Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JUNl 1991
33
Á Vatnshlíðarhorni. - Ljósm.: Jóhannes I. Jónsson
Gönguferð um gosbeltið, 7. ferð:
Þríhnúkar - Bláfjöll
eftir Tómas Einarsson
7. raðganga Ferðafélags íslands
um gosbeltið suðvestanlands verð-
ur nk. sunnudag og hefst kl. 13.00.
Að þessu sinni verður ekið suður
í Grindaskörð, gengið á Þríhnúka
og að skíðaskálunum í Bláfjöllum.
Þetta er stutt og róleg ganga, en
eins og jafnan áður mun margt
forvitnilegt bera fyrir augu, sem
sjálfsagt er að gefa gaum og tíma
til að skoða.
Grindaskörðin eru flestum kunn,
sem á annað borð þekkja fjalla-
hringinn umhverfis Reykjavík. En
ekki mun það vera á allra vitorði,
að þar sé eitt virkasta gossvæði í
nágrenni höfðustaðarins. Hnúk-
arnir, sem þar ber við, eru gamlir
eldgígar. Sóri-Bolli er austastur
og þeirra mestur. Frá honum hefur
runnið hraunflaumur norður að
Undirhlíðum og Helgafelli. Þar
fyrir vestan eru Tvíbollar. Hraun
þaðan eru áberandi á svæðinu milli
Grindaskarða og Helgafells. Lík-
legt er talið að þar hafi gosið um
árið 900. Ef það er rétt, mun Ing-
ólfur Arnarson og fjölskylda hafa
orðið vitni að því gosi, trúlega í
fyrsta sinn á ævinni.
í þessari göngu verður gengið
að Þríhnúkum. Einn þeirra er úr
móbergi en hinir tveir eru fornir
eldgígar, og hafa runnið frá þeim
mikil hraun, sem þekja svæðið í
nágrenninu. Líklega verður gengið
á þann nyrsta. í toppi hans getur
að líta kringlótt, gapandi gígop.
Þetta er opið á dýpsta helli lands-
ins. Nokkrum sinnum hefur verið
sigið í helli þennan, fyrst á Jóns-
messu 1974. Við mælingu reyndist
hellirinn vera um 110 m á dýpt,
10 m að ummáli efst en víkkar
þegar neðar kemur.
Þeir sem,,ganga upp á þennan
hnúk ættu að hafa þetta vel í huga,
þegar þeir ganga umhverfis gígop-
ið. Það hefur vakið furðu, að þeir
sem hafa umsjón með Bláfjalla-
fólkvangi skuli ekki hafa sett upp
skilti þarna til aðvörunar eða girt
umhverfis opið. Að vetrarlagi
myndast jafnan skafl við það með
slútandi hengju. Fari einhver út á
skaflinn, er honum voðinn vís, ef
hengjan brestur undan þunga
hans.
Af Þríkhnúkum er víðsýnt. Það-
an sést vel til Reykjavíkur og ná-
grennis, og ef skyggni er gott vest-
ur eftir Reykjanesskaga og norður
á Snæfellsnes.
Gönguferðinni er ekki lokið við
Þríhnúka. Stefnan verður tekin á
Kóngsgil, en þar er skíðamiðstöðin
í Bláfjöllum. Ef tími gefst til má
lengja gönguna með smá krók yfír
að Stóra-Kóngsfelli. Vestan við
það eru fallegir gígar, sem hafa
lagt til það hraun sem þekur svæð-
ið milli KÓngsfells og Drottningar.
Þaðan hafa einnig runnið hraun-
straumar til norðurs, m.a. allt
norður undir Heiðmerkurgirðingu.
Að lokum verður gengið á
Strompa, gígaþyrpinguna, sem er
vestan við skíðasvæðið. Eldvörpin
eru 7 talsins og dreifð á svæði sem
þekur um 1 ferkm. Þessar eld-
stöðvar eru eldri en þær sem fyrr
eru nefndar. Hraunið frá þeim
þekur svæðið vestan við Bláfjöllin,
einmitt þar sem skíðagöngumenn
sækja sér kraft og hreysti á heilsu:
bótargöngu í Bláfjöllum. í
Strompahrauni hafa fundist marg-
ir fallegir og skoðunarverðir hellar
og hefur Ferðafélagið farið þangað
eftirminnilegar skoðunarferðir á
liðnum árum.
(Aðalheimild: Rit Jóns Jónssonar
jarðfræðings.)
Höfundur er kennari.
Rokk á Fáskrúðsfirði
HELGINA 28. og 29. júní gefst
Austfirðingum kostur á að heyra
og sjá sænsku hyómsveitina
Sticky Fingers.
Hljómsveitin er þekktust fyrir
flutning sinn á lögum Rolling Sto-
nes. Hún hefur undanfarið leikið í
Reykjavík og á Akureyri. Austfirð-
ingar 16 ára og eldri geta heyrt í
hljómsveitinni í Skrúð, Fáskrúðs-
firði á föstudagskvöld, og kvöldið
eftir á Hótel Austurlandi, Fáskrúðs-
fírði, en þar er aldurstakmarkið 18
ár.
Royal
í rjómatertuna
ROYAL vanillubúðingur sem millilag í tertuna.
Sjá leiðbeiningar
á pakkanum.
Myndlistarnámskeið fyrír börn
Getum enn bætt við börnum, á aldrinum
7-12 ára, á myndlistar-
námskeið í sumar.
‘Farið verður í eftirtarandi:
Leirmótun — málun —
blandaða tækni — teikningu og fleira
Hvort námskeið stendur yfir í 2 vikur,
2 klst. á dag (20 klst.)
Leiðbeinendur verða:
Guðlaug Halldórsdóttir, grafískur hönnuður
og Helga Jóhannesdóttir, leirlistakona
- Báðar hafa veitl barnastarfi forstöðu -
Innritun verður alla virka daga frá kl. 9-16 í hús-
næði Tónlistarskóla Eddu Borg í Hólmaseli 4-6.
Upplýsingar í síma 73452.
tákn um gæði
2034 Góðir hlaupaskór
m/dempurum í hæl og tábergi.
St. 40-46. Verð kr. 8.190,-
2075 Góðir hlaupaskór
m/dempurum i hæl.
St. 39-46. Verð kr. 7.490,-
2472 Sterkir skór.
St. 38-47. Verð kr. 4.990,-
2473 Sterkir leðurskór
m/fjöðrun í hæl.
St. 38-47. Verð kr. 6.490,-
1060 Þrælsterkir barnaskór
m/riflás
St. 25-40. Verð kr. 2.850,-
2065 Léttir hlaupaskór 2391 Uppháir leðurskór.
m/dempurum i hæl og tábergi. St. 36-45. Verð kr. 3.995,-
St. 39-46. Verð kr. 8.995,-
Opið laugardaga frá kl. 10-14.
»humaeH?
SPORTBÚÐIN
ÁRMÚLA 40, SÍMI 813555
Sendum í póstkröfu.