Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 2
2 FRETTBR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JUNI 1991
EFNI
Morgu nblaðið/Bj ami
Spáð íkortið
Erlendir ferðamenn eru áberandi á götum höfuðborgarinnar á þessum
tíma árs og oftar en ekki fjölmennari snemma morguns um helgar
en landinn, sem sefur út eftir vinnuvikuna. Þessar konur voru að iýna
í kort af höfuðborginni snemma í gærmorgun, en hvert för þeirra var
heitið er ekki vitað.
Vistun ósakhæfra afbrotamanna:
Starfsemi á Sogni
hefst þegar í haust
VISTHEIMILI fjjir ósakhæfa afbrotamenn verður að ölluin líkind-
um að Sogni í Ölfusi og er stefnt að því að hefja starfsemi I.
september næstkomandi. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráð-
herra segir að verið sé að leggja lokahönd á samningagerð um
afnot Sogns í þessu skyni. Sighvatur sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að það hafi verið forgangsverkefni síðan hann kom
í ráðuneytið að finna skjóta lausn þessa máls.
„Við höfum verið að leita hrað-
leið að einhverjum svona stað und-
anfarnar vikur, vegna þess að
þegar ég kem inn í þetta ráðu-
neyti, þá er eitt af því fyrsta sem
lendir uppi á mínu borði mál
þriggja ósakhæfra afbrotamanna
sem sitja inni í venjulegum fang-
elsum og eru að veslast upp þar,“
sagði Sighvatur.
Sogn er í eigu Náttúrulækn-
ingafélagsins og hefur SÁÁ haft
það á leigu. Sighvatur segir að
náðst hafi samkomulag um að
SÁÁ flytjist yfír í húsnæði Heilsu-
hælisins í Hveragerði þar til sam-
tökin hafa komið upp aðstöðu sinni
til eftirmeðferðar í Saltvík. Ráðu-
neytið tekur Sogn á leigu og er
Flugleiðir krefjast herts
eftirlits með leiguflugi
FLUGLEIÐIR hafa krafist þess með bréfi til flugmálastjóra að eftirlit
með framkvæmd reglugerðar um leiguflug verði hert, ella verði það
eftirlit falið flugeftirlitsnefnd. Flugmálastjóri hefur hafnað kvörtun
Flugleiða og segir í svari sínu að á ferli slnum hafi Flugmálastjóm
aldrei verið sýnd önnur eins vanvirða af hálfu flugrekstraraðila og
með bréfi Flugleiða, sem Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri mark-
aðssviðs Flugleiða, ritar, en hann0hefur fyrir hönd félagsins ítrekað
erindið.
í bréfí Fiugleiða segir að í allt
sumar hafi Flugferðir-Sólarflug og
síðar aðrar ferðaskrifstofur gefíð
augljóslega til kynna með auglýsing-
um að við sölu á „alferðum“ til Lon-
don, Kaupmannahafnar og fleiri
staða sé brotið ákvæði reglugerðar
um leiguflug frá 1985 og ættu aug-
lýsingarnar að vera Flugmálastjórn
nægt tilefni til aðgerða. Flugleiðir
segja ferðaskrifstofurnar selja far-
gjald með leiguflugi án gistingar eða
bílaleigubíls en slíkt mun óheimilt
samkvæmt reglugerðinni. í bréfí
Flugleiða segir að í ljósi brotanna
sé furðulegt að Flugferðum-Sólar-
flugi hafí verið veitt leyfí til frekara
leiguflugs til Kaupmannahafnar frá
og með 28. júní.
Flugmálastjóri segir í svari sínu
að Flugleiðum beri að beina kvörtun-
arefni sínu til Verðiagsráðs sem um
brot á lögum um verðlag, samkeppn-
ishömlur og óréttmæta viðskipta-
hætti væri að ræða. í ítrekunarbréfí
Flugleiða er því vísað á bug.
Þá segir í bréfi Flugleiða að allan
maímánuð hafi leiguflug Atlants-
flugs hf. verið framkvæmt með er-
lendum leiguflugvélum þrátt fyrir að
flugvélakostur væri til á íslandi til
að sinna þessu flugi en í nágranna-
löndunum tíðkist að flugmálastjómir
gangi úr skugga um slíkt áður en
veitt séu leyfí til flugs með erlendum
flugvélum. í svari sínu segir flug-
málastjóri að þessar fullyrðingar um
starfsreglur erlendra flugmála-
stjóma séu ekki réttar en íjtrekunar-
bréfí Flugleiða er fullyrt að Flugleið-
um hafi verið synjað um leyfí til
leiguflugs frá Norðurlöndum og
Spáni nema sannað sé að þarlendum
flugvélum sé tii að dreifa.
stefnt að lokafrágangi samninga
á næstu dögum um að afnot fáist
af Sogni 15. júlí og starfsemi
heimilisins geti hafist 1. september
að afloknum nauðsynlegum breyt-
ingum.
Sighvatur sagði. þetta vera
ákjósanlega lausn, þar sem starf-
semi gæti hafist svo fljótt.
Ríkisspítalar hafa tekið að sér
rekstrarhliðina og þarf því ekki
að ráða sérstakan forstjóra eða
skrifstofulið, að sögn Sighvats.
Brids:
íslenskt lið
á Norður-
landamót
Landslið íslands í brids,
skipað spilurum 25 ára og
yngri, tekur þátt í Norður-
iandamóti sem hefst í Jyva-
skyla í Finnlandi á mánudag.
Lið frá Danmörku, Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð taka
þátt í mótinu auk íslendinga.
Norðurlandamót í þessum ald-
ursflokki eru haldin annað
hvert ár.
íslenska liðið er skipað þeim
Hrannari Erlingssyni, Matt-
híasi Þorvaldssyni, Sveini R.
Eiríkssyni og Steingrími G.
Péturssyni. Fyrirliði og farar-
stjóri er Guðmundur Sv. Her-
mannsson.
Enginn prestur sækir um
ísafjörð eða Patreksfjörð
Umsóknarfrestur um fjögur
prestaköll sem hafa losnað, rann
út 20. júní síðastliðinn. Aðeins
var sótt um tvö prestaköll og
sótti einn um hvort. Enginn sótti
um Isafjarðarprestakall, sem
auglýst var laust til umsóknar,
og heldur ekki um Patreksfjörð.
Samkvæmt upplýsingum frá
Biskupsstofu sótti séra Bjami
Karlsson, aðstoðarprestur í Laug-
arnesprestakalli í Reykjavík, um
Vestmannaeyjar og sr. Pétur Þór-
arinsson, fyrrverandi sóknarprest-
ur í Glerárprestakalli, um Laufás-
prestakall. Sóknamefndir þessara
prestakalla munu koma saman á
næstunni með viðkomandi prófasti
og taka afstöðu til umsóknanna.
Enginn sótti hins vegar um Pat-
reksijörð og ísafjörð.
Sigmundur Guðbjarnason rektor HI á Háskólahátíð:
Starfshættir EB líkir þeim sem
hömluðu framförum í austri
„EVRÓPUBANDALAGIÐ myndar annars vegar stóran og freist-
andi markað, en hins vegar einkennist það af vaxandi miðstýr-
ingu, stórfelldum niðurgreiðslum og víðtæku styrkjakerfi. Þessir
starfshættir virðast furðu líkir þeim sem hömluðu gegn framför-
um í austri og margir telja nú að hafi skapað mestan vanda í
íslensku efnahagslífi.“ Þetta sagði Sigmundur Guðbjarnason há-
skólarektor í ræðu sinni á Háskólahátíð í gær. Hann gerði meðal
annars að umtalsefni þróun þjóðfélagsins í átt frá lýðræði og
hvatti kandidata til að vera virkir þátttakendur í ákvörðunum
um eigin örlög. „Virðið lýðræðið og gerið það virkt,“ sagði hann.
Háskólarektor sagði stjómar-
hætti hér á landi virðast þróast á
þá lund, að valdið safnaðist á
sífellt færri hendur. Þessi vantrú
á lýðræðinu hefði komið vel fram
í umræðum fyrir alþingiskosning-
arnar í vor, hvað skýrast þegar
rætt hefði verið um fiskveiðistefn-
una og landsbyggðina, byggða-
kvóta og ráðstöfun á honum ef
til kæmi.
Rektor ræddi um þróun
Austur-Evrópu. Þegar hún væri
loks að kasta af sér fjötyum mið-
stýringar væri í Vestur-Evrópu
myndað annað ríkjabandalag
„sem byggir upp nýjan draum
miðstýringar og valdasamþjöpp-
unar í Brussel“.
Hann sagði þróunina í Vestur-
Evrópu vissulega stefna í nýja
heimsmynd, þar sem auðlindir og
atvinnulíf færðust í siauknum
mæli í fang fjölþjóðafyrirtækja
og áhrifin í vaxandi mæli frá
kjörnum fulltrúum til forstjóra
stórfyrirtækjanna.
Þá sagði rektor að íslendingar
þyrftu eins og aðrar þjóðir að leita
- bestu viðskiptakjara á hveijum
tíma, en við mættum ekki láta
þvinga okkur til samninga sem
„veita aðeins stundarhag en háska
þegar til lengri tíma er litið. Ekki
megum við heldur láta ótta við
einangrun villa okkur sýn því ís-
lendingar hvorki vilja né geta ein-
angrað sig í sífellt alþjóðlegri
heimi.“
Sigmundur sagði Islendinga
sækja nám til annarra landa í
ríkari mæli en aðrar vestrænar
þjóðir og þess vegna myndu þeir
hvorki einangrast hér né innan
takmarkaðra markaðssvæða,
„þeir munu áfram leita tækifæra
um allan heim,“ sagði háskóla-
rektor.
► 1-44
Þjóðarbókhlaðan hef-
urforgang
► Fyrirtveimur mánuðum tók 01-
afur G. Einarsson við ráðherra-
embætti menntamála, einu viða-
mesta og flóknasta ráðuneytinu.
Hér ræðir Elín Pálmadóttir blaða-
maður við ráðherrann um hina
margvíslegu málaflokka sem bíða
úrlausnar/10
I Saddam City mun
uppreisnin byrja
►Jóhanna Kristjónsdóttir blaða-
maður var nýverið í Irak og heldur
hér áfram greinaflokk sínum um
ástandið í landinu. /16
Heimspekin er gagn-
rýnið viðhorf til veru-
leikans
►Rætt við Pál S. Ardal prófessor,
sem í gær var skipaður heiðurs-
doktor við Háskóla lslands /18
Sérfræðingur í við-
skiptum á Kolaskaga
►Önnur grein Agústs Inga Jóns-
sonar frá Norður-Noregi, en hér
ræðir hann við Sverri Garðarsson
starfsmann eina fyrirtækisins í
Finnmörku, sem greiddi hluthöf-
unum arð á síðasta ári /20
B
HEIMILI/
FASTEIGNIR
► 1-28
Hvernig á að standa
að viðhaldi húsa
vegna steypu-
skemmda
►Rætt við ýmsa aðila varðandi
steypuskemmdir og aðgerðir til
úrbóta/14
► 1-32
Skín við sólu
►I Skagafírði má víða fínna blóm-
lega byggð. Sauðárkrókur er „höf-
uðborg" þeirra Skagfírðinga og
þó Krókurinn teljist ekki stór á
heimsmælikvarða, hefur heimaað-
ilum tekist að sporna gegn
byggðaröskun meðýmsum
hætti./l
Armstrong er enn á
meðal vor
►Þó að tuttugu ár séu liðin frá
dauða Louis Armstrong nýtur
áhrifa hans enn og tónlist hans
lifír góðu lífi./6
Fannst ég vera í betla-
rastöðu
►Hlíf Svavarsdóttir, fyrrum list-
dansstjóri Þjóðleikhússins, ræðir
um málefni Islenska dansflokksins
og Þjóðleikhússins í beinskeyttu
og opinskáu viðtali við Súsönnu
Svavarsdóttur blaðamann./lO
Reytum ruglað saman
►Auðveldara var að stofna heim-
ili hér áður fyrr enda kaupið þá
hærra og kröfurnar minni. Sam-
kvæmt lauslegri könnun kostar nú
um hálfa milljón að kaupa nauð-
synlegasta innbú og heimilistæki
/14
Laxveiðimenn taka
andköf
►Veiðihjólin eru nú farin að snú-
ast í laxveiðiám landsins og hér
fyallar Guðmundur Guðjónsson um
stöðuna það sem af er sumri/16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40
Dagbók 8 Gárur 43
Hugvekja 9 Mannlífsstr. 8c
Leiðari 22 Bjölmiðlar 18c
Helgispjall 22 Kvikmyndir 20
Reykjavíkurbréf 22 Dægurtónlist 21
Myndasögur 26 Minningar 24c
Brids 26 Bió/dans 26c
Stjörnuspá 26 A fömum vegi 28c
Skák 26 Velvakandi 28c
Fólk í fréttum 38 Samsafnið 30c
Karlar/Konur 39