Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 39
Aðrir munu í dag rekja æviferil
Odds Guðjónssonar en ég get ekki
látið hjá líða, er hann er kvaddur
hinstu kveðju, að minnast þeirra
starfa sem hann vann í þágu ís-
lenzks sjávarútvegs og þakka þann
mikla stuðning, sem hann veitti
okkur áratugum saman á sviði
markaðsmálanna.
Ég átti því láni að fagna að starfa
all mikið með Oddi frá því hann var
settur ráðuneytisstjóri í viðskipta-
ráðuneytinu síðla árs 1961 og sam-
starfið varð enn nánara er hann var
skipaður viðskiptaráðunautur ríkis-
stjórnarinnar ári síðar, en því starfi
gegndi hann til áramóta 1967/1968
er hann var skipaður sendiherra
Islands í Sovétríkjunum og fleiri
Austur-Evrópulöndum. Þeim störf-
um gegndi hann til 1974 en þá tók
hann við sendiherrastarfi í utanrík-
isþjónustunni með aðsetri í Reykja-
vík.
Nú þegar Oddur Guðjónsson er
kvaddur sækja margar minningar
á hugann og þá ekki sízt minningar
frá hinum mörgu viðskiptasamn-
ingaviðræðum við erlend ríki á þeim
árum, er Oddur var formaður ís-
lenzku ■samninganefndanna. For-
ystuhæfileikar lians á því sviði voru
ótvíræðir og þótt stundum blésl
ekki byrlega hafði hann gott lag á
að leysa vandamálin, enda var hann
úrræðagóður og hafði að jafnaði
meiri þolinmæði til að bera en al-
mennt gerist. Óvenjuleg nákvæmni
og skyldurækni einkenndi öll þessi
störf Odds og hann sparaði hvorki
tíma né fyrirhöfn til að undirbúa
sem bezt þau mál, sem féllu undir
starfssvið hans.
Þessir eiginleikar Odds komu
ekki síður að gagni í störfum hans
sem sendiherra en mikil viðskipti
voru á þeim árum milli íslands og
þeirra landa, sem hann var sendi-
herra í. Viðskiptin við þessi lönd
voru með allt öðrum hætti og mun
flóknari en gengur og gerist í okk-
ar heimshluta og þurfti oft á fyrir-
greiðsiu íslenzka sendiráðsins að
halda og var Oddur alltaf boðinn
og búinn til að aðstoða okkur, sem
stóðum í þesssum sérstæðu við-
skiptum. Öll þessi störf leysti Oddur
af hendi með stakri prýði og um
leið með þeirri hógværð sem honum
var töm.
Þau hjón Lotti og Oddur voru
góðir fulltrúar íslands á erlendri
grund og það fór ekki fram hjá
þeim, sem til þekktu, að þau nutu
virðingar þeirra, sem við þau áttu
samskipti. Einnig minnist ég
margra ánægjulegra stunda í ís-
lenzka sendiráðinu í Moskvu en
gestrisni og hlýja sat þar í fyrir-
rúmi.
Oddur Guðjónsson hafði mjög
náið og gott samstarf við þá aðila,
sem hlut áttu að máli varðandi ut-
anríkisviðskiptin og fylgdist vand-
lega með sérhveijum þætti þeirra.
Ahuginn var slíkur, að eftir að hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir og
þar til hann lagðist sína hinstu legu
í vor, fylgdist hann áfram all ítar-
lega með atburðarásinni.
Á skilnaðarstund fylgir dr. Oddi
Guðjónssyni þakklátur hugur frá
mörgum vinum og samferðamönn-
um. Við Sigrún sendum Lottí og
öllum öðrum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Gunnar Flóvenz
Er ég, sem ungur maður kynnt-
ist tengdafólki mínu, fór ekki hjá
því, að ég varð þess fljótlega var
hvílíkur vinskapur var með þeim
hjónum Elínu og Páli B. Melsteð,
tengdaforeldrum mínum og dr.
Oddi Guðjónssyni og Lottie, konu
hans. Kynni þessi voru frá þeim
tíma, er Elín Melsteð var bamfóstra
Odds. Síðan varð það svo að þau
bjuggu í sitt hvoru húsinu, hlið við
hlið, á Freyjugötunni í mörg ár.
Er ekki að orðlengja, að vinátta
þessi hélst meðan Elín og Páll lifðu,
en hafði þá auðvitað einnig tengt
næstu kynslóðir í báðum fjölskyld-
um. Það hefir ævinlega verið
skemmtilegt að umgangast þau
hjónin dr. Odd og Lottí. Heimsborg-
ara í þess orðs fyllstu merkingu.
Þau ferðuðust töluvert, fói’u ekki
alltaf troðnar slóðir og urðu, sem
sendiherrahjón í Sovétríkjunum og
járntjaldslöndunum, útverðir ís-
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 26. JÚNl' 1991
lands í UATRI: Þau kynntust hinu
framandi lífi í Moskvu á tímum
Krústjoffs og Brésnefs en geislandi
frásagnarandi þeirra biés lífi í það
sem var að gerast í þessu annars
steinrunna þjóðfélagi, svo unun var
á að hlýða og maður fékk allt aðra
mynd en birtist fjölmiðlum. Persón-
uleg kynni dr. Odds af ráðamönnum
þar eystra, sögur af þeim og sögur
af kerfinu, seinaganginum, af því
hve margt þarna var stórbrotið og
fagurt en margt frumstætt og ljótt.
Andstæðurnar í miklu heimsveldi,
sem ekki allir fá að sjá, en þeir sem
skynja og kunna frá að segja, glæða
lífi.
Dr. Oddur Guðjónsson hefir lifað
mikilvægan kafla Islandssögunnar
og verið virkur þátttakandi í mótun
hans. Þannig mun hans einnig verða
minnst á blöðum sögunnar. Þegar
nú er komið að leiðarlokum viljum
við hjónin þakka samfylgdina og
sendum Lottie og ijölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Ragnar Borg
Góður vinur er farinn frá okkur
og hugurinn fyllist trega og tóm-
leikakennd, þó maður hafi vitað að
aldurinn var orðinn hár og heilsan
ekki góð. Það er eins og maður vilji
aldrei horfast í augu við dauðann,
jafnvel ekki þó maður viti að hann
sé á næsta leiti.
Við Oddur þekktumst frá barn-
æsku, þvf mæður okkar voru vin-
konur. En vinátta okkar Odds hófst
raunverulega ekki fyrr en í mennta-
skóla. Þannig var að maðurinn
minn, Alfreð Gíslason, og Oddur
bjuggu við sömu götu, Bergstaða-
stræti, og léku sér saman frá barn-
æsku. Síðan fylgdust þeir að upp í
menntaskólann, og þar var ég líka,
þó ekki væri ég í sama bekk og þeir.
Oddur var stórglæsilegur ungur
maður og mikið kvennagull. Hann
hafði orðið fyrir því í æsku að fót-
brotna á skautum og brotið verið
sett rangt saman. Þetta háði honum
ekkert sem ungum manni, hann
gekk teinréttur stakk aðeins lítil-
lega við, en hann átti aldeilis eftir
að finna fyrir þessu broti þegar á
ævina leið. Oddur var ákaflega við-
mótsþýður maður og var því mjög
vinsæll og eignaðist marga góða
vini.
í menntaskólanum á þessum
árum tíðkaðist það mjög að skrifast
á á milli bekkja og með því hófst
raunverulega vinátta okkar Odds,
því ég varð „póstur" fyrir hann, og
hann fyrir mig. Oddur og Alfreð
voru ekki einungis alltaf saman í
skólanum, heldur einnig voru þeir
saman í sumarvinnu. Eitt sumarið
fóru þeir saman á síld á Siglufjörð,
annað sumarið voru þeir saman í
steypuvinnu við byggingu Landspít-
alans og þriðja sumarið voru þeir
saman í málaravinnu o.s.frv.
Stúdentar urðu þeir báðir árið
1927, ég var þá nokkru áður farin
til Kaupmannahafnar til náms. Svo
um haustið 1927 skildu leiðirþeirra
vinanna. Oddur ákvað að fara til
Kiel í Þýskalandi og nema þar hag-
fræði, en Alfreð settist í lagadeild
Háskóla íslands.
Þegar Oddur var kominn til Kiel
skrifaði hann mér til Kaupmanna-
hafnar og stakk upp á því að við
skrifuðumst á vikulega og það gerð-
,um við og bréf Odds voru sérstak-
lega skemmtileg, því hann hafði
góða kímnigáfu og sagði vel frá,
en einhvern veginn hefur mér tek-
ist að glopra þessum bréfum niður,
en þau voru sannarlega þess virði
að halda þeim til haga.
Þegar nær dró jólum skrifar
Oddur mér að hann ætli að koma
til Kaupmannahafnar og halda jólin
þar. Þetta þótti mér mjög gaman
og kynnti ég hann fyrir ungu
dönsku fólki, sem ég hafði kynnst
og var þessum glæsilega Islendingi
tekið mjög vel — svo vel, að þegar
ég hitti eina stúlkuna, sem ég hafði
kynnt hann fyrir, 20 árum síðar,
þá var það fyrsta sem hún spurði
um var hvernig Oddur hefði það.
Þegar Oddur var að ljúka námi
var hann búinn að finna þá einu
réttu og hann kom hingað heint
með unga, fallega, þýska stúlku að
nafni Liselotte Laufkoetter og voru
þau gefin saman í kyrrþey á heim-
ili systur hans, Sigþrúðar, og manns
hennar, Ólafs H. Jónssonar. Við-
staddir voru aðeins nánustu ætt-
ingjar Odds og við Alfreð, sem höfð-
um gift okkur tveimur árum áður.
Maður þurfti ekki að koma oft á
heimili Lottíar og Odds til að sjá
að hún var alveg frábær húsmóðir
og var aðdáunarvert að sjá hve fljótt
hún aðlagaðist öllu hér heima, sem
samt hefur verið henni svo fram-
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HERMANN JÓN ÁSGEIRSSON
tannlæknir,
er látinn.
Guðfinna Gunnþórsdóttir og börn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓNS GUÐMUNDSSONAR
frá Þrasastöðum,
Nesgötu 43,
Neskaupstað.
Hólmfríður Jónsdóttir,
Katrin Jónsdóttir,
Jóhanna Jónsdóttir,
Hulda Jónsdóttir,
Sólrún Jónsdóttir,
Hreinn Jónsson,
barnabörn og
Sigurður Jónsson,
Magnús Ásmundsson,
Stefán Antonsson,
Hilmir Jóhannesson,
Páll Þorgilsson,
barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
GUNNAR SIGURMUNDSSON
prentari,
Stórhoiti 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 27. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir.
Vilborg Sigurðardóttir,
Gylfi Gunnarsson, Debra Gunnarsson,
Gerður Gunnarsdóttir, Grétar Br. Kristjánsson,
Gauti Gunnarsson, Sigrún Arthúrsdóttir,
Sigurður Ó. Gunnarsson, Judie Gunnarsson
og barnabörn.
andi, því þá voru aðrir tímar en nú,
því við vorum á eyju langt út í
hafi, langt frá öllu, en ekki eins og
í dag þegar rnaður kemst jafnvel
til annarra heimsálfa á nokkrum
klukkstundum.
Lottí hefur staðið við hliðina á
Oddi í blíðu og stríðu öll þessi ár
og það hafa verið erfiðir tímar fyr-
ir hana, þegar hann varð, starfs
síns vegna, að fara á meðan á stríð-
inu stóð í skipalest til Bandaríkj-
anna og hún var ein heima með
þijú smábörn. Síðasta starfið sem
Oddur hafði var að vera sendiherra
íslands í Rússlandi og sagði hann
mér oft margt skemmtilegt frá þeim
árum. Svo komu þau heirn og sett-
ust að í fallegu íbúðinni sinni á
Flókagötunni.
Þegar við Alfreð fluttumst til
Keflavíkur árið 1938, urðu sam-
göngurnar á milli heimilanna
strjálli. Nokkrum árum eftir að þau
komu heim þá flytjum við til
Reykjavíkur, því Alfreð var orðinn
sjötugur og lét þá af embætti og
hugðu vinirnir þá gott til góðarinn-
ar með að endunýja gamla vináttu.
En það fór á annan veg, því Alfreð
veiktist skömmu eftir að við fluttum
■í bæinn og andaðist tæpu ári síðar.
En Oddur var ekki búinn að
gleyma gömlu vinkonunni og við
töluðum saman oft í viku, sérstak-
lega rétt eftir að Alfreð dó, og
mörg voru umtalsefnin, gamlar
endurminningar rifjaðar upp og
hann sagði mér oft frá ferðum sín-
um. Þegar ég varð fyrir smáslysi
sl. haust, sem ég þó raunar átti í
til jóla, þá var nú ekki verið að
hringja í mig einu sinni í viku eins
og áður, Oddur hringdi stundum
annan hvern dag og jafnvel á hvetj-
um degi, og áminnti mig um að
fara að ráðum læknis míns, svo
mér batnaði sem fyrst. Það hlýjaði
manni um hjartarætur að finna slík-
an vinarhug og umhyggju.
Með þessum orðum vil ég kveðja
minn gamla, góða vin og þakka
honum allt sem hann hefur gert
fyrir mig og rnína. Ég og fjölskylda
mín sendum Lottí og allri fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Vigdís Jakobsdóttir
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri. _
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
t
Eiginkona mín,
SVAVA G. BJÖRNSDÖTTIR,
Mánagötu 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
28. júní nk. kl. 13.30.
Einar Einarsson.
t
Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför
JÓHÖNNU GUNNARSDÓTTUR JOHNSEN.
Guðmundur Baldur Jóhannsson,
Sigríður Guðmundsdóttir, Ingvar Ingvarsson,
Gunnar Guðmundsson,
Sigríður Johnsen,
Vilhelmína Gunnarsdóttir, Ólafur Ásgeirsson.
t
Þökkum öllum þeim, er hafa sýnt okkur
vinarhug og stuðning við fráfall og útför
sonar okkar, bróður og mágs,
ARNAR ARNARSSONAR,
Ytra-Hrauni.
Arnar Sigurðsson,
Sigurður Arnarsson,
Guðrún Arnarsdóttir,
Þorkell Arnarsson,
Guðni Arnarsson,
Steinunn Arnarsdóttir.
Jóhanna Stefánsdóttir,
Sigríður Sveinsdóttir,
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR,
Sæviðarsundi 40,
Reykjavík,
sem lést aðfaranótt 18. júní sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 27. júní kl. 13.30.
Haukur Kristófersson,
Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson,
Guðrún Helga Hauksdóttir, Jóhannes Bjarni Jóhannesson,
Sigríður Herdfs Leósdóttir
og barnabörn.
■*