Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
25
, á sjúkrahúsið með börnin sem eru
gæti ekki borgað.
farin
dar
Tigris, allar helstu Ijarskiptastöðv-
arnar, orkustöðvarnar og vatns-
veiturnar. Verksmiðjuhverfi eru í
rúst. En það er óvenjulegt að ekki
sé talið til undantekninga að sprengj-
ur hafi lent á íbúðarhverfum. Að því
leyti var þetta fullkomið stríð. Það
varð ekki eigna eða manntjón meðal
óbreyttra borgara í hefðbundnum
skilningi. En það var sprengt allt sem
ræður úrslitum til að nútímaþjóðfé-
lag fúngeri. A hvetjum morgni í þrjá
daga þrasaði ég við ráðuneytisgæj-
ana og krafðist þess að fá að fara í
Saddam City, fátækrahverfi
Bagdads og mönnum ber ekki saman
um hvort búi þar ein eða tvær millj-
ónir af 4-5 milljónum íbúa Bagdad.
Herra Sa’adoun A1 Jadoni yfir-
maður fjölmiðladeildar upplýsinga-
ráðuneytisins var loks kvaddur á
vettvang. Við skiptumst á kveðjum,
það er nokk sama hvernig ástatt er
fyrir fólkinu, hefðbundnar kurteis-
venjur skulu í heiðri hafðar. Hann
var glaður að sjá mig aftur. Hann
sagði að nokkur eintök af „Flugleið-
inni til Bagdad“ hefðu verið send frá
sendiráðinu í Jórdaníu. Og valdir
kaflar þýddir.
Jæja, eruð þið svona flínkir í ís-
lensku? Var það þess vegna sem ég
fékk ekki áritun í apríl?
sagði ég.
Hann hristi höfuðið
„Við skulum ekki vera að tala um
það. Látum fortíðina liggja milli
hluta. Nú eru að*verða breytingar í
lýðræðisátt eins og ég er viss um
þú hefur fundið. En ég skil ekki
hvað þú vilt gera niður í Saddam
City. Eg skal leyfa þér að fara suður
og norður. Það er langtum fróðlegra.
Nú hefur okkur tekist að beija niður
glæpahyskið þar og öllu ætti að vera
óhætt.“
En ekki í Saddam City.
„Það hefur verið orðrómur á kreiki
um að nokkrir íranskir glæpamenn
séu komnir þangað og forsetinn er
einmitt með fund í dag til að ræða
við helstu áhrifamenn í hverfinu. Þú
getur lesið um það í blöðunum á
morgun. Mér þykir sennilegt að hon-
um takist að koma vitinu fyrir þá.
Þú varst að tala um aukið frelsi
kæri herra Jadoni, sagði ég.
Eg bíð ekkert eftir matreiddri
grein í blöðunum á morgun þar sem
því verður lýst flálglega hvað forset-
inn hafi lofað höfðingjana og höfðin-
gjarnir prísað hann. Ég hef heyrt
að þar sé rafmagn ekki komið enn,
vatnið enn mengað og veikustu og
vannærðustu börnin koma þaðan.
Ef þér er alvara með því að segja
að hér sé meira frelsi af hveiju er
þá alltaf annar bíll á eftir mér. Og
gefðu mér bara eina skynsamlega
skýringu á að ég fari ekki niður í
Saddam City og ég skal fara strax
í dag suður eða norður ...
Hún er að þorna upp af næringarskorti og sárin á fótuni sögð bruna-
sár eftir sprengjuflísar.
Eitt af örfáum íbúðarhúsum í Bagdad sem sprengt var í loftárásunum.
Fjarskiptastöðvar, orkuver, vatnsveitur; allt eru írakar að hamast
að byggja upp á nýtt.
Dómararnir Juhani Pietila, Toke Nörby og Olafur Elíasson skoða safn
Ebbe Eldrup en hann á eitt glæsilegasta safn af elstu útgáfum ís-
lenskra frímerkja á sýningunni.
NORDIA 91 sett á morgnn:
Stærsta fi*ímerkjasýn-
ing' sem haldin hef-
ur verið á íslandi
Talið er að heildarverðmæti sýning'ar-
gripa nemi 3 milljörðum króna
PRÍMERKJASÝNINGIN NORDIA 91 verður sett í Laugardalshöll á
morgun. Hún er stærsta frímerkjasýning sem haldin liefur verið á
Islandi. Talið er að heildarverðmæti sýningargripa nemi 3 milljörðum
króna. Verðmætasta og besta einkasafn íslenskra frímerkja sem til er
í heiminum verður á sýningunni. Það er í eigu Bandaríkjainannsins
Gene Scott. Verðmætasti einstaki gripurinn er svokallað sambrotið
bréf til landfógetans á íslandi. Verðmæti þess er áætlað um 40 milljón-
ir króna. Auk þess verður sýning frá fyrstu 150 árum íslenskrar póst-
sögu sem mikil vinna hefur verið lögð í. Öll íslensk frímerki frá upp-
hafi verða samankomin á sýningunni.
NORDIA 91 er stærsta frímerkj-
asýning sem haldin hefur verið á
íslandi. Um 1.000 sýningarrammar
verða í Laugardagshöll auk þess
sem bækur um frímerkjasöfnun
vei’ða kynntar og söluaðilar bjóða
varning tengdan frímerkjum. Fyrsta
Nordiasýningin hér á landi var hald-
in 1984. Síðan hefur sýningin verið
haldin á hinum Norðurlöndunum til ,
skiptis en kemur nú aftur til íslands.
Að sýningunni standa Landssam-
band íslenskra frímerkjasafnara og
Póstur og sími í góðri samvinnu við
landssamböndin á hinum Norður-
löndunum. Frímerkja- og póstsögu-
sjóður styrkir sýningarhaldið íjár-
hagslega. Pósthús 7 Norðurlanda-
þjóð.a verða með útibú á sýningunni
og selja frímerkjaefni sem höfðar
til safnara og tengist sýningunni. Á
þessum pósthúsum eru póststjórn-
inar með sérstimpla sem helgaðir
eru^ sýningunni.
Áætlað hefur verið að heildar-
verðmæti sýningargripa nemi 3
milljörðum króna. Verðmætasti ein-
staki gripurinn er svokallað sam-
brotið bréf til landfógetans á ís-
landi. Þetta er þjónustubréf með
þjónustufrímerkjum sem aðeins op-
inberir aðilar máttu nota. Bréfið var
sent frá skrifstofu Strandasýslu
árið 1873 sem fylgibréf með send-
ingu á 283 ríkisdölum og 13 skild-
ingum sem var greiðsla í Jarðabók-
arsjóð. Verðmæti þess er nú talið
um 40 milljónir króna. Bréf þetta
er í eigu íslenska ríkisins.
Verðmætasta safn íslenskra frí-
merkja og umslaga verður sýnt í
fyrsta skipti á sýningunni. Það er
kennt við eiganda sinn, auðkýfing-
inn Gene Scott, en hann er heims-
þekktur frímerkjasafnari auk þess
sem hann rekur Qórar trúboðsstöðv-
ar í Kaliforníu. Scott íslandssafnið
verður á heiðurssýningu á NORDIU
91 því safnið hefur fengið svo mörg
gullverðlaun að það fær ekki lengur
að taka þátt í almennri keppni.
Þetta verðmæta safn kemst fyrir í
lítilli tösku og vegur aðeins 2 kg.
Umboðsmaður Scott og sérstakur
umsjónarmaður frímerkjasafna
hans, Karol Weyna, kemur með
safnið hingað til lands.
Fyllsta öryggis verður gætt við
þessa sýninga. Eru verðmætin und-
ir stöðugu eftirliti allan sólarhring-
inn. Engum óviðkomandi verður .
hleypt inn í sýningarsalinn nema
þá tíma sem sýningin stendur yfír.
Auk þess verður sett upp sérstök
sýning sem tengist fyrstu 150 árun-
um í íslenskri póstsögu, frá 1782
til 1920. Leitað var fanga í Þjóð-
skjalasafni, Þjóðminjasafni, Póst-
og símaminjasafninu og Ilandrita-
deild Landsbókasafns. Sýnd eru frí-
merki, umslög og póstmunir frá
þessu tímabili, m.a. upprunalega
skráin úr fyrstu póstferðinni á Is-
landi sem farin var 1782.
Á NORDIU 91 verður í fyrsta
sinn á Norðurlöndunum hægt að
senda póstkort með því að skrá
texta og viðtakanda í tölvu. Þetta
er sérstakt póstkort sýningarinnar
með mynd af Laugardalnum og
áprentuðu frímerki með mynd af
Laugardalshöll. Talið er að þessi
tölvupóstkort muni hafa mikið söfn-
unargildi þegar fram líða stundir.
Öll íslensk frímerki frá upphafi
verða sýnd á sýningunni. íslending-
ar hafa samtals gefið út 732 frí-
merki og 70 þjónustufrímerki frá
því frímerkjaútgáfa hófst hér á landi
árið 1873. Þessi íslenska frímerkj-
aútgáfa hefur aldrei verið sýnd sam-
an í heild sinni.
Sýningin verður sett á morgun
kl. 14. Fyrsti dagur hennar er dag-
ur póstsins. Föstudaginn 28. júní
er dagur unglinganna. Sérstök .
áhersla hefur verið lögð á að laga
unglinga að sýningunni og opna
fyrir þeim heima frímerkjasöfnun-
arinnar. Öllum unglingum á höfuð-
borgarsvæðinu, 11-15 ára, hefur
verið boðið sérstaklega á sýninguna
með póstkorti. Á föstudaginn fer
fram spurningakeppni um efni tengt
frímerkjum þar sem þijú lið skipuð
þremur unglingum munu keppa.
Föstudaginn 28. júní munu dóm-
arar festa verðiaunamerkingar á
þau söfn sem þykja glæilegust. Þeir
hafa úr mörgu að velja því um 160 .
söfn eru sýnd á sýningunni í sam-
keppnisdeild, þar af um 148 erlend.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, er verndari sýningarinn-
ar. Talið er að milli 500 og 700
erlendir ferðamenn komi hingað til
lands á NORDIU 91. Margir þeirra
hafa í hyggju að ferðast um landið
að sýningu lokinni.