Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 Nýkjörin stjórn Landssambands Gídeonfélaga á íslandi ásamt fram- kvæmdastjóra og fulltrúa alþjóðastjórnar. Sitjandi frá vinstri: Sigurð- ur Þ. Gústafsson og David Friesen. Standandi frá vinstri: Sigurbjörn Þorkelsson, Kári Geirlaugsson, Ársæll Aðalbergsson og Geir Jón Þórisson. 35% í alþjóða biblíu- sjóð Gídeonfélaga eftir Sigurbjörn *. Þorkelsson Landsmót Gídeonfélaganna á íslandi var haldið á Hellu dagana 24.-26. maí sl. Yfirskrift mótsins var tekin úr 4. kafla Jóhannesar- guðspjalls versi 35b: „Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir til uppskeru.“ Meðal gesta okkar á mótinu voru Benedikt Arnkels- son sem hafði Bibiíulestra og David Friesen, en hann var full- trúi alþjóðastjórnar Gídeonfélaga ' á mótinu. „Markmið félagsins er það sama og hinnar kristnu kirkju, þ.e. að leitast við að ávinna menn og konur til trúar á Frelsarann Jesúm Krist.“ Aðalfundur Á landsmótinu var m.a. haldin 46. aðalfundur Gídeonfélaga á ís- landi frá stofnun félagsins 1945. MANNÚD OG MENNING LEIKUR-NÁM-STARF Ungmennahreyfing Rauða krossins gengst fyrir tveggja vikna nárrfskeið fyrir börn á aldrinum 8-10 ára. Á námskeiðunum fræðast börnin um ólíka menningarheima, umhverfisvernd, skyndihjálp, starfsemi Rauða krossins og margt fleira auk þess sem þau gróðursetja tré, mála og fara í leiki. Námskeiðin eru haldin á eftirtöidum stöðum: KÓPAVOGUR 1/7-12/7 kl.9.00-16.00 AKUREYRI 1/7-12/7 REYKJAVtK 15/7-26/7 HAFNARFJÖRÐUR 15/7-26/7 REYKJAVÍK 29/7-9/8 Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu RKÍ í síma 91-26722 UNGMENNAHREYFING RAUÐA KROSS ÍSLANDS Á fundinum var m.a. kosin ný stjórn, en í henni sitja nú eftirtald- ir: Sigurður Þ. Gústafsson forseti, Kári Geirlaugsson varaforseti, Ársæll Aðalbertsson gjaldkeri og Geir Jón Þórisson kapilán. Auk þessara einn fulltrúi frá hverri félagsdeild: Bjarni Gunnarsson, Reykjavík, 1, Kristján Þorgeirs- son, Reykjavík, 2, Steinar S. Wa- age, Reykjavík, 3, Sveinn Valdi- marsson, Keflavík, Davíð Hös- kuldsson, ísafirði, Guðjón Guð- mundsson, Akranesi, Jón Viðar Guðlaugsson, Akureyri og Smári Björnsson, Vestmannaeyjum. Á fundinum kom m.a. fram að Gídeonfélagar hefðu dreift eða komið fyrir um 8.000 eintökum af Nýja testamentinu á starfsárinu 1990-1991. 35% í alþjóða Biblíusjóðinn Á fundinum var ákveðið að senda 35% af öllu því fé, sem í Biblíusjóð Gídeonfélaga á íslandi safnast, i alþjóða Biblíusjóð Gíde- onfélaga. Sá sjóður stendur undir kostnaði við prentun á þeim Nýja testamentum og Biblíum sem dreift er á meðal Ijölmargra Gíde- onlanda, sem ekki hafa efni á því að kosta prentunina sjálfir nema þá að litlum hluta. — Þetta ættu þeir sem leggja fram fé í Biblíu- sjóð Gídeonfélaga að hafa í huga. Að lokum Gídeonfélagið er alþjóðasamtök. Félagið starfar nú í 148 löndum, en Island er þriðja landið hvar Gídeonfélag var stofnað. Markmið félagsins er það sama og hinnar kristnu kirkju, þ.e. að leitast við að ávinna menn og konur til trúar á Frelsarann Jesúm Krist. Gídeon- félagið er einskonar framlengdur armur kirkjunnar, félagið nær með boðskap Bíblíunnar til margra sem ekki sækja kirkjur og í mörgum löndum, hafa jafnvel ekki kost á því að 'sækja kirkjur. Gídeonfélagar hafa um árabil gefið skólabörnum eintak af Nýja testamentinu, en einnig eru eintök að finna inn á hótelherbergjum, við sjúkrarúm og víðar. Hafa margir hlotið mikla blessun og styrk fyrir starf Gídeonfélaga, enda er orð Guðs bæði lifandi og kröftugt. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á Islandi. Island í eftir Hafliða Helgason Hver þjóð fær þá leiðtoga sem hún á skilið, segir einhvers staðar og má til sanns vegar færa. Þó finnst manni stundum að fólki sé full grimmilega refsað fyrir glópsku sína. Eg hef sjálfur gert ýmis mistök um dagana og ég ætla að játa ein þeirra fyrir lesend- um þessa greinarkorns og bið þess í auðmjúkri iðrun að mér verði fyrirgefið — ég kaus Alþýðuflokk- inn. Eg veit, lesandi góður, að þig hlýtur að setja hljóðan, en þetta var í góðri trú gert og ég skal reyna að gera þetta aldrei aftur. Ég kaus Alþýðuflokkinn, vegna þess að ég er jafnaðarmaður og tel mig nútímalegan þar að auki. I mínum huga felst það, að Vera jafnaðarmaður, m.a. í því að greina verðmæti í_ velsæld fólks og hamingju þess. Ég tel að okkur beri að stefna að því að jafna að- stöðu þeirra sem hafa hlotið skarð- an hlut í arf. I mínum huga er velsæld og hamingja fólgin í fleiru en efnahagslegri velferð, þó að vitanlega sé hún að vissu marki frumforsenda þess að fólk fái no- tið verðmæta, einnig þeirra sem ekki verða metin til fjár. Af þeim verðmætum sem hvað mikilvæg- ust eru telst menntun fólks. Hug- takið menntun felur í sér meira en það að afla sér þekkingar. Menntuninni á einnig að fylgja sá eiginleiki að hún auki skilning manna á samhengi hluta, þannig að þeir lifi í senn ríkara og heil- steyptara lífi, og geri síður mistök eins og t.d. þau sem ég hef játað á mig. Frumheijar jafnaðarstefnunnar skildu að menntun er ekki einung- is hagsæld heldur einnig farsæld. í krafti þeirrar hugsunar sáðu menn í akra menningar og mennt- unar. Slíkir menn voru vin í þeirri eyðimörk sem fátæk og niðurlægð þjóð horfði til, þegar hún reis upp til þátttöku, sem fullgildur með- limur í samfélagi menntaðra þjóða. En þjóðin á ekki vin þar sem Jón Baldvin og kumpánar hans í ríkisstjórninni eru. Þeim em hug- sjónirnar gleymdar og munar lítið um að fórna framtíðinni fyrir stundarhagsmuni. Þeir naga 1 ný- SLATTUORF meö nælonbræöi og sagarblaði Þyngd 5,4 kg Sláttarþvermál 40,6 sm Verð áður kr. 29.700 stgr. ISUMARTILBOÐl kr.24.900 stgr. FÖ SAMBANDSINS MIKIMMHIISÍMAR (92090-192000 O-flokk Hafliði Helgason „Sá nýgræðingur sem ríkisstjórnin nagar og lætur vindum tímans eftir að gera örfoka er menntun fólks í þessu landi.“ græðinginn eins og sauðkindin, sem hefur það óneitanlega fram yfir þá að vera bragðgóð og nær- ingarrík, en yrði víst neðarlega á blaði yfir þær skepnur sem friðað- ar yrðu sökum greindar. Sá ný- græðingur sem ríkisstjórnin nagar og lætur vindum tímans eftir að gera örfoka er menntun fólks í þessu landi, möguleiki okkar til að vera þjóð sem stendur framar- lega í flokki þjóða heims bæði hvað varðar hagsæld og farsæld. Jón Baldvin mokar framsóknar- flórinn beint í mjólkurbrúsana og það hefur aldrei þótt góð bú- mennska að skíta í nyt sína. Með því að líta á Lánasjóð ís- lenskra námsmanna sem eyðslu- sjóð en ekki fjárfestingarsjóð er verið að hindra fjölda fólks sem ekki hefur digra bakhjarla í því að nýta hæfileika sína og vinna þjóð sinni gagn. Það eru margir sukk- og óráðsíusjóðir sem mætti taka til í, en úr þeim geta stjórn- málamenn úthlutað flokksbræð- rum og vinum að vild sinni. í Lána- sjóð íslenskra námsmanna nær kolkrabbinn (eins og núverandi tengdasonur fjölskyldnanna fjórt- án, Össur Skarphéðinsson, kallaði guðfeðurna í Sjálfstæðisflokkn- um) ekki með arma sína nema til að skera niður og getur því ekki tryggt forréttindi síns fólks, nema með því að hindra hina efnaminni í að byija á sama stað á hlaupa- brautinni. Stuðningur við það hróplega óréttlæti sem birtist í niðurskurð- artillögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna er ekki í anda jafn- aðarstefnunnar og enn síður í anda nútímalegrar jafnaðarstefnu. For- ystumaður sem stefnir undir merkjum jafnaðarmennsku að slíkum uppblæstri á ökrum mennta er svikari við málstað sinn og á að víkja. Geri hann það ekki sjálfur ber þeim sem kinnroðalaust vilja ganga veg jafnaðarmennsku að hafna forystu hans. Slíkur for- ystusauður leiðir hjörð sína ekki í A-flokk, heldur í O-flokk sem Jap- anir kaupa fyrir slikk — og éta. Höfundur er nemi í Háskóla íslands. ----------- Afhenti trúnaðarbréf Hannes Hafstein afhenti nýlega Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, formanni ráðherra- ráðs EB, og Jacques Delors, for- seta framvkæmdastjórnar E_B, trúnaðarbréf sem sendiherra ís- lands hjá Evrópubandalaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.