Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 13 Til hvers hús- eig-endafélag? eftir Karl Axelsson „Hvaða hag hef ég af því að vera í Húseigendafélaginu?" Þess- arar spurningar erum við starfs- menn félagsins gjarnan spurðir og hér á eftir verður leitast við að svara henni. Húseigendafélagið var stofnað árið 1923, og nefndist þá Fast- eignaeigendafélag Reykjavíkur. Árið 1951 var nafni þess breytt í Húseigendafélag Reykjavíkur, en 1985 er nafninu enn breytt og Reykjavíkur fellt út úr heiti þess. Um leið varð félagið að landssam- tökum fasteignaeigenda. Framan af var félagið fyrst og fremst hagsmunafélag leigusala, en á síðustu áratugum hefur það breyst í almenn hagsmunasamtök íbúðar- og húseigenda. Félagið virðist þó enn gjalda þess misskiln- ings, að það sinni eingöngu mál- efnum leigusala. Það er þó alr- angt. Félagsmenn geta orðið allir þeir sem fasteign eiga á íslandi. Hér á landi lætur nærri að rúm 80% íbúðarhúsnæðis séu í eigu þeirra sem í því búa. Þörfin fyrir hagsmunasamtök þeirra aðila er brýn, enda liggur aleiga hins venjulega borgara alla jafnan í fasteigninni hans. En félagið sinnir ekki eingöngu hagsmunum eigenda íbúðarhúsnæðis. Eigendur atvinnu- og verslunarhúsnæðis geta einnig orðið félagar, enda skarast málefni þeirra á mörgum sviðum við hagsmunamál hins al- menna íbúðareiganda. Hagsmunamál húseigenda eru fjölmörg og leitast félagið við að vekja á þeim athygli og fylgja þeim eftir á hveijum tíma. Þannig hefur félagið haft afskipti af efni ýmiss konar löggjafar sem snertir hagsmuni íbúðar- og húseigenda. Einstökum málum er og fylgt eft- ir með fundahöldum, greinaskrif- um og annarri íjölmiðlaumræðu. Auk þess á félagið í samstarfi og samskiptum við ýmsa hagsmuna- aðila, sem um málefni fasteigna- eigenda fjalla, til dæmis Neyt- endasamtökin og Meistara- og verktakasamband byggingar- manna. Segja má að helsta og veiga- mesta baráttumál Húseigendafé- lagsins sé að íbúðarhúsnæði verði í einkaeign þeirra sem í því búa. Telur félagið það þjóðhagslega æskilegt vegna betri nýtingar fjár- magns, betra viðhalds og betri umgengni. Meðal annarra einstakra hags- munamála sem Húseigendafélagið lætur sig varða, má nefna eftirfar- andi: — Að fasteignir á íslandi verði ávallt sem tryggust eign. — Að lánamál séu í því horfi að ungu fólki sé gert kleift að eignast eigin íbúð og að skil- yrði fyrir lánum til viðgerða og endurbóta á húseignum verði lýmkuð frá því sem nú er. — Lækkun fasteignagjalda, eignaskatta svo og annars kostnaðar af rekstri fasteigna. — Að hagsmunum húseigenda verði gætt gagnvart aðilum, sem sjá um byggingu og við- hald húsa og ákveðnar reglur settar um ábyrgð þeirra. — Að ákvæðum byggingareglu- gerða sé fylgt eftir af mun meiri festu en nú er. — Að tryggingar þær sem húseig- endum standa til boða séu full- nægjandi og kostnaði við þær haldið í lágmarki. — Að öryggismál húseigenda verði ávallt í sem bestu horfi, ekki síst á sviði brunavarna. í ýmsum almennum hagsmuna- málum húseigenda hefur veruleg- ur árangur náðst fyrir tilstilli fé- „í ýmsum almennum hagsmunamálum húseig- enda hefur verulegur ár- angur náðst fyrir tilstilli félagsins, en í öðrum málum hefur árangur orðið minni en skyldi.“ lagsins, en í öðrum málum hefur árangur orðið minni en skyldi. Félagið sinnir ennfremur Karl Axelsson fræðslu og upplýsingaþjónustu. Það gefur út fréttabréf. sem dreift er endurgjaldslaust til félags- manna. Þar birtast greinar og annað efni sem varðar málefni húseigenda. Félagið hefur tekið þátt í húseigendadögum á lands- byggðinni, boðið hefur verið upp á námskeið, t.d. fyrir forsvars- menn húsfélaga, auk þess sem félagið hefur staðið fyrir gerð fræðslumynda. Stefna félagsins er að auka í framtíðinni fræðslu og útgáfustarfsemi. Félagið rekur lögfræðiþjón- ustu, en þó eingöngu fyrir félags- menn. Sú þjónusta felst m.a. í ráðgjöf, álitsgerðum, gerð leigusamninga o.fl. Auk þess er á skrifstofu félagsins hægt að fá flest allar þær upplýsingar sem húseigendum eru nauðsynlegar. T.d. húsaleigulögin, húsaleigu- samninga, fjölbýlishúsalögin, hús- reglur, stöðu byggingar- og húsa- leiguvísitölu o.fl. Félagsgjald fyrir einstakling er nú kr. 1.700 á ári. Nú hefur stjórn Húseigendafé- lagsins ákveðið að blása til nýrrar sóknar, með það að markmiði að auka fjölda félagsmanna verulega. Til þess að félagið geti náð mark- tækum árangri verður það að njóta öflugs stuðnings breiðrar fylking- ar húseigenda. Betur má ef duga skal, því að þrátt fyrir að fjöldi félagsmanna hafí vaxið á undan- förnum árum, þá er enn nokkuð í land með að félagið hafi náð þeim styrk sem æskilegur er. Framtíðarsýnin hlýtur að vera sú að íslenskir fasteignaeigendur telji það bæði sjálfsagt og eðlilegt að vera félagar í Húseigendafélaginu, enda þjóni það sannanlega hags- munum þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. HEIMSKLÚBBUR Skipulag og fararstjórn: Ingólfur Guðbrandsson Tk INGÓLFS KYNNIR V LISTA, OPERU OG SÆLKERAFERÐ - ÞAÐ BEZTA AITALIU í . "2 'Xi- HB| ItMiM ITALIAIHEIMSREISUSTIL 2ja vikna listskodun og lífsnautn ífegurstu héruðum og borgum Italíu. Brottför 23. ágúst. FERÐAMÁTI: Flug til MILANO og til baka frá Róm. Akstur um Ítalíu í gíæsilegustu gerð farþegavagria.'* GISTIIMG: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum, sérvöldum með tilliti til gæða og staðsetningar. Hlaðborðsmorgunverður. HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: 1, t JfL Tj( : ■ >é ■ ^mmíuÉim J-- - MILANO, m.a. LA SCALA óperan, Dómkirkjan, BRARI safnið og Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci í Santa Maria delle Grazie. VERONA, hin heillandi miðaldaborg Rómeós og Júlíu og óperan TURANDOT í ARENUNNI með frægustu söngvururm, heimsins þar á meðal Keistján Jóhanns- son. Gist á splunkunýju glæsihóteli, LEON D’ORO. 3. GARDAVATNIÐ með töfrandi fegurð og bæjunum SIRMIONE, BARDOLINO, GARDA, TORBOLE, RIVA. Siglt á vatninu. Listir og líf í FENEYJUM. Þar sem gist verður á HOTEL LUNA við CANAL GRANDE, rétt við MARKÚSARTORG til að upplifa töfra borgar hertoganna á nóttu sem degi. ítalska hjartað - listaborgin FLÓRENS, þar sem gist er 3 nætur á BERNINI PALACÉ, mitt í heimslistinni til að sjá með eigin augum snilld endurreisnarinnar, mestu listfjársjóði veraldar í söfnunum UFFIZI og PITTI. PISA, SIENA OG ASSISI, borgirnar, sem eru sjálfar eins og undurfagurt safn aftan úr öldum, ótrúlegri en orð fá lýst. Gist á PERUGIA PLAZA. RÓM, borgin eilífa, fyrrum miðpunktur heimsins, hefur engu tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið hefur að ferðamenn fá öllum heimshornum í 2000 ár. Gist 4 nætur á REGINA BAGLIONE hótelinu við sjálfa VIA VENETO. Ef listir, saga og fegurð höfða til þín, er þetta ferð sem þú mátt ekki missa af. Allur viðurgerningur, matur og vín eins og bezt gerist í gósenlandi sælkera. ENDURTEKIIM, ENDURBÆTT FRÁ í FYRRA. 4. 5. 6. 7. »l T-rti V ~~y ■ Aörar ferðir HEIMSKLÚBBSINS; Lönd morgunroðans uppseld, biölisti Afríko - 5 sæti lous REYNSLA FARÞEGA: „Við hjónin höfum verið tvisvar á Italíu áður, en okkur opnað- ist nýr heimur í Lista- og óperuferðinni, siíkur unaður var hún og samfelld veizla, sem við vildum gjarnan endurtaka. Þetta þökkum við fyrst og fremst skipulagi og fararstjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem við teljum alveg í sérflokki. Ef fólk vill kynnast fegurð Ítalíu, þá er þetta ferðin. Beztu kveðjur.“ EDDA GÍSLADÓTTIR LAXDAL “Ij ;.a£A Grípið tækifæn°! Getumennbættvið10sætum í þessa einstoku ferð. Ingóifur veröur sjálfur til vtðtals ogveitir upp'Ýs,n9ar kl -\4-16 í da9i [iiiik i as i ö 111 wm AUSTURSTRÆTI17, SÍMI: (91)622011 & 622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.