Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
Sj ávarútvegnr-
inn og framtíðin
Sjávarútvegsstefna
Alþýðuflokksins
eftir Jón Sigurðsson
Könnun sem Félagsvísindastofn-
un Háskóla Islands gerði nýlega
fyrir Morgunblaðið á viðhorfum
fólks til grundvallaratriða í sjávar-
útvegsmálum hefur vakið verðskul-
daða athygli. Könnunin sýndi að
tveir þriðju hlutar þeirra sem tóku
afstöðu eru hlynntir því að útgerðar-
menn greiði gjald í sameiginlegan
sjóð fyrir veiðiheimildir. Þá var það
leitt í ljós að meira en 80% eru
hlynntir því að byggðarlögum verði
tryggðar veiðiheimildir.
Um helmingur aðspurðra taldi
það koma til greina að semja við
Evrópuþjóðir um að þær fái tak-
markaðar veiðiheimildir í vannýtt-
um stofnum á íslandsmiðum gegn
sambærilegum veiðiheimildum fyrir
íslendinga j lögsögu annarra þjóða,
um leið og Islendingar fái tollfrálsan
aðgang að Evrópumarkaði fyrir
sjávarafurðir sínar. Loks staðfesti
könnun Félagsvísindastofnunar að
yfírgnæfandi meirihluti þjóðarinnar,
eða 95% þeirra sem afstöðu tóku,
lítur á fiskimiðin sem sameign þjóð-
arinnar.
Þessar niðurstöður eru merkileg-
ar fyrir margra hluta sakir. Þær
sýna að fólk tekur hiklaust afstöðu
til mikilvægustu þátta fiskveiði-
stefnunnar. Hins vegar hafa stjóm-
málaflokkarnir — að Alþýðuflokkn-
um undanskildum — ýmist verið
andvígir eða tregir til að kveða skýrt
upp úr um afstöðu sína til þessara
mála.
Með einföldum orðum má segja
að niðurstöður skoðanakönnunar
Félagsvísindastofnunar feli í sér
mikinn stuðning við meginatriðin í
þeirri sjávarútvegsstefnu sem Al-
þýðuflokkurinn hefur boðað og
kynnti fyrir síðustu kosningar. Það
er þess vegna ástæða til að kynna
hana á ný í þessu Ijósi.
í kosningastefnuskrá Alþýðu-
flokksins var fjallað ítarlega um
sjávarútvegsmál. Áhersla var lögð
á það, að sjávarútvegurinn er og
verður um langa framtíð mikilvæg-
asta atvinnugreinin í íslenskum
þjóðarbúskap og undirstaða at-
vinnulífs víða um land. Jafnframt
er auðlindin sem sjávarútvegurinn
byggir á, fiskistofnarnir umhverfis
landið, sameign íslensku þjóðarinn-
ar. Þetta eru þau grundvallaratriði
sem sjávarútvegsstefnan þarf að
byggja á.
Sjávarútvegurinn, bæði veiðar og
vinnsla, hefur verið undirstaða efna-
hagslegra framfara hér á landi frá
því fyrir síðustu aldamót. Með sam-
drætti í afla á síðustu árum hefur
dregið verulega úr hagvexti. Það
liggur fyrir að í bráð er ekki vaxtar-
von frá auknum sjávarafla.
Það er fýrst og fremst með auk-
inni hagkvæmni í veiðum og vinnslu
og vöruþróun sem sjávarútvegurinn
getur lagt sitt af mörkum til auk:
inna þjóðartekna á næstu árum. í
veiðunum er mikilvægast að minnka
flotann og sníða hann að afraksturs-
getu fiskistofnanna með úreldingu
fiskiskipa.
Til þess að ná þessu marki þarf
að breyta kvótakerfinu og taka í
áföngum upp kerfi sem byggir á
endurgjaldi fyrir veiðileyfi til þess
að auðvelda megi hagræðingu í fisk-
veiðum og þjóðinni allri verði tryggð
réttlát hlutdeild í arði af auðlindum
sjávar. Veiðiheimildir eiga aldrei að
mynda einkaeignarrétt. Fiskistofn-
arnir eru sameign þjóðarinnar, en
ekki séreign fárra útvalinna. Þetta
er reyndar þegar bundið í lög.
Mikilvægt skref
Með breytingum á lögum um
stjórn fiskveiða og hagræðingarsjóð
sjávarútvegsins vorið 1990 var stig-
ið mikilvægt byijunarskref í átt til
endurgjalds fyrir veiðileyfi. Þá var
einnig ítrekað að fiskistofnarnir
væru sameign þjóðarinnar og út-
hlutun veiðiheimilda myndaði ekki
einkaeignarrétt. Alþýðuflokkurinn
átti frumkvæði að þessum mikil-
vægu breytingum á sama hátt og
sameignarákvæðið kom inn í lögin
1988 að hans tillögu.
Það er nauðsynlegt að frekari
skref verði stigin á þessu kjörtíma-
bili, til dæmis þannig að sá hluti
heildarkvótans sem úthlutað er á
grundvelli aflareynslu fari minnk-
andi, en sá hluti sem gjald kemur
fyrir fari að sama skapi vaxandi.
Vandlega þarf að gæta að sam-
hengi stefnunnar í fiskveiðimálum
og þróunar byggðar í landinu. Til
greina kemur að hluta af tekjum
af veiðileyfagjaldinu verði varið til
að styrkja þær byggðir sem fyrir
áföllum verða og snúa vörn í sókn.
Samhliða veiðigjaldinu er nauð-
synlegt að gera ráðstafanir í al-
mennum rekstrarskilyrðum sjávar-
útvegs, þar með í gengismálum, sem
komi í veg fyrir að gjaldtakan jafn-
gildi skattlagningu á útveginn.
Þannig væri mikilvægum áfanga
náð í því að jafna starfsskilyrði inn-
lendra atvinnuvega, bæði innan
sjávarútvegsins milli veiða og
vinnslu og ekki síður milli sjávarút-
vegs og iðnaðar og nýrra atvinnu-
greina. Þetta er afar mikilvægt sjón-
armið.
Það kemur vel til álita að þessar
breytingar á fiskveiðistjórn og
rekstrarskilyrðum verði gerðar á
alllöngurft tíma, t.d. á næstu 5 til
10 árum. Aðalatriðið er hins vegar
að skipuleggja og skynsamlega
verði nú á málinu tekið.
Samningar um EES
Tollar á unnum fiski og styrkir
til sjávarútvegs í Evrópubandalag-
Jón Sigurðsson
„Það kemur vel til álita
að þessar breytingar á
fiskveiðistjórn og
rekstrarskilyrðum
verði gerðar á alllöng-
um tíma, t.d. á næstu 5
til 10 árum. Aðalatriðið
er hins vegar að skipu-
leggja og skynsamlega
verði nú á málinu tek-
ið.“
inu torvelda íslenskri fiskvinnslu að
keppa um fiskinn sem aflast á mið-
unum við landið. Við þessu hefur
verið brugðist með því að leggja
áherslu á aukna fríverslun með fisk-
afurðir í samningaviðræðum EFTA-
ríkjanna og Evrópubandalagsins.
Einnig þarf að kanna vandlega
hvort rétt sé að lögfesta að allur
fískafli verði seldur á innlendum
fískmörkuðum.
Nú standa vonir til þess að samn-
ingar náist um tollfrelsi fyrir allar
íslenskar sjávarafurðir á Evrópu-
mörkuðum í samningum um Evr-
ópska efnahagssvæðið um leið og
gerðir verði samningar um takmörk-
uð skipti á veiðiheimildum. Toll-
fijáls aðgangur að Evrópumarkaði
er mikilvægasta hagsmunamálið um
þessar mundir fyrir íslenskan físk-
iðnað og þar með fyrir sjávarbyggð-
irnar. Þá er ekki síður mikilvægt
að auka hagkvæmni í innlendri fisk-
vinnslu með aukinni vöruþróun og
tæknivæðingu og bættri nýtingu
fjárfestinga. Mótun fiskvinnslu-
stefnu þarf að taka mið af nauðsyn
þessa.
Á undanförnum árum hefur verið
losað um þá einokun sem lengi hafði
ríkt í útflutningi á frystum físki.
Ljóst er að í sjávarútveginum er
ekki síður þörf á samkeppni en á
öðrum sviðum. Því ber að afnema
alla lögbundna eða leyfisbundna ein-
okun á útflutningi sjávarafurða.
Rjúfum kyrrstöðu
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks, sem mynduð var 30.
apríl 1991, hefur sett sér það meg-
inmarkmið að ijúfa kyrrstöðu og
auka verðmætasköpun í atvinnulíf-
inu, sem skili sér í bættum lífskjör-
um. Ný sjávarútvegsstefna sem nær
bæði til veiða og vinnslu, hamlar
gegn ofveiði, eflir fískmarkaði, tre-
ystir byggðina í landinu og stuðlar
að hagræðingu, er snar þáttur í
þessari stefnumótun til framtíðar.
Það er grundvallaratriði í þessari
stefnu að stjórnskipuleg staða sam-
eignarákvæðis laga um stjórn físk-
veiða verði tryggð og það ákvæði
gert virkt.
Það er greinilegt að þessi sjón-
armið eiga mikinn hljómgrunn með
þjóðinni. Spurningin um gjaldtöku
fyrir veiðiheimildir er í senn spurn-
ing um réttlæti og hagkvæmni. Hún
snýst um það grundvallaratriði, að
það er hvorki rétt né skynsamlegt
að afhenda fámennum hópi auðlind-
ir sjávar, sameign þjóðarinnar, án
endurgjalds til eigendanna.
Framundan er mikið starf við
endurskoðun fískveiðistefnunnar.
Þar verður byggt á þeirri mikilvægu
reynslu sem fengist hefur frá því
kvótakerfið var innleitt, en um leið
þarf að horfa til framtíðar. Finna
þarf leiðir til þess að tryggja hvort
tveggja í senn að ekki sé gengið
of nærri auðlindum sjávar og fyllstu
hagkvæmni sé gætt í rekstri sjávar-
útvegsins.
En einnig þarf að finna leiðir til
að tryggja að athafnafrelsi og fram-
tak fái að njóta sín um leið og eðli-
legt afgjald komi fyrir aðgang að
hinni sameiginlegu auðlind.
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
KIRKJUSKJÓL
eftir Bernharð
Guðmundsson
Ragnheiður Davíðsdóttir blaða-
maður skrifaði athyglisverða grein
í Morgunblaðinu 14. júní sl.
Hún vekur máls á því sem marg-
ir spjalla um, að kirkjur landsins
og safnaðarheimili standi auð og
ónotuð stóran hluta dagsins.
Hún bendir líka á þörfina fyrir
athvarf fyrir utangarðsfólk og aðra
sem eru félagslega afskiptir, og
vildi gjarnan sjá slíkt í kirkjuhúsun-
um. Ragnheiður kveðst hafa sagt
sig úr þjóðkirkjunni þegar henni
varð ljóst að kirkjan stóð ekki und-
ir væntingum hennar um athvarf
við lítilmagnann. Hún bendir hins
vegar á fordæmi um félagslega
aðstoð við safnaðarfójk, sem er at-
hvarfið í Fella- og Holakirkju fyrir
börn sem eru á eigin vegum, vegna
útivinnu foreldra og kallar eftir
frekari þjónustu við þá sem minna
mega sín.
Það er starfsmönnun kirkjunnar
þakkarefni þegar vakandi og áhug-
asamt fólk veltir fyrir sér hvaða
möguleikar eru til þess að mæta
þörfum samfélagsins þannig að líf
einstaklingsins verði betra. Ragn-
heiður hefur líka sýnt það með
starfi sínu að vörnum gegn umferð-
arslysum hveiju vakandi vilji og
verkfúsar hendur fá áorkað.
Tvennskonar þjónusta
kirkjunnar
Þjónusta kirkjunnar hefur verið
greind í tvennt, innra og ytra starf
safnaðarins. í samfélagi guðsþjón-
ustunnar fær söfnuðurinn kraft til
þjónustu við lífíð. Kirkjan er kölluð
til að þjóna manneskjunni allri, lík-
ama, sál og anda. Þess vegna er
bæði hin ytri sem innri þjónusta
kirkjunnar jafnmikilvæg og þar er
um nærandi gagnverkandi áhrif að
ræða. Hinn virki kjarni safnaðarins,
sem þiggur næringu trú sinni í
helgihaldi og samfélagi kirkjunnar,
sýnir trú sína í verki í þjónustunni
við náungann, hver sem hann er.
Til þessa býður kirkjan alla vel-
komna til starfs og samfélags og
gott væri að eiga Ragnheiði og fleiri
hennar líka að, til þess að leggja
hönd á plóginn í þessu starfi, því
að verkefni eru næg og er þá vægt
til orða tekið.
Kirkjuskjól í tveimur
söfnuðum
Sem fræðslustjóra kirkjunnar
þótti mér vænt um að Ragnheiður
skyldi geta tilraunarinnar um at-
hvarf fyrir börn í Fella- og Hóla-
kirkju. Þarna er um að ræða lág-
vært starf sem virðist mæta mikilli
þörf og vera vísir að meiru.
Kirkjuþing 1990 samþykkti að
beina þeim tilmælum til safnaða
landsins „Þar sem það er kleift og
þarft að boðið verði upp á athvarf
á vegum safnaðarins fyrir börn sem
verða að vera á eigin vegum hluta
dagsins".
Fræðsludeild fylgdi þessu máli
eftir með starfshópi frá Reykjavík-
urprófastsdæmi, sem varð til þess
að opnuð voru athvörf í tveimur
kirkjum, Neskirkju og Fella- og
Hólakirkju, í 10 vikur í tilrauna-
skyni nú í vor. Voru þau nefnd kirkj-
uskjól og rekin í náinni samvinnu
við söfnuðina þar sem veittu fé til
tilraunarinnar, auk þess sem Kirkj-
uráð studdi vel fjárhagslega.
Þrír fjölskylduráðgjafar tóku að
sér undirbúningi og framkvæmd
þessa starfs. Strax kom í ljós, að
aðeins var hægt að fá inni fyrir
kirkjuskjólin á morgnana, vegna
þess hve safnaðarheimilin voru
ásetin síðdegis. Kom það fjölskyldu-
ráðgjöfunum mjög á óvart, enda fer
kirkjuleg þjónusta yfírleitt ekki
mjög hátt.
Eins og hjá afa og ömmu
Hugmyndafræði kirkjuskjólanna
fólst í því að skapa aðstæður fyrir
börnin eins og „hjá afa og ömmu“.
Eldri borgarar komu reglubundið
og voru með börnunum og miðluðu
þeim af reynslu sinni og visku og
voru báðar kynslóðirnar þakklátar
fyrir samveruna. Hér er um að
ræða nýja áherslu í ellistarfi kirkj-
unnar, þar sem roskið fólk er veit-
endur en ekki sífelldir þiggjendur.
Foreldrar barnanna áttu líka vísa
aðstoð og ráðgjöf ef þurfti í kirkju-
skjóli.
Við treystum því að fleiri söfnuð-
ir fylgi fordæmi safnaðanna í Nes-
kirkju og Fella- og Hólakirkju, sem
gerðu þetta kleift og hafa látið í
ljós vilja til að halda starfínu áfram.
Þessari tilraun er nú lokið. Starf-
skýrsla og aðrar upplýsingar eru
Bernharður Guðmundsson
„Það er starfsmönn-
un kirkjunnar þakkar-
efni þegar vakandi og
áhugasamt fólk veltir
fyrir sér hvaða mögu-
leikar eru til þess að
mæta þörfum samfé-
lagsins þanníg að líf
einstaklingsins verði
betra.“
fáanlegar á fræðsludeild Biskups-
stofu.
Stutt við fanga og
utangarðsbörn
En verkefnin éru næg, sem fyrr
segir. í nýju tölublaði Víðförla, sem
kemur nú um mánaðamót, skrifa
tveir ungir prestar um starf sitt og
þjónustu við þá sem eiga í erfíðleik-
um.
Annar hefur, í hlutastarfi á veg-
um fræðsludeildar, starfað meðal
ungra fanga og kallar eftir miklu
meiri þjónustu við þá sem „lifa nið-
urlægðu lífí“. Hinn hefur starfað
með unglingum sem „eru á göt-
unni“ og kallar eftir því að mark-
hópur unglingastarfs kirkjunnar
séu allir krakkar, ekki aðeins þau
prúðu og ræktuðu, heldur miklu
fremur hin ungu og óhörðnuðu ut-
angarðsbörn. „Guð er kannski mest
hjá þeim, því að þar er þörfin
stærst,“ segir þessi ungi prestur í
grein sinni.
' Virðingin og væntumþykjan
Hér eru tekin dæmi um félags-
lega þjónustu kirkjunnar. Það má
líka benda á nýstofnaða Fjölskyldu-
þjónustu kirkjunnar, sem er að
hefja störf um þessar mundir.
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur
líka hlynnt að mörgum hér innan-
lands þótt ekki fari hátt, það er líka
lágvært starf. Vissulega eru þetta
aðeins gárur, miðað við þörfina.
Þess vegna er kallað eftir fleiri
höndum, fleiri hugmyndum. Það er
kallað eftir vakandi fólki með vilja
til að starfa, til að þiggja krafta
Guðs í samfélagi guðsþjónustunnar
og miðla honum síðan í þjónustu
við þá sem á einhvern hátt eru
þurfandi. Sú þjónusta er margvís-
lega og þar er fyrirbænin mikilvæg.
Hún kveikir virðingu og vænt-
umþykju með þeim sem biður, fyrir
þeim sem beðið er fyrir. Slíkt verð-
ur ekki til eftir pöntun, þess vegna
skortir slíkar tilfínningar oft í sam-
skiptum manna.
Eg þakka Ragnheiði Davíðsdótt-
ur vekjandi grein og vona ð hún
megi efla umræðu og áhuga á hinu
mikilvæga þjónustustarfí kirkjunn-
ar við manneskjuna alla í margvís-
legum vanda hennar.
Höfundur cr forstöðumaður
Fræðslu- og þjónustudeildar
Biskupsstofu.