Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
OLIUFYLLTIR
RAFMAGNSOFNAR
Betra loft i bústaðinn
% KJÖLUR hf.
ÁRMÚLA30 S: 678890 - 678891
Honda *9 1
Civic
3ja dyra
16 ventla
Verð f rá 815 þúsund.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA.
ÍHONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
...sem slá í gegn!
ÁRMÚLA 11 - REYKJAVÍK - SlMI 681500
fréttum
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Börnin í Utskálasókn fóru í náttúruskoðunarferð um Hvalsnes þar sem þau skoðuðu nýlega fædda kálfa.
KIRKJUVIKA
Hjá börnum
í Utskála og
Hvalsnes-
sóknum
Kirkjuvika fyrir böm á aldrin-
um 7-9 ára var haldin í Út-
skála- og Hvalsnessóknum í síð-
ustu viku. Þátttaka var ákaflega
góð og tóku liðlega 100 börn þátt
í kirkjuvikunni.
Séra Hjörtur Magni Jóhannes-
son sóknarprestur í Útskála- og
Hvalsnessóknum sagði að þetta
væri annað árið í röð sem kirkju-
vika væri haldin í sóknunum og
fælist hún í fræðslu, útivist
og leik.
Börnin fengju fræðslu um
frelsarann, og sköpun náttúrunnar
og þá ábyrgð sem við hefðum
gangvart henni. Kristín Þóra Tóm-
asdóttir guðfræðinemi úr Reykja-
vík starfaði með séra Hirti Magna
að kirkjuvikunni og þar komu
einnig fleiri við sögu.
Kirkjuvikunni_ lauk svo með
guðsþjónustu í Útskála- og Hvals-
neskirkju þar sem börnin tóku
virkan þátt í helgiathöfninni.
- BB
SAMDRÁTTUR
Konunglegur sam-
dráttur í aðsigi?
Konungleg kvennamál þykja
ævinlega forvitnileg og með
óh'kindum livað almúginn hefur mik-
inn áhuga á slíku. Játvarður Breta-
prins, sem er 27 ára gamall en ólof-
aður samt og að sjálfsögðu geypilega
eftirsóttur piparsveinn, hefur nú ver-
ið í fréttunum vegna meints áhuga
hans á Mörtu Lovísu Noregsprins-
essu, en hún er aðeins 19 ára og
hafa ýmsir þegar bent á kunnugleg-
an atdursmun og eiga þar við Kari
og Díönu ríkisarfana.
Hugsaniegur samdráttur Játvarðs
og Mörtu Lovísu fékk byr undir báða
vængi er Játvarðúr lét sig hafa það
að mæta á hrossamót í bænum
Aldridge skammt frá Birmingham,
en meðal keppenda þar var engin
önnur en Marta Lovísa sem hefur
numið bókmenntir og hrossatamn-
ingar í Englandi síðustu misseri.
Játvarður deilir ekki einlægum
hrossaáhuga með flestum í íjölskyldu
sinni, því kom næi"vera hans á um-
ræddu móti mjög á óvart, en málin
þóttu skýrast mjög er hann allt að
því límdi sig við Mörtu Lovísu og vék
vart frá . hlið hennar á meðan að
mótið stóð yfir.
Síðan er að geta í eyðurnar. Tals-
maður hailarinnar hefur ekki viljað
gefa út á spádóma, aðeins sagt að
ungmennin séu „kunningjar". Tals-
maður norsku krúnunnar er einnig
þögull eins og gröfin og sjálf viija
Játvarður og Marta ekki tjá sig um
sín einkamál. Þó herma fregnir að
Marta Ixivísa hafi verið tíður gestur
í Buckingham-höll í seinni tíð og ljós-
myndari einn fullyrti að hann hefði
séð til þeirra Játvarðsf Mörtu og
Elísabetar drottningu í útreiðartúr
fyrir nokkru. Atvik hefðu hins vegar
hagað því þannig til að hann gat
ekki fest uppákomuna á filmu....
Búrhvalirnir fyrir framan Slysavarnafélagshúsið á Neskaupstað og bílafloti þeirra.
Morgnnblaðið/Ágúst Blöndal
KÖFUN
Búrhvalir með námskeið
Búrhvalirnir, en svo nefnist
deild kafara úr björgunar-
sveitum SVFÍ, komu saman hér
dagana 14.-16. júní sl. og héldu
námskeið fyrir kafara. Um 50
manns sóttu námskeiðið vítt og
breitt af landinu. Kafaramir höfðu
aðstöðu um borð í Sæbjörgu, skól-
askipi SVFI á meðan námskeiðið
stóð yfir. Þetta er í þriðja skipti
sem slíkt mót er haldið á vegum
Búrhvalanna. - Agúst.