Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
38
Minning:
Dr. Oddur Guðjóns■
son fv. sendiherra
Á hinum fallega sólríka þjóðhá-
tíðardegi, 17. júní fannst mér sem
skyndilega drægi ský fyrir sólu er
ég frétti andlát vinar míns Odds
Guðjónssonar þá um morguninn.
Hann varð 85 ára 28. janúar sl. og
héldu hann og Lotti kona hans
myndarlega upp á það með fjöl-
mennum vinahópi. Oddur var þá
andlega hress og lék við hvern sinn
fingur en líkamlega átti hann orðið
erfitt með hreyfingar. Andlátið kom
því ekki á óvart.
Dr. Oddur var fæddur á Bergs-
stöðum í Reykjavík, sem Bergstaða-
stræti heitir eftir, og voru foreldrar
hans María Guðmundsdóttir og
Guðjón Gamalíelsson múrarameist-
ari, en hann var á sínum tíma með-
al þekktustu byggingameistara
bæjarins og byggði m.a. Landspítal-
ann og Kleppsspítalann.
Oddur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólaunum í Reykjavík 1927
en sigldi að því loknu til Þýskalands
og stundaði þar nám í hagfræði og
lauk því með doktorsprófi 1934.
Var hann síðan oftast kallaður
doktor Oddur. Doktorsritgerð hans
fjallaði um greiðslujöfnuð íslands
árið 1930 og var brautryðjandi verk
á því sviði.
Strax eftir heimkomuna 1934 var
dr. Oddur ráðinn skrifstofustjóri
Verslunarráðs íslands. Gekk hann
að því með miklum dugnaði að skip-
uieggja og auka starfsemi ráðsins
á næstu árum þar á eftir. Veit ég
að þessi störf voru honum mjög
kærkomin ekki síst vegna ánægju-
legs og lærdómsríks samstarfs við
þáverandi formann Verslunarráðs-
ins, Hallgrím Benediktsson. Hann
ávann sér strax mikið traust og
vinsældir meðal verslunarmanna,
enda hvíldi meginþungi af félags-
starfí þeirra á þessum árum á hans
breiða baki.
Fljótlega kom að því, að dr. Odd-
ur var skipaður fulltrúi verslunar-
innar í opinberum nefndum. Starf-
aði hann í verðlagsnefnd 1938-42;
skömmtunarnefnd ríkisins 1939-43
og gjaldeyris- og innflutningsnefnd
1941-43. En í ársbyijun 1943 var
hann svo skipaður í viðskiptaráð,
sem falið var víðtækara starfssvið
vegna stríðsástandsins en nokkur
nefnd hafði áður haft. Viðskiptaráð-
ið þurfti ekki aðeins að úthluta inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfum, taka
verðlagsákvarðanir og sjá um vöru-
skömmmtun, heldur einnig ráðstafa
takmörkuðu skipsrúmi fyrir nauð-
synlegustu vöruflutninga til lands-
ins og annast innflutning ýmissa
vörutegunda. Var hér um mjög
vandasamt og heldur vanþakklátt
starf að ræða, en almennt mun það
viðurkennt, að það hafi farið dr.
Oddi og ágætum samstarfsmönnum
hans vel úr hendi.
Með starfinu í viðskiptaráði hefj-
ast þáttaskil í ævi og starfi dr.
Odds. Hann var ekki lengur tals-
maður og fulltrúi ákveðinna hags-
muna heldur orðinn embættismað-
ur, sem varð að meta hvert mál út
frá almennum þjóðarhagsmunum.
Þessi aðstaða hans var ekki auð-
veld og sætti dr. Oddur stundum
ómaklegri gagnrýni, sem ekki er
hægt að furða sig á, þar eð ráðið
fjallaði um viðkvæm hagsmuna- og
deiiumái. En þeir, sem best þekkja
til starfs dr. Odds á þessum árum,
ijúka upp einum rómi um, að öll
hans störf hafi einkennst af sér-
stakri samviskusemi og sanngimi.
Og það viðurkenna allir, sem til
þekkja, að dr. Oddur hafi haldið vel
á þeim málstað, sem hann barðist
fyrir og honum fannst réttur. Hann
var að eðlisfari samvinnulipur, en
gat verið fastur fyrir og ákveðinn,
þegar því var að skipta.
Frá 1943 og til 1960 átti dr.
Oddur sæti í öllum ráðum og nefnd-
um, sem fjölluðu um innflutnings-
og gjaldeyrisinál, verðlagsmál og
fjárfestingarmál. Af viðskiptaráði
tók við fjárhagsráð, síðan viðskipta-
nefnd og loks innflutningsskrifstof-
an sem iögð var niður 1960. í eitt
ár 1961-62 gegndi dr. Oddur störf-
um ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu-
neytisins í fjarveru þess sem þessar
línur ritar. En á árunum 1962-68
var hann viðskiptaráðunautur ríkis-
stjórnarinnar með skrifstofu í við-
skiptaráðuneytinu. Fjallaði hann
einkum um viðskipti og samnings-
gerðir íslands við Austur-Evrópu-
löndin, en á þessu sviði hafði hann
mikla reynslu og þekkingu því að
hann hafði frá 1950 tekið reglulega
þátt í samningaviðræðum við
Tékkóslóvakíu, Pólland, Ungverja-
land, Rúmeníu og seinna við Sov-
étríkin. Dr. Oddur sat einnig marg-
ar alþjóðaráðstefnur m.a. árlega
fundi efnahagsnefndar Evrópu
(ECE) um austur-vestur viðskipti,
ráðstefnu um vandamál þróunar-
landa (UNCTAD) 1964 og físki-
málaráðstefnuna í London 1964.
Það var vel ráðið þegar dr. Odd-
ur með sína miklu hæfileika og
reynslu var árið 1968 skipaður
sendiherra íslands í Sovétríkjunum
og gegndi hann því starfí með mikl-
um sóma til ársins 1974. Alhliða
þekking hans á viðskiptamálum og
áratuga reynsla í milliríkjasamning-
um kom honum að góðu haldi í
sendiherrastarfinu. Vann hann þar
ómetanlegt starf fyrir íslenskt at-
vinnulíf og útflutning. Þeir mörgu
samningamenn, og þar á meðal sá
sem þetta ritar, eru ævinlega þakk-
látir fyrir gestrisni Odds og Lottiar
og margvíslega aðstoð á meðan
þeir dvöldu í Möskvu.
Nú á ieiðarenda vil ég láta í ljósi
sérstakt þakklæti fyrir langa og
trygga vináttu Odds sem aldrei féll
skuggi á. Ekki minnist ég þess að
okkur hafí nokkum tíma orðið
sundurorða, enda höfðum við svip-
aðar skoðanir um þau mál sem við
unnum saman að.
Dr. Oddur sótti ekki aðeins há-
skólamenntun sína til Kílar heldur
líka sína ágætu konu Lieselotte
fædd Laufkoetter og var hjónaband
þeirra með miklum ágætum. Þeirra
börn eru María Bertrand, Lieselotte
Singer og Þórir Oddsson vararann-
sóknarlögreglustjóri ríkisins. Dæt-
urnar eru búsettar í Þýskalandi, en
Þórir er giftur Jóhönnu Ottesen,
viðskiptafræðingi og eru barna-
börnin orðin fimm.
Við Lilly vottum þeim öllum ein-
læga samúð okkar.
Þórhallur Ásgeirsson
Þegar ég sest niður til að skrifa
nokkur orð um vin minn dr. Odd
Guðjónsson sem nú hefur kvatt
okkur, þá koma fram í hugann
margar endurminningar, enda
tíminn orðinn langur síðan við
kynntumst. Ég ætla ekki að rekja
æviferil hans, sem er merkur og
langur, það munu aðrir gera svo
ekki verður um bætt. Mun ég því
stikla á nokkrum atriðum, sem mér
eru minnisstæð úr samskiptum okk-
ar á langri leið og bregða nokkru
ljósi á manninn.
Fyrstu kynni mín af Oddi voru
raunar ekki persónuleg heldur af
afspurn. Háskólinn í Kiel í Þýska-
landi hefur löngum haft nokkurt
aðdráttarafl fyrir íslenska stúdenta,
einkum á tveimur sviðum, hagfræði
og líffræði, aðallega fískifræði.
Þangað hafði Oddur haldið að loknu
stúdentsprófí til náms í hagfræði,
enda vissi hann að við þann skóla
var ein virtasta hagfræðistofnun
Þýskalands. Þaðan lauk hann svo
doktorsprófi árið 1934. Það var svo
árið eftir, þegar ég innritaðist í
þennan háskóla, að ég hafði spum-
ir af Oddi. Það var fljótt ljóst, að
það var ánægjulegt að koma í fót-
spor hans. Ýmsir við hagfræðistofn-
unina bæði kennarar og nemendur
þekktu hann og það leyndi sér ekki,
að þau kynni leiddu af sér góðan
orðstír. En það var ekki aðeins við
skólann, sem við nutum Odds. Það
tíðkaðist oft á þessum tíma, að stúd-
entar drýgðu takmarkaðar yfir-
færslur með því að hafa skrínukost
á kvöldin og hafði Oddur verslað
t Móðir mín, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Seljavegi 15, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 24. júní. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Guðlaugur Sæmundsson, Reynir Guðlaugsson, Gerður Guðlaugsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavik, lést mánudaginn 24. júní. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANTON SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Fornhaga 26, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 21. júni. Haraldur Antonsson, Karin Hartjenstein, Steinar Antonsson, Sigurður Antonsson, Ingólfur Antonsson, Erla Eggertsdóttir, Hjalti Sigurðsson, Jóna Kristmannsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu laugardaginn 22. júní. Kveðjuathöfn fer fram í Áskirkju föstudaginn 28. júnf kl. 15.00. Útför verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00. Erlendur Einarsson, Margrét Helgadóttir, Steinunn Einarsdóttir Fink, Albert Fink, Erla Einarsdóttir, Gísli Felixson og fjölskyldur.
t Faðir okkar, t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURJÓN JÓNSSON, HALLDÓRA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Heiðarhvammi 2, Smyrlahrauni 17,
Keflavík, Hafnarfirdi,
andaðist mánudaginn 24. júní. andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 25. júní sl.
Júlíus Þór Sigurjónsson, Hafdís Jóhannesdóttir, Eiríkur Ólafsson,
Sigriður Bi'lddal, Viðar Sæmundsson, Aðalsteinn Sæmundsson,
Anna Sigurjónsdóttir, Sigurður Sæmundsson, Lísbeth Sæmundsson,
Jóna Sigurjónsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn.
við konu eina, sem hafði verslun í
hverfinu, sem við bjuggum í. Svo
góð höfðu þau viðskipti verið, að
ekki þurfti annað en nefna nafn
Odds til að fá bestu kjör í verslun-
inni og jafnvel lánsviðskipti ef svo
bar undir. Ríkti þar fullt traust.
Fyrir okkur nýgræðingana, en það
vorum við Birgir Kjaran, sem hófum
námið haustið 1935, var það auðvit-
að ómetanlegt veganesti að eiga
slíkan fyrirrennara. En dvölin í Kiel
færði honum líka þá hamingju að
eignast þann lífsförunaut, Liesel-
otte, sem hefur verið honum styrk
stoð á langri ævi.
Að loknu námi kom ég heim í lok
ársins 1939 og var þá ekki sérlega
bjart um atvinnuhorfur. Oddur var
þá skrifstofustjóri Verslunarráðs
Islands og til hans leitaði ég í þeirri
von að á þeim vettvangi gæti mér
nýst nám mitt. Hann tók mér af
þeirri ljúfmennsku, sem honum var
svo lagin og ég minnist þess, að
mér fannst vænkast minn hagur
eftir að ég hafði rætt við hann þó
ekki kæmi neitt ákveðið fram um
atvinnumöguleika þá. Skömmu síð-
ar talaði hann svo við mig og nú
sást hylla undir starf, sem hann
sagði mér að komið gæti til greina
við hans stofnun. Örlögin höguðu
því þó þannig, að um sama leyti
bauðst mér annað starf, sem ég tók
og hélt mér föstum næstu 27 árin.
En söm var gerð Odds.
Nú fór í hönd alllangt tímabil,
þar sem við störfuðum hvor á sínum
vettvangi en hittumst við ýmis tæki-
færi og ávallt varð ég var við hversu
annt hann lét sér um starfsframa
minn og var svo alla tíð.
Og svo var það að ég kynntist
Oddi á nýju starfssviði þegar hann
var viðskiptaráðunautur ríkisstjórn-
arinnar áður en hann gerðist sendi-
herra 1968. Við vorum þá saman
á tveimur ráðstefnum um fískimái
í London 1963 og 64. Þá var
skammt liðið frá því að hinni hörðu
deilu um fiskveiðimörkin var lokið
með sigri okkar og ekki gróið um
heilt á milli þjóðanna. Þama var
um viðkvæm og vandasöm mál að
ræða, bæði viðskiptalegs eðiis og
sem snertu fiskveiðar utan fískveið-
ilandhelginnar. Oddur reyndist hér
einnig mjög liðtækur og tillögugóð-
ur þó ekki væri fjallað beint um
sérsvið hans, enda var hann þá
margreyndur störfum á alþjóðaráð-
stefnum og við milliríkjasamninga,
sem kom sér vel.
Árið 1971 var ég í viðskiptasend-
inefnd, sem send var til Moskvu,
en Oddur var þá sendiherra í Sovét-
ríkjunum. Þar kynntist ég enn nýrri
hlið á honum. Aðrir munu gera
þessum þætti í starfi hans skil, en
mér er það sérstaklega minnisstætt
hversu gaman var að ræða við hann
um það land og það margsiungna
kerfí, sem þar ríkti. Hafði hann
augsýnilega gert sér mikið far um
að kynnast því og kunni skýringar
á mörgum torkennilegum fyrirbær-
um, sem þar urðu á vegi manns.
En þá minnist ég þess líka hversu
Lieselotte, hafði sett sig vel inn í
mál austur þar og gat sagt manni
frá á sinn skemmtilega hátt. Vil
ég ljúka þessum fáu orðum með
því að leggja áherslu á hversu þýð-
ingarmikill þáttur hennar hefur
verið í lífi og starfí Odds og færi
henni og fjölskyldu hennar jafn-
framt innilegustu samúðarkveðjur
frá okkur Ágústu.
Davíð Ólafsson
Óhætt er að fullyrða að fá lönd
séu_ jafn háð utanríkisviðskiptum
og Island. Það er því mikilvægt að
stjórnvöld velji til forystu á þeim
vettvangi hæfa embættismenn,
enda fylgja þeim störfum mörg
vandasöm verkefni svo sem yfirum-
sjón með gerð viðskiptasamninga
við önnur þjóðlönd og umsjón með
framkvæmd þeirra þannig að hags-
muna landsins sé gætt í hvívetna.
Við Islendingar höfum’ undan-
tekningalítið verið heppnir með val
þessara embættismanna. Með dr.
Oddi Guðjónssyni eigum við á bak
að sjá einum af þeim mönnum, sem
skarað hafa hvað mest fram úr á
þessum þýðingarmikla vettvangi,
en þar vann hann þjóð sinni ómetan-
legt starf.