Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
Dularfull ferjukaup
eftir Friðrik
Gunnarsson
Samið hefur verið um smíði á
ferju til þess að leysa af hólmi
gömlu Vestmannaeyjafeijuna Herj-
ólf. Nýja skipið er greitt af al-
mannafé en verður afhent Herjólfi
hf. til rekstrar.
Ferjunefndir
Ekki er gott að átta sig á því
hve margar nefndir hafa verið skip-
aðar og hafa starfað, en líklega
voru þær sex eða sjö. Fyrstu nefnd-
irnar athuguðu m.a. möguleika á
kaupum á notaðri feiju, ákváðu
hentuga stærð feiju, undirbjuggu
útboð og fleira. Hvort ráðherra var
að reyna flótta frá málinu skal lát-
ið ósagt, en fum og fálm hafa ein-
kennt meðhöndlun málsins frá upp-
hafi.
Útboð
20. júlí 1990 var opnað útboð í
smíði 70 metra feiju. 22 stöðvar
buðu í smíðina. Útboðið var fram-
kvæmt á hefðbundinn hátt, upplýs-
ingar voru veittar um hveijir buðu
í smíðina, verð, afgreiðslutíma og
kjör. 011 framkvæmd útboðs eins
og menn eru vanir við opinber út-
boð. Formaður þessarar nefndar var
Halldór Krístjánsson frá samgöngu-
ráðuneytinu, en ráðgjafar Skipa-
tækni hf.
Aftur útboð
Ný nefnd var nú skipuð til þess
að semja um smíði feijunnar. For-
maður þessarar nefndar var Ragnar
Óskarsson, stjórnarformaður Heij-
ólfs, fulltrúi samgönguráðuneytis
var Halldór Kristjánsson, fulltrúi
fjármálaráðuneytis Sveinbjörn Ósk-
arsson. Ráðgjafar nefndarinnar
voru Jón B. Hafsteir.sson skipa-
verkfræðingur og Ólafur Friðriks-
son tæknifræðingur.
Var nú farið fram á það við þá
lægstbjóðendur sem uppfylltu öll
skilyrði að dómi kaupenda, að þeir
endurtækju boð sín með hliðsjón
af ýmsum breytingum sem gerðar
höfðu verið á skipinu og búnaði
þess. Einnig vegna þess tíma er lið-
inn var síðan fyrra útboð fór fram.
Þetta útboð, sem fór fram að loknu
forvali sbr. fyrra útboð, var opnað
19. febrúar 1991.
Ekki fékkst uppgefið hveijir
hefðu boðið né heldur hvaða verð
og afgreiðslutíma þeir hefðu boðið.
Nefndin tilkynnti samt að lægst-
bjóðandi hefði verið Flekkefjord
Slipp í Noregi og að teknar yrðu
upp samningaviðræður við þá.
Sellufundir
Það kom í ljós að nefndin fól
forræði í samningum þeim Svein-
bimi Óskarssyni frá fjármálaráðu-
neyti og ráðgjöfunum tveim, sem
getið er hér að framan. Þessir aðil-
ar veittu móttöku upplýsingum og
„Hlýtur það að vera
lágmarkskrafa að upp-
lýst sé um niðurstöður
útboðsins 19. febrúar
síðastliðinn og hvert
endanlegt samnings-
verð var. Hér er vænt-
anlega ekki um ríkis-
leyndarmál að ræða.“
gögnum frá skipasmíðastöðvunum,
matreiddu gögnin síðan fyrir nefnd-
ina, og virtust hafa valið sér for-
sendur og tínt til tölur er þeir settu
í reikniformúlur, sem þeir hönnuðu
eftir eigin höfði. Forsendur og
reikniformúlur eru að sjálfsögðu
leyndarmál eins og aðrar gjörðir
þeirra.
Strax og lægstbjóðandi hóf við-
ræður við þessa trúnaðarmenn
nefndarinnar virtist augljóst að
trúnaðarmennirnir höfðu fastmót-
aða skoðun á því að semja ætti við
annan aðila en þann er nefndin
hafði ákveðið. Báðu þeir um frest
á viðræðunum til þess að velja
ýmsan vélbúnað skipsins. Frestinn
notuðu þeir ekki til þess að velja
aðalvél eða búnað, ekki var búið
að velja búnað en endanlegur samn-
ingur var undirritaður. Þess í stað
hófu þeir leynilegar viðræður við
Simek, skipasmíðastöð í Flekke-
fjord, Noregi.
í frétt sem höfð er eftir Halldóri
Kristjánssyni á þessum tíma er sagt
„að viðræður standi yfir við lægst-
bjóðanda, en einnig væri verið að
ræða við ónefndan annan aðila“.
Huldumaður
Hér vil ég skjóta inn að frá Nor-
egi fréttist að forstjóri Simek hafi
sagt á fundi með verkstjórum stöðv-
arinnar, er síðamefndu lýstu
áhyggjum sínum um fyrirsjáanleg-
an verkefnaskort, að þeir skyldu
ekki hafa áhyggjur. Simek myndi
fá Vestmannaeyjafeijuna, „vel
staðsettur" umboðsmaður myndi
sjá til þess.
Hver er þessi umboðsmaður?
Samningar
Samið var við Simek A/S, samn-
ingar undirritaðir 16. apríl í Vest-
mannaeyjum. Samkvæmt fréttatil-
kynningu af þessu tilefni er verð
feijunnar sagt vera u.þ.b. 1.100
milljónir króna. Sé reiknaðmeð 10%
niðurgreiðslu í Noregi og daggengi
er samningsverð í NOK 137 milljón-
ir. Simek tilkynnti norskum fjölm-
iðlum að umsamið verð væri NOK
135 milljónir. Þrátt fyrir ítrekaðar
skriflegar fyrirspumir hefur ekki
fengist uppgefið hvaða verð stendur
í samningnum eða annað um samn-
inginn.
Leynd
Hin mikla leynd sem hvílir yfir
þessu máli hlýtur að vekja grun-
semdir um að ekki sé allt með felldu.
Allar reglur um opinber útboð hafa
verið brotnar. Mér er til efs að
nefndarmenn í aðalnefnd hafi sett
sig inn í útreikninga ráðgjafa sinna
eða forsendur fyrir úttreikningun-
um og uppbyggingu reikniformúla.
Ekki fæst uppgefíð hver er umboðs-
maður Simek, sá sami og stöðin
bar svo mikið traust til. Þar sem
feijan er greidd af almannafé og
útboðið var á vegum samgönguráð-
uneytis, hlýtur það að vera lág-
markskrafa að upplýst sé um niður-
stöður útboðsins 19. febrúar síðastl-
iðinn og hvert endanlegt samnings-
verð var. Hér er væntanlega ekki
um ríkisleyndarmál að ræða.
Siðferði
Ekki er vitað til þess að áður
hafi farið fram útboð hérlendis á
vegum opinberra aðila, þar sem
ekki fæst uppgefið hveijir buðu og
hvað þeir buðu. Ekki er heldur vitað
til þess að opinberir aðilar hafi gert
stórsamninga án þess að gefið sé
upp verð og um hvað var samið.
Það mun ekki vera talið gott við-
skiptasiðferði í nágrannalöndum
okkar að leyna því hveijir bjóði í
opinberar framkvæmdir eða hvem-
ig opinber innkaup fara fram, jafn-
vel til hernaðarþarfa. Það er og
verður skýlaus krafa að samnings-
nefnd um kaup á nýrri Vestmanna-
eyjafeiju geri hreint fyrir sínum
dyrum.
Höfundur er framkvæmdastjóri í
Reykjavík.
Ríkið borgar tvisvar
- lækkum skattana
eftir Eggert Jónsson
Þann 20. apríl bar ég fram fyrir-
spumir í Morgunblaðinu varðandi
umfang einkareksturs sumra lækna
innan veggja Borgarspítalans.
Þessar spurningar eiga við um öll
sjúkrahús sem rekin eru fyrir al-
mannafé. Engin svör hafa borist frá
Borgarspítalanum, en hinsvegar frá
mörgum sjúklingum sem staðfesta
að þeir hafi undirritað óútfyllta
reikninga jafnvel án þess að sjá
viðkomandi sérfræðing. Þessar
spumingar em hér með lagðar fyr-
ir Tryggingarád Tryggingastofnun-
ar ríkisins.
í hvert sinn sem sjúklingur fer
til læknis er hann látinn skrifa und-
ir reikning til Tryggingastofnunar
ríkisins. Það gildir einu hvoit farið
er til heimilislæknis eða sérfræð-
ings, undirritaður er reikningur sem
er' ávísun á ríkissjóð. íslendingar
eru orðnir vanir þessu, og undirrita
500.000 þús. óútfylltar ávísanir
hugsunarlaust. í mörgum tilfellum
man fólk ekki hvað læknirinn heitir
þegar vikan er liðin. Heilbrigðis-
og tryggingamálin kosta 43 millj-
arða á þessu ári og af því fara
margir milljarðar í iæknisþjónustu
og lyf.
Rekstur heilsugæslustöðva kost-
ar 1599 milljónir á fjárlögum þessa
árs1. Þar er húsnæðiskostnaður ekki
meðtalinn né heldur verktaka-
greiðslur heilsugæslulækna. Heilsu-
gæslulæknar fá grunnlaun ca. 70
þús. á mán. og síðan fá þeir greit
fyrir öll læknisverk. Þessar greiðsl-
ur koma frá Tryggingastofnun og
geta verið allt frá 100 þús. í dreif-
býli - 200 þús. í þéttbýli fyrir dag-
vinnu. M.ö.o. 170-270 þús. fyrir
dagvinnu. Til samanburðar hefur
hjaitaskurðlæknir sem er 40 ára
og á hátindi síns ferils tæplega 130
þús. á mánuði f. dagvinnu. Nettó-
laun margra heilsugæslulækna
„Hámark vitleysunnar
er þegar læknar á full-
um launum á sjúkrahúsi
taka verktakagreiðslur
fyrir vinnu sem þeir
framkvæma í vinnu-
tíma sínum á sjúkrahúsi
með efni og starfsliði
spítalans endurgjalds-
laust.“
virðast viðunandi því þeir greiða
ekki húsaleigu, efni, búnað né laun
hjúkrunarfólks. Rekstur heilsu-
gæslustöðva mun því kosta miklu
meira en 1599 milljónir í ár.
Við komuna til heimilislæknis
byijar þú á að undirrita óútfyllta
ávisun á ríkissjóð. Það kostar þig
0 kr. að fara til heimilislæknis og
það gefur augaleið að ekki er verð-
Eggert Jónsson
ið líklegt til aðhalds. Heimsóknin
kostar ríkið a.m.k. 2.500 kr.2 í
mörgum tilfellum eru sjúklingar
leystir út með lyfseðlum, en
greiðsluhluti sjúklings er mjög lág-
ur. Mikið af lyfjum lendir uppi í
skáp og þau aldrei notuð.
Þegar farið er til sérfræðings í
einhverri grein læknisfræðinnar er
byijað á að undirrita óútfyllta ávís-
un og greiða 300 kr. ef maður er
gamall eða öryrki en 900 kr. ella.
Sjúklingur hefur ekki hugmynd um
hvað stendur á þessari ávísun þegar
hún er leyst út hjá Tryggingastofn-
un ríkisins.
Það virðist sem fólki standi al-
gjörlega á sama um þessa reikninga
bara ef það sleppur með sínar 300
kr. eða 900 kr. I mörgum tilfellum
er jafnframt um að ræða ávísun á
ódýra skurðaðgerð, sem er ókeypis
þegar þar að kemur. I slíku kerfi
hafa sjúklingar engan augljósan
hag af því að skipta sér af fjármál-
unum og vilja ekki vita hvað hlutim-
ir kosta. Hugsum okkur að vinsæl
bflaumboð sem selja t.d. Mercedes
Benz eða Range Rover hefðu sama
háttinn á. Það væri nóg að skrá sig
í viðtal fyrir 900 kr. og skrifa sig
á biðlista — eftir þijú ár kemur
bfllinn nýr úr kassanum og kostar
þig ekkl neitt. Sumar skurðaðgerðir
kosta eins og meðal fólksbíll. Svo
skilur fólk ekkert í því að gamla
fólkið þurfi að bíða eftir skurðað-
gerðum, vegna þess að peningar
ríkisins duga ekki til. Ef við sem
erum á besta aldri og tiltölulega
frísk greiddum sjálf okkar læknis-
viðtöl og lyf upp að ákveðinni upp-
hæð, til dæmis 15.000 kr. á ári,
þá mundu þessi mál gjörbreytast
til batnaðar. Allir býsnast yfir háum
sköttum og þegar tugir milljarða
fara í heilbrigðismál þá verða allir
að leggjast á eitt til að lækka þenn-
an kostnað.
Engum heilvita manni dettur í
hug að undirrita víxil eða skulda-
bréf án þess að vita upphæðina,
ekki einu sinni þó einhver annar
eigi að borga.
Hámark vitleysunnar er þegar
læknar á fullum launum á sjúkra-
húsi taka verktakagreiðslur fyrir
vinnu sem þeir framkvæma í vinnu-
tíma sínum á sjúkrahúsi með efni
og starfsliði spítalans endurgjalds-
laust. Sjúkrahúsið er rekið á kostn-
að ríkisins með sérstöku framlagi
á fjárlögum. Reikningurinn sem
læknirinn sendir í eigin nafni er
greiddur af ríkinu, Tryggingastofn-
un ríkisins. Ríkið greiðir þannig
tvisvar fyrir sama verk. Hvemig
rækir Tryggingastofnun sitt trún-
aðarhlutverk? Ekki sýnir hún sama
örlætið við þá sem mest eiga bágt.
Er þetta veijandi?
Tilvitnanir:
1. Fjárlög 1991.
2. Árni Sigfússon: Ríkisstyrktur áródur
gegn einkarekinni læknisþjónustu, Mbl.
25.1.90.
HEIMSLJOS
Höfundur er bæklunarlæknir og
rekur Skyndimóttökuna
Þorfinnsgötu 14.