endurbætt með ágætum
þýðingum, eins og fyrr segir. Sú
lýsing sem þar er gefin á hvernig
pappírssamfellurnar urðu til, er
væntanlega í fullu gildi fyrir taus-
amfellurnar í Gallerí einn einn (ef
...
v'-
— p
>y■ vi/ -hl *"%■' ; *■> < ?■**-*<,w
Jóhann Eyfells: Upp og niður/ýtt og togað.
orðið „tau“ er sett fyrir „pappír“
í textanum).
„I tæknilegu tilliti er pappírs-
samfellurnar gerðar á þann hátt
að „samloka“ er þvínguð undir
verulegt farg og stöðugt álag
aðdráttarafls í tímabil sem varir
í nokkrar vikur. Samlokan er í
þremur lögum. I miðju er örk af
mynd-gleypnum pappír. Hann
liggur á votu jarðrænu „bæli“ eða
leðju. Ofan á pappírinn kemur
sían „stimpill", sem er skapaður
á listræna vísu, úr margvíslegum
málmum og málmblöndum.“
Listamaðurin nýtir því frum-
k-aftana, jörðina, aðdráttaraflið
og tímann, sem sköpunarafl þess
mismunar, sem kemur fram í
verkum hans. Tausamfellurnar
eru stimplaðar með þeim mynstr-
um,sem listamaðurinn hefur gert,
en það er háð tilviljun og fyrr-
nefndum kröftum, hvernig mis-
munur þeirra kemur fram, það
er opinberun fyrir listamanninn
engu síður en aðra gesti.
Það er ætíð fengur að því að
sjá hvað íslenskir listamenn er-
lendis eru að fást við. Jóhann
Eyfells hefur verið að bijóta nýjar
leiðir í myndlistinni, og með þeim
hefur hann vísvitandi leitað aftir
til frumkraftanna í stað þess að
fylgja eftir sífellt flóknari tækni,
sem er þó einkenni tímans. í þessu
felst visst andóf listamannsins,
sem vissulega á rétt á sér í þeim
heimi nútímalistar, sem byggir
sífellt meira á fjölmiðlun, mark-
aðssetningu og tækniframförum.
Sýningu Jóhanns Eyfells í Gall-
erí einn einn lýkur fímmtudaginn
27. júní.
Nemendasýning Listdansskóla Þjóðleikhússins
STRANDGÖTU 28
SÍMI652790
Einbýli — raðhús
Sunnuvegur
Fallegt og virðul. steinh. á tveim-
ur hæðum ásamt kj. alls 162 fm
í grónu og rólegu hverfi. Endurn.
gluggar og gler. Falleg afgirt
hraunlóð. V. 12,7 m.
Fagrihjalli — Kóp.
Nýl. 181 fm pallbyggt parh. ásamt bílsk.
í suðurhl. Kóp. Fullb. eign. Fallegar innr.
Parket og steinflísar á gólfum. Sólskáli.
Þrennar svalir. Upphitað bílaplan. Frá-
bært útsýni. Áhv. húsnlán ca 3,4 millj.
V. 14,7 m.
Túngata — Álftanesi
Nýl. einbhús ca 220 fm á einni
hæð ásamt tvöf. bílsk. 5 góð
svefnh., sjónvhol, stofa o.fl. Áhv.
langtlán ca 6,5 m. Laust 1. júlí.
V. 14,5 m.
Selvogsgata
Gott og mikið endurn. einbhús á tveim-
ur hæðum. Parket á gólfum. Nýr sól-
skáli. Nýir gluggar og gler, lagnir o.fl.
Áhv. húsbréf ca 4,3 millj. Verð 8,7 millj.
4ra herb. og stærri
Breiðvangur
Falleg og björt 4ra-5 herb. 122 fm íb.
á 3. hæð. Þvottah. og geymsla innaf
eldh. Stórt eldhús. Nýl. innr. Parket.
Fallegt útsýni. Laus 1. ág. Verð 8,3 millj.
Suðurgata
Falleg 4ra herb. mikið endurn. miðhæð
í góðu steinh. Nýl. gluggar og gler, eld-
hinnr. o.fl. Fráb. útsýni yfir höfnina.
Getur losnað fljótl. Verð 7,5 millj.
Lækjarkinn
Góð neðri hæð ásamt bílsk. og hluta
af kj. Nýl. innr. Parket. Rólegur og góð-
ur staður. Verö 9 millj.
Hringbraut
Góö 4ra herb. íb. á miöhæð í góðu
þríbýli ásamt stórum bílsk. Áhv. hús-
næðisl. ca 3,2 millj. Verð 7,9 millj.
3ja herb.
Kelduhvammur
Rúmg. og björt 3ja herb. ca 87 fm risíb.
Fráb. útsýni. Rólegur og góður staður.
V. 6,1 m.
Vesturbraut
3ja herb. ca. ca. 64 fm risíb. Lítið und-
ir súð. M. sérinng. V. 4,6 m.
2ja herb.
Breiðvangur
Rúmg. ca 87 fm íb. á 1. hæð í fjölbýli
með sérinng. Rólegur og gcður staður.
Miðvangur
Góð 2ja herb. ca 57 fm íb. í lyftuh.
Fallegt útsýni.
Selvogsgata
Mikið endurn. ósamþ. 2ja herb. jarðh.
í þribýlish. Verð 2750 þús.
INGVAR GUÐMUNDSSON
Lögg. fasteígnas. heimas. 50992
JÓNAS HÓLMGEIRSSON
Sölumaður, heimas. 6*41 152
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
__________Ballett____________
Ólafur Ólafsson
Það hefur skapast sú venja, að
annað hvert ár hefur Listdansskóli
Þjóðleikhússins nemendasýningu
sýna í Þjóðleikhúsinu. Hitt árið er
sýningin haldin í húsnæði skólans.
Að þessu sinni fór sýningin fram í
Borgarleikhúsinu, þar sem Þjóðleik-
húsið var upptekið. En ein sýning
á sviði, annað hvert ár, er hvergi
nærri nóg. Reyndar hefur þessi
sýning nokkurn aðdraganda. Einnig
voru nú í júní sex sýningar í húsa-
kynnum skólans, þar sem efnisskrá-
Honda f91
Civic
Sedan
16 ventla
Verð frá kr. 1.095 þús.
GLi-special
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA.
Rhonda
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
in var aðeins önnur. Sum atriðin,
einkum með yngri nemendum, hafa
verið felld út og önnur komið í stað-
inn. Er það vegna þess, að hóparn-
ir hafa sundrast út í sumarið, því
óneitanlega er sýningin seint á ferð.
Þannig var sýningin í Borgarleik-
húsinu þriðji þátturinn í sýninga-
hrinu vorsins hjá dönsurunum. í
heildina voru allir þessir þættir góð-
ir og verkefnin nauðsynlegur þáttur
í námi dansaranna.
Sýningin í ár var ánægjuleg og
líklega eru bestu meðmæli hennar
og skólastarfsins þau, að enginn
var að gera hluti,sem hann hafði
Suomi
borðbúnaður
,,Lifslistin“
í postulíni frá Ros-
enthal. Fagurborö-
búnaöur á yðareigiö
N j ýboi Ármúla 23, S. 813636
VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
j» Sw^iisstM&frifr
ekki möguleika á að ráða við. Það
vill oft brenna við, að of mikið sé
færst í fang á sýningu sem þess-
ari. Sýningin var krefjandi fyrir
dansarana, án þess að skotið væri
yfir markið. Það er merki hvers
góðs leiðbeinanda að þekkja vel sína
nemendur og beina þeim að efri-
mörkum getu sinnar, án þess að
ofbjóða þeim. Það virðist takast og
þá er tilgangi náð.
Það er ekki ætlunin að fjalla hér
um einstaka dansara, en vert er að
geta um nokkur atriðanna. Flest
hafa þau áður verið sýnd í æfinga-
sal skólans. Þau eiga það öll sam-
eiginlegt, að njóta sín betur á sviði
en í æfingasalnum. Áður hefur ver-
ið fjallað nokkuð um ballettinn „Þrír
í einu“, ljómandi verk eftir Hlíf,
Maríu og Nönnu. Frá fyrstu sýn-
ingu á Listahátíð æskunnar, hefur
hann orðið skýrari í meðförum
hópsins. Á sýningunni þann 19.
júní var það samt „blái hópurinn",
sem sýndi hvað styrkastan dans og
var yfirferð þeirra mjög góð. í verk-
inu reyndi á klassíska tækni dansar-
anna. Það sama var uppi á teningn-
um í ágætum spönskum dansi úr
„Coppelia". Eitt af nýju verkunum
var „Viltu koma til í það?“ eftir
Nönnu Ólafsdóttur, við tónlist eftir
Jónas Tómasson. Þetta er nokkurs-
konar tvöfaldur sólódans, þar sem
tvö pör dansa samtímis sama dans-
inn. Nanna túlkar hughrif tónlistar-
innar í mynd og hreyfingu á næ-
man og skýran hátt, þar sem hvert
andartak fær að njóta sín. Útkoman
verður falleg ástarsaga í ágætri
túlkun ungra dansara.
Listdansskóli Þjóðleikhússins
byggir á klassískum grunni í
kennslu sinni. Þó var efnisskráin
blönduð og „Nútímadans“ eftir
Margréti Gísladóttur dæmi um
verk, þar sem önnur tækni var not-
uð. Þetta verk, sem engan veginn
naut sín í æfingasal, var nú farið
að líkjast einhveiju. Kom þar tvennt
til, annars vegar beittari og
samæfðari dans og hins vegar svið
og lýsing. Verk sem samið er fyrir
svið, nýtur sín ekki í æfingasal án
lýsingar, ekki frekar en Hedda
Gabler á Lækjartorgi. Lengst frá
hinum klassíska grunni var samt
„Spuni Mozart 91“ eftir Sylviu von
Kospoth. Verkið minnir á látbragðs-
leik, eða farsa, eða bæði. Fólk kann
að spyrja sig að því, hvort atriðið
hafi átt erindi á sýninguna. Undir-
ritaður er sannfærður um það, að
atriðið var hollur skóli þeim, sem
tóku þátt í því, sem og þeim, sem
horfðu á.
Það er nauðsyn ungu fólki í list-
námi að fá að koma fram og reyna
sig. Þar liggur mikil vinna að baki
og ber að þakka skólastjóra Ingi-
björgu Björnsdóttur, kennurum og
nemendum fyrir sýninguna.